Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 122

Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 122
JÓLABÆKUR Einar Már Guðmundsson ENGLAR ALHEIMSINS Almenna bókafélagiö Söguhetja Einars er geðveikur maður sem fæðist 30. mars 1949, daginn þegar Island gekk í Nató (sem minnir óneitan- lega á Salman Rushdie, eina hetju Einars á ritvellinum). I aðra röndina er þetta svo ættarsaga sem er spunnin fram öldina þangað til skuggi geðveikinnar fer að grúfa yfir. Vissulega er þetta tilraun sem ber að virða, að freista þess að túlka lok- aðan heim sturlunar í sögu. Hún á þó margt skylt við fyrstu sögur Einars þar sem einatt er ekki nema naefurþunn himna milli ímyndunar og veruleika; þetta er semsagt söguefni sem ætti að henta honum vel til að hefja sig til flugs. Sú er þó tæpast raunin. Einar á í mestu brösum með að ná utan um brjálsemina, fanga hana í orð; þótt bókin sé sögð í fyrstu persónu er hann líkt og utanveltu við söguefnið. Og þá er varla vonlegt að lesanda finnist sér koma bókin mikið við; ekki bætir heldur úr skák að stíllinn er flatur og einhvern veginn skrykkjóttur, líkingamál óþarflega útúrdúrasamt. Jóhanna Kristjónsdóttir PERLUR OG STEINAR. ÁRIN MEÐ JÖKLI Almenrta bókafélagið Kornung giftist Jóhanna Kristjónsdóttir alræmdum snillingi. Hann var goðsaga í lifanda lífi, eiginlega alveg frá því hann var unglingur og hann er það ennþá. Um árin með snillingn- um hefur Jóhanna skrifað ærlega bók, opinskáa, ágætlega skrifaða; það er ekkert dregið undan um óhamið fyllerí, kvennafar, um vonbrigði, örvæntingu og óhamingju ungrar konu sem hafði þann innri styrk að sleppa með reisn frá hildarleiknum. Þrátt fyrir alla bersöglina verður varla séð heldur að goðsögnin um Jökul bíði hnekki. Raunar er hann ekki í miklum metum sem höfundur núorðið, að minnsta kosti eru verkin hans sárasjaldan leikin, en hann heldur áfram að fylla flokk drykkfeldra og ógæfusamra íslenskra skálda - og hefur þjóðinni ekki alltaf þótt vænst um þau? En Jóhanna getur verið ánægð með sinn hlut og þess er varla að vænta að þessa bók vanti lesendur. Birgir Sigurðsson HENGIFLUGIÐ Forlagið Svo er að sjá sem Birgir Sigurðsson hafi lagst í umfangs- miklar rannsóknir á knæpum borgarinnar áður en hann hófst handa við fyrstu skáldsögu sína. Að minnsta kosti eru margir kaflar helgaðir sorabúllunni Síðasta dropanum þar sem út- vatnaðir kúltúruppar og hæfileikalausir listamenn gjamma hver upp í annan. Birgir færist mikið í fang. Hann hrúgar fjöl- mörgum persónum í einn pott sem hann kryddar síðan ríku- lega, einkum með ástarsögu og einhverju sem trúlega hefur átt að vera nöpur ádeila á innihaldsleysi nútímans og „lífs- uppgjöfina", eins og bókarkápan fullyrðir án þess að blikna eða blána. Inn á milli eru svo afar, afar langar blaðagreinar eftir Birgi Sigurðsson þar sem hann lýsir skoðunum sínum á öllum sköpuðum hlutum. Þessi kokkteill gengur alls ekki upp. Persónugalleríið er ýmist svart eða hvítt, en yfirleitt voða pínlegt. Efnistök og stíll eru af ætt vaðals fremur en skáldskapar; og erfitt að líma athyglina fasta við söguna. Milan Kundera BÓKIN UM HLÁTUR OG GLEYMSKU Mál og menning Um það verður varla þrætt að Kundera sé einn mestur gáfu- maður í hópi rithöfunda. Og þeirrar náttúru eru líka bækur hans; gáfulegur leikur að hugtökum, hugmyndum og per- sónum sem hann teflir saman af ískaldri yfirvegun. Hann er meistari þessa leiks og við iðkun hans tekst honum í senn að vera mannhatari (mísantróp) sem er næstum óþægilega þefvís á ístöðuleysi og flónsku mannfólksins, en um leið fullur skilnings á að staðan í taflinu veldur því að okkur er fæstum alveg sjálfrátt. Þessi bók kom út fyrir fimmtán árum og inniheldur sjö smásögur sem kallast á og hafa líkt og sama innrímið. Umfjöllunarefnin eru hláturinn - af því að með gáleysi sínu er hann eitur í beinum mannkynsfrelsara; og gleymskan sem er í senn meinsemd og líkn, því það er óbærilegt að gleyma og óhugnanlegt að gleyma ekki. Helsti galli við útgáfuna er kannski hversu seint bókin kemur út; hún er ísmeygilegasta uppgjör Kunderas við kommúnista- stjórnina í Tékkóslóvakíu - sem féll fyrir réttum fjórum árum. JÓLAVÍN EINTAKMYND: BONNl Cavalier de France hentar sérstaklega vel með léttum kjötréttum og ekki síður með osti. gott rauðvín í jólaveisluna Það þarf að vanda valið á rauðvíni í matarveislur jólanna. En það vita hinar rótgrónari vínþjóðir, eins og til dæmis Frakkar og ítalir, að ekki er allt unnið með því að verja stórfé í að kaupa einhverja rándýra rauðvínstegund. I slíkum löndum eru menn stoltir af því að kunna að velja vín þar sem fara saman gæði og hóflegt verð. Eitt slíkt vín er Cavalier de France sem ffamleitt er af hinum virta vínframleiðanda Bouchard Ainé, en það framleiðir einnig fleiri þekkt vín, til dæmis hið ljúffenga Dry Pouilly Fuisse hvítvín frá Macon. Cavalier de France er einkar ljúft og þægilegt rauðvín frá því mikla vínhéraði Búrgund. Það er framleitt úr þrúgum ýmissa vínekra og þykir henta sérstaklega vel með léttum kjötréttum og ekki síður með osti. Ekki ætti verðið heldur að spilla ánægjunni, því flaskan kostar aðeins 780 krónur. 122 EINTAK DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.