Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 110

Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 110
næturinnar. Hann kvaddi með þeim orðum að hann ætlaði i Sundhöll Reykjavíkur að skola af sér nóttina áður en hann færi aftur að vinna. Seinna um daginn kom hann hvekktur til mín og sagði að þegar honum varð gengið út úr karlaklefanum á röndóttu skýlunni hafi hann litið af rælni til vinstri og horft beint í augun á rekkjunautinum sem stóð þar á rósóttum sundbol, sjálfsagt í sömu erindagjörðum." Kommúnulíf og flökkulíf „Steinar hataðist út í borgaralegt líf,“ segir Sverrir Agnarsson. „Eins og gefur að skilja lenti hann í klónum á okkur hippunum upp úr 1970, og fannst hann þá vera kominn heim. Kommúnulíf og flökkulíf, þetta fannst hon- um af hinu góða og félagsskapurinn frelsaði hann frá einmanaleikanum. Hann tók þó aldrei LSD eins og svo margir á þessum árum, og einu sinni eða tvisvar lét hann til leiðast að reykja hass, en það fór ekki vel í hann. Hann hélt andúð sinni á borgaralegu líferni til dauða- dags, en stundum varð hann orðlaus yfir því að ég skyldi vera einstæður faðir. Það fannst hon- um óvenju mikill dugnaður.“ „Stundum hefur hvarflað að mér hvort það hefði getað farið öðruvísi fyrir Steinari og Degi Sigurðarsyni ef þeir hefðu lifað á öðrum tím- um en þessurn forugu slubb og slabb tímum og hrifist síðan burt í þessum druslugangi sem einkenndi hippatímabilið," segir Eyvindur Er- lendsson. „Ég efa það þó. Ég held að Steinar hafi ekki tekið þetta alvarlega, en lausungin og ábyrgðarleysið hentaði honum ákaflega vel - fólk gat leyft sér að detta og drattast áfram. Þessi hugsunarháttur kom skýrt í ljós árið 1968 þegar íslendingar héldu þorrablót í Kaup- mannahöfn. Þá grýtti ungt fólk sviðakjömm- um og hrútspungum í Jón Helgason pró- fessor af því það nennti ekki að hlusta á alvar- legt ræðuraus. Það var ungur virðulegur lista- maður sem kastaði fyrsta kjammanum. Steinar hefði sjálfsagt hegðað sér óleyfilega, þótt þessir borgaralegu pabbakrakkar hefðu verið með meiri derring. Annars getur enginn lýst þess- um tíma, því þeir sem reyndu hann á sjálfum sér muna ekkert eftir honum.“ Bækur sem seldust EKKI NEITT EÐA TÝNDUST „Það var tap á öllum bókum Steinars og það eitt gerði honum erfiðara um vik að finna útgefendur að bókum sínum,“ segir Jón Proppé sem kom ná- lægt útgáfu bóka Steinars hin síðari ár. „Bækurnar hans fóru mest í 300 til 400 eintökum og svöruðu sjaldnast kostnaði. Ragnar í Smára gaf þó út eft- ir hann, meðal annars bókina Djiipið og studdi hann bæði fjárhagslega og með vináttu sinni.“ Ástarsaga kom út í sjálfsútgáfu 1958, en Valdi- mar Jóhannsson í Iðunni gaf út Hamingjuskipti 1964; þá bók vilja margir telja eitt besta verk Stein- ars. Alls gaf Helgafell, fyrirtæki Ragnars í Smára, út fjórar bækur eftir Steinar: Skipin sigla og Fellur að (sem hann gaf út undir nafninu Bugði Beyglu- son 1966), Farðu burt skuggi kom út 1971, og loks Djúpið 1974. Á þessum árum komu handrit Stein- ars víðar til útgáfu en hjá Helgafelli. Blandað í svartan dauðann kom út hjá Almenna bókafélag- inu 1967 og Brotabrot í sjálfsútgáfu 1968. „Ragnar var hrifinn af Steinari bæði sem manneskju og skáldi,“ segir Gylfi Gíslason. „En árið 1974 gekk Steinar um með handritið að skáld- sögunni Djúpið og fann engan útgefanda. Ragnar hafði hafnað útgáfunni; hann var orðinn gamall maður og farinn að draga saman seglin. Ég las handritið yfir og fannst mikið til um. Ég sagði Ragnari það og hann breytti ákvörðun sinni. Þegar „Ég spurði hann hvað það væri sem hefði valdið þessu ríkidæmi og hann sagði mér ótrúlega sögu af vellauðug- um ameríkana sem hefði í hyggju að senda hann til Ind- lands og gera úr honum Gúrú.“ JÓN ÓSKAR „Þetta var frægasti ryðkláfur flotans, brotajárn sem yfir- leitt var við landfestar nema þegar svo heppilega vildi til að hægt var að manna hann með rónum, ribböldum eða berfættu útigangsfólki og ýta honum þannig á flot í von um að fiskaðist bein úr sjó. Þar var skáldið Steinar orðinn háseti, á blánkskóm." GYLFI GÍSLASON „Hann var mjög hrifinn af konu í Flatey á þeim árum sem hann var langdvölum þar. Þessi hrifning var endur- goldin, en þau voru bæði til- litssöm um of og þar sem hvorugt vildi troða hinu um tær varð aldrei neitt úr neinu.“ nokkrir mánuðir voru liðnir frá útkomu bókarinn- ar kom hann að máli við mig og sagði að þessi bók hefði selst minna en nokkur önnur bók í gervallri útgáfusögu sinni - ég væri hér með leystur frá störfum sem ráðgjafi og handritalesari. Ragnar lét sér umhugað um Steinar þó að hann væri hættur að gefa út bækurnar hans og spurði jafnan um hann; en eftir sem áður var Steinar ein- mana með handritin sín.“ 1975 sendi Steinar frá sér bókina Þú í sjálfs- útgáfu og ári seinna gaf Letur út bókina Land- ans er það lag. Ljóðhús gaf út skáldsöguna Sigl- ing árið 1978, en eftir það varð langt hlé. Loks kom Singati Rt í útgáfu Menningarsjóðs 1986, en hana skrifaði Steinar undir nafninu Sjóni Sands. Sáðmenn kom út 1989 hjá Voss-forlag- inu í Amsterdam, en eigandi þess, Jan Voss, var góðvinur Steinars. Steinar er sagður hafa látið svo um mælt af því tilefni að hann væri líkast til eini íslenski höfúndurinn sem þyrfti að leita á náðir erlendra forleggjara með bækur sínar. Forlagið gaf út bækurnar Kjallarann 1991 og nú síðast Brotabrot nýskeð. Einstaka bækur sem eignaðar eru Steinari eru ófáanlegar á bókasöfnum og ekki í bókaskrám. Þær eru ósýnilegar öðrum en þeim sem segjast hafa les- ið þær. Þar má nefna Hér erutn við (1955) Börn Lírs (1989) og Torgið (1990). Líklega er að stærstum hluta um að ræða óútgefin leikrit eða útvarpsverk. Mörg óútgefin verk Steinars eru týnd og má þar nefna leikritið sem Eyvindur Erlends- son nefnir fýrr. „Hann var alla tíð logandi hræddur um að týna handritum og ekki að ófyrirsynju," segir Sverrir Agnarsson. „Á Gull- fossi tapaði hann eitt sinn handriti í sjóinn og nokkur eldri verka hans eru týnd og ófáan- leg.“ Steinar munstrar SIG Á RÓNADALL „Árið 1979 vann ég að verkefni fyrir Reykja- víkurborg og átti leið um Tryggvagötuna í bílaleigubíl,“ segir Gylfi Gíslason. „Þetta var í febrúar í frosti og norðangarra, hryssingi eins og hann verður verstur á þeim árstíma. Þegar ég keyri hjá Hafnarbúðum rek ég augun í Steinar þar sem hann berst gegnum hríðarkófið, með höfuðið grafið í jakkakragann og hendur í vösum. Ég bauð honum upp í bílinn og spurði hvernig stæði á ferð- um hans. Þá kom í ljós að hann var að koma af skrifstofu LÍÚ og í jakkavasanum var vottorð þess efnis að hann væri orðinn háseti á bát sem ætti að leggja úr höfn þá um kvöldið. Hinn tilvonandi há- seti var á leiðinni um borð, án þess að eiga sjóvett- linga, sokka, stígvél eða stakk. „Þeir hljóta að eiga eitthvað um borð sem ég get notast við,“ sagði hann þegar ég gerði athugasemd við þetta klæðaleysi. Ég hugsaði með sjálfum mér að það mætti nú vera meiri andskotans drullukoppurinn sem ætlaði að leysa landfestar og láta úr höfn með Steinar í áhöfninni. „Eigum við ekki að ræða rnálin, Steinar minn,“ sagði ég og þar sem hann farin að þiðna í bílnum féllst hann á að rúnta út í örfirisey. Hon- um varð ekki hnikað ffá sjómennskunni, en ég áræddi að fá hann til að heilsa upp á Megas þar sem hann var að vinna í Hafskipsskálanum skammt frá. Yfir kaffibolla ræddum við fyrirætl- anir Steinars og Megas lét í ljós greinilegar efa- semdir. Hann sagði meðal annars: „Er ekki ein- hvers staðar stríð úti í heimi? Steinar væri betur settur sem málaliði. Það eru þó allavega peningar í því.“ Meðan við sátum þarna hafði Megas uppi fyrir- spurnir um bátinn. Það kom í ljós og ekki að óvör- um að þetta var frægasti ryðkláfur flotans, brota- járn sem yfirleitt var við landfestar nema þegar svo 110 SVERRIR AGNARSSON EINTAK DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.