Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 34

Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 34
K. Bjarnason, Haraldur Henrýson og Gunnar Kl. Guðmundsson. Töldu þeir skorta stoð til að álykta um frumkvæði Péturs að gerð erfðaskrárinn- ar. Hvað veikindi Eddu varðaði litu þeir til þess að hún hefði búið ein og sjálfs síns ráðandi frá 1977 og nær allan tímann þar til hún lést. Dómarinn Guð- rún Erlendsdóttir var ósammála þessu og vildi ógilda erfðaskrána. Dómurinn byggði á ákvæðum laga frá því á ní- tjándu öld og sagði einn heimildamaður greinarhöfundar að ef málið hefði til dæmis komið upp í Svíþjóð hefði niður- staðan án efa orðið þveröfug. Nýjar teg- UNDIROG HEIMSMET í GOSDRYKKJU Frá því að ágrein- ingur þessi upphófst 1983 einkenndust stjórnar- og hlut- hafafundir af því að þá sat her lögfræð- inga. Árið fyrir andlát Eddu hafði Lýður Friðjónsson, tengdasonur Péturs, verið ráðinn sem fjár- málastjóri Vífilfells og er ljóst að hans hlutskipti hefur ekki verið auðvelt í öllu bramboltinu. Fundi fyrir Iðunnar hönd Lýður Friðjónsson Tengdasonur Péturs var fyrst ráðinn fjármálastjóri, en síðan framkvæmdastjóri, og efast fáir um góðan árangur hans. En á sínum tíma iærði Halldór Krist- jánsson, systursonur Péturs, markaðsfræði i Banda- ríkjunum og var honum ætlaður stjórnunarstóll í fyrirtækinu. Ekk- ert varð úr því. Annar systurson- ur Péturs er nú, eins og Lýður, að kókvæða í Austur-Evrópu. sat Ragnar Aðal- steinsson og fyrir Sigríðar hönd Sveinn Snorra- son. Sá síðarnefndi kom gjarnan með athuga- semdir um vanrækslu á því að fundir væru haldn- ir, að tilkynningar til firmaskrár væru ekki sendar og að hlutafé væri alltof lágt skráð. Einnig gerði hann athugasemdir við skuldir hluthafa við Björn Ólafsson hf. Hvað sem þessu líður stóð Pétur uppi sem ótví- ræður sigurvegari. Tengdasonurinn var gerður að fullgildum framkvæmdastjóra 1984 og hjólin héldu áfram að snúast; þrátt fyrir ailt gekk rekstur- inn vel og Lýður tók að brydda upp á ýmsum nýj- ungum. Eins lítra glerflaska hafði verið innleidd 1978, en 1985 til 1988 komu plastflöskurnar í 1,5 lítra, 2 lítra og hálfs lítra flöskum. Tab kom 1982, Sprite 1983, diet-kókið 1985. Framleiðsla hófst í pappafernur 1986 og í dósir 1988. Nýjungar komu víðar að; það varð sprengja í gosneyslu upp úr 1984. Það ár, þegar Lýður varð framkvæmdastjóri, var heildarneyslan á gos- drykkjum 17,2 milljónir lítra eða nær 72 lítrar á hvern íslending. 1988 hafði neyslan rúmlega tvö- faldast upp í 38,5 milljónir lítra eða í um 154 lítra á mann. 1992 var neyslan svipuð eða 38,4 milljón lítrar, sem samsvarar því að hver landsmaður hafi drukk- ið 147 lítra af gosi yfir árið. Það samsvarar aftur neyslu upp á 0,4 lítra á dag eða 2,8 lítra á viku. Var- lega má ætla hlut Vífilfells á bilinu 70 til 75 pró- sent. Það eru enda engin áhöld um kókfíkn íslend- inga; við erum mesta kókdrykkjuþjóð heimsins. 1991 drakk hver Islendingur sem svarar 370 átta únsa flöskum af kóki (miðað við 197 flöskur árið 1984), á meðan hver Bandaríkjamaður drakk 300 flöskur og hver Norðmaður 220 flöskur. Þessi mikla kókdrykkja varð tilefni sérstakrar umfjöll- unar í viðskiptatímaritinu Fortune árið 1990. Á NÝJAR BRAUTIR MEÐ MISJÖFNUM ÁRANGRI Samfara reglulegum og góðum hagnaði gættu Lýður og félagar þess að nýta alla möguleika til skattalegrar hagræðingar. „Tapkaup“ fyrirtækja tíðkuðust talsvert. Vífilfell fékk þannig skattalega hagræðingu af því að sameina undir sig Akra hf., Farg hf. (dagblaðið NT) og gamla Álafoss. Síðasttöldu viðskiptin voru mjög umdeild, enda var eigandi gamla-Álafoss Framkvæmdasjóður Is- lands, en þar kom við sögu Þórður Friðjónsson, bróðir Lýðs. „Tapkaup" sem þessi hafa dregið veru- lega úr skattaskuldbindingum Vífilfells og liggur fyrir að í árslok 1990 átti Vífilfell yfirfæranlegt skattalegt tap upp á nær 320 milljónir króna á nú- virði. Þrátt fýrir hagnað upp á 200 milljónir á nú- virði var enginn tekjuskattur greiddur það árið. lafnframt fjölbreyttari framleiðslu hefur Vífil- fell á síðari árum leitað inn á nýjar brautir, reyndar með misjöfnum árangri. 1986 stofnuðu Víftlfell, Hagkaup og Skúli Þorvaldsson á Hótel Holti sameignarfélagið Jara sem fjárfesti í stórum hluta Kringlunnar til útleigu undir smáveitingastaði. Þetta verður að teljast vel heppnuð fjárfesting og má áætla hlut Vífilfells í þeim verðmætum urn 60 milljónir miðað við brunabótamat. Þá má nefna að þátttaka Vífilfells í heilsurækt- arstöðinni Mætti þykir hafa lukkast vel og einnig er gott útlit með vatnsútflutningsfyrirtækið Þórs- brunn, en þar á Vífilfell rúm 44 prósent, til jafns við Hagkaup. Ýmsar aðrar fjárfestingar Vífilfells hafa heppn- ast miður vel. Má þar nefna stofnun Snakkiðjunn- ar hf. og kaupin á Akra hf., þátttöku í Arnarflugi, íslenska útvarpsfélaginu og Sýn. Af öðrum hlutdeildarfélögum Vífilfells má hér nefna Heimsmynd, Fróða, Almenna bókafélagið, Flugleiðir, Fríhöfnina, Endurvinnsluna og Olíufé- lagið. Fjölmiðlakaup gegn hollustu Þegar stjórn Vífilfells kom saman á fundi urn áramótin 1989/90 var rætt um beiðni frá Arnarflugi og Stöð 2 um hlutafjárframlög; í síðara tilfellinu var rætt um 40 til 50 milljónir króna. Ákveðið var að kaupa ekkert í Arnarflugi, en athuga nánar með Stöð 2. Sjðar gerðist Vífilfell þar hiuthafi. Samkvæmt fundargerðabók þessa fundar spurðist Viðar IVIár Matthíasson lögfræðingur fýrir um hlutafjárkaup í Fróða (sem gefur út fjöldan allan af tímaritum og hét áður Frjálst framtak). „Taldi hann óeðlilegt að hlutafé væri keypt án samráðs við stjórn,“ segir í fundargerð. Þessu svaraði Lýður Friðjónsson forstjóri því til að „um væri að ræða 450.000 króna kaup, og hann teldi að þegar um almenningshlutafélög væri að ræða, eða bréf til sölu á almennum markaði, þá væri svo lág upphæð ekki til að ónáða stjórn með, enda einnig um það að ræða að halda fjölmiðlum okkur hliðhollum og væri þetta því ráðstöfun sambærileg við kaup í Heimsmynd og Bylgjunni.“ 34 EINTAK DESEMBER J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.