Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 113

Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 113
henti hann mér kassa með verkum fyrir útvarp og leiksvið og eitt kvikmyndahandrit. Það er von til að þau verk verði tekin til flutnings, þau sem eru full- unnin. Textar Steinars verða varia skilgreindir sem leikrit í hefðbundnum skilningi þess orðs. En orða- notkunin, hljómfallið, húmorinn og ruddaskap- urinn sem þar bregður fyrir er hólmgönguáskorun fyrir íslenskt leikhúsfólk.“ Steinar átti í fórum sínum mikið af óbirtu efni þegar hann lést. Meðal þess er viðamikii skáldsaga, Jökullinn, en kafli úr henni var lesin á Steinar- svöku. „Steinar var sjálfur mjög ánægður með sög- una, en það tafði gerð hennar verulega að hann var óviss um framsetninguna. Áður en hún var full- gerð beit hann það í sig að efnið myndi njóta sín bet- ur í kvikmynd,“ segir Jón Proppé. „Þegar hann var búinn að sveitast við í talsvert langan tíma að umbreyta sögunni í kvikmynda- handrit datt honum annað snjallræði í hug. Teiknimyndatímabil Jökulsins stóð í annað eklu styttra tímabil og önnur framsetning var þá óhugsandi. En bókin sjálf er mjög falleg, fullgert listaverk sem stendur fyllilega fyrir sínu. Það eitt skiptir máli. Vinnusemi hans var með ólíkindum og sem dæmi þýddi hann Hómerskviður upp á nýtt og gekk frá þeim til útgáfu. Allt sem liggur eftir hann er mikið unnið og vandað. Ég er þeirrar skoðunar að hans verði seinna minnst sem eins af tveimur til þremur merkustu höfundum sinnar kynslóðar. Hann á það fyllilega skilið. Það er öllum ljóst sem lesa hann fordómalaust," segir Jón Proppé. „Bókin sem kom út hjá Forlaginu í haust inniheldur sögur frá ýmsum tímabilum á ferli Steinars og nrargar þeirra hafa birst áður á prenti. Þetta verk er í raun aðgöngumiði að öðrum verkurn hans fyrir þá sem kæra sig um.“ „Steinar hringdi stundum í mig síðasta árið og þá á ólíklegustu tímum, en samtölin voru ævin- lega stutt og markviss," segir María Kristjánsdótt- ir. „Nokkrum dögum áður en hann fór utan til að deyja hringdi hann að kvöldi dags og var þá stadd- ur á Hressó ásamt konu. Hann sagði þau hafa ver- ið í Bókabúð Sigfusar Eymundssonar þá um dag- inn og þar hefði hann keypt merkilega bók eftir amerískan höfund sem hann sæti nú og læsi úr upphátt fyrir konuna. Ég yrði endilega að kaupa þessa bók líka og lesa hana, því í henni kæmi fram að við yrðum bæði forrík á næsta ári. Þetta var þá bók um fiskamerkið eftir amerískan stjörnuspek- ing, en undir þeim stjörnum vorum við Steinar bæði fædd. Ég hló, lofaði að kaupa bókina og við slitum samtalinu. Nokkrum dögum seinna var hann dáinn. Þá labbaði ég út í Eymundsson og keypti bókina eins og ég hafði lofað. Þetta er auðvit- að með eindæmum vond bók, en hún stendur núna í bókaskápnum mínum við hliðina á bókun- um hans. Svona til að rninna mig á hvað hann var mikill húmoristi." NÚ KEMUR DÝPSTA MYRKUR HEIMSINS! Sumarið 1992 fór Steinar í sína hinstu ferð. Hann lést í Amsterdam þá um haustið. „Vorið áður en hann dó var hann uppi í mikilli maníu og drakk eins og brjálæðingur, án þess þó að sæi á honum vín. Um sumarið, rétt áður en hann hélt til Hollands, kvartaði hann um verk fyrir brjóstinu og fékk þann úrskurð hjá lækni að það þrengdi að kransæðunum. Það hefur sjálfsagt verið orsök dauða hans. Þó að Steinar væri jafnan mikið á faraldsfæti og dveldi langdvölum í útlöndum bar hann jafnan með sér stórar rafmagnsritvélar af nýjustu og bestu gerð og ferðin til Hollands var engin undan- tekning. Hann var með í farangrinum nýlega tölvu sem hann hafði mikið dálæti á og hana bar hann í fanginu upp hóteltröppurnar. Hann endaði líf sitt DESEMBER EINTAK í baði - þar sem hann dvaldi oft á dag. Forntleg dánarorsök var drukknun." Þorsteinn Antonsson segir í opnu bréfi til Matthíasar Viðars Sæmundssonar í Tímariti Máls og Menningar fyrr á þessu ári: „Hann var 64 ára gamall þegar hann útskrifaðist úr Víðinesi nú í júní án þess að eiga sér fastan samastað. Og óþarft er að draga dul á það að til þess hefði ekki komið nema fyrir þær hreinsanir sem nú standa yfir. Nú á að leggja niður þann ósið að aumingjar lifi á rík- inu. Steinar fékk inni á hóteli í Vesturbænum eft- ir útskriftina og var rændur þar af hótelstjóranum eftir að sá hinn sami hafði látið kasta honum ófull- unt í steininn... Eftir flæking vestur á Hellissand og síðan, eftir dvöl þar, milli gistivina í bænum fékk hann slag. Eins og við var að búast lét hann stjórnast af lífsástríðu sinni óheftri eftir útskriftina af sjúkrahúsinu, þeyttist til Holiands fyrir lánsfé og var allur.“ „Steinar fékk að liggja hér á dýnu í vinnustof- unni minni í nokkra daga sumarið áður en hann dó,“ segir Gylfi Gíslason. „Hann var þá vegalaus í bænum á þvælingi milli gistivina. Hann stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þar sem hann lá í guldrapplituðu bítlafötunum sínum, að- skornum jakka og útvíðum buxum. Þau klæddu hann svo ótrúlega vel að það var eins og hann væri nýkominn af tískuhúsi, þó var þetta ölmusa sem einhver hafði gaukað að honum. Ég vissi það þá að hann væri feigur. Hann var svo ólíkur sjálfum sér, nteð óráðsíu, óhemjugang og hvorugan fótinn á jörðinni. Ég vildi koma honurn inn og talaði meðal annars við hjúkrunarfólk og lækna í Víðinesi. Þá varð mér ljóst hvað þessu fólki þótti vænt um Steinar, en hann átti ekki heima þar frekar en annars staðar. Þar átti hann enga sálufélaga og það var dapurlegt að hugsa til hans þarna inni. Þetta sumar fékk hann fyrir hjartað og var lagð- ur inn á spítala. Eftir innlögnina var hann breytt- ur maður, snerti ekki vín og reykti ekki. Kannski María Kristjánsdóttir VINKONA STEINARS „Áður en hann dó aíhenti hann mér kassa með verkum fyrir útvarp og leiksvið og eitt kvikmyndahandrit. Það er von til að þau verk verði tekin til flutnings, þau sem eru fullunnin. Textar Steinars verða varla skilgreindir sem leikrit í hefðbundnum skilningi þess orðs. En orðanotkunin, hljómfallið, húmorinn og rudda- skapurinn sem þar bregður fyrir er hólm- gönguáskorun fyrir íslenskt leikhúsfólk. “ JÓN PROPPÉ STARFSMAÐUR ÚTGEFANDA STEINARS „Steinar var mikið snyrtimenni og fór í bað tvisvar til þrisvar á sólarhring og sat þá lengi íbaðinu" segir Jón Proppé. „Annars var hann sískrifandi allan daginn. Hreinlætisáráttan, ástin á tækni og vísindum og þaul- sætni hans við ritvélina eða tölvuna koma upp um reglusemi Steinars, en hún var öll önnur en sneri að umhverfinu. Þannig_ toguðust á um hann gerólíkir þætt- ir i skapgerðinni. Ég hefði ekki viljað þurrka hann upp og setja hann á geðlyf, en allt hans skapferli gerði það þó að verkum að hann var erfiður í umgengni og það tók sinn toll af tíma manns og þolinmæði að vinna með honum. “ hefur líkaminn ekki þolað þessar breyttu iífsvenj- ur og gefist upp. Áður en hann fór til Hollands keyrðum við um bæinn og fórum meðal annars í útsýnisturninn í Perlunni. Þar speglaði Steinar sig ánægður í rúðuglerinu, hagræddi nýju hárgreiðsl- unni og sagði: „Svona er maður þá orðinn.“ Það er mikil eftirsjá að Steinari, bæði sem mann- eskju og rithöfundi, en ég er þeirrar skoðunar að hans verði minnst sem eins af merkustu höfund- um aldarinnar. Stundum leiftrar honurn fyrir í mynd í huganum. Hann gat verið mjög fallegur þegar hann var í góðu formi, sérkennilegur með mörg ólík andlit. Stundum eins og unglingur, svona grannvaxinn og kvikur.“ Sjón hefur sagt um Steinar: „Ég veit að öll ferðalög eiga sér stað í djúpinu. Hvernig? Steinar sagði mér.“ Nú hefur Steinar farið sína hinstu ferð í djúpið og einhvers staðar úr ómælisdýpt horfir hann skyggnum augum upp á yfirborðið, án eftir- sjár. Það er ekki á færi neinnar hvunndagshetju að hafa hendur í hári hans og landa honum í heim lifenda. Hvorki líkama né sálu. En sál bóka hans mun lifa áfram. Úr djúpinu heyrist: „Er einhver djöfulgangur 1 vændum. Skjálfa ófreskjurnar? Ég er hættur að æpa, því þegar maður hefur hljóðnað í blindu þessa djúps fær maður grun urn fegurð heimsins. Það er engin dýpt jafn djúp. Það er eng- inn blámi jafn strángur. Þarna er hann: Nú kem- ur dýpsta myrkur heimsins!“Q Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra blaðamanna sökum þess að hún velur sér helst erfið verkefni; bœði að umfangi ogefni. 1 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.