Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 11. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Níu nýjar bíómyndir Löng trúlofun er opnunarmynd franskrar kvikmyndahátíðar | Menning Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir Viðskipti | Skattar og skattaumhverfi  Engin aukning lána hjá Íbúðalánasjóði  Samskip opna í Úkraínu Úr verinu | Lúðuseiði fyrir hundruð milljóna  Frost- fiskur í Þorlákshöfn Íþróttir | Helgi frá keppni  Tryggvi til Stabæk? Nýtt kortatímabil ÚTSALA Opið til 21 í kvöld ATVINNULEYFI til handa 54 er- lendum starfsmönnum Impregilo hafa ekki enn verið gefin út. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, verður fundur haldinn í dag með fulltrúum Impreg- ilo og fyrr mun hann ekki tjá sig um afgreiðslu málsins. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins eru hátt- settir yfirmenn Impregilo í höfuð- stöðvunum í Mílanó, m.a. starfs- mannastjórinn, komnir til landsins til fundar við Vinnumálastofnun, félags- málaráðherra og fleiri aðila. Miðstjórn ASÍ kom saman til fund- ar í gær þar sem greinargerð sam- bandsins til Árna Magnússonar fé- lagsmálaráðherra var rædd. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir ein- dreginn stuðning vera innan mið- stjórnar við það sem í greinargerðinni komi fram, en þar er að finna þungar ávirðingar og ásakanir í garð ítalska verktakafyrirtækisins, m.a. þess efnis að Impregilo vilji ekki eða ætli sér ekki að virða íslenskar leikreglur og sýni því takmarkaðan áhuga á að ráða Íslendinga til starfa. Þolinmæði ASÍ á þrotum Grétar segir miðstjórnina hafa lagt áherslu á að málinu verði fylgt eftir af fullum þunga. ASÍ hafi til þessa sýnt Impregilo langlundargeð og þolin- mæði, margt horfi að vísu til betri vegar, en nú finnist mönnum „nóg komið“. Ef viðurkennd sé sú stefna Impregilo að miða við lágmarkskjör launafólks þurfi verkalýðshreyfingin að taka upp allt önnur vinnubrögð. Lýsir Grétar yfir ánægju með við- brögð ríkisstjórnarinnar og félags- málaráðherra á þriðjudag, að skipa alla ráðuneytisstjórana í starfshóp. Það sé merki um mikinn alvarleika málsins. Að sögn Grétars tók mið- stjórn ekki ákvörðun um að fara með deiluna fyrir Félagsdóm, það sé verið að íhuga þá leið ásamt fleirum. Talsmaður Impregilo vísar ásökun- um ASÍ á bug, fyrirtækið hafi brugð- ist við öllum athugasemdum sem upp hafa komið en gagnrýni við aðbúnað- inn í upphafi framkvæmda sé skilj- anlegur. Impregilo hafi haft skamm- an undirbúningstíma og orðið að reisa stórt starfsmannaþorp á mettíma. Alvarlegar ávirðingar og ásakanir í greinargerð ASÍ Yfirmenn Impregilo á fund með ráðherra  Vilja ekki og ætla ekki/28–29 FYRSTU bandarísku hermennirnir munu fara frá Írak á þessu ári og þá munu íraski herinn, þjóðvarðliðið og lögreglan taka að sér öryggisgæslu í auknum mæli. Kom þetta fram hjá Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Powell sagði, að hann gæti ekki nefnt nein tímamörk en um 150.000 bandarískir hermenn eru nú í Írak. Sagði hann einnig, að þingkosn- ingunum í Írak í lok þessa mánaðar yrði ekki frestað þótt „hryðjuverka- menn og morðingjar“ vildu koma í veg fyrir þær. Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær, að leitinni að gereyðingarvopnum í Írak hefði verið hætt. Fyrstu hermenn frá Írak á árinu Washington. AP.  Kaflaskil/14 SUM barnanna í Aceh-héraði á Súmötru, sem varð harðast úti í hamförunum fyrir nærri þremur vikum, eru aftur farin að sækja skóla. Að þessu sinni fer kennslan þó fram undir berum himni þar sem lítið er um uppistandandi hús á stórum svæðum. Í gær var tilkynnt að alls væru 159.000 látnir og meira en 30.000 manna enn saknað./14 Reuters Aftur skóli í Aceh ÁKVÖRÐUN um að nota aðrar mengunarvarnir í álveri Al- coa en mat á umhverfisáhrifum álvers Norsk Hydro gerði ráð fyrir, er meginforsenda þess að Héraðsdómur Reykja- víkur ómerkti í gær úrskurð umhverfisráðherra frá því í apríl 2003 um að staðfesta þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að 322 þúsund tonna álver Alcoa í Reyðarfirði þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Segir í dómnum að breyttar aðferðir við hreinsunina hafi þær afleiðingar að útblástur í andrúms- loft á flúoríði aukist verulega og útblástur á brennisteins- díoxíði margfaldist. Alcoa hyggst nota þurrhreinsibúnað við hreinsun á útblæstri álversins en Norsk Hydro ætlaði að nota vothreinsibúnað. Bæði umhverfisráðuneytið og Alcoa Fjarðaál ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Stefnandi í málinu er Hjör- leifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra. Í dómi héraðsdóms segir að búnaður til að lágmarka og hreinsa útblástur mengandi efna hafi úrslitaþýðingu fyrir áhrif álvers á umhverfið. Það leiði því af hlutarins eðli að í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum verður ekki undir nein- um kringumstæðum litið fram hjá búnaði álversins til að lág- marka og hreinsa útblástur mengandi efna. „Skipulagsstofnun lagði á sínum tíma mat á hvaða áhrif breytingin myndi hafa á umhverfið,“ segir Magnús Jóhann- esson ráðuneytisstjóri. „Þegar var búið að gera umhverf- ismat á 420.000 tonna álveri og þegar ákveðið var að minnka það lagði stofnunin mat á breytinguna. Okkur þykir ekki að dómurinn hafi hrakið það mat stofnunarinnar.“ Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, telur að dómurinn muni ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar að svo stöddu. Hjörleifur Guttormsson segir niðurstöðuna merkilega. „Ég sé ekki betur en að álverið á Reyðarfirði sé þar með komið á byrjunarreit,“ segir Hjörleifur. Að sögn Aðalheiðar Jóhannsdóttur, sérfræðings í um- hverfisrétti, falla starfsleyfi og framkvæmdaleyfi Alcoa ekki sjálfkrafa úr gildi þó að héraðsdómur hafi ómerkt úrskurð umhverfisráðherra. Undanþága álvers Alcoa frá umhverfismati felld úr gildi Í mat vegna breytts mengunarbúnaðar Ráðuneytið og Alcoa áfrýja til Hæstaréttar  Álver Alcoa/10 og 12 STAÐFESTI Hæstiréttur dóm héraðsdóms þarf fram- kvæmdin við álver Alcoa að fara í mat á umhverfisáhrif- um, og tekur það ferli að lágmarki þrjá og hálfan mánuð, en að lágmarki fimm og hálfan mánuð ef niðurstaðan verður kærð, segir Ásdís Hlökk Theó- dórsdóttir, starfandi skipu- lagsstjóri. Ferlið við mat á umhverf- isáhrifum hefst á því að framkvæmdaraðili gerir matsáætlun, og tekur form- legt ferli við að fá það sam- þykkt um einn mánuð, fyrir utan þá vinnu sem fram- kvæmdaraðilinn þarf að leggja í að safna gögnum. Því næst er matsskýrsla unnin, og er það ferli í hönd- um framkvæmdaraðila, og fer því eftir honum hvaða tíma tekur að vinna það. Þegar matsskýrslan er tilbúin tekur við kynning sem tekur að lágmarki 10 vikur. Verði nið- urstaðan kærð má svo búast við tveimur mánuðum til viðbótar, segir Ásdís. Því sé sá tími sem mat á umhverfisáhrifum taki að lágmarki þrír og hálfur mánuður. Kæruferli geti svo tekið um tvo mánuði til við- bótar, og því geti þetta ferli staðið í að lágmarki fimm og hálfan mánuð. Gæti tekið um 6 mánuði ef kæra berst Ásdís Hlökk Theódórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.