Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 22
Mývatnssveit | Það fór aldrei
svo að Árni Halldórsson í
Garði næði ekki að handfjatla
bröndu úr neti á þessum vetri.
Í dymbilvikublíðunni var hann
að vitja um þegar tíðindamaður
rakst á hann undan Háey.
Veiði í Mývatni er að öllu jöfnu
ekki stunduð yfir veturinn en
ákveðið var að leyfa hana nú í
marslok til að kanna ástand sil-
ungsins. Árni hefur stundað
veiði í Mývatni áratugum sam-
an og þykir hún hafa farið
minnkandi hin síðari ár.
Það er Athena Neve, frænka
hans, sem fylgist með af
áhuga.
Morgunblaðið/BFH
Handfjatlar brönduna
Fengurinn
Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Skotin á færi | Álft var skotin á færi rétt
við bæinn Flatey á Mýrum í gær að því er
fram kemur á vefnum horn.is. Það var lög-
reglumaður á Höfn í Hornafirði sem aflífaði
fuglinn, sem var vængbrotinn, en sam-
kvæmt dýraverndunarlögum er lögreglu
skylt að skjóta dýr sem finnast særð á víða-
vangi. Vegfarandi tilkynnti um álftina, en
talið er að hún hafi flogið á rafmagnslínu
rétt hjá. Að sögn lögreglunnar á Höfn er
talsvert um að aflífa þurfi særð dýr í um-
dæminu. Þau eru grafin á sérstöku urð-
unarsvæði sveitarfélagsins í Lóni.
Apríl mun verðarysjóttur enengin stór-
vonska segir í nýrri
veðurspá frá Veður-
klúbbnum á Dalbæ í
Dalvíkurbyggð. Á
fundi þar sem spáin
var sett saman var
mikið rætt um þann
einstaka hlýindakafla
sem gekk yfir landið
um nýliðna páska og
muna veðurklúbbs-
félagar vart eftir jafn
hlýjum páskum fyrr. Í
spánni kemur fram að
búast megi við lægra
hitastigi í apríl en var í
mars, en áfram verða
vestanáttir ríkjandi.
„Hitatungan sem við
höfum verið í yfirgefur
okkur til norðausturs,“
segir í spánni.
Rysjóttur
Fáir staðir njóta eins mikilla vinsælda og Kjarna-skógur á Akureyri og þá ekki síst á góðviðris-dögum. Fjöldi fólks lagði leið sína í þessa útivistar-
paradís um páskana og átti þar ánægjulega stund. Þessi
myndarlegi hópur var að fá sér í svanginn þegar ljósmynd-
ari Morgunblaðsins var þar á ferð.
Morgunblaðið/Kristján
Veðurblíðan
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkirum heimkomu
Fischers:
Mín von er að verða að liði
og verðugt hér tilefni fann:
Æ, látið nú Fischer í friði,
þennan friðsama, hógværa
mann.
Einar Kolbeinsson fylgist
með sprettu túnfífla:
Vinarþel og vonir ber,
vorsins hlýi andi,
þegar óvænt fjölga fer,
fíflum hér á landi.
Einar Georg Einarsson
yrkir:
Eindrægnin var einkar þekk
í aðgerðunum héðan
blessun Davíðs Bobbý fékk
en Baugur kom svo með hann.
Ganga má hann víða á vegg
í vissum greinum slyngur
brosir gegnum blómlegt skegg
Bobbý Íslendingur.
Sæmi Guð um björgun bað
nú blundar Fischer í góðu rúmi
svo held ég það væri hollast að
hengja þá Búss og Kóisúmi.
Fíflum fjölgar
pebl@mbl.is
Súðavík | Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps,
Ómar Már Jónsson, telur víst að refaveiði í
sveitarfélaginu leggist af að mestu næstu
tvö sumur að minnsta kosti vegna minnk-
andi framlaga ríkissjóðs til eyðingar refa
og minka að því er fram kemur á vef Bæj-
arins besta. Þar segir sveitarstjóri málið
ekki einkamál sveitarfélaga og ríkið verði
að axla sínar skyldur eigi að halda þessum
dýrategundum í skefjum. Á síðasta ári fóru
um 5% af skatttekjum Súðavíkurhrepps í
þennan málaflokk. Á fundi landbúnaðar-
nefndar Súðavíkurhrepps á dögunum var
lagt fram yfirlit yfir kostnað sveitarfé-
lagsins við eyðingu refa og minka á árunum
2000–2004. Kom þar fram að kostnaðurinn
hefur verið 1,7–2,3 milljónir króna á ári. Á
árum áður skiptu ríki og sveitarfélög á milli
sín kostnaði við eyðinguna en frá árinu
2003 hefur ríkið einungis greitt um 30% af
kostnaði sem hefur leitt af sér aukinn
kostnað þeirra sveitarfélaga sem sinnt hafa
eyðingunni. Á síðasta ári var kostnaður
þessi ríflega 4% af skatttekjum sveitarfé-
lagsins. Að lokinni umræðu í landbúnaðar-
nefnd Súðavíkurhrepps var samþykkt að
leggja til við hreppsnefnd að ekki verði
ráðnir verktakar til að sinna grenjavinnslu
á ref næstu tvö árin þ.e. árin 2005 og 2006.
Segir í tillögunni að á þeim tíma verði þó
tryggt að hægt verði að kalla út veiðimann
til að sinna sérverkefnum t.d. ef vart verð-
ur við dýrbíta. Þá segir einnig að ekki verði
greidd skotlaun fyrir unna refi árin 2005 og
2006 nema til bænda á lögbýlum eða aðila í
umboði þeirra. Tillaga landbúnaðarnefnd-
ar bíður nú afgreiðslu hreppsnefndar. Óm-
ar Már segist telja víst að tillaga nefnd-
arinnar verði samþykkt í hreppsnefnd.
Hann segir eyðingu minka og refa ekki
einkamál einstakra sveitarfélaga, en eitt-
hvað hljóti undan að láta þegar ríkið ákveði
einhliða að minnka sinn hlut í kostnaðinum.
Engar refa-
og minka-
veiðar
næstu sumur
Skagafjörður | Um 70% íbúa á Norður-
landi vestra er hlynntur sameiningu sveit-
arfélaga að því er fram kemur í frétta-
blaðinu Feyki á Sauðárkróki. Í Skagafirði
og nærsveitum eru 73% almennt hlynnt
sameiningu en hlutfallið er 65% á Húna-
flóasvæðinu og nærsveitum.
Þetta kemur fram í nýrri könnun sem
Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið á
viðhorfi fólks til sameiningar sveitarfélaga.
Könnunin var unnin á tímabilinu frá des-
ember 2004 til mars 2005. Þetta er svipað
hlutfall og á landsvísu en á landinu öllu
voru rúm 66% mjög hlynnt eða frekar
hlynnt sameiningu sveitarfélaga.
70% hlynnt
sameiningu
♦♦♦
FLUTNINGUR á 29 metra brú frá
Flúðum að Straumfjarðará á sunn-
anverðu Snæfellsnesi fyrir
skemmstu gekk mjög vel. „Það kom
ekkert upp á,“ sagði Gísli Vagn
Jónsson markaðsstjóri hjá Límtré
vírneti ehf., en þar var brúin smíð-
uð innandyra og að öllu leyti hönn-
uð hjá fyrirtækinu. Um er að ræða
bogabrú sem byggð er úr límtré en
klædd með bárujárni.
Þessi þjónustubrú sem sett verð-
ur upp við Múlavirkjun var flutt í
heilu lagi, en hún vegur tæp 13
tonn. Vakti flutningurinn mjög
mikla athygli enda ekki á hverjum
degi sem ökumenn mæta brú með
þessum hætti á þjóðvegum landsins.
Brúin verður sett upp við Múla-
virkjun síðar í vor og væntanlega
komin í fulla notkun um mánaða-
mótin maí-júní.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Flutningurinn vakti athygli
Mikilvægt að bæta aðstöðu | Bæjarráð
Siglufjarðar frestaði afgreiðslu á erindi frá
KS varðandi grasvelli við íþróttamiðstöðina
á Hóli og óskaði frekari upplýsinga.
KS hefur óskað eftir nokkrum endur-
bótum á tækjabúnaði og aðstöðu á svæðinu,
s.s. vökvunartækjum, sáningartækjum o.fl.
Mikilvægt er að mati félagsins að aðstaða
verði jafnframt lagfærð í samræmi við regl-
ur er gilda um knattspyrnuleiki í 1. deild
karla. Á sama fundi bæjarráðs var fjallað
um framkvæmdir við sparkvöll en stjórn
KS hefur fagnað framtaki bæjaryfirvalda
um að ráðast í gerð slíks vallar í samráði við
KSÍ og telur að þessi framkvæmd muni
koma knattspyrnumönnum en þó fyrst og
fremst skólabörnum mjög til góða í framtíð-
inni. „Sparkvöllur sem þessi eykur mögu-
leika á hollri hreyfingu utanhúss og getur
jafnframt nýst á þann hátt að ekki þarf eins
mikla notkun í íþróttahúsi,“ segir í bókun.
Stjórn félagsins samþykkti á fundi sínum
hinn 23. febrúar sl. að óska eftir því við bæj-
aryfirvöld að KS tæki að sér þá fram-
kvæmd við völlinn sem Siglufjarðarkaup-
stað er ætlað að sjá um skv. samkomulagi
við KSÍ.
Grásleppan | Grásleppuvertíðin er hafin
á Ströndum en nokkrir bátar frá Drangs-
nesi hafa lagt grásleppunet. Grásleppu-
sjómenn á
Hólmavík hafa
ekki enn lagt
netin, en þeir
eru uggandi um
að fá seint og lít-
ið borgað fyrir
afurðirnar, þar
sem það lítur illa
út með sölu á
grásleppuhrogn-
um en kaupendur liggja með talsverðar
birgðir frá síðustu vertíð, segir í frétt á
vefnum strandir.is.
„Óhætt er því að segja að hálfgert
ástand sé á útgerðinni um þessar mundir
en verð á þorski hefur verið í algjöru lág-
marki undanfarið og varla að það svari
kostnaði að sækja hann.“