Eintak - 01.12.1993, Side 134

Eintak - 01.12.1993, Side 134
JOLAMYNDIR OLD SAKLEYSISINS THE AGE OFINNOCENCE Stjömubíó Stjörnubíó skartar nýjasta verki meistarans Martins Scorseses sem núorðið er óefað virtasti leikstjóri í Bandaríkjunum. Þótt bófar af ýmsu tagi, litlir og stórir og misjafnlega vondir, hafi einatt verið Scorsese hugleiknastir raer hann á önnur mið í þessari mynd. Þetta er búningadrama, períódumynd eins og það heitir á fagmáli, sem byggir á frægri bók eftir rithöfundinn Edith Wharton. Wharton var alin upp í betri borgarastétt New York-borgar og meðal slíks fólks gerist sagan árið 1870. Þetta er sígildur ástarþríhyrningur sem gerist í skugga ægivalds ríkra og voldugra fjölskyldna þar sem er ekki heiglum hent að brjóta gegn óskráðum lögum um makaval og mægðir. Það eru engir smáleikarar sem fara með aðalhlutverk: Daniel Day-Lewis, Michelle Pfeiffer og Wynona Ryder, stúlkan með stóru og björtu augun, sem er að verða einhver mest stjarna í kvikmyndaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. YS OG ÞYS ÚT AF ENGU MUCH ADO ABOUT NOTHING Háskólabíó Háskólabíó sýnir nýjustu afurð Kenneth Branagh, gulldrengs- ins í ensku leikhúsi. Hér er hann aftur kominn á kunnuglegar slóðir eftir að hafa beygt ögn af leið í glæpamyndinni dulrænu Dead Again og vinahópsmyndinni Peter's Friends. Því vissu- lega er skáldið Shakespeare heimavöllur Branaghs, rétt eins og fyrirrennara hans Laurence Olivier sem hann er oft borinn saman við - með réttu eða röngu. Ys og þys út af engu er einn af glöðustu gamanleikjum Shakespeares, ástarsaga með endalausum flækjum, góðu fólki, vondu fólki og hlægilegu fólki. Og auðvitað endar allt vel að lokum, hvað annað? Branagh hefur valið sögunni svið í hinu gróðursæla Túskaníuhéraði á ftalíu þar sem allt ólgar af frjósemi. í þessu yndislega umhverfi leika ýmsir stórleikarar listir sínar, Branagh sjálfur, kona hans Emma Thompson óskarsverðlaunahafi, blökkumaðurinn Denzel Washington, kvennagullið Keanu Reeves og Michael Keaton sem náttúrlega leikur helsta illmennið. ALLADÍN Sambíóunum Það er runnin upp ný gullöld teiknimynda. Sem er gott. Ástæð- an er auðvitað tölvutæknin sem hefur blásið nýju lífi í þessa grein kvikmyndanna sem er svo bráðskemmtileg og þekkileg þegar þest lætur. í marga áratugi var varla gerð teiknimynd af viti, en nú er Disney-fyrirtækið aftur tekið til við að búa til teiknimyndir sem eru eins og þær voru þegar þær gerðust þestar - myndir sem ungir og aldnir geta haft gaman af. í fyrra kom meistaraverkið Fríða og dýrið og nú kemur Alladín sem ekki þykir síðri. Hér er þeitt öllum brellum sem nútímatæknin býður upp á, en samt haldið í hugljúfan ævintýraanda gömlu teiknimyndanna. Sagan er náttúrlega alþekkt úr Þúsund og einni nótt, um strákstaulann Alladín sem finnur töfralampa. í VESTURÁTT INTO THE WEST Regnboginn Þetta er skrítin lítil saga um ira, um hest, um forn ættarbönd sem hafa trosnað og eru bundin aftur. Hún byrjar í Ijótu blokka- hverfi í Dublin, en svo berst sagan lengra og lengra vestur, þar sem eru gróðursnauð heiðalönd og fólk sem enn hefur ekki sagt skilið við gamla háttu. Þetta er ævintýramynd um tvö börn og föður þeirra í leikstjórn Mike Newell sem öðlaðist heims- frægð þegar hann gerði meistarastykkið My Left Foot. Það er virtur leikari, Gabriel Byrne, sem fer með aðalhlutverkið, en hann er þekktastur fyrir að hafa leikið í mynd Cohen-bræðra Miller's Crossing. Á móti honum leikur meðal annarra kona hans, bandaríska leikkonan Ellen Barkin. SKYTTURNAR ÞRJÁR THE THREE MUSKETEERS Sambíóin Saga Alexandre Dumas um skytturnar þrjár plús vin þeirra D'Artagnan ætlar seint að ganga sér til húðar. Það sést best á því að hún hefur verið kvikmynduð oftar en tölu verði'komið á, alveg frá árdögum kvikmyndanna þegar Douglas Fairbanks brá brandi. Og nú er komin enn ein kvikmyndin sem byggir á þessari sígildu sögu; þessi þykir reyndar mjög í betri kantinum. Myndin er reyndar ekki tekin í Frakklandi heldur í gömlum þorpum og köstulum í Austurríki og keisarahöllin Hofburg fer með hlutverk Louvre-hallarinnar í París. Með aðalhlutverkin fara ungir leikarar sem hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu, en þykja hér ná sér vel á strik, enda lögðu þeir á sig mikla líkamsþjálfun til að ná tökum á skylmingum. Charlie Sheen leikur Aramis, Kiefer Sutherland leikur Athos, en í hlutverki D'Artagnan er Chris O'Donnell sem lék á móti Al Pacino í Konuilmi. Hina útsmognu Mylady leikur Rebecca De Mornay, en Tim Curry leikur fúlmennið Richelieu kardínála. Gagnrýnendur þessa manaðar eru þula oa þingmaour Steingrímur Sigfússon alþingismaður, varaformaður Alþýðubandalagsins og nú krítiker: Ferðalok Þjóðleikhúsið Leikritið er fallegt verk og að flestu leyti heilsteypt. Lipur og oft kíminn textinn kom þægilega á óvart og féll enda í góðan jarðveg hjá unga fólkinu sem var uppistaðan í áhorf- endahópnum þetta sunnudags- kvöld. Verkið leið Ijúflega áfram, borið á höndum prýðisleikara, ekki síst þeirra Halldóru Björnsdóttur og Sigurðar Sigurjóns. Þegar leið að lokum og dýpið fór að vaxa, endalokin, það er að segja ferðalokin fóru að nálgast, setti að undirrituðum nokkurn kvíða. Hvernig á þetta semsagt að enda, því fjandakornið elcki fer hún Steinunn Jóhannesdóttir að látaþau Þóru og Jónas hlaða niður börnum og búa saman í Kaupmannahöfn „happily ever after“ upp á ameríska vísu. Auðvitað ekki og þetta reyndust svosem óþarfar áhyggjur, endirinn var auðvitað sá eini sem hann gat orðið, því skáldskapurinn, ástin og mannlífið hvorki byrjar né endar. Tregahorn Gyrðir Elíasson Það er væntanlega ekkert frum- Iegt og enn síður skáldlegt að líkja bók við konfekt, en það var nú samt það sem kom í huga minn eftir lestur Tregahorns Gyrðis Elíassonar; „kon- fektmolar“. Ekki þessir stóru, dísætu og groddalegu, heldur nettir og bragðmiklir, sumir ofurlítið yfir í beiskt. Molar eins og maður fékk ungur hjá aldraðri ffænku í nálægð við hafsjó minninga og sjálfan dauð- ann. Tréristurnar falla mjúklega að efninu. Þegar ég gríp aftur niður í bókinni kemst ég að því mér til mikillar gleði að í kassanum eru fleiri lög. Píanó Regnboginn Kvikmyndin sem við hjónakornin lét- um loks verða af að sjá fýrir nokkrum kvöldum, eftir að hafa talað um það síðastliðnar vikur, var þess virði og rúmlega það, nýsjálenska myndin Píanó. Píanóið hefur flest það til að bera sem prýða má eina kvikmynd. Hún er falleg, vel leikin, vel tekin, og þrátt fyrir einfaldan söguþráð og sviðsmynd heldur hún manni föngn- um frá upphafi til enda, krydduð notalegri spennu. Síðast en ekki síst er myndin nýsjálensk í orðsins fylistu merk- ingu. Hún er góður fulltrúi þess besta I kvikmyndagerð „kiwianna“ og dreg- ur með sterkum hætti fram hrjúfleika landslagsins á vesturströnd suðureyjarinnar og endalausar rigningar áveðurs í skógi vöxnum hlíðum nýsjálensku Alp- anna, ógleymanlegar þeim sem þær hafa upplifað. Næstu myndar Jane Campion verður beðið með óþreyju á okkar heimili.0 Margrét Steingrímur var hrífinn af kvikmyndagerð „kiwianna", hann vill fá fleiri mola afGyrði og áhyggjur hans af Ferðalokum voru óþarfar. 134 EINTAK DESEMBER
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.