Morgunblaðið - 13.01.2005, Page 12

Morgunblaðið - 13.01.2005, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Sölvi Sveinsson Hann sendir kver með þankagangi sínum í stað jólakorta og kynntist Elvis hjá tannlækninum ÞÓ AÐ héraðsdómur hafi ómerkt úrskurð umhverfisráðherra þess efnis að ekki þurfi nýtt mat á um- hverfisáhrifum fyrir álver Alcoa, falla ekki sjálfkrafa úr gildi starfs- leyfi og framkvæmdaleyfi á staðn- um, og þegar dómnum verður áfrýjað verður áfram sama rétt- arstaða og var áður en dómur hér- aðsdóms féll. Aðalheiður Jóhannsdóttir, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, og sérfræðingur í umhverfisrétti, seg- ir að með þessum dómi héraðs- dóms sé búið er að ómerkja úr- skurð umhverfisráðherra frá 15. apríl 2003 þess efnis að álver fyrir allt að 322 þúsund tonna álfram- leiðslu þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Þar til málinu hafi verið formlega áfrýjað sé staðan sú að það liggi ekkert mat á umhverfisáhrifum fyrir, og sam- kvæmt lögum um mat á umhverf- isáhrifum megi ekki gefa út starfs- leyfi fyrr en slíkt mat liggi fyrir. Þó segir hún að engin viðurlög séu við því að ekki liggi fyrir mat á umhverfisáhrifum, samkvæmt fyrrgreindum lögum. Þessi niðurstaða héraðsdóms hefur ekki þau áhrif að starfsleyfi eða framkvæmdaleyfi sveitar- stjórna falli sjálfkrafa úr gildi. En þar til málinu hefur verið formlega áfrýjað má segja að efnislegur grundvöllur leyfisveitinganna sé brostinn, segir Aðalheiður. Þegar málinu hefur verið áfrýjað er meginreglan sú að sama réttar- staða er í málinu eins og var áður en héraðsdómur gekk. Ef Hæstirétt- ur staðfestir dóm héraðsdóms þarf að taka af- stöðu til starfs- leyfisins og framkvæmdaleyfisins, en þau falla engu að síður ekki sjálfkrafa úr gildi. Þá þyrfti að koma krafa frá einhverjum þar til bærum aðila um að þessi leyfi verði felld úr gildi, nema stjórn- völd taki þar frumkvæði og felli þau úr gildi án kröfu. Þá þarf að gera fullt mat á umhverfisáhrifum sem tekur að lágmarki þrjá mán- uði, og oft mun lengri tíma, segir Aðalheiður. Ef dómi héraðsdóms verður hnekkt segir það sig aftur á móti sjálft að úrskurður ráð- herra stendur. Aðalheiður segir niðurstöðu hér- aðsdóms athyglisverða, og segir að betra hefði verið að fá rökstutt álit dómsins á öllum atriðum, en dóm- urinn tók einungis efnislega af- stöðu til einnar kröfu, en öðrum þáttum málsins var ýmist vísað frá, eða stefndu sýknaðir. Ljóst er af rökstuðningi dómara að grund- vallaratriði er að önnur tegund mengunarvarna er í því álveri sem Alcoa er nú að reisa en áformað var í álveri og rafskautaverk- smiðju sem upphaflega var kannað í umhverfismati. Skylt er samkvæmt lögum að gera samanburð Miklu skiptir, að mati Aðalheið- ar, þrátt fyrir að ekki sé vísað til þess beint í dómnum, að þegar ákveðið var að láta gamla um- hverfismatið duga þrátt fyrir ann- ars konar álver voru í raun ekki bornir saman möguleikar eins og gera ber við mat á umhverfisáhrif- um. Skylt er samkvæmt lögum að gera slíkan samanburð til að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun. „Tilgangurinn með mati á um- hverfisáhrifum er að bera saman kosti, það er það sem þetta gengur allt út á, og svo velja þann kost sem minnst áhrif hefur á umhverf- ið. Með því að nota gamla matið fór þetta mat ekki fram, og að mati héraðsdóms hafði það úrslitaáhrif í málinu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður Jóhannsdóttir um áhrif ómerkingar héraðsdóms á úrskurði umhverfisráðherra Framkvæmdaleyfi fellur ekki sjálfkrafa úr gildi Aðalheiður Jóhannsdóttir ESTHER Blöndal Stenseth í Stillwater, Minnesota, Kanada lést 29. desember sl., 89 ára að aldri. Esther fæddist í Reykjavík 24. desem- ber 1915, dóttir Gunn- ars Halldórssonar, f. 24. okt. 1894 í Reykja- vík, og Sigríðar Jóns- dóttur, f. 15. júli 1893 í Neðridal, V-Eyja- fjallahreppi. Kjörfor- eldrar Estherar voru Kirstin Kartin Guð- johnsen, f. 19. september 1874 á Húsavík, og Ásgeir Lárusson Blöndal, f. 10. febr. 1858 á Lamba- stöðum á Seltjarnar- nesi. Fyrri maður hennar var Zophonías Pétursson og síðari maður Melvin Eug- ene Stenseth. Esther bjó lengi í Alaska með síðari eiginmanni sínum, en flutti með honum til Minnesota, þar sem hún bjó alla tíð síðan. Hún var húsmóðir alla tíð. Hún hélt allt- af góðum tengslum við Ísland, og átti hér marga vini, og fékk alltaf sendan íslenskt hangikjöt og jólamat um hver jól. Andlát ESTHER BLÖNDAL STENSETH NÆGUR snjór er á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli og hafa skíðamenn tekið honum fagnandi. Vegna hvassviðris þurfti að hafa lokað á skíðasvæðinu í Skálafelli í gær. Opið var í Bláfjöllum en ekki var hægt að nota stóla- lyftuna í Kóngsgili vegna hvassviðris. Alvöruskíða- menn létu ekki smávegis vindgnauð á sig fá og gripu tækifærið til að bruna um brekkurnar. Samkvæmt veðurspá mun viðra illa til skíðaiðkunar á suðvesturhorninu næstu daga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grípa tækifærið meðan það gefst ALCOA Fjarðaál hyggst áfrýja dómi héraðsdóms varðandi álverið í Reyðarfirði til Hæstaréttar. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, segir að þegar fyrir- tækið verði búið að skoða og meta dóminn muni það á næstu dögum ráðfæra sig við stjórnvöld. Hann telur að dómurinn muni ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar strax. Hann segir að í umræðunni gæti misskilnings varðandi um- hverfisáhrif ál- versins. „Málið er að þarna er um minna álver að ræða,“ segir Tómas. „Kröfur sem við hjá Al- coa gerum sjálf eru þær að menga ekki sjó. Þar af leiðandi setjum við upp mjög fullkominn þurrhreinsibún- að sem þeytir útblæstri frá ál- verinu upp í loft en ekki út í sjó eins og hin verksmiðjan gerði ráð fyrir. Betri mengunarvörn en gert var ráð fyrir upphaflega Tæknilega er því ákveðinn mis- skilningur í gangi í þessu. Það er mitt mat og okkar að þetta sé betri mengunarvörn en gert var ráð fyrir upphaflega,“ segir Tóm- as Már Sigurðsson. Tómas Már Sigurðsson forstjóri Fjarðaáls Hefur ekki áhrif á framkvæmdir Tómas Már Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.