Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 88
úr öllu valdi - til að gera skólakerfið
betra, að því hún hélt. Ég fór því að
líta betur í kringum mig og fann Ír-
land. Ég lærði svo ensku í Dyflinni og
írskar bókmenntir í stað aimennra.
Ég sé alls ekki eftir þessum skiptum
og að hafa ekki farið til Bretlands. Ég
hefði ekki viljað missa af kynnum
mínum við íra.“
Guðrún
Guðlaugsdóttir
Blaðakona og rithöfundur
„Það sem ég er fegnust yfir að hafa
hætt við að gera í lífinu er að hafa ekki
látið taka kirtlana úr dóttur minni á
sínum tíma. Dóttir mín, Móeiður
Júníusdóttir, var með stóra og
bólgna kirtla sem barn og það var
ákveðið að taka þá. Hún átti að leggjast
inn snemma morguns og fara undir
hnífinn seinna urn daginn. Kvöldið
áður segir maðurinn minn að það sé
alveg óþarfi að taka kirtlana strax.
Mér fannst þetta hálf skrítið þar sem
hann var ekki vanur að tala svona. En
á endanum varð það úr og við til-
kynntum spítalanum að Móeiður
kæmi ekki. Seinnipartinn þennan
sama dag varð hún fárveik af mis-
lingum, fékk 42 stiga hita og var
mjög þungt haldin. Ég hugsa oft um
þetta enn þann dag í dag, en get
varla hugsað þá hugsun til enda hvað
hefði gerst ef Móeiður hefði farið á
spítalann og veikst af mislingum ný-
komin úr uppskurði. Þetta eru tví-
mælalaust þau áform sem ég er
fegnust að hafa hætt við.“
Jón Axel Ólafsson
Útvarpsmaður
„Ég sé aldrei eftir neinu sem ég
geri. Aidrei. Það er prinsipp hjá
mér.“
Guðrún Arnardóttir
Flugfreyja
„Fyrir mörgum árum fór ég að
læra nútímaballet úti í London. Ég
var þar í eitt ár, gekk frábærlega en
ák\'að samt að hætta því ég var ekki
viss um að þetta væri það sem ég vildi
gera. Þannig atvikaðist að ég kom aft-
ur heim til Islands og gerðist flug-
freyja. Fimm eða sex árum eftir að ég
kom heim hitti ég vinkonur mínar
sem höfðu haldið áfram að læra nú-
tímaballett. Það kom í ljós að þær
voru flestallar atvinnulausar. Sumar
höfðu reyndar vinnu í stórmörkuð-
um og vídeóleigum, en fæstar höfðu
þær nokkurn tímann unnið sem
balletdansarar.11
Jón H. Karlsson
Aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra
„Ég er óskaplega feginn að ég hélt
ekki áfram í læknisfræðinni á sínum
tíma. Ef ég hefði ekki gert það væri ég
núna sjálfsagt lokaður inni á ein-
hverjum spítalanum. Það er ábyggi-
lega erfitt að vera læknir í dag. Sér-
staklega með okkur félagana, Guð-
mund Árna og mig, vakandi yfir
sér.“
. Guðrún
Asmundsdóttir
Leikkona
„Fyrir þremur árum var ég að
mála húsið mitt. Á meðan ég renndi
penslinum eftir bárujárninu og mál-
aði grænt yfir blátt var hugurinn
uppfullur af bréfi sem ég ætlaði að
senda til manneskju sem mér fannst
að hefði gert mér illt. I huganum setti
ég saman stórkostlega sálræna af-
hjúpun þessarar manneskju þar sem
ég lýsti viðbrögðum hennar við lífinu
og barnalegum hlutum sem mér
fannst að þessi manneskja hefði gert.
Svo klifraði ég niður af vinnupallin-
um og opnaði nýja málningardós.
Þar sem ég stóð bograndi yfir dósinni
með lokið í annarri hendinni og
pensilinn í hinni kom upp í hugann
þessi ritningargrein: „Látið ekkert
skaðlegt orð líða yður af munni heldur
það eitt sem er gott til Uppbyggingar
þar sem þörf gerist til þess það verði
til góðs þeim er heyra.“ Ég stóð upp
með lokið í höndunum og áttaði mig
á að þetta bréf væri ekki vel fallið til
uppbyggingar þeirri manneskju sem
það var ætlað. Ég man ekki til þess að
hafa séð eða heyrt þessa ritningar-
grein áður en um kvöldið fann ég
hana í Bíblíunni og er þetta fjórði
kapítuli, 29. vers, í bréfi Páls til Ef-
esusmanna. Ég þakkaði guði fyrir að
hafa sent mér þessi boð, því ég tel
þau vera frá honum komin. Ég sendi
aldrei þetta bréf og í dag er ég mjög
fegin að guð skyldi hafa vit fyrir mér í
þetta skipti.“
„Þegar ég var ungur maður fékk
ég þá flugu í höfúðið að gerast loft-
skeytamaður, enda með mikla rad-
íódellu á þessum tíma. Ég komst
hins vegar ekki inn í Loftskeytaskól-
ann einhverra hluta vegna. Seinna
bauðst mér að fara í skólann en vildi
ekki. Stuttu síðar urðu miklar fram-
farir og aukin sjálfvirkni í faginu og
loftskeytamenn urðu nánast óþarfir.
í staðinn fyrir að gerast loftskeyta-
maður fór ég í blaðamennsku, hef
starfað við hana í fjörutíu ár og líkað
vel. Ef ég hefði farið í Loftskeytaskól-
ann væri ég sjálfsagt einn af þessum
radíóamatörum; sitjandi í þung-
lyndiskasti fyrir framan tækin í kjall-
aranum heima.“
Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir
Leikkona
„Einn daginn í fyrrasumar þegar
ég kom að bílnum mínum tók ég eft-
ir miða á framrúðunni. Á honum
voru skilaboð á vondri ensku um að
einhver maður vildi hitta mig á
ákveðnum stað og kaupa af mér bíl-
inn. Ég ákvað að athuga málið því mig
vantaði peninga. Þegar ég kom á
stefnumótið hitti ég Rússa sem var á
skipi sem lá við höfnina. Honum
leist gífurlega vel á bílinn minn,
strauk honum hátt og lágt og var
ólmur í að fá að prufukeyra hann. Ég
hafði ekki brjóst í mér að neita hon-
um. Þegar hann settist undir stýri
fílaði hann bílinn auðsjáanlega í botn,
lét hendina hanga út um gluggann
og flautaði oft og lengi í hvert sinn.
Hann vildi endilega kaupa bílinn,
sem er Lada Lux árgerð 1987, og gerði
mér tilboð upp á tuttugu þúsund
krónur og 110 vodkaflöskur. Ég var
að hugsa um að samþykkja þetta úr
því manninum leist svona vel á bíl-
inn, en ákvað á endanum að hafna til-
boðinu. Eftir á að hyggja er ég ánægð
með það. Hvað hefði ég líka átt að gera
við 110 flöskur af vodka? Ég drekk
ekki einu sinni vodka. Fyrir nokkr-
um dögum fékk ég nýjan miða frá
þessum sama manni. Hann vildi
hitta mig og bjóða aftur í bílinn. Eft-
ir að hafa hugsað málið ákvað ég að
hitta hann ekki aftur. Bílinn er orð-
inn einu ári eldri og Rússinn mun
sjálfsagt ekki vilja gefa meira en 50
vodkaflöskur fyrir hann í þetta
skiptið.“
Guðrún Ágústsdóttir
Varaborgarfulltrúi og kynningar-
fulltrúi Kvennaathvarfsins
„Þegar ég var 18 eða 19 ára var ég í
Heimdalli og mikill stuðningsmaður
Sjálfstæðisflokksins. Árið 1970 að ég
gerðist einn af stofnendum Rauð-
sokkahreyfmgarinnar. Þá var ég orð-
in 23 ára og tveggja barna móðir.
Skyndilega áttaði ég mig á að Sjálf-
stæðisflokkurinn vann gegn öllu sem
mér fannst heilagt og hætti í Heim-
dalli. I dag er ég með góða pólitíska
samvisku og er fegin að hafa ekki
haldið áffarn í Sjálfstæðisflokknum.“0
Jón Birgir Pétursson
Blaðamaður
JÓN ÁRSÆLL
Þórðarson
Sálfræðingur og fréttamaður
„Fyrir nokkrum árum stóð til að
ég færi á þing samtaka norrænna
kristilegra stúdenta sem þá var hald-
ið í Laugardalshöllinni og á annað
þúsund manns tóku þátt í. Ég hafði
mikinn áhuga á að vera með; bæði af
trúarlegum ástæðum og eins hef ég
mikinn áhuga á öllum samskiptum
við bræður okkar og systur á Norður-
löndunum. En það var sama hvernig
ég reyndi að hliðra til hlutum, ég
hreinlega komst ekki á þingið - átti
ekki heimangengt eins og sagt er. Það
sem gerðist þarna á þinginu í Laug-
ardalshöllinni var að upp kom heift-
arlegur niðurgangur. Ástandið var
slíkt og þvíumlíkt að kalla þurfti til
Strætisvagna Reykjavíkur til að sel-
flytja fólkið á sjúkrahús. Svo margir
urðu veikir að málið kom til kasta Al-
mannavarna ríkisins. Þegar farið var
að rannsaka orskakir þess að á annað
þúsund kristilegra stúdenta fengu
pípandi niðurgangskveisu kom í ljós
að varla kom annað til greina en kúk-
að hefði verið í matinn. Það sannaðist
þarna að þar sem ljósið skín skærast
er skugginn dekkstur."