Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þú verður að hafa naglana eitthvað áfram, Kiddi minn, ef við skyldum þurfa að krossfesta
þig aftur.
Hugmyndin umskyrútflutning ásér langa sögu og
hefur raunar verið uppi
á borðinu svo árum og
áratugum skiptir. Gerðar
hafa verið ýmsar tilraunir í
þessu samhengi og má sem
dæmi nefna að á níunda
áratug síðustu aldar voru
gerðar tilraunir með að
flytja skyr til Danmerkur.
Umræðan um sölu fram-
leiðsluréttar á skyri til út-
landa var nýverið til um-
fjöllunar í Bændablaðinu.
Þar er vitnað í grein sem
Gunnar Sigurðsson, bóndi
á Stóru-Ökrum í Skaga-
firði, skrifaði á vef Lands-
sambands kúabænda (LK),
www.naut.is, þar sem hann heldur
því fram að með því að selja fram-
leiðslurétt á skyri til útlanda sé
verið að selja gullgæsina úr landi í
stað þess að láta hana verpa hér
heima. Í ljósi þessa er eðlilegt að
velta upp þeirri spurningu hvort
verið sé að fyrirgera einhverjum
tekjumöguleikum með því að selja
framleiðsluréttinn út.
Fyrir þremur árum stóðu Aust-
urbakki, Mjólkurbú Flóamanna,
Mjólkursamsalan og Food Control
Consultants Ltd. að stofnun einka-
hlutafélagsins Agrice ehf. í því
augnamiði að skoða hvernig koma
megi íslenskum landbúnaðarvör-
um á framfæri erlendis, en eitt af
því sem kannað hefur verið er
hvort og hvernig best sé að haga
skyrútflutningi.
Aðspurður um markaðssetningu
skyrs erlendis segir Árni Þór Árna-
son, forstjóri Austurbakka sem
jafnframt er stjórnarformaður Ag-
rice ehf., að allir möguleikar hafi
verið kannaðir, bæði útflutningur á
skyri framleiddu hérlendis og það
að fara í samstarf við erlenda aðila
með því að selja þekkinguna á skyr-
framleiðslu út. „Eftir að hafa skoðað
allar mögulegar leiðir komumst við
að þeirri niðurstöðu að skynsamleg-
ast væri að fara í samstarf við er-
lenda aðila, ekki síst þar sem heima-
menn hafa bæði aðgang að og
þekkingu á viðkomandi mörkuð-
um,“ segir Árni Þór og bendir á að
ein aðaláskorunin felist í því að
kenna öðrum þjóðum að borða skyr-
ið og því þurfi að huga vel að mark-
aðssetningunni.
Að mati þeirra sem til þekkja fel-
ast ýmsir annmarkar í því að fram-
leiða skyr hérlendis til útflutnings. Í
fyrsta lagi má nefna að skyrið er af-
ar þungt og því óhagkvæmt til út-
flutnings. Í annan stað er geymslu-
tími skyrsins fremur stuttur. Í
þriðja lagi má nefna að framleiðsla á
skyri hérlendis er miklum mun dýr-
ari en víða erlendis, en sem dæmi
má nefna að hérlendis fá bændur
um 36 kr. fyrir hvern undanrennu-
lítra á meðan evrópskir bændur fá
14–22 kr. Að mati manna í mjólk-
uriðnaðinum eru þetta tölur sem
ekki er hægt að keppa við.
Gætum við annað eftirspurn?
Bent hefur verið á að nauðsyn-
legt sé að finna leiðir til að selja
mjólk úr landi sökum þess að ekki
séu nógu margir neytendur hér-
lendis fyrir þá mjólk sem framleidd
er og þykir útflutningur skyrs þá
kjörin leið. Að mati manna í mjólk-
uriðnaðinum væri hins vegar hæp-
ið að íslenska mjólkurframleiðslan
gæti staðið undir þeirri framleiðslu
sem til þyrfti ef framleiða ætti um-
talsvert magn skyrs hérlendis til
útflutnings.
Eins og staðan er nú eru hér-
lendis framleiddar u.þ.b. 100 millj-
ónir lítra af mjólk árlega og fara
um 10% af því í skyrframleiðslu, en
hver Íslendingur borðar að með-
altali 10 kíló af skyri árlega. Tækist
að markaðssetja skyrið í Svíþjóð
með þeim árangri að hver Svíi
borðaði t.d. eitt kíló af skyri árlega
(sem samsvaraði einni dós annan
hvern mánuð) samsvaraði það 10
milljónum kílóa af skyri árlega. Í
það þyrfti 40 milljónir lítra af mjólk
til framleiðslunnar, sem kæmist
nálægt því að vera helmingurinn af
allri framleiddri mjólk á Íslandi.
Miðað við þessa útreikninga er því
ljóst að næði skyrið einhverju flugi
erlendis hefðum við hreinlega ekki
hráefni til að anna framleiðslunni.
Í samtali við Þórólf Sveinsson,
formann Landssambands kúa-
bænda (LK), segist hann vel skilja
ofangreinda gagnrýni Gunnars og
tekur fram að vitanlega sé ávallt
betra að flytja sjálfur út vöruna
hafi menn tök á því. Þórólfur bend-
ir á að framleiðsla á grundvelli
framleiðsluleyfa sé vel þekkt og
tíðkist í stórum stíl í mjólkuriðnaði
jafnt hérlendis sem erlendis og
nefnir hann létt og laggott,
smjörva og kotasælu í því sam-
hengi, sem byggist allt á erlendum
uppskriftum og leyfum.
Þess má að lokum geta að for-
svarsmenn LK og Samtök afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði urðu nýver-
ið ásátt um að skipaður yrði
vinnuhópur eða verkefnisstjórn
sem reyndi að kortleggja hugsan-
lega möguleika til útflutnings
mjólkurafurða. „Ég tel það mikið
hagsmunamál að geta fengið við-
unandi verð fyrir einhvern hluta af
framleiðslunni á erlendum mörk-
uðum og met það svo að við eigum
að leggja í nokkurn kostnað til að
láta á það reyna hver staðan er í
þessu. Ég held að til framtíðar litið
skipti býsna miklu máli að við get-
um náð einhverri fótfestu á erlend-
um mörkuðum,“ segir Þórólfur.
Fréttaskýring | Útflutningur skyrs
Markaðssetn-
ing erlendis
Fyrirgerum við tekjumöguleikum með
því að selja framleiðsluréttinn út?
Landinn borðar að jafnaði 10 kíló af skyri á ári.
Áskorun að kenna öðrum
þjóðum að borða skyr
Útilokar framleiðsla íslensks
skyrs á erlendri grundu úr
þarlendu hráefni markaðs-
setningu á innfluttu skyri frá
Íslandi? Í hverju felst galdur
skyrsins? Felst hann í upp-
skriftinni og framleiðslu-
tækninni eða hráefninu? Víða
erlendis er að finna mjólkuraf-
urðir sem líkjast skyrinu, má
þar nefna hollenska kwarkið.
Samt virðast allir á einu máli
um að engin erlend mjólkuraf-
urð komist í hálfkvisti við ís-
lenska skyrið.
silja@mbl.is