Morgunblaðið - 20.02.2005, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vika í Danmörku
hertzerlendis@hertz.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
2
72
20
02
/2
00
5 19.350
50 50 600
1000 Vildarpunktar til 12. mars
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.
*
Fiat Punto eða sambærilegur
ÓÞARFI AÐ HÆKKA MEIR
Stýrivextir Seðlabankans eru
orðnir það háir að frekari vaxta-
hækkanir ættu ekki að vera nauð-
synlegar að mati Halldórs Ásgríms-
sonar forsætisráðherra.
Seðlabankinn sendi ríkisstjórninni
greinargerð sl. föstudag í tilefni þess
að verðbólgan fór yfir þolmörkin.
Halldóri finnst greinargerðin geyma
bæði góð og slæm tíðindi.
Vill opna Surtsey
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokks, hefur beint
þeirri fyrirspurn til umhverf-
isráðherra hvort til standi að heimila
ferðamönnum að stíga á land í
Surtsey. Telur hann að það mundi
hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í
Eyjum. Ekki er þó ætlast til að
ferðamenn séu þar án eftirlits.
Vissu ekki um breytingar
Viljayfirlýsing fulltrúa eigenda
Landsvirkjunar sl. fimmtudag um
breytt eignarhald á fyrirtækinu kom
þeim Álfheiði Ingadóttur og Helga
Hjörvar í opna skjöldu. Þau sitja í
stjórn Landsvirkjunar fyrir hönd
Reykjavíkurborgar, auk Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar. Þetta kom fram í
máli Álfheiðar á flokksráðsfundi VG
í gær.
Farsímaveira
Farsímaveira, sem búin var til á
Filippseyjum fyrir átta mánuðum,
er nú komin til Bandaríkjanna og til
tólf landa alls. Kallast hún Cabir og
veldur því, að rafhlöðurnar tæmast.
Smitast hún um síma, sem búnir eru
blátannarbúnaði og ekki með virkar
öryggisstillingar. Óttast er, að aðrar
og skaðlegri farsímaveirur kunni að
koma fram á næstunni.
Refsað fyrir spillingu
Þýska stjórnin hefur farið að
dæmi Bandaríkjastjórnar og dregið
úr stuðningi við Kenýastjórn vegna
gífurlegrar spillingar. Er hún sökuð
um að hafa ekkert gert til að koma í
veg fyrir „stórkostlegan þjófnað“ úr
opinberum sjóðum. Talið er, að um
fimmtungur þjóðarframleiðslunnar
hafi farið í spillingarhítina frá 2002.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 47
Fréttaskýring 8 Auðlesið efni 44
Hugsað upphátt 19 Myndasögur 48/51
Stangveiði 23 Dagbók 50/51
Listir 27/29, 51/57 Staður og stund 50
Sjónspegill 28/29 Af listum 52
Forystugrein 30 Leikhús 52
Reykjavíkurbréf 30 Bíó 54/57
Umræðan 32/38 Sjónvarp 58/59
Bréf 38 Veður 59
Minningar 39/43 Staksteinar 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SUMIR þeirra sem eru nýbúnir að
kaupa fasteign hafa að undanförnu
fengið sendan markpóst frá bygg-
ingavöruversluninni BYKO og fylgja
honum hamingjuóskir með íbúðar-
kaupin, viðskiptakort og inneignar-
nóta fyrir loftljósi. Húsasmiðjan hef-
ur einnig sent slíkan markpóst, þó
ekki nýverið, og fylgdi þá pensill með
póstinum.
Lesandi Morgunblaðsins sem fékk
slíkan póst frá BYKO hafði samband
við blaðið og velti því fyrir sér hvern-
ig BYKO vissi að hann hefði keypt
íbúð.
Að sögn Ívars Sigurjónssonar,
markaðsstjóra Norvíkur hf., móður-
félags BYKO, er hægt að fá upplýs-
ingar um þá sem hafa undirritað
nýja kaupsamninga hjá Fasteigna-
mati ríkisins (FMR) gegn ákveðnu
gjaldi. Þær upplýsingar eru síðan
notaðar til að senda út fyrrnefndan
markpóst. Ívar segir að viðskiptavin-
ir hafi almennt verið ánægðir með
markpóstinn og sárafáir gert at-
hugasemdir. Nokkrir hafi hringt til
að forvitnast um hvernig BYKO fékk
upplýsingar um íbúðarkaupin.
Eftir að athugasemdirnar bárust
hafði Ívar samband við Fasteigna-
matið sem óskaði eftir því að í mark-
póstinum kæmi fram hvaðan upplýs-
ingarnar væru fengnar og hefur
póstinum nú verið breytt í þá veru.
„Þetta eru í raun opinber gögn og
ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Ív-
ar Sigurjónsson.
Í samræmi við lög
Haukur Ingibergsson, forstjóri
Fasteignamats ríkisins, segir að skv.
lögum veiti stofnunin upplýsingar úr
landskrá fasteigna, þ.á m. upplýs-
ingar um hverjir hafi gert nýja kaup-
samninga, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Tilgangur þess sem biður
um slíkar upplýsingar verði að vera
„yfirlýstur, skýr, málefnalegur og
lögmætur“ í samræmi við lög um
persónuvernd og meðferð persónu-
upplýsinga. Engar upplýsingar séu
veittar um kaupverð, greiðslutilhög-
un o.þ.h.
Hann segir að upplýsingar um
slíka vinnslu séu tilkynntar til Per-
sónuverndar en þó nokkuð sé um að
slíkar upplýsingar séu veittar.
Haukur bendir á að Fasteignamat
ríkisins veiti ekki upplýsingar um þá
sem hafi óskað eftir því að vera á
bannlista, annaðhvort hjá þjóðskrá
eða landskrá fasteigna, vegna upp-
lýsinga sem notaðar eru í markaðs-
skyni.
Kvartað til Persónuverndar
„Persónuvernd hafa borist all-
nokkrar kvartanir. Enn sem komið
er er ekki fyllilega úr því leyst hvort í
gildandi reglum eða útgefnum
starfsreglum hafi verið veitt leyfi til
slíks.
FMR hefur verið gefinn kostur á
að tjá sig og við munum væntanlega
gefa út formlegt álit þegar allar upp-
lýsingar í málinu liggja fyrir,“ segir
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri
Persónuverndar, spurð um aðgang
að þessum upplýsingum.
Nýir íbúðareigendur fá markpóst
FMR veitir
upplýsingar um
nýja samninga
Morgunblaðið/ÞÖK
SELTIRNINGAR söfnuðust saman á Hrólfs-
skálamel á Seltjarnarnesi í gær til þess að sýna
stuðning í verki vegna gerðar nýs gervigrasvall-
ar á svæðinu. Þetta var gert að undirlagi íþrótta-
félagsins Gróttu á Seltjarnarnesi, en félagið
sendi áskorun til íbúa á Nesinu og voru þeir
hvattir til að sýna málefninu stuðning. Markaði
fólkið útlínur vallarins þar sem ungir íþrótta-
menn munu hugsanlega æfa og keppa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Styðja gerð nýs gervigrasvallar á Nesinu
FULLTRÚAR tuttugu þjóðlanda,
auk ýmissa sem starfa að málefnum
innflytjenda, tóku þátt í Þjóðahátíð
Alþjóðahússins sem haldin var í
Perlunni í gær.
Hátíðin, sem er liður í Vetrarhátíð
Reykjavíkur, var tileinkuð minningu
Snjólaugar Stefánsdóttur sem lést í
fyrra en hún starfaði ötullega að
málefnum innflytjenda ásamt því að
eiga þátt í stofnun Alþjóðahússins.
Markmið Þjóðahátíðarinnar er að
kynna það fjölmenningarlega sam-
félag sem er að finna á Íslandi í dag,
og hvaða áhrif fólk af erlendum upp-
runa hefur á samfélagið. Þátt-
tökuþjóðirnar í ár voru: Angóla,
Ástralía, Búlgaría, Filippseyjar,
Grænland, Ítalía, Japan, Kanada,
Kenýa, Kína, Níkaragva, Palestína,
Pólland, Rússland, Slóvenía, Sri
Lanka, Svíþjóð, Túnis, Taíland og
Víetnam. Samhliða ýmsum menn-
ingarkynningum var boðið upp á
fjölmenningarleg skemmtiatriði á
sviði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stefán Þór Herbertsson og Benedikte Thorsteinsson koma fyrir munum.
Þjóðahátíð í Perlunni