Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 91
Það er ef til vill einkennilegt en líkast til kemst Þorgeir Þorgeirsson næst því af öllum
íslendingum að kallast reiður ungur maður. Hann er vissulega ekki ungur lengur.
En á meðan ungu mennirnir láta næstum hvað sem er yfir sig ganga, nöldra kannski
í fáein ár en verða svo þægir, heldur Þorgeir áfram ádeilu sinni á allt það óréttlæti
sem hann sér, doðann og þægðina, sýndarmennskuna. Gérard Lemarquis,
góðvinur Þorgeirs, ræðir hér við rithöfundinn og refsivöndinn Þorgeir Þorgeirsson.
lágborðið fjærst afmælisbarninu og hlustar um
stund á glamrið. Þangað til hann rís á fætur, slær í
glasið sitt og segir:
„Mig langar að greina hér frá draumi sem mig
dreymdi í nótt.“
En Kristján var einmitt frægur
draumamaður. Hann dreymdi fyrir
daglátum og sá margoft atburði sem
voru að gerast annars staðar á meðan
hann svaf, enda uppalinn með huldu-
fólki. Þess vegna varð dauðahljóð á með-
an Kristján sagði draum sinn þarna í
veislunni. Draumur hans var svona:
„Mér þótti ég vera liggjandi hérna á
kirkjutröppunum. Það var blindösku-
bylur og frost. Gat mig engan veginn
hreyft og fannst ég vera að verða þarna
úti. Þá kviknar eins og vonarbjarmi úti
í sortanum. Og þegar bjarminn nálg-
ast sé ég að þetta eru tveir menn. Prest-
urinn okkar hérna í svörtum yfir-
frakka með hatt og honum fylgir annar
rnaður, alskeggjaður og í hvítum kyrtli,
fjarska góðlegur að sjá. Og bjarminn eins og stafaði
frá honum og lýsti upp nætursortann og hríðina.
Um leið og þeir fara hjá lítur Jesús upp á kirkju-
tröppurnar og ég heyri að hann segir við séra
Bjarna: „Það liggur maður þarna ósjálfbjarga á
kirkjutröppunum þínum. Eigum við ekki að styðja
hann á fætur?“. Þá lítur séra Bjarni til mín sem
snöggvast utan út bjarmanum frá Jesú Kristi, og
ég heyri að hann segir. „Nei, við skulum láta hann
liggja. Þetta er bara fjósamaðurinn hans Helga
Hafliðasonar. Áreiðanlega blindfullur." „Nújú,“
sagði þá Kristur bara, og þeir hurfu svo með vonar-
bjarmann út í nóttina. En draumurinn var ekki
lengri.“
Margir gamlir Siglfirðingar hafa sagt mér þessa
sögu, en það fylgir aldrei með hver viðbrögð hinna
tignu veislugesta voru. Sjálfsagt hafa menn bara
hlegið og skemmt sér. Til þess er höfðingjadirfsk-
an.
Ég minni mig stundum á þennan karl sem var
móðurafi minn, gekk mér í föðurstað líka. Og
meira en það. 1 hálfan áratug fór hann ekkert í frí-
tíma sínum nema ég fylgdi með. Hann var einlægt
að þylja vel kveðnar ferskeytlur fyrir karla sem við
hittum og þeir fóru þá með aðrar vel kveðnar fer-
skeytlur á móti. Ekki vissi maður hvað af þessu þeir
ortu sjálfir og hvað var eftir aðra landsfræga hag-
yrðinga. En mér er nær að halda að ég hafi verið
kominn með óbrigðult brageyra löngu áður en ég
fór að draga til stafs. Það brageyra dugir mér enn.
Höfðingjadirfska er líka mjög alþýðleg eigind. Hún
virðist hafa fylgt mér til þessa dags.
egar þau Vilborg voru hrakin burt úr Vonar-
strætinu og keyptu húsið við Bókhlöðustíg
fannst mér það út í hött. Ég hélt það væri frelsis-
skerðing að eignast hús. Þá leigði ég í Grjótaþorp-
inu. Seinna keyptum við María okkar hús. Þorgeir
og Vilborg höfðu flutt sig til um 200 metra. Við
María fluttum okkur til um 80 metra. Nú búum
við Þorgeir báðir í eigin húsum, sinn hvoru megin
við Kvosina og það er sams konar brekka upp að
húsum okkar beggja. Báðir bíllausir og Miðbærinn
er okkar heimur.
„Þorgeir er svo neikvæður," segja þeir sem telja
það jákvæðast að taka aldrei neina áhættu í þessum
dásamlega heinti okkar.
Oft hef ég staðið Þorgeir að því að spyrja sjálfan
sig hvort hann væri nú ekki með ofsóknarbrjálæði.
Þá finnst mér hann óþarflega mikill mannvinur.
Var ákveðin nautn fólgin 1 því að vera hataður og
láta menn skelfast gagnrýni þína?
-Greind og skilningur eru fyrirliggjandi í
tungumálinu. Orðin skilgreina alla hluti. Þú segist
fá nasasjón af því sem þú hefur bara þefað af, álit á
því sem þú lítur á sem snöggvast, en skoðun á
hinu sem þú hefur skoðað í krók og kring. Hugur-
inn er stöðugt að gera sér myndir úr þessu dóti.
Þær hugmyndir köllum við líka sjónarmið.
Höfúndur orðsins sjónarmið hefúr vitað að það
skiptir öllu máli hvaðan við skoðum heiminn, hvert
við horfum og hvaða þefir eru okkur framandi. Ég
hef einhvern veginn alltaf kunnað best við náttúr-
legan mannaþef, enda lætur mér best að horfa á
samfélagið neðan ffá óæðri borðsendanum. Þaðan er
mitt sjónarmið, þaðan eru mínar skoðanir gerðar.
Þaðan blasir háborðið líka greinilegast við.
Svokölluð þekking hefúr aldrei getað orðið mér
að þrepum í neinum metorðastiga. Ég er próflaus-
asti bóhem þessa lands. Ég er alþýðuhöfundur að
því leytinu til. Mér hefur aldrei dottið í hug að
flytja rasskinnarnar upp að háborðinu, því ég vil fá
að hafa mitt álit á þessum merkilega selskap úr
góðu sjónarmiði. Skoðun mín er þaðan. Og hún er
frjáls svo lengi sem ég fæ að horfa beint frarnan í
þá sem ég er að skoða. Óbundinn af sjónarmiðum
háborðsgestanna.
Ég er víst naív-heimspekingur, ef það hugtak
skyldi vera til. ögn bernskur, einfaldur og fábrot-
inn. Þannig verða sögumenn að vera, því þeir eru
stöðugt að seðja trúgirninga - sem er hin hliðin á
naívítetinu.
Söguþjóðir eru öðruvísi en heimspekiþjóðir.
Það kæmi mér satt að segja á óvart ef tekið væri
rnark á skoðunum mínum sem einhverri brúklegri
gagnrýni. Enda hef ég ekki orðið var við það. Fólk
setur upp heimóttarlegt glott og ypptir öxlum við
skoðunum mínum, ef það hefur andstæða hags-
muni. Sem flestir náttúrlega hafa.
Aðrir lofsyngja menn opinberlega, en hrækja
svo í bakið á þeim. Þorgeir er með sjálfum sér
að afsaka heigulshátt þeirra sem hann hefur verið
að gagnrýna opinberlega, eða jafnvel rakka niður.
Það er ekki vænlegt til félagslegs ábata og varla
besta leiðin til vinsælda.
Elskulegheitin slæva oft hugsunina.
Mér hefur alltaf fundist vanta allt uppbyggilegt
hatur í framgöngu íslenskra „intellektúala“.
En það er ekki hægt að halda kjaftaþing á Is-
landi án þess að bjóða Þorgeiri Þor-
geirssyni að tala þar, til að tryggja að
einhver þori að segja eitthvað. Finnst
þér ekki verið að nota þig í þessu hlut-
verki?
-Ég er naív-heimspekingur. Það
eru menntamannasamkomur sem
bjóða mér að tala á kjaftaþingum sín-
um. Ég tek þessu vel. Það hefur nú allt-
af verið raffineraðasta menntafólkið
sem metur okkur naívistana best. Það
finnst manni gott. Ég veðraðist til að
mynda allur hreint upp við undirtektir
norrænna fjölmiðlasérfræðinga í Há-
skólabíói hér um árið, þegar ég talaði
um Eiffelturninn og nútímann við
þetta hámenntaða fólk. Það skildi hvað
ég var að fara og prentaði erindið meira
að segja, sem eins konar leiðara, í Pressens Árbog,
virtu fræðiriti sem Stokkhólmsháskóli gefur út.
w
Utlendingar hafa alltaf hópast á heimili þeirra
Vilborgar og Þorgeirs. Rithöfundar, blaða-
menn, kennarar. Á þessu „sveitó" heimili hafa
þeir fundið andblæ úthafsins.
Þar hefur þeim verið sagt umbúðalaust frá hlut-
unurn. Þar er talað um ísland á gagnrýninn hátt.
Jafnvel miskunnarlaust. En með þeim einum hætti
sem alltaf skilur eftir hlýhug til lands og þjóðar hjá
útlendingnum.
Sumar spurningar koma eins og af sjálfu sér, til
dæmis: Hvað þýðir Vínarborg í þínu lífi?
-Vínarborg var fyrsta heimsborgin sem ég
gisti. Fór þangað um haustið 1953, strax eftir stúd-
entspróf. Borgin helltist yfir mann eins og per-
sónulegt áfall. Þar sá ég fyrst stríðsrústir, fótalausa
betlara á gangstéttunum og praktíserandi götu-
drósir. En Vínarborg var þau árin hersetin af fjór-
um heimsveldum: Rússum, Frökkum, Bretum og
Bandaríkjamönnum. Henni var skipt í hernáms-
svæði. Þetta var eins og sífelld áminning um
hörmungar stríðsins.
En þar kynntist ég jafnöldrum rnínurn, ungu
fólki með óvæntar og dálítið harðneskjulegar hug-
myndir. Við sóttum kjallaralókal sem hét „Ehe-
maliger Artklub“. Þangað kom Friedrich Gulda
og spilaði djass þegar hann var búinn að servera
Beethovensónötur í prúðbúna góðborgarana hjá
Konsertverein, tónlistarfélagi Vínarborgar. Löngu
seinna frétti ég að þessi selskapur hefði verið exis-
tensíalískur og fólkið sem einlægt kom og stóð á
stigapallinum til að góna á okkur hefðu verið túrist-
ar sem borguðu fýrir að sjá existensíalistana drekka
rauðvín og bjór við kertaljós. Maður hefur semsé
verið beggja vegna rimlanna í dýragarðinum, því
seinna var uppáhaldsstaðurinn minn í París Jardin
des Plantes þar sem villidýrin eru líka til sýnis.
Þegar frá líður er Vín mér fyrst og fremst leik-
húsborg. Burgtheater með sína klassík náttúrlega,
en fyrst þó og fremst kjallaraleikhúsin, sem stóðu í
núklum blóma á sjötta áratugnum. Þar voru til-
raunirnar gerðar. Þar sá maður leikrit Ödöns von
Horwaths, sem ég uppistend að hafi mótað jafn-
„Það kæmi mér satt að segja á óvart
ef tekið væri mark á skoðunum mínum
sem einhverri brúklegri gagnrýni.
Enda hef ég ekki orðið var við það.
Fólk setur upp heimóttarlegt glott
og ypptir öxlum við skoðunum mínum,
ef það hefur andstæða hagsmuni.
Sem flestir náttúrlega hafa.“
DESEMBER EINTAK
91