Eintak - 01.12.1993, Page 12

Eintak - 01.12.1993, Page 12
Lítið flóð frá bóka- fjölskyldu Þetta er fjölskylda sem heldur upp á bókajól. Öll gefa þau út bækur núna fyrir jólin og þau eiga ábyggilega íslandsmet fjöl- skylda í ritstörfum. Jóhanna Kristjóns- dóttir skrifar um ár sín með Jökli Jakobs- syni, föður barnanna. Dóttirin, Elísabet Kristín Jökulsdóttir sendir frá sér bók með örsögum sem heitir Dagbók Ellu Stínu. Eldri bróðirinn, lllugi, hefur skrifað skáldsöguna Barnið mitt barnið. Og yngri sonurinn Hrafn, hann er nýbúinn að gefa út Ijóða- bókina Þegar hendur okkar snertast. Samanlagt munu þau fjögur hafa skrifað tuttugu og fjórar bækur, eftir því næst verður komist; skáldsögur, Ijóðabækur, ferðabækur, fræðibækur, barnabækur og bækur almenns efnis, eins og það heitir. Jóhanna hefur skrifað sjö, sú fyrsta þeirra var rómaninn Ást á rauðu Ijósi sem út kom fyrir einum þrjátíu árum. Elísabet hefur skrifað þrjár, Hrafn fimm, lllugi átta, en þess utan hafa þeir bræðurnir skrifað eina bók saman. Svo er náttúrlega hægt að tína til fleiri fjölskyldumeðlimi sem hafa skrifað bækur: Afann, séra Jakob Jónsson, föðursysturina Svövu Jakobsdóttur, og svo auðvitað föð- urinn, Jökul. Að ógleymdri hálfsysturinni Unni Jökulsdóttur, hún gefur út aðra bók sína fyrir þessi jól, Kría siglir um suðurhöf heitir hún. Nikolai vinnur í sendiráði Rússlands á daginn, en spilar íshokkí með íslendingum á kvöldin. Af einhverjum ástæðum varð handbplti eins konar þjóðaríþrótt okkar íslendinga, en til dæmis ekki íshokki sem þó er langtum vinsælli íþrótt meðal flestra þjóða sem byggja hinar norðlægari breiddargráður. Svíar ganga til dæmis alveg af göflunum yfir íshokkíleikjum, enda er þetta óneitanlega fjörmikil íþrótt þar sem oft getur færst nokkur harka í leikinn. Þó stunda menn íshokki á íslandi og ekki örgrannt um að það færist heldur í aukana. Ein ástæðan er sú að hingað hafa komið útlendir íshokkíleikarar og spilað með íslensk- um liðum, sem eru reyndar aðeins þrjú talsins - Skautafélag Reykjavíkur, Skautafélag Akureyrar og Isknatt- leiksfélagið Björninn. Þessir útlend- ingar þykja hafa eflt íþróttina með kunnáttu sinni og tilþrifum. Nikolai Nefjodov er starfsmaður rússneska sendiráðsins í Reykjavík og hefur spilað með Skautafélagi Reykja- víkur síðustu þrjú árin. Hann spilar enn af nokkrum krafti á hægri fram- væng þótt hann sé kominn á fertugs- aldur, en ungur maður spilaði hann með þekktum félagsliðum í því stórveldi sem þá hét Sovétríkin og komst meira að segja í unglingalands- lið þar eystra. Nikolai er annar tveggja útlendinga sem spila með Skauta- félaginu. Hinn er finnskur og spilar stöðu senters. Annars hefst keppnistímabil ís- hokkímanna 2. janúar og stendur fram á vor. Liðin þrjú bítast um ís- landsmeistaratitil, en Akureyringarnir vinna nær undantekningalaust. EINTAK DESEMBER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.