Morgunblaðið - 01.04.2005, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
TALSVERT hefur verið fjallað
um mikla verðhækkun á húsnæði
að undanförnu. Síðastliðna tólf
mánuði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 4,7% og
skýrir verðhækkun
húsnæðis meira en
helming hækkunar-
innar, svo sem sjá má
á vef Hagstofu Ís-
lands. Meðalverð hús-
næðis á höfuðborg-
arsvæðinu var um
13% hærra á árinu
2004 en árið 2003 og
hækkunin er meiri ef
litið er til breytinga
síðustu tólf mánuði,
en þá hækkaði með-
alverð um 28%.
Hækkunin var reynd-
ar meiri á Austurlandi á síðasta
ári og ef litið er til áranna frá
2000 til 2004 var hækkunin á
Reykjanesi og á Vesturlandi um
50% þegar hún var tæplega 40% í
Reykjavík. Þannig að verðið
hækkar víðar og jafnvel meira en í
Reykjavík. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Fasteignamati ríkisins
hækkaði íbúðaverð á höfuðborg-
arsvæðinu að jafnaði um 13,2% á
milli ársmeðaltala 2003 og 2004.
Mest var hækkunin í Garðabæ
18,9%, en 13,0% í Reykjavík. Þeg-
ar skoðuð er breyting á milli ár-
anna 2000 og 2004 kemur í ljós að
hækkunin var þá einnig mest í
Garðabæ, eða 45,2%, en í Reykja-
vík 39,8%. Verðhækkun í öðrum
sveitarfélögum var ekki fjarri
þessu.
Kaupmáttur launa
og aukin lán
Það er eðlilegt að spurt sé hvað
valdi þessum verðhækkunum,
einkum hinum miklu hækkunum
sem verið hafa síðustu mánuði.
Nokkrar skýringar hafa verið
gefnar. Það liggur beint við að
skoða skýrslur fag- og fræðimanna
um þessi efni. Í skýrslu sem
Seðlabanki Íslands vann fyrir fé-
lagsmálaráðherra á síðasta ári
kemur fram að það sé tvennt sem
helst hafi áhrif á þróun verðs á
húsnæði. Til lengri tíma litið er
það launaþróun í landinu, en til
skemmri tíma breytingar á að-
gengi að lánsfé og vaxtabreyt-
ingar. Þá benda tölfræðilegir út-
reikningar sem KB banki birtir til
þess að jákvætt og til-
tölulega náið samband
sé á milli launabreyt-
inga og eftirspurnar
eftir húsnæði.
Nú er það ljóst að
kaupmáttur launa hef-
ur aukist nokkuð jafnt
og þétt. Jafnframt
ætti öllum að vera
ljóst að sú meg-
inbreyting sem orðið
hefur að undanförnu
og hefur áhrif á fast-
eignamarkað er
breytingin á lánakerf-
inu. Þar hafa orðið
straumhvörf. Lán hafa hækkað og
lengst og vextir lækkað vegna
samkeppni bankanna innbyrðis og
við Íbúðalánasjóð. Þetta hefur leitt
til þess að skuldir heimila við inn-
lánsstofnanir hafa aukist síðasta
árið um 50%. Frá miðju ári 2004
til ársloka jukust útlán til heimila
um 114 milljarða króna. Sé tekið
tillit til uppgreiðslna hjá Íbúða-
lánasjóði, lífeyrissjóðum og öðrum
sjóðum var nettóaukningin frá
miðju síðasta ári til áramóta ná-
lægt 70 milljörðum króna. Þetta
aukna fjármagn skýrir að mestu
leyti aukna eftirspurn í þessum
geira og hækkandi verð síðasta ár-
ið.
Lóðaverð vegur lítið
Af þessum ástæðum er dálítið
sérkennilegt að hlusta á minnihlut-
ann í borgarstjórn Reykjavíkur
sem vill kenna litlu framboði af
nýjum lóðum um verðhækkanir. Í
því efni ber að benda á að framboð
af lóðum er og hefur á síðustu ár-
um verið með mesta móti í borg-
inni. Í öðru lagi verður að skoða
höfuðborgarsvæðið í heild sinni og
í þriðja lagi að líta á þá staðreynd
að nýtt húsnæði er ekki nema lítill
hluti af sölu alls húsnæðis á svæð-
inu.
Í þessu efni er fróðlegt að lesa
skýrslu sem KB banki gaf nýverið
út. Þar er því haldið fram að upp-
boð á lóðum hækki ekki fast-
eignaverð, heldur ráði verðinu
heildareftirspurnin á öllum hús-
næðismarkaði fyrir notað húsnæði
og nýtt. Í skýrslunni er reyndar
gagnrýnd sú stefna sem var hér á
áratugum áður þegar lóðir voru
nánast gefnar svo byggð þróaðist
mjög dreifð með tilheyrandi óhag-
ræði fyrir rekstur borgarinnar.
Við þær aðstæður sem nú hafa
skapast vegna mikillar útlána-
aukningar sem drifið hefur upp
verð á öllum húsnæðismarkaði er
eðlilegt að reynt sé að bregðast
við og láta það ekki bitna um of á
hinum afmarkaða lóðamarkaði og
þeim fjölskyldum sem vilja byggja
yfir sig nýtt húsnæði. Hluti lóða
hefur verið boðinn upp, enda er
það eðlileg aðferð þegar um er að
ræða gæði sem ekki eru óþrjót-
andi og nokkur eftirspurn er eftir.
Þar sem verið er að bjóða nýjar
lóðir á eldri svæðum, s.s. í Selja-
hverfi, er eðlilegt að eftirspurn
verði mikil meðal íbúanna sem
vilja stækka við sig eða breyta, en
halda sig í sama hverfi með fjöl-
skyldu sína. Reykjavíkurborg hef-
ur því reynt að þróa nýjar leiðir til
þess að gera venjulegu fólki kleift
að byggja, svo sem fram hefur
komið að undanförnu. Húsnæðis-
mál fjölskyldna eru einn stærsti
og mikilvægasti þáttur velferðar í
hverju samfélagi. Borgarstjórn
Reykjavíkur leggur metnað sinn í
að sinna þessum málaflokki eins
vel og henni er unnt.
Ástæður verðhækkunar
húsnæðis að undanförnu
Stefán Jóhann Stefánsson
fjallar um lóðaúthlutun
R-listans ’Hluti lóða hefur veriðboðinn upp, enda er
það eðlileg aðferð þegar
um er að ræða gæði
sem ekki eru óþrjótandi
og nokkur eftirspurn
er eftir.‘
Stefán Jóhann
Stefánsson
Höfundur er í borgarstjórnarflokki
Reykjavíkurlistans.
INGIMAR Baldvinsson skrifar
grein, sem birtist í Morgunblaðinu
þann 27. febrúar síðastliðinn, þar
sem hann fjallar um
gagnrýni Land-
verndar á lækkun
vörugjalda á nýjum
pallbílum niður í 14%
og þykir sú gagnrýni
illa rökstudd. Í grein-
inni sakar hann fram-
kvæmdastjóra Land-
verndar um
vanþekkingu og for-
dóma og telur að
gleymst hafi að taka
með í reikninginn nýja
staðla um meng-
unarvarnir frá fyr-
irtækjum í Evrópu og
Bandaríkjunum. Í
bréfi sem Ingimar hef-
ur sent fjármálaráðu-
neytinu um sama mál,
og hægt er að finna á
heimasíðu IB, er því
haldið fram að rök
Landverndar byggist
á takmarkaðri þekk-
ingu sérfræðinga, sem
unnið hafa fyrir Land-
vernd, á þeirri
tækniþróun sem átt
hefur sér stað á nokkr-
um síðustu árum. Í
bréfinu er því haldið
fram að þessi
tækniþróun geri þessa
ákveðnu pallbíla sér-
staklega umhverf-
isvæna miðað við þá
bíla sem þeir leysa af
hólmi.
Ingimar er framkvæmdastjóri IB
á Selfossi og einn þeirra aðila sem
flytja inn hina margumræddu pall-
bíla. Hann hefur því beinna fjár-
hagslegra hagsmuna að gæta í þessu
máli og eðlilegt að hann láti sig það
varða. Þar sem ég er einn þeirra sér-
fræðinga sem Ingimar vísar til, og
starfað hafa fyrir Landvernd að
loftslagsverkefni samtakanna, leyfi
ég mér þó að gera sömu kröfu til
hans og hann gerir til sérfræðinga
Landverndar, þ.e.a.s. að hann byggi
málflutning sinn á réttum upplýs-
ingum.
Ingimar byggir sinn rökstuðning
að mestu leyti á skýrslu sérfræðings
um nýja mengunarvarnastaðla sem
hægt er að nálgast á heimasíðu IB.
Ég hef kynnt mér efni þessarar
skýrslu og hún er bæði fróðleg og að
mörgu leyti vel unnin. Hún fjallar
hins vegar ekki um losun gróð-
urhúsalofttegunda frá bifreiðum
heldur beinir hún sjónum að losun
mengandi efna sem geta valdið stað-
bundnum umhverfisvandamálum en
teljast ekki til gróðurhúsaloftteg-
unda þó sumar þessara lofttegunda
geti haft óbein áhrif á styrk gróð-
urhúsalofttegunda. Reyndar er
minnst lítillega á gróðurhúsaloftteg-
undir í skýrslunni, en sá þáttur er
því miður villandi og ekki rétt farið
með staðreyndir. Þannig er t.d. talað
um kolmónoxíð (CO), rokgjörn líf-
ræn efni (VOC) og nituroxíð (NOx)
sem þrjú efni sem nú nefnist einu
nafni gróðurhúsalofttegundir. Þess-
ar lofttegundir flokkast hins vegar
ekki sem gróðurhúsalofttegundir, þó
þær geti valdið óbeinum áhrifum
eins og fyrr segir. Þær
eru óæskilegar vegna
staðbundinnar meng-
unar sem þær valda og
því afar mikilvægt að
draga úr útblæstri
þeirra frá bifreiðum en
skipta ekki miklu máli
þegar kemur að því
verkefni að draga úr
losun gróðurhúsa-
lofttegunda.
Helstu gróðurhúsa-
lofttegundir sem bif-
reiðar losa eru koldíox-
íð (CO2) og tvíköfn-
unaroxíð, eða hláturgas
(N2O). Jafnvel þó hlát-
urgasið sé margfalt
virkari gróðurhúsa-
lofttegund en koldíoxíð
skiptir það þó ekki eins
miklu máli í þessu sam-
hengi þar sem magnið
sem losast er aðeins lít-
ið brot miðað við losun
koldíoxíðs. Um fjórð-
ungur losunar gróð-
urhúsalofttegunda á Ís-
landi er tilkominn
vegna losunar frá bif-
reiðum og er losun
koldíoxíðs meira en
90% þessarar losunar
(þá er búið að umbreyta
losun N2O í svokölluð
koldíoxíðsígildi). Besta
leiðin til að draga úr
losun koldíoxíðs er ein-
faldlega sú að nota minna eldsneyti
(bensín eða dísilolíu). Þó talsverður
árangur hafi náðst við að auka spar-
neytni nýrra bíla þá er sá árangur
ekki bundinn við stóra bíla. Sé borin
saman eyðsla stórra pallbíla með
kraftmikla vél og venjulegra fólks-
bíla er ljóst að pallbílar losa allajafna
meira koldíoxíð. Það mikla forskot
sem pallbílar fá með einungis 14%
vörugjaldi (í samanburði við 45%
gjald á stóra bíla og 30% gjald á
smærri bíla) leiðir til þess að pallbíl-
arnir leysa ekki einungis af hólmi
eldri pallbíla heldur verða þeir val-
kostur margra sem annars hefðu
væntanlega keypt sér minni og spar-
neytnari bíla.
Rétt er að taka fram að þó Land-
vernd hafi gagnrýnt breytingar á
vörugjaldi er ekki þar með sagt að
samtökin sjái neitt athugavert við að
pallbílar séu notaðir þar sem þeirra
er þörf. Gagnrýnin beinist að þeirri
aðgerð stjórnvalda að lækka vöru-
gjald á þessa tilteknu tegund farar-
tækja umfram aðra bíla. Þessi að-
gerð gengur þvert á loftslagsstefnu
stjórnvalda þar sem fram kemur að
aðlaga eigi vörugjöld á bifreiðum til
að þau hvetji til innflutnings á spar-
neytnari bílum.
Pallbílar og gróður-
húsalofttegundir
Auður H. Ingólfsdóttir fjallar
um mengun og bílainnflutning
Auður H. Ingólfsdóttir
’Rétt er að takafram að þó
Landvernd hafi
gagnrýnt breyt-
ingar á vöru-
gjaldi er ekki
þar með sagt
að samtökin
sjái neitt at-
hugavert við
að pallbílar séu
notaðir þar sem
þeirra er þörf.‘
Höfundur er umhverfisráðgjafi og
verkefnastjóri loftslagsverkefnis
Landverndar.
Espigerði 4 – 108 Reykjavík
Höfum fengið í sölu 118,2 fm íbúð á fimmtu hæð í
lyftuhúsi. Frábært útsýni. Eldri innréttingar. Stofa og
borðstofa samliggjandi, 4 svefnherbergi, tvennar svalir í
suður og vestur. Verð 25.millj.
Allar nánari upplýsingar veita sölumenn
í síma 414 6600
VEÐRÁTTAN
undanfarið hefur
minnt okkur
skemmtilega á það að
stutt er til sumars.
Nú þegar maður hitt-
ir menn og fer að
ræða um sumarfrí og
ferðalög kemur í ljós
að margir eru að
skipuleggja ferðir um
allan heim og margt
spennandi er í boði.
En það má gjarnan
minna á að um allt
Ísland er verið að skipuleggja
skemmtilega viðburði, setja saman
matseðla sumarsins á veitinga-
stöðum og hótelum, starfsfólk
sumarhótela að hefja undirbúning
undir miklar annir í
gistingu, flúðasigl-
ingar, hundasleðar,
hjólaferðir eru nokkur
dæmi. Ferðaþjónustan
á Íslandi verður
skipulagðari og
skemmtilegri með
hverju árinu sem líður
og þá verðum við
ferðalangarnir að
skoða okkar hug tím-
anlega. Fyrstu helgina
í apríl mun verða
haldin lífleg og
skemmtileg kynning undir nafninu
Ferðatorg 2005. Þar munu verða
kynntir margir skoðunarverðir
staðir út um allt land og sérfróðir
aðilar frá svæðunum verða gestum
til halds og trausts við að ákveða
ferðalag sumarsins um Ísland. Í
starfi mínu sem kennari í Ferða-
málaskólanum í Kópavogi kemur
það mér skemmtilega á óvart að
sjá hversu margt nýtt er í boði um
allt land, hversu frjó hugsun er í
gangi innan ferðaþjónustunnar,
hversu mikið samstarf er meðal
ferðaþjónustuaðila í öllum lands-
hlutum. Á Ferðatorginu mun gest-
um einnig gefast tækifæri á að
vinna góða ferðavinninga, sund-
kort, flugferðir og ferðir á
skemmtilega staði í getraunum og
happdrættisvinningum.
Hver vill til dæmis ekki skoða
ferðamöguleika á Hornstrandir,
eða fá að heyra um sýningar við
Síldarminjasafnið á Siglufirði, eða
að fá að kynnast hálendisleiðum
og ferðamannaskálum um hálendi
Íslands? Möguleikarnir eru
óþrjótandi og með því að safna
saman fagfólki í ferðaþjónustu á
einn stað með fangið fullt af upp-
lýsingum er ferðaþjónustan að
koma færandi hendi til fólksins í
landinu.
Verið velkomin á Ferðatorg í
Vetrargarði Smáralindar 1.–3.
apríl.
Ættjarðarást og
ferðalög um Ísland
Hildur Jónsdóttir fjallar
um Ferðatorg 2005
Hildur Jónsdóttir
’Ferðaþjónustan á Ís-landi verður skipulagð-
ari og skemmtilegri með
hverju árinu sem líður
og þá verðum við ferða-
langarnir að skoða okk-
ar hug tímanlega.‘
Höfundur er landfræðingur.