Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 60

Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 60
DlDDÚ Prímadonnan á íslensku óperusviði sem hefur sungið sig inn I hjörtu íslendinga í hverri óperunni af annarri. Og ekki spillir skemmtileg og óþvinguð framkoma sem einhvern veginn hæfir svo vel söngstjörnu. Diddú var eiginlega stjarna strax og landsmenn sáu hana fyrst í hlutverki fröken Gúdmúndsen í Brekku- kotsannál fyrir tuttugu árum. Og hún hefur vaxið með hverju verkefni. Nú er hún naestum orðin of stór fyrir (sland, enda er hún farin að heilla óperugesti í .^knnHinsn/íi i ÓLÖF RÍKA LOFTSDÓTTIR Ólöf var ekki einungis rík eins og viðurnefnið ber með sér, heldur líka ágjörn. Faðir hennar hafði komist í miklar álnir og svo giftist Ólöf Birni ríka Þorleifssyni. Þau hjón bjuggu á Skarði við Breiðafjörð og höfðu úti allar klær við að ná sér í meira fé og völd. En ágirndin var varla eini Ijóðurinn á ráði Ólafar, því hún telur sjálfa sig í skriftamálum sínum hafa verið viðriðna eftirtaldar sjö höfuðsyndir: öfund, ofmetnað, reiði, leti góðra verka, ágirni, ofneyslu og saurlífi, og „þar með allar þær rætur og kvíslir sem af sérhverri þeirra kunna að renna“. Helga Sigurðardóttir Helga Sig eyddi ævinni í að reyna að kenna þessari villiþjóð að borða almennilegan mat. Minna feitmeti, meiri fisk og meira grænmeti, gott íslenskt hráefni, fjölbreyttan mat. Vítamín. Helga var gúrúinn í íslensku eldhúsi alveg þangað til suðrænir matargerðarstraumar fóru að leika hér um á ofanverðum áttunda áratugnum og höfuðverk hennar, Matur og drykkur, er ennþá réttnefnd biblía íslenskrar eldamennsku. Bríet Bjarnhéðinsdóttir Bríet var fyrsta konan að vitað er að hafi skrifað grein í blað á íslandi. Þá var hún tæplega þrítug, skrifaði undir nafninu Æsa og kallaði greinina Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna. Upp frá því var hún frækilegasta baráttukona fyrir því að konur ættu að standa jafnfætis körlum sem þjóðin hefur alið. Hún var umtöluð, umdeild, sumum þótti hún hlægileg, og um sjálfa sig skrifaði hún: „Svo hefi ég haft þann galla að ég hef jafnan haft svör á reiðum höndum og ekki ætíð þægileg. Það eykur ekki vinsældir." Unnur Jökulsdóttir Þar sem fuglinn kría hangir í lausu lofti virðist hún frjáls, allsendis óháð þyngdaraflinu. Og Kría er einmitt nafnið á skútunni hennar Unnar sem hún hefur siglt undir nýjar sólir fjarlægra heimshafa. Um það skrifar hún bækur sem vekja forvitni og náttúrlega lika löngun í ævintýrin sem Unnur lætur eftir sér að eiga. Helga Þorsteinsdóttir Helga hin fagra er drauma- dísin sem Gunnlaugur og Hrafn bítast um í Gunnlaugs sögu ormstungu. Og Helga virðist vera lítið annað en fögur, að minnsta kosti lætur höfundur sögunnar hana ekki bera mikla persónu. Hún er enginn kvenskörungur sem íslendingasögurnar eru annars svo uppfullar af, heldur er hún meira í ætt við passívar kvenhetjur nútíma ástarsagna. Ást hennar er staðföst og trygg allt til dauða, hún er sjúk (ást og getur ekki annað en elskað Gunnlaug einan. Bergþóra Skarphéðinsdóttir Bergþóra, kona Njáls á Bergþórshvoli, grannkona Hallgerðar langbrókar, er allt sem Hallgerður er ekki. Hún er dygg, trú og trygg, og eins og segir í Njálu „drengur góður“. Bergþóra er engin glæsikona, en þeim mun betri eigin- kona, svo góð að hún nennir meira að segja að brenna inni með manni sínum, þrátt fyrir að vera boðin útganga. Hún er ímynd hinnar góðu húsfreyju og móður, en samt sem áður skaphörð og gefur hvergi eftir, eins og sannast á því þegar þær Hallgerður leiddust út í að láta drepa húskarla hvor hjá annarri. Bergþóra er ekki hin blíða móðir, heldur er hún eins og ránfuglinn sem ver hreiðrið sitt með kjafti og klóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.