Morgunblaðið - 13.01.2005, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
AUSTURLAND
Neskaupstaður | Félagar í hinum rómaða klúbb
Blús-, jass- og rokkklúbbnum á Nesi (BRJÁN) eru
komnir til Reykjavíkur og setja þjóðvegarokkssýn-
inguna Glímt við þjóðveginn á svið í Broadway
annað kvöld, föstudaginn 14. janúar. Er þetta í sjö-
unda sinn sem BRJÁN-félagar setja árlega sýn-
ingu sína upp í Reykjavík og má segja að þessi við-
burður sé orðin árleg stórhátíð Austfirðinga í
Reykjavík.
Þema sýningarinnar að þessu sinni vísar til þess
að lögin, sem öll eru íslensk, koma víðs vegar að af
landinu. Þá er sýningin með örlítið öðru sniði en
áður, þar sem samhliða söngnum er settur upp
léttur leikþáttur.
Austfirska hljómsveitin Dúkkulísurnar er gestur
sýningarinnar og forsvarsmenn BRJÁN fortaka
ekki fyrir óvæntan gestagang að auki. Eftir sýn-
ingu leikur hljómsveitin Draumadrengirnir ásamt
Dúkkulísunum fyrir dansi. Þátttakendur í Glímt
við þjóðveginn eru tæplega þrjátíu talsins, söngv-
arar, hljómsveit og aðstoðarfólk. Sýningin lagðist
mjög vel í Austfirðinga í upphafi vetrar en alls sáu
hana þúsund manns á fimm uppfærslum í Egilsbúð
í Neskaupstað.
Rokkveisla BRJÁN flutt suður yfir heiðar í sjöunda sinn
Glímt við þjóðveginn
Jón Hilmar Kárason spilar á gítar ísýningunni. „Ég verð sjálfsagtblóðugur, marinn og blár, því sýn-
ingin sjálf tekur tæpa tvo tíma og svo
spilum við fyrir dansi út nóttina,“ segir
Jón Hilmar, sem kennir við Tónskólann í
Neskaupstað þegar hann er ekki á rokk-
túrum í öðrum landshlutum.
„Það er mikil vinna að setja upp sýn-
ingu af þessu tagi. Aðstaðan á Broadway
er ágæt, sviðið nokkru minna en við er-
um vanir en á móti kemur dansgólf, sem
við nýtum líka. Allur búnaður er á staðn-
um en við komum með hljóðfæri og
sviðsmynd. Í henni eru þjóðvegir, fjöll og
firnindi meðal annars. Sýningin er sett
upp þannig að við spilum fyrst í félags-
heimili sem hljómsveit að ferðast um
landið og svo er seinni helmingurinn af
sýningunni látinn gerast á útihátíð. Við
reynum að taka fyrir helstu hljómsveit-
irnar úti á landi og einhverjar Reykja-
víkurhljómsveitir líka. Músíkin er hröð
og frekar mikil keyrsla hjá okkur. Svo
heldur hljómsveitin, sem fer hring um
landið í sýningunni, áfram að spila fram
á nótt og Dúkkulísurnar ætla að troða
upp líka.“
Reykjavík verður undirlögð af Norð-
firðingum alla helgina, því hópurinn ætl-
ar að dvelja þar fram á sunnudag. „Jú
þetta er nokkurskonar Norðfjarðar-
innrás í Reykjavík,“ segir Jón Hilmar.
Taka með
sér fjöll og
firnindi
Þéttir Jón Hilmar Kárason á gítar ásamt
Guðmundi R. Gíslasyni söngvara og Ein-
ari Braga Bragasyni saxófónleikara.
Helgi Magnússon, sem stýrirHeklu á Austurlandi þegar hanner ekki að rokka upp um alla
veggi, segir daginn í dag fara í að koma
upp sviðsmynd og undirbúa sýninguna
að öðru leyti fyrir annað kvöld.
„Ég hef sjálfsagt verið í þessum
BRJÁN uppfærslum í tíu ár, yfirleitt
sem söngvari“ segir Helgi, sem stjórnar
Heklu á daginn og rokkar á kvöldin, eftir
því sem tími gefst.
„Í þessari sýningu tek ég Hvers vegna
varstu ekki kyrr, Stolt siglir fleyið mitt
og Fjólublátt ljós við barinn. Ég er ekk-
ert banginn við að taka lagið fyrir fullu
húsi á Broadway, það breytir engu hvort
það eru þrír eða þúsund sem eru að
hlusta þegar stemningin er góð.“
Rokkar
fyrir þrjá eða
þúsund
Íslensk útihátíð Helgi Magnússon á
fullri fart í þjóðvegarokkinu.
Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarða-byggðar, er einn af þeim sem rokka og róla ásýningu BRJÁN á Broadway annað kvöld.
Smári segir að þrátt fyrir annir í bæjarpólitíkinni verði
menn alltaf að gera eitthvað sem er skemmtilegt inni á
milli. „Ég syng og tralla í sýningunni og bregð mér
þarna í ýmissa manna hlutverk“ segir hann. „Meðal
annars treð ég upp sem Geirmundur Valtýsson, Hall-
björn Hjartarson og Þorgeir Ástvaldsson. Þarna eru
ýmsir góðir smellir á ferðinni og þegar hæfileikarnir
eru svona ofboðslegir þá er létt að skipta um ham. Þetta
er skemmtilegt og mikið stuð og gaman. Músíkina
þekkja allir og hún er þannig að það er reynt að fara vítt
og breitt um landið og fólk hefur af þessu ómælda
skemmtun virðist vera.“
Smári segist vita af töluvert mörgum heimamönnum
að austan sem ætli að mæta á Broadwaysýninguna.
„Þetta er orðin einhverskonar þjóðhátíð Austfirðinga
syðra og ótrúlega margir sem gera sér ferð suður og sjá
þetta þar, sem eru búnir að sjá sýninguna fyrir austan.
Við höfum verið að fá á bilinu 800 til 1200 manns á sýn-
ingarnar á Broadway og þær því rosalega vel sóttar.
Við erum brött, þetta er skemmtilegur og samstæður
hópur í kringum sýninguna og sýnir hvað menn geta
gert saman, eytt öllu sem heitir kynslóðabil og öðru því
um líku og rokkað saman.“
Smári syngur
og trallar
Ljósmynd/BRJÁN
Trallað í útilegu Smári Geirsson tekur lagið í
Glímt við þjóðveginn.
Dagný Linda Kristjánsdóttirskíðakona frá Akureyrihefur enn ekki náð sér
eftir meiðsli sem hún varð fyrir í
upphitun fyrir keppni í heimsbik-
arnum á skíðum í Frakklandi fyr-
ir um ári. Hún er þó á batavegi en
telur litlar líkur á að hún geti
keppt á Skíðamóti Íslands í vetur.
Þetta var mikið áfall fyrir Dag-
nýju Lindu, sem hefur verið einn
fremsti skíðamaður landsins um
árabil og var að gera mjög góða
hluti í hraðagreinum, bruni og
risasvigi, í keppnum erlendis. Hún
missti af landsmótinu í fyrra en
árið 2003 sigraði hún í stórsvigi
og varð þrefaldur Íslandsmeistari
í alpagreinum árið 2002.
Dagný Linda, sem æfði með
sænska skíðalandsliðinu og keppti
erlendis áður en hún meiddist,
hefur dvalið á Akureyri síðasta
árið en hún er þessa dagana í
sjúkraþjálfun í Reykjavík. Í slys-
inu í Frakklandi sleit Dagný
Linda fremra krossbandið í
vinstra hnénu, teygði á liðböndum
og skemmdi báða liðþófa. „Það er
nánast allt í komið í lag sem
skemmdist í Frakklandi en það
eru skemmdir í brjóskinu undir
hnéskelinni og ég er því enn að
berjast í þessu. Ég er að vinna í
því af fullum krafti að koma mér í
gang og hef aðeins prófað að fara
á skíði en það er örlítið sárt
ennþá. En ég er ákveðin í því að
vinna mig út úr þessu og hefja æf-
ingar og keppni á nýjan leik –
annað kemur ekki til greina. Ég
er í stöðugu sambandi við Svíana
og reikna með að geta haldið
áfram að æfa með þeim.“
Fær styrk frá bænum
Dagný Linda sagði að það myndi
skýrast á næstu tveimur til þrem-
ur mánuðum hvernig málin þró-
uðust hjá sér. „Það verður ekki
mikið um keppni á þessu ári og til
að það breytist þarf eitthvað mik-
ið að gerast. En það eru Ólympíu-
leikar í Torínó á Ítalíu snemma á
næsta ári og það markmið mitt að
taka þátt í leikunum þar stendur
enn.“
Dagný Linda hlaut hæsta styrk-
inn við úthlutun úr Afreks- og
styrktarsjóði Akureyrarbæjar á
dögunum, 50.000 krónur á mánuði
út þetta ár. Hún sagði að í styrkt-
arsamningnum væri ákvæði um
endurskoðun hans eftir 6 mánuði.
„Þetta sýnir að bærinn er tilbúinn
að veita mér tækifæri og fyrir það
er ég mjög þakklát.“
Tveir aðrir skíðamenn hlutu
styrk úr Afreks- og styrktarsjóði,
Hrefna Dagbjartsdóttir og Elín
Arnarsdóttir og fær hvor um sig
25.000 krónur á mánuði þetta ár-
ið. Þá fékk Rut Sigurðardóttir úr
Þór og nýkjörinn Íþróttamaður
Akureyrar 2004, styrk að upphæð
15.000 krónur á mánuði en hún
stundar taekwondo. Andvirði
þessara fjögurra styrktarsamn-
inga er 1.380.000 krónur en þeir
eiga að auðvelda viðkomandi af-
reksmönnum að leggja stund á
íþrótt sína.
Stefnir enn á
Ólympíuleikana
á næsta ári
Morgunblaðið/Kristján
Keppnismaður Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona hefur átt í erfið-
um meiðslum síðasta árið en það er enginn uppgjafartónn í henni.
Dagný reiknar ekki með því að
keppa mikið á þessu ári
Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona á enn við meiðsli að stríða
Djákni hjá Samhygð| Fundur í
Samhygð, samtökum um sorg og
sorgarviðbrögð,verður haldinn
fimmtudagskvöldið 13. janúar í safn-
aðarsal Akureyrarkirkju og hefst
hann kl. 20:30
Gestur fundarins er Pétur Björgvin
Þorsteinsson djákni í Glerárkirkju og
hann mun fjalla um persónulega
reynslu sína af fósturmissi.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Janúarfundur | Norðurlandsdeild
Samtaka foreldra og aðstandenda sam-
kynhneigðra heldur janúarfund að Sig-
urhæðum á fimmtudag 13. janúar, og
hefst klukkan 20. Húsið verður opið frá
klukkan 19.30 og einhver úr stjórn til
viðtals ef þess er óskað.
Meðal þess sem fyrir verður tekið á
fundinum eru umræður um vandamál
samkynhneigðra við að eignast börn,
„en miklar takmarkanir eru á réttindum
þeirra og langt frá því að þeir standi í
svipuðum sporum og annað fólk,“ segir í
frétt um fundinn. Einnig verður fjallað
um starfið framundan og verkefnaskrá
fram til vors. Þeir foreldrar og aðstand-
endur samkynhneigðra á Akureyri og
annars staðar á Norðurlandi, sem ekki
hafa komið til fundar eru eindregið
hvattir til að koma og kynna sér starfið
segir ennfremur.
Fyrirlestur | Berit Johnsen, dr.scient.
í sérkennslufræðum, flytur erindi á
vegum skólaþróunarsviðs kenn-
aradeildar Háskólans á Akureyri í dag,
fimmtudaginn 13. janúar kl. 16.15 í
stofu 14 í Þingvallastræti 23. Það nefn-
ist: Alþjóðlegt rannsókna- og þróun-
arsamstarf í þágu skólans fyrir alla.
Berit er dósent í sérkennsluskor við
Háskólann í Osló. Í erindinu mun hún
greina frá tveimur verkefnum sem hún
hefur verið í forystu fyrir með þátt-
töku háskóla í Sarajevo og Tuzla í
Bosniu Herzegovinu og Addis Ababa í
Eþíópíu.