Eintak


Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 28

Eintak - 01.12.1993, Qupperneq 28
Allt frá því Bjöm Ólafsson fékk umboð fyrir Coca-Cola í samningaferð íslenskra stjórn- valda vestur um haf hefur hálfgerður leyndar- hjúpur verið yfir starfsemi Vífilfells hf. Þetta er fjölskyldufyrirtæki sem leggur ekki reikninga sína fyrir almenning, sem hefur ekki haft aðrar fréttir en getgátur um ógnargróða þess. En Vífilfell hefur aðrar hliðar fjölskyldufyrirtækja en leyndina. Eigendur þess hafa barist hart sín á milli um völd yfir fyrirtækinu. Friðrik Þór Guðmundsson lyftir hér leyndarhjúpnum af sögu Vífilfells, stöðu þess í dag og einnig sögu fjölskyldunnar á bak við fyrirtækið. f ágúst 1941 hélt þriggja manna samninga- nefnd með skipi frá íslandi til Bandaríkjanna til að semja um viðskipti rikjanna, en skömmu áður höfðu Bandaríkin tekið að sér hervernd landsins í stað Bretlands. Rétt eins og í viðræðum vorra daga við Bandaríkjamenn um framtíð Keflavíkurflug- vallar drógust samningaumlcitanir á langinn. Drjúgur tími íslcnsku samninganefndarmann- anna fór í að bíða eftir ákvörðunum fulltrúa stór- veldisins. Vikur og mánuðir liðu. í einni slíkri bið fór einn samningamanna islenska ríkisins í heimsókn til útflutningsdeildar Coca-Cola. Það- an kom hann með umboð fyrir drykkinn á íslandi og heimild til að reisa áfyllingarstöð hér á landi. Það var ekki síst til að tryggja fullnægingu kók- þarfa bandarískra hermanna sem komnir voru hingað til lands til að leysa Breta af hólmi. Þetta varð hlutverk samningamannsins, Björns Ól- afssonar stórkaupmanns og útgerðarmanns; hann skyldi kókvæða ísland. f dag er fsland draumaland hinnar alþjóðlegu kók-samsteypu; hvergi í heiminum er drukkið eins mikið af Coca Cola. Miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Björn Ólafsson hafði um margra ára skeið rek- ið íyrirtækið Þórð Sveinsson og Co. hf. Árið áður hafði hann stofnað Björn Ólafsson hf. ásamt konu sinni Ástu Pétursdóttur og þrémur öðrum smá- hluthöfum; þeirra á meðal var hálfbróðir Björns, Guðmundur Elísson. Björn hafði að baki aðeins þriggja ára nám í barnaskóla, en það kom ekki í veg fyrir talsverðan uppgang, hvorki í einkarekstri né í opinberu lífi. Hann var 27 ára kjörinn í bæjar- stjórn Reykjavíkur þar sem hann sat 1922 til 1928. Hann var aðalhvatamaðurinn að stofnun Ferðafé- lags íslands 1927 og 1931 var hann skipaður í um- deilda skömmtunarnefnd sem úthlutaði innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfum. Mörg árin á eftir var hann í fararbroddi í glímu landsmanna við vöru- skort og 1939 var hann tilnefndur í samninga- nefnd um viðskipti við Bretland. Og svo tveimur árum síðar í samninganefndina við Bandaríkin sem fyrr var minnst á. VÍFILFELL STOFNAÐ ÁSAMT HÁLFBRÓÐURNUM Áður en Björn hélt til Bandaríkjanna var und- irritaður umdeildur samningur við Bretland. Bret- ar samþykkt.u að kaupa fiskafurðir af okkur fyrir um 100 milljónir króna sem er nærri 5,6 milljarðar í dag. Þetta voru tvöfaldar ríkissjóðstekjur þess árs. En útgerðarmenn gagnrýndu samninginn harðlega og blöð einnig; margir töldu að hann væri mjög óhagstæður. Þjóðólfur og Nýtt dagblað gengu svo langt að dómsmálaráðherra lét höfða mál og voru Valdimar Jóhannsson ritstjóri Þjóðólfs, og Gunnar Benediktsson, ritstjóri Nýs Dagblaðs, dæmdir í 30 og 15 daga varðhald í október 1941. Á sama tíma voru Björn, Vilhjálmur Þór og Ásgeir Ásgeirsson í samningaviðræðum vestra. I des- ember tilkynnti viðskiptanefndin við Bretland að fengist hafi samþykktar mikilvægar umbætur á samningunum frá því um sumarið. Verð á ýmsum fisktegundum hækkaði til muna og leyfi íslenskra skipa til fiskflutnings á breskan markað voru stór- lega rýmkuð. Málunum var bjargað. Þegar Björn kom heim frá Bandaríkjunum var ekki setið auðum höndum. I janúar 1942 var Verk- smiðjan Vífilfell stofnuð um framleiðslu á óáfeng- um drykkjum. Stofnendur voru Björn sem átti 21,25 prósent; Ásta eiginkona hans sem átti 1,25 prósent; Guðmundur Elísson stórkaupmaður, hálfbróðir Björns, sem átti 23,75 prósent; Sigurð- ur Jónsson endurskoðandi og Gunnlaugur Ein- arsson læknir áttu hvor sín 5 prósentin; en auk þess voru á stofnfundinum skráð 43,75 prósent á Björn Ólafsson hf. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að Vilhjálmur Þór hafi verið meðeigandi frá byrjun, en ekkert segir um slíkt í firmaskrá. Sonur Vilhjálms, Örn Þór lögffæðingur, sagði í samtali við greinarhöfund að líkast til hefði Björn skuldað föður sínum einhvern greiðann og 1946 hefði Örn verið skráður fyrir litlum hlut í Vífilfelli. „En faðir minn var hvorki meðstofnandi né handhafi um- boðsins með Birni," segir örn. Trúnaðarstörfum HLAÐIÐ Á SÉRVITRINGINN I júní 1942 hóf Vífilfell starfsemi að Haga við Hofsvallagötu sem einkaframleiðandi kóks á Is- landi. Innanhúsþjóðsaga segir að aðföng hafi verið erfið í fýrstu og að eitt sinn hafi það orðið til bjargar þegar Red Davis, útsendari frá móðurstöðvunum í Ameríku, hafi unnið sykur- og flöskufarm í pó- ker af bandarískum hershöfðingja. I sama mánuði og starfsemin hófst var undir- ritaður samningur bandarískra stjórnvalda og við- skiptanefndar Islands um viðskipti með íslenskan fiskafla. Gilti samningurinn frá 1. júlí 1942 til 30. júní 1943 og keyptu Kanar afurðir fyrir 300 millj- 28 EINTAK DESEMBER
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.