Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 50

Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 50
mann úr húsi bak við sjoppuna. Þegar inn kom blasti við þessi venjulegi sjoppuvarningur: súkku- laði, kók, ríó-kaíFi, tímaritaflóran litríka (að vísu ekki Eintak!), sígarettur og svo framvegis, en úti í horni rákum við augun í fornfálegan pappakassa sem í voru notaðar bækur til sölu. Við, sem höfðum ekki litið í bók í að minnsta kosti heilan sólarhring, þustum auðvitað að þessum kassa og tókum að gramsa. Bækurnar áttu það allar sameiginlegt að hafa verið lesnar oftar en einu sinni og þegar betur var að gáð áttu þær fleira sameiginlegt: þær fjölluðu allar um samlíf kynjanna og svo framvegis. Mest voru þetta þýðingar á erlendum bókum og flestar skrifaðar af hinum fræga herra Anonymus. Að visu var ein þeirra eftir Henry Miller, lítil sæt saga úr lokrekkjum Parísarborgar. Okkur þótti þetta býsna skemmtilegt, að finna úti í vegarkanti fullan kassa af löngu liðnu kynlífi. Ballið í Vogalandi var eins og ég sagði einhver fallegasta og best heppnaðasta samkoma sem ég hef komið á. Ekki aðeins fyrir tilstuðlan KK-Bands- ins, heldur einnig vegna þess að fólkið skemmti sér á svo sívílíseraðan hátt. Og hér nota ég siðmenntun mínu mati teygt vel úr útlínum hennar með af- slöppuðum gítar- og hljómborðslínum. Enda frá- bær hljóðfæraleikari og eins og ég sá þetta kvöld, með réttu fólki á réttum stað. „Ég sé að börnin eru að drekka sitt,“ sagði Krist- ján eftir nokkur lög í viðbót. „Og þeir fullorðnu að drekka hitt. Gætum við nokkuð fengið hitt?“ Þetta var líklega í eina skiptið sem áhorfendur voru ekki með á nótunum þetta kvöld, því Kommi neyddist til að standa upp frá settinu og ná í vatns- könnu handa félögum sínum. „Máni BI_ÁR...“ Um nóttina, eftir tónleikana, keyrðum við í af- takaveðri upp í Gufudal, sem er einhvers staðar mitt á milli Kollafjarðar og Djúpafjarðar. Þar áðum við, eins og sagt er á sveitamáli, hjá Einari bónda í Efri-Gufudal og fjölskyldu hans. Svo vel var tekið á móti okkur þar að við vorum þó nokkurn tíma að jafna okkur daginn eftir. Það er ekkert áhlaupa- verk að segja frá fjörugum næturgleðskap svona eftir á, enda líka vafasamt að fjarstaddir hafi gam- an af, en eitt er mér þó minnisstætt frá þessari nótt. Það var þegar einn okkar rifjaði upp lag sem kom út á íslenskri safnplötu fyrir margt löngu, og við hinir tókum undir eins og í hljóðri bæn. Lagið hét Verkamannsins sonur og það var ekki laust við að maður kæmist við þegar það hljómaði þarna í sveitakyrrðinni. Jæja. Björgvin, Þorleifur og Pétur fóru beint í rjúpnaleit um ellefuleytið daginn eftir, Kommi hóf að rannsaka hvort sjónvarpsdagskráin væri sú sama á Vesturlandi og fýrir sunnan, og ég elti Kristján og Einar bónda út í fjárhús. Kristján sýndi þar ótvíræða hæfileika við að gefa kindunum grasið sitt og ég komst reyndar seinna að því að hann hafði verið í sveit fyrir tuttugu og fimm ár- um. Það var líka greinilegt að hann kunni vel við sig innan um hin hefðbundnu dýr og vélar sem fylgja sveitabæjum. Upp úr hádegi keyrðum við þrír svo innar í Gufudalinn, ekki til að leita lamba, heldur vopnaðir byssum. Það var reyndar fátt um þann fugl sem við skimuðum eftir, það er að segja rjúp- una, en stór og mikill örn sveif yfir okkur á milli fjallanna. Það var stórkostleg sjón að sjá þennan sjaldgæfa höfðingja sveima yfir okkur og mér fannst eins og hann væri að segja okkur að vera ekkert að eyða tímanum í þessa tilgangslausu leit. Enda keyrðum við fljótlega á aðrar slóðir, út úr dalnum og upp í þéttvaxið kjarr sem okkur hafði verið tjáð af mönnum sem við hittum á leiðinni að innihéldi rjúpu. Það reyndist rétt og ekki leið á löngu þar til Kristján kom auga á eina. Ég kann ekkert á veiðiskap, en ég held að hann hafi borið sig mjög prófessjónelt að; hann læddist hljóðlega í átt að fuglinum þar til hann var komin eins og tíu metra frá henni, mundaði þá vopnið og lét skotið ríða af. Það var tekið að skyggja um þetta leyti þegar rjúpan féll fýrir höglunum hans og þaðan sem við klöngruðumst í gegnum kjarrið í leit að fleiri fugl- um sáum við hvar tæplega hálfur máninn sat á lágri fjallsbrún, líkt og hann riðaði til falls. Sami máninn bar Kristjáns yfir Norðurhafið í einu af eft- irminnilegri lögum Hótels Fœreyja. Að vísu var hann blár í það skiptið, en hvítur þarna eins og rjúpan í beltinu hans Kristjáns. Þegar heim á bæ- inn var komið kom í ljós að Pétur hafði náð þremur rjúpum. Kommi var ennþá að rannsaka sjón- varpsdagskrána, en hafði ekki komið auga á neitt sem var frábrugðið dagskránni fýrir sunnan, og ég var orðinn svo dasaður eftir alla þessa heilnæmu útiveru að mér fannst ég hlyti að hafa veitt eitthvað sjálfur. Það var reyndar ekkert áþreifanlegt, en fyrr um daginn, í dalnum þar sem örninn hélt til, hafði ég fengið að skjóta nokkrum hylkjum út í loftið og hver veit nema ég hafí hitt eitthvað þá. Eitthvað langt í burtu, eitthvað sem ég mun aldrei vita hvað er. Fullur kassi AF LÖNGU LIÐNU KYNLÍFI Þegar við yfirgáfum Efri-Gufudal og settumst upp í jeppann til að aka niður á Króksfjarðarnes, fannst mér ég hafa skotið rótum í þessu kompaníi og verið á túr mun lengur en þennan eina sólar- hring. Ekki vegna þess að ég væri orðinn þreyttur, heldur gekk þetta allt svo þýðlega fýrir sig og var í alla staði mjög viðkunnanlegt. Réttur sólarhringur var liðinn frá því ég steig upp í Selfossrútuna og á þessari stundu hugsaði ég afar hlýlega til hins vök- ula bílstjóra sem reif af miðanum mínurn. Því hefði hann ekki fattað feilinn hjá mér væri ég núna ör- ugglega ekki á leiðinni á einhverja fallegustu tón- leikasamkomu sem ég hef komið á. Stuttu áður en við komurn í Vogaland stoppuðum við í lítilli vegasjoppu til að kaupa okkur tób- ak. Við kom- um reyndar að lokuðum dyrum og þurftum að ná í af- g r e i ð s 1 u -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.