Morgunblaðið - 01.04.2005, Page 2

Morgunblaðið - 01.04.2005, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HEILSU PÁFA HRAKAR Heilsu Jóhannesar Páls II páfa hrakaði í gær og óstaðfestar fregn- ir hermdu í gærkvöldi að hann hefði fengið síðustu smurningu. Haft var eftir læknum að páfi væri „mjög, mjög veikur“. Talsmenn Páfagarðs sögðu hann vera með há- an hita og lágan blóðþrýsting vegna þvagfærasýkingar. Óánægja innan RÚV Starfsmenn RÚV lýstu van- trausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra á fjölmennum starfs- mannafundi í gær. Mikil óánægja ríkir meðal starfsmanna með fram- göngu Markúsar Arnar und- anfarnar vikur. Ráðist á kennara Síðustu tvö ár hafa kennarar í 20 af grunnskólum Reykjavíkur orðið fyrir 85 líkamsárásum af hendi nemenda. Algengast er að nem- endur með alvarleg geðræn vanda- mál ráðist á kennara. Taugafrumur myndaðar Hægt er að nýta blóðmyndandi stofnfrumur úr beinmerg til að mynda starfhæfar taugafrumur. Þetta kemur fram í rannsókn Ólafs Eysteins Sigurjónssonar, doktors- nema við Háskólann í Ósló. Terri Schiavo látin Terri Schiavo, alvarlega heila- sködduð kona í Bandaríkjunum, lést á sjúkrahúsi í gær, þrettán dögum eftir að næringarslanga, sem hélt í henni lífinu, var tekin úr sambandi. Talsmenn Páfagarðs for- dæmdu þá ákvörðun bandarískra dómstóla að heimila að slangan yrði aftengd. Þeir lýstu ákvörðuninni sem „árás á lífið og þar með á Guð“. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Fréttaskýring 8 Minningar 40/46 Viðskipti 14/15 Skák 51 Erlent 16/17 Brids 51 Minn staður 22 Myndasögur 50 Höfuðborgin 24 Dagbók 50/53 Akureyri 26 Staður og stund 52 Suðurnes 26 Af listum 53 Landið 27 Leikhús 54 Menning 31 Bíó 58/61 Umræðan 34/39 Ljósvakamiðlar 62 Bréf 39 Veður 63 Forystugrein 32 Staksteinar 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is       !!"                              ! " #      $         %&' ( )***                   LÖGREGLUMAÐUR var dæmdur fyrir brot í opinberu starfi í gær fyrir að stefna ökumanni bifhjóls í hættu á Ægisíðu í Reykjavík í fyrra með því að sveigja lögreglubíl í veg fyrir hjólið. Slasaðist bifhjólamað- urinn nokkuð við áreksturinn. Var lögreglumaðurinn dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt og bifhjólamanninum195 þúsund kr. í skaðabætur auk 150 þúsund kr. málskostnaðar. Aðdragandi málsins var sá að lögreglan var að leita bifhjólamanna sem höfðu ekið um borgina á mikl- um hraða. Barst eltingarleikurinn út á Seltjarnarnes. Þegar lögreglu- maðurinn sá bifhjólamanninn koma úr gagnstæðri átt á Ægisíðu beygði hann til vinstri svo árekstur varð. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum lögreglumaðurinn hafi ekið í veg fyrir bifhjólið í því skyni að stöðva akstur þess. Að mati dómsins var þetta gert í slíkri skyndingu að bifhjólamaðurinn hafði ekki ráðrúm til þess að af- stýra slysinu. Yrði að telja að með því hefði lögreglumaðurinn stefnt honum í augljósa og verulega hættu. Ekki yrði séð að við þessar aðstæður hefði lögreglumaðurinn mátt víkja frá almennum umferð- arreglum og grípa til svo hættu- legrar ráðstöfunar sem var í and- stöðu við sérstaka og almenna varúðarskyldu reglna um neyð- arakstur. Lögreglumaðurinn gætti þannig af stórfelldu gáleysi ekki réttra reglna í aðferðum sínum og taldist þannig hafa gerst brotlegur í opinberu starfi. Auk þess hafi hann brotið umferðarlög. Málið dæmdi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari. Verjandi var Gylfi Thorlacius hrl. og sækjandi Sigríð- ur Friðjónsdóttir frá ríkissaksókn- ara. Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í opinberu starfi Talinn hafa stefnt bif- hjólamanni í mikla hættu GERT er ráð fyrir að skuldir borgarsjóðs lækki um 1,3 milljarða króna á árunum 2006–2008 sam- kvæmt þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfest- ingar og fjármál Reykjavíkurborgar og að hreinar skuldir nemi í lok tímabilsins um 4,8 milljörðum króna eða 166 þúsund kr. á íbúa. Þetta kemur fram í frétt frá borgarstjóranum í Reykjavík, sem lagði fram frumvarp að áætluninni á fundi borgarráðs í gær. Fram kemur einnig að ef horft er til allrar sam- stæðu borgarinnar muni fjárfestingar hennar á ofangreindu þriggja ára tímabili nema 35,8 millj- örðum króna. Tæpir 25 milljarðar króna munu koma frá rekstri en ellefu milljarðar verða teknir að láni og munu skuldir samstæðunnar hækka sem því nemur. Auk borgarsjóðs er að finna innan samstæðunnar Orkuveitu Reykjavíkur, Félagsbú- staði, Faxaflóahafnir, Strætó, Sorpu, Bílastæða- sjóð og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. 900 milljónir vegna leikskóla Fram kemur einnig að tvö næstu skref í átt að gjaldfrjálsum leikskóla eru áætluð haustið 2006 og haustið 2008, en fyrsta skrefið var tekið síðastliðið haust. Kostnaðaraukinn er talinn nema 120 millj- ónum króna árið 2006, 330 milljónum króna 2007 og 450 milljónum króna árið 2008 eða alls 900 milljónum króna. Fram kemur einnig að menntamál eru um- fangsmest í útgjöldum borgarsjóðs og að launa- útgjöld vega þar þungt. Nýgerðir kjarasamningar við leik-, grunn- og tónlistarskóla hafi mikil áhrif á rekstrargjöldin og sé kostnaðarauki vegna samn- inganna um 1,6 milljarðar króna milli áranna 2005 og 2006. Hlutur launa í heildarútgjöldum borg- arinnar muni vaxa nokkuð á næstu árum og fara úr 50% í 52%. Frumvarpinu var vísað til borgarstjórnar á fundi borgarráðs í gær og verður það til fyrri um- ræðu þar næstkomandi þriðjudag. Þriggja ára áætlun um rekstur Reykjavíkurborgar lögð fram á fundi borgarráðs Skuldir borgarsjóðs lækka um 1,3 milljarða á tímabilinu MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í gær að 36. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn 13.–16. október 2005. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er að jafnaði haldinn annað hvert ár en síðast var landsfundur hald- inn 27.–30. mars 2003. Fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum, að félög flokksins um allt land kjósi fulltrúa til setu á landsfundinum en seturétt á landsfundum Sjálfstæðisflokksins eigi yfir 1000 manns. Landsfundur marki stjórnmálastefnu flokksins til næstu ára en fyrir fundinn muni málefnanefndir flokksins, sem eru 26 talsins, leggja fram málefna- ályktanir til afgreiðslu. Á fundinum fer og fram kjör formanns, varafor- manns og miðstjórnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins í október RANNSÓKN á fótsveppum á gólfi búningsherbergja sundlaugar í Reykjavík leiddi í ljós að fótsveppa- mengun var miklu algengari á gólfum í karlaklefanum en í kvennaklefanum. Stjórnandi rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar kalli ekki á aukin þrif í búningsklefum og segir að aukin mengun í karlaklefanum hafi aðrar skýringar. Rannsókninni stjórnaði Ingibjörg Hilmarsdóttir, læknir og sýklafræð- ingur á sýklafræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Ingibjörg segir að mikill metnaður ríki meðal starfsmanna sundlauga um að halda gólfunum hreinum og alls staðar þar sem hún þekki til sé mjög vel staðið að þrifum. Á hinn bóginn sé minna vitað um hvernig þrifið sé á lík- amsræktarstöðvum og slíkum stöð- um. „Það er ekki hægt að auka þrif á sundstöðunum, það er bara ekki pláss fyrir kústana enda alltaf svo mikið af fólki í sundlaugunum. Eftir að gólfin eru þrifin á nóttunni, eins og alltaf er gert, eru þau tandurhrein og algjör- lega laus við sveppamengun,“ segir hún. Þetta ástand vari þó ekki lengi eftir að laugarnar eru opnaðar. Ingibjörg segir að ástæðan fyrir aukinni mengun í karlaklefanum sé einkum tvíþætt. Í fyrsta lagi voru 65% sundlaugargesta karlmenn á þessum tíma. Í öðru lagi kom í ljós að karlar voru oftar sýktir en konur, 26% karla voru sýkt en 14% kvenna. Aðrar hugsanlegar ástæður fyrir meiri mengun í karlaklefanum eru þær að karlar eru yfirleitt fótstærri og því meira yfirborð á iljum sem eyk- ur hættu á smiti. Þá segir Ingibjörg að svo virðist sem konur noti frekar svonefndar baðtöfflur, þ.e. inniskó. Önnur ástæða geti verið sú að konur nái sér frekar og fyrr í lyf við sveppa- sýkingunum. Munurinn skýrist á hinn bóginn ekki af því að kvennaklefarnir séu þrifnir betur. „Þessi munur skýr- ist af gestunum sjálfum og hefur ekk- ert með starfsfólkið að gera.“ Ingibjörg segir að samkvæmt ný- legri rannsókn, sem gerð var á lands- vísu, sé tíðni naglasýkinga af völdum fótsveppa hér á landi 8–11% meðal 16 ára og eldri. Það megi vera að þeim fari eitthvað fjölgandi sem geti tengst því að fólk gangi mikið berfætt á stöð- um þar sem aðrir ganga berfættir, svo sem í íþróttahúsum, heilsurækt- arstöðvum, sundlaugum eða bað- ströndum. Spurð um ráð til að forðast fót- sveppasýkingar segir Ingibjörg að baðtöfflur geti hugsanlega minnkað líkur á smiti af völdum fótsveppa. Ekki sé þó víst að almenn notkun slíks fótabúnaðar sé auðveld í fram- kvæmd. „Verða þá ekki sundlaugar- bakkar sneisafullir af baðtöfflum sem síðan þvælast fyrir fólki eða detta of- an í laugina og síðan tekur fólk kannski vitlausar töfflur,“ segir hún. Þá virðist afar misjafnt hversu fólk sé næmt fyrir fótsveppasýkingu, sumir séu næmari en aðrir og hafi fótsveppi stóran hluta ævinnar meðan aðrir sleppa. Ingibjörg mælir á hinn bóginn sterklega með því að fólk þurrki sér vandlega um fæturna eftir sundferð- ir, bæði til að fjarlægja smitefni og til að draga úr raka í skóm. Þá ætti fólk ekki að ganga í skóm sem valda því að fæturnir haldast rakir. „Því raki er það umhverfi sem þeir þrífast best í,“ segir hún. Rannsókn sýnir að fótsveppir eru miklu algengari í karlaklefum sundlauga Stærri fætur karlmanna gætu haft áhrif Morgunblaðið/Jóra Þessar tær virðast alveg lausar við fótsveppi. Um 65% sundlaugargesta voru karlar og 26% þeirra voru smituð Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.