Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 120
L'EAU D'ISSEY FRÁ ISSEY MIYAKE
Japanskar snyrtivörur hafa verið að ryðja sér
rúms á heímsmarkaði undanfarín ár, enda eru
hugvitsemi og vandvirkni þessarar duglegu
þjóðar lítil takmörk sett. Einn japanskra
tískuhönnuða sem hafa verið að
geta sér heimsfrægð er
Issey Miyake. Hann er
skrifaður fyrir þessu nýja
ilmvatni, L'Eau d'issey og
samnefndum snyrtivörum.
SILVANA-DÖMUÚR
Gott og fallegt úr er sígild
gjöf, hvort heldur á jólum eða
við önnur tækifæri. Frá Sviss
kemur þetta fágaða dömuúr sem
hefur létt en þó klassískt yfirbragð.
Það fæst í nýrri verslun Franch
Michelsen við Laugaveg.
SILVANA-HERRAÚR
Þetta sterklega og fallega
herraúr fæst í nýrri verslun
Franch Michelsen við
Laugaveg. Tegundarheitið er
Silvana og það kemur
náttúrlega frá Sviss eins og
önnur góð úr.
ISABELLE LANCRAY-GULLLÍNAN
Snyrtivörurnar frá Isabelle Lancray í París eru i meira lagi
húðvænar. Afþeim eru til ýmsar útgáfur, allt eftirþörfum,
hlaup sem byggir upp húðina, krem sem vinnur gegn
öldrun hennar, hálskrem, augnkrem og litlar flöskur eða
ampúlur sem innihalda mikið af næringarefnum og eru
ætlaðar fyrir stutta meðferð gegn streitumerkjum.
fyrir hann
og fyrir
hana...
PLAYBOY
V
PLAYBOY-ILMVATN
Playboy er ákaflega frískandi ilmur og, eins og
nafnið gefur til kynna - dálítið vogaður og
hentar því vel ungum mönnum í blóma lífsins.
Playboy fæst hvort tveggja sem
svitalyktareyðir og rakspiri.
CHAMPAGNE FRÁ YVES SAINT-LAURENT
Champagne ilmvötnin frá Yves Saint-Laurent
hafa vakið mikla athygli, enda ekki við öðru en
góðu að búast frá þessu fræga tískuhúsi. Þau
eru í glæsilegum flöskum með gyllingu og
öskjurnar eru sömuleiðis gylltar. Það þarf varla
neinn að vera svikinn af þessum ilmi - hann er
einn afþeim vinsælustu í ár.
CHAMPACNEj
DÖMUHRINGIR
/ versluninni Pyrit fæst mikið úrval af bráðfallegum handsmíðuðum
hringum. Verðið fer eðlilega allt eftir steinunum sem þá prýða, það ef
náttúrlega hægt að velja milli demanta og annarra eðalsteina.