Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● KAUPFÉLAG Eyfirðinga sf. seldi í
gær allan 10% hlut sinn í Sam-
herja hf. Um er að ræða 166 millj-
ónir hluta og er gengi bréfanna
12,1 sem þýðir að viðskiptaverð
er rúmir 2 milljarðar króna. Helstu
hluthafar Samherja hafa gert sam-
komulag um stjórnun og rekstur
fyrirtækisins og er skylt að gera
öðrum hluthöfum yfirtökutilboð.
Fyrirtækið verður skráð úr Kaup-
höll Íslands.
KEA selur í Samherja
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís-
lands í gær námu rúmlega 12,6
milljörðum króna í gær. Þar af
voru viðskipti með hlutabréf fyrir
um 6,1 milljarð. Mest viðskipti
voru með bréf Samherja.
Mest hækkun varð á bréfum
Fiskmarkaðar Íslands, 1,8%, en
mest lækkun varð á bréfum
Actavis, 1%.
Úrvalsvísitala aðallista hækkaði
um 0,45% og er hún nú 3.917
stig.
Actavis lækkaði mest
● STJÓRN Somerfield hefur sam-
þykkt að hefja viðræður við þá þrjá
aðila sem hyggjast gera yfirtöku-
tilboð í fyrirtækið en sem kunnugt
er er Baugur einn þeirra aðila.
Talsmenn stjórnarinnar sögðust
myndu ræða við þessa aðila með
það í huga að skoða hvort formlegt
tilboð frá einhverjum þeirra væri
viðunandi, samkvæmt frétt Reut-
ers.
Hluti af viðræðuferlinu felst í
áreiðanleikakönnun en búist er við
að viðræðurnar muni standa yfir í
nokkrar vikur.
Somerfield samþykkir
viðræður
UNDIRBÚNINGUR fyrir skrán-
ingu Actavis Group í kauphöllina í
London er langt kominn. Þetta kom
fram í máli Björgólfs Thors Björg-
ólfssonar, stjórnarformanns félags-
ins, á aðalfundi þess í gær. Ennfrem-
ur sagði Björgólfur Thor að stjórn
félagsins vildi fara hægt í sakirnar og
tímasetja skráninguna vel. Ekki hef-
ur þó verið ákveðið hvenær skráning
mun fara fram „þar sem mikilvægt er
að bíða tækifæris og sæta lagi þegar
byrlega blæs í seglin“, sagði Björg-
ólfur.
Björgólfur sagði árið 2004 vera það
besta í sögu Actavis Group hvað varð-
ar hagnað en hann nam 63 milljónum
evra, sem samsvarar tæpum 5 millj-
örðum króna, og jókst um 55% frá
fyrra ári. Jafnframt jókst velta fé-
lagins um 43% á milli ára.
Róbert Wessman, forstjóri Actav-
is, sagði félagið sérstaklega horfa til
Mið-Evrópu, Indlands og Bandaríkj-
anna vegna fjárfestinga til ytri vaxt-
ar. Bandaríkjamenn standa fyrir
helmingi allrar lyfjaneyslu í heimin-
um í dag og er því eftir miklu að
slægjast þar.
Jafnframt sagði Róbert að þróun-
arstarf Actavis hefði aldrei verið öfl-
ugra en nú auk þess sem orðspor fé-
lagsins í skráningum lyfja væri gott.
Þeir Björgólfur Thor og Róbert
lögðu báðir mikla áherslu á að verð
hlutabréfa í Actavis hefði aukist veru-
lega á síðustu árum og að ekki væri
einungis hægt að líta til síðasta árs
þegar verð hlutabréfanna lækkaði.
Stjórn Actavis Group var endur-
kjörin á aðalfundinum en auk Björg-
ólfs Thors eiga í henni sæti þeir
Andri Sveinsson, Karl Wernersson,
Magnús Þorsteinsson og Sindri
Sindrason.
Mikilvægt að bíða færis
Morgunblaðið/Árni Torfason
Vel mætt Hluthafar Actavis Group sóttu vel aðalfund félagsins á Grand hóteli í gær.
SAMSKIP hafa opnað nýjar skrifstofur á þremur
stöðum í Eystrasaltslöndunum, Tallinn í Eistlandi,
Riga í Lettlandi og Klaipeda í Litháen. Munu þær
heyra undir höfuðstöðvar Samskipa í Rotterdam.
„Við ætlum að styrkja stöðu okkar á þessum
mörkuðum með því að koma betur á framfæri þeim
skraddarasaumuðu heildarlausnum á öllum sviðum
flutninga sem Samskip bjóða upp á,“ segir Björn
Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðs-
mála hjá Samskipum erlendis.
Í tilkynningu frá Samskipum segir að skrifstof-
unum sé ætlað að sinna ört vaxandi starfsemi félags-
ins í Eystrasaltslöndunum og efla enn frekar sókn
Samskipa inn á rússneska markaðinn og áfram aust-
ur á bóginn. Náið samstarf verður við skrifstofur fé-
lagsins í Rússlandi og Úkraínu til að ná fram sem
mestri hagkvæmni.
„Þungamiðja flutningastarfsemi í Evrópu er að
færast austar og hér höfum við sterka stöðu, hvort
sem um er að ræða flutningsmiðlun áfram austur á
bóginn með skipum, lestum eða flutningabílum,“ seg-
ir Björn.
Svæðisstjóri Eystrasaltsskrifstofanna er Belgíu-
maðurinn Hans Christiaensen en hann starfaði áður
fyrir Ahlers Logistic and Maritime Services í Eystra-
saltslöndunum.
Einnig hafa Samskip tekið að sér að vera umboðs-
aðili japanska skipafélagsins Mitsui O.S.K. Lines í
Eystrasaltslöndunum þremur en félagið hefur verið
umboðsaðili Mitsui í Rússlandi frá árinu 2001. Segir
Björn að með þessu séu Samskip betur í stakk búin til
að sinna vaxandi flutningum til Rússlands og fyrrum
Sovétlýðvelda sem og fleiri áfangastaða í Mið-Asíu.
Samskip herða
útrás í austurveg
Opna þrjár skrifstofur í Eystrasaltslöndunum
Morgunblaðið/Þorkell
Hert útrás Samskip bæta við starfsemi sína.
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
„ÞETTA eru vonbrigði,“ segir Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðar- og
viðskiptaráðherra um fjölda
kvenna í stjórnum fyrirtækja í Úr-
valsvísitölu. En sagt var frá því í
Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
gær að konum hefði fjölgað þar um
eina í aðalfundalotu ársins og þær
séu nú sex talsins af 87 stjórnar-
mönnum.
„Þessir máttarstólpar í íslensku
atvinnulífi hafa því miður ekki séð
ástæðu til þess að gera breytingar á
svo nokkru nemi,“ segir Valgerður
en hún sendi í febrúarbyrjun 80–90
stærstu fyrirtækjum landsins bréf
þar sem hún hvatti forsvarsmenn
til að beita sér fyrir því að fjölga
konum í stjórn. Valgerður segir að
þrátt fyrir vonbrigði sín með Úr-
valsvísitölufyr-
irtækin þá séu
þau tiltölulega
fá miðað við öll
þau fyrirtæki
sem hún sendi
bréf.
„Ég hef nú
reyndar fengið
býsna margar
góðar fréttir
og held að
ástandið sé heilt yfir miklu betra
en þarna. Þegar þessari aðal-
fundalotu lýkur, sem styttist mjög
í, þá verður farið yfir allt sviðið,“
segir Valgerður og vill bíða með
allar yfirlýsingar þar til niður-
staða liggur fyrir. Það verði nokk-
uð örugglega í næsta mánuði.
Vonbrigði Valgerðar
Telur að hlutfall kvenna í
stjórnum hafi þó aukist víða
Valgerður
Sverrisdóttir
● PAUL Wolfowitz var formlega ráð-
inn í stöðu bankastjóra Alþjóða-
bankans í gær og verður hann því
tíundi bankastjóri bankans.
Wolfowitz, sem er fyrrverandi að-
stoðarvarnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, var einróma kosinn í starf-
ið og kemur hann í stað James
Wolfensohn sem nú lætur af störf-
um.
Wolfowitz
formlega ráðinn
23 0 4!5 *
2 4!5 *
6 0" 4!5 *
6!& # *
7 4!5 *
7!
& *
8 *
9 !5$ 6: & 8 *
9"! *
; 8 *
<
*
= 5 *
/ *
* ! "#$!
/ !! 7 #
8 *
>! *
! "#
7 &! *
6 4 *
5& *
? &8 *
;,@ .&! *
AB*
*
/7 *
/#!1 /!&! 0
/"!& * &C* *
%C &"& *
D!"& *
E.&! -/@8
*
$
#%# &'
2!!8 *
7
FC & * ! "#$!%
; , * ! "#$!
%@@ *
&(#
GHFI
/,&
0&0
&
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
6
C #
C 0&0
&
- -
-
- - -
- -
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
' -+)
-
' +)
' +)
-
' -+)
'
+)
' +)
' +)
' +)
' +)
' -+)
-
' -+)
' +)
' +)
-
-
-
-
-
-
-
' +)
' +)
-
-
-
-
-
-
-
0&5
%8& ,
9 !5 /
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
D&5 , $:
2% J 2*!! 7 "
0&5
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
2%- K0 ! # * "! *! # 2%-
/C &
C8 *
! 2%- D C0 ! #"! 1
VÖRUSKIPTI í febrúar voru óhag-
stæð um 2,3 milljarða króna en í sama
mánuði í fyrra voru þau hagstæð um
0,1 milljarð á föstu gengi. Á fyrstu
tveimur mánuðum ársins samanlagt
nam halli á vöruskiptunum við útlönd
5,7 milljörðum króna en á sama tíma-
bili í fyrra voru þau hagstæð um 0,4
milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var
því 6,1 milljarði króna lakari en á
sama tíma árið áður.
Í febrúarmánuði voru fluttar út
vörur fyrir 16,4 milljarða króna og
fluttar inn vörur fyrir 18,7 milljarða
króna. Fyrstu tvo mánuði ársins voru
samtals fluttar út vörur fyrir 30,3
milljarða króna en inn fyrir 36 millj-
arða króna.
Sjávarafurðir 58% af vörum
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu
tvo mánuði ársins var 1,4 milljörðum
eða 4,7% meira en á sama tíma árið
áður. Sjávarafurðir voru 58% alls út-
flutnings og var verðmæti þeirra 3,2%
meira en á sama tíma árið áður. Út-
fluttar iðnaðarvörur voru 38% alls út-
flutnings og var verðmæti þeirra 6,1%
meira en árið áður.
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu
tvo mánuði ársins var 7,5 milljörðum
eða 26,1% meira en árið áður. Mest
varð aukning í innflutningi á flutn-
ingatækjum, eldsneyti og smurolíu og
fjárfestingarvöru.
Vöruskipti
6 milljörðum
óhagstæðari
HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs
Vestmannaeyja nam 120,5 milljónum
króna á árinu 2004. Rekstrartekjur
námu 627,6 milljónum króna og
rekstrargjöld námu 425,2 milljónum
að meðtöldum afskriftum.
Bókfært eigið fé Sparisjóðsins í
árslok 2004 var 754,8 milljónir og
hafði aukist á árinu um 19%. Eigin-
fjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum
var 13,2%. Í árslok var niðurstaða
efnahagsreiknings 5.186,6 millj. kr.
og hafði hækkað um 15% á árinu.
Innlán og verðbréfaútgáfa Spari-
sjóðsins nam í árslok 3.895,9 millj-
ónum og hafði aukist um 23,4% á
árinu. Heildarútlán að meðtöldum
fullnustueignum námu í árslok
3.265,7 milljónum og höfðu aukist um
12,3% á árinu. Langstærstu útlána-
flokkarnir voru til einstaklinga og
íbúðalán eða rúmlega 67%. Hlutfalls-
lega lækkuðu lán til sjávarútvegs en
hækkuðu verulega til einstaklinga.
Hagnaður
120 milljónir
♦♦♦
A L
/MN
+
+
7%/F
O2P
+
+
H2H =<P
+
+
97P
A
+
+
GHFP OQ ?
+
+