Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 43
MINNINGAR
vindi einnig sem yfirmanni hjá
Vegagerð ríkisins þar sem Eyvindur
var umdæmisstjóri Reykjanesum-
dæmis. Eyvindur var traustur yf-
irmaður sem kom fram við aðra af
kurteisi og virðingu og hann gegndi
sínum störfum af mikilli samvisku-
semi.
Eyvindur barðist lengi við erfiðan
sjúkdóm sem að lokum bar hann of-
urliði.
Með honum er genginn góður
maður. Við minnumst hans með hlý-
hug og vottum Auði og dætrunum
samúð okkar.
Jóhannes og Þórður.
Kveðja frá
samstarfsfólki
Þegar við héðan í frá lítum vor-
blómin í klettunum við Kleifarvatn
eða ökum þar um hvamminn hans
gróna, þegar við horfum á gömlu
grjóthleðslurnar í Hvalfirði eða hug-
um að vegum í Kjós, verður öðling-
urinn Eyvindur Jónasson ætíð með í
ferð. Nálægðin verður að vísu með
öðrum hætti en hingað til, því nú er
hann horfinn af þessum heimi.
Í lok farsællar starfsævi fyrir
fimm árum greindist hann með
Parkinsonsveiki, en síðasta árið
hafði hallað bratt undan fæti og bar-
áttu þeirra Auðar við æ þyngri veik-
indi hans lauk aðfaranótt föstudags-
ins langa.
Eyvindur vann mestan hluta
starfsævi sinnar hjá Vegagerðinni,
byrjaði þar 1948 sem verkamaður,
vann á eigin tækjum um tíma, varð
flokksstjóri 1955 og síðustu áratug-
ina var hann yfirverkstjóri í Reykja-
nesumdæmi, þar til hann lét form-
lega af störfum í lok ársins 2000.
Segja má að hann hafi fæðst inn í
þennan starfsvettvang, þar sem fað-
ir hans gegndi sama starfi á árum
áður.
Eyvindur var þeirrar kynslóðar
sem óx úr grasi þegar verklag var
að breytast frá notkun seinvirkra
handverkfæra yfir í sífellt stórvirk-
ari tæki. Það kunni hann vel að meta
og notfæra sér, gerðist ungur vinnu-
vélaeigandi og kynntist afkastamikl-
um vinnubrögðum frá grunni áður
en hann hóf sjálfur að stjórna verk-
um.
Hann var mikill ferða- og útivist-
armaður sem leitaðist alla tíð við að
víkka sjóndeildarhringinn, fór
snemma að fara um á jeppum og vél-
sleðum í tómstundum og var fyrir
þrítugt kominn með einkaflug-
mannspróf.
Hann var víðlesinn og lét sér
mjög annt um náttúru og óspillt um-
hverfi. Ærið oft þurfti hann og tókst
með ágætum að samræma með
sjálfum sér sjónarmið þess, sem
vildi halda fögru landslagi óbreyttu
og svo hins, sem þurfti að breyta því
vegna vegagerðar.
Hann var mjög félagslyndur og
virkur í félagsstarfi, bæði innan
Vegagerðarinnar og utan.
Hann hafði einstakt lag á að um-
gangast fólk og þá gjarnan þar sem
hagsmunir eða skoðanir fóru ekki
saman, sem oft var og er reyndin í
starfi okkar. Sannarlega gat hann
verið fastur fyrir og ákveðinn, en
vegna ljúfmennsku hans og hæglæt-
is tók ekki nokkur maður eftir því.
Hann var sannur í því sem hann tók
sér fyrir hendur og strangheiðarleg-
ur og það vissu allir og þess nutum
við.
Hann var viskubrunnur okkar
þegar þurfti að grennslast um
menn, lönd og málefni, gömul sem
ný. Eiginlega sáum við ekki fyrir
okkur að Eyvindur mætti nokkurn
tímann hætta hjá Vegagerðinni,
enda gerði hann það ekki meðan
stætt var og var með okkur öðru
hvoru fram á síðasta vor.
Við þökkum Eyvindi dýrmæta
leiðsögn og samveru sem aldrei bar
skugga á.
Auði og fjölskyldunni allri send-
um við samúðarkveðjur.
Kveðja frá
Karlakór Reykjavíkur
Eyvindur byrjaði að syngja í
Karlakór Reykjavíkur 1968. Hann
söng óslitið í aðalkórnum fram á árið
1993, lengst af 1. tenór, en kom
stuttu síðar til liðs við okkur „eldri
félaga“. Hann hafði mikið yndi af
söng og góðri tónlist. Upp úr 1960
sótti hann söngtíma hjá Einari
Sturlusyni söngvara í eina þrjá vet-
ur. Og um miðjan 8. áratuginn
keypti hann sér píanó og varð sér úti
um kennslu sem dugði honum til að
geta spilað „röddina sína“. Hvort
söngtímarnir hjá Einari voru gagn-
gert hugsaðir sem undirbúningur
fyrir inngöngu í karlakórinn skal
ósagt látið. En áhugi Eyvindar fyrir
því að sækja sér undirstöðumenntun
í söng og nótnalestri er til marks um
þær kröfur sem hann gerði til sjálfs
sín. Hann vildi jafnan koma vel und-
irbúinn til leiks, hvort sem viðfangs-
efnið var söngur eða eitthvað annað.
Eyvindur var ritari í stjórn kórsins
frá 1989 til 1991 og lá aldrei á liði
sínu þegar taka þurfti til hendi fyrir
kórinn. Kórfélagarnir frá þessum
tíma minnast sérstaklega frum-
kvæðis Eyvindar og ötullar fram-
göngu við fjáröflun fyrir kórinn eftir
söngferð til Kína 1979. Hann hafði
áður tekið þátt í söngferðum til út-
landa, en í Kínaferðinni var Auður
með í fyrsta skipti og ferðin var
þeirra brúðkaupsferð. Í hverju fólst
svo frumkvæði Eyvindar að fjáröfl-
un? Jú, það var að rækta rófur;
fengu kórfélagar góðfúslega afnot af
landspildu á Varmalandi í Mosfells-
dal. Þarna ræktuðu þeir rófur tvö ár
í röð, 1980 og 1981. Í bókinni
Hraustir menn, sögu Karlakórs
Reykjavíkur 1926–2001, segir að það
hafi verið „rófnarækt sem bjargaði
fjármálum kórsins að þessu sinni
[…] Eyvindur Jónasson, kórfélagi
og starfsmaður hjá Vegagerðinni sá
um að vinna landið og sá í akurinn
[…] hagnaðurinn var svo mikill að
hann hrökk langleiðina upp í skuld-
irnar vegna Kínaferðarinnar“. (bls.
282). Afraksturinn af rófnaræktinni
fyrra árið var 24 tonn.
Eins og fyrr segir kom Eyvindur í
hóp okkar eldri félaga eftir að hann
hætti í aðalkórnum. Með okkur söng
hann fram til ársins 1998. Nú að
leiðarlokum þökkum við honum
samfylgdina og kveðjum þakklátum
huga þennan trausta og hógværa
söngbróður. Við sendum Auði og öll-
um ástvinum samúðarkveðjur.
Gunnar Guttormsson.
Einn besti félagsskapur sem hægt
er að hugsa sér er söngurinn og allt
það líf og mannleg samskipti sem
honum tengist. Allar tilfinningar
okkar frá gleði til sorgar rúmast í
söngnum. Í þrjá áratugi átti Eyvind-
ur Jónasson sér vettvang í söngnum
hjá Karlakór Reykjavíkur og síð-
ustu árin í kór eldri félaga Karla-
kórsins. Á þessum tíma var mörgum
ljúfum stundum fagnað á söngpalli
vítt um heim og sá sem hér heldur á
penna átti Eyvind að herbergis-
félaga í einni slíkri ferð um háborgir
tónlistar í Austurríki og fyrrum
Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu haust-
ið 1973. Þá kynntist ég ekki aðeins
ljúfum og þægilegum ferðafélaga,
heldur ekki síður manni sem mótaði
sér skoðanir í flestum málum, mark-
aðar víðsýni og umburðarlyndi.
Sex árum síðar fór Karlakór
Reykjavíkur í magnaða söngferð
austur í Kínaveldi og þá vildi svo til,
að konur okkar urðu herbergisfélag-
ar og bundust vináttuböndum.
Þannig var, að hinir kínversku gest-
gjafar og skipuleggjendur, skipu-
lögðu sérstaka ferð fyrir konur
söngmanna og kom það mörgum
karlinum heldur betur á óvart. Þeg-
ar komið var á Kínagrund, héldu
kórmenn í eina átt og makar þeirra í
aðra. Við leiðarlok hittust svo hóp-
arnir aftur og allir virtust sáttir við
kínverska skipulagið.
Þessar ferðir eru nefndar sem
dæmi um að starf í kór snýst ekki
aðeins um sönginn, heldur ekki síð-
ur um vináttuna og félagsskapinn
sem borin eru uppi á vængjum
söngsins.
Við Ritva kveðjum ljúfan félaga,
sem allt of fljótt kvaddi. Kæra Auð-
ur, dætur og aðrir aðstandendur,
okkar innilegasta samúð.
Reynir Ingibjartsson.
Aðfaranótt föstudagsins langa
lést nágranni okkar Eyvindur Jón-
asson. Ekki kom þessi fregn á óvart
því Eyvindur hafði lengi barist við
erfiðan sjúkdóm af æðruleysi og
karlmennsku.
Þegar litið er um öxl og rifjuð upp
síðastliðin tuttugu og þrjú ár í nábýli
við Eyvind og Auði konu hans þá
hófust okkar kynni þannig að við
fluttum í Glæsibæinn með viku milli-
bili. Innkeyrsla að húsunum lá sam-
an og má segja að við höfum haft
hana sameiginlega. Aldrei bar
skugga á samskipti okkar og ekki
hefðum við getað kosið okkur betri
nágranna og ber að þakka það hér í
þessum fátæklegu orðum. Þau hjón-
in voru iðin við að fegra húsið og
garðinn, klippa trén og reyta arfann.
Síðustu árin kom það meira í hlut
Auðar enda hamhleypa til vinnu. Þá
brosti Eyvindur sínu kankvíslega
brosi og sagði: „Hún hefur svo gam-
an af þessu,“ og það voru sannmæli.
Eyvindur var góður söngmaður
og söng í mörg ár með Karlakór
Reykjavíkur sem tenór. Það var
gaman að heyra frá söngferðalögum
kórsins, t.d. Kínaförinni sem var
þeim hjónum ógleymanleg. Á sumr-
in fóru þau í sumarhúsið nálægt
Hestfjalli. Þar undu þau sér vel í
náttúrunni og einnig við kartöflu-
rækt. Eyvindur var bæði vel lesinn
og skarpgreindur og skemmtilegt að
heyra hann velta fyrir sér fleiri en
einni hlið á ýmsum málum.
Far þú í friði á vit hins óþekkta.
Auði og dætrunum og öllum ætt-
ingjum og vinum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur og von-
um að minning þessa góða drengs
lifi sem lengst í hugum okkar allra.
Theódór Óskarsson,
Arnheiður Árnadóttir.
Góður samferðamaður til margra
ára er fallinn frá og langar mig að
minnast hans í nokkrum orðum.
Fyrstu kynni mín af Eyvindi voru
þegar ég, unglingur í Varmadal, sá
hann vinna á jarðýtu sem hann átti
sjálfur við vegagerð hér í sveitinni
og þótti mér mikið til koma. Það lag
sem hann hafði á þessari stóru
jarðýtu og hvað vegkantarnir urðu
fallegir eftir vinnu hans og það sáu
einnig yfirmenn hans hjá Vegagerð
ríkisins og töldu vegagerðinni enn
meiri hag þess að nýta verkhyggni
hans og samviskusemi sem vega-
verkstjóra og buðu honum það starf
sem varð síðan hans ævistarf.
Þetta var góður gjörningur fyrir
báða aðila og Eyvindur seldi þeim
manni sem hann treysti best til að
feta í fótspor sín við snyrtilegan frá-
gang á allri vinnu fyrir Vegagerðina
og býður mér í grun að það hafi ver-
ið aðalatriðið í huga Eyvindar frem-
ur en kaup og kjör við söluna á ýt-
unni. Guðmundur Þorbjarnarson
brást ekki trausti Eyvindar og sinnti
störfum sínum af kostgæfni. Snyrti-
mennska Eyvindar var mikil og
áhersla lögð á fallegan frágang vega
og námusvæða. Alla verkstjórnartíð
sína náði hann að ráða til Vegagerð-
arinnar afburðaflinka jarðýtustjóra
svo framkvæmdirnar yrðu Vega-
gerðinni til sóma. Þegar Eyvindur,
sem verkstjóri, fékk lof fyrir snyrti-
lega og fallega framkvæmd sagði
hann: „Já, þeir eru snillingar þessir
ýtumenn,“ og gerði lítið úr verk-
stjórninni.
Þegar ég minntist þess hér fyrr
að ráðning Eyvindar hafi verið góð
fyrir báða aðila á ég við að Vegagerð
ríkisins hafi fengið sérstaklega sam-
viskusaman mann, gjörkunnugan
allri vinnutilhögun, staðkunnugan
og lipran í samskiptum við bændur,
landeigendur og aðra þá er Vega-
gerðin þurfti að semja við við lagn-
ingu nýrra vega, heimreiða að bæj-
um og rekstur námusvæða. Þar var
hann á heimavelli, alinn upp hér í
Kjalarneshreppi og þekkti hér alla.
Síðast en ekki síst var Eyvindur af
góðu fólki kominn en faðir hans Jón-
as Magnússon hafði helgað Vega-
gerð ríkisins starfskrafta sína um
langan aldur við góðan orðstír. Eins
og svo oft áður sannaðist orðatil-
tækið að eplið fellur sjaldnast langt
frá eikinni þó að mörgu leyti væru
þeir ólíkir, feðgarnir frá Stardal.
En hlutur Eyvindar var líka góð-
ur, starfið var afar fjölbreytt, mikil
útivera, ferðalög og samskipti við
fólk. Þá átti hann afar auðvelt með
að hafa mannaforráð og aldrei minn-
ist ég þess að hann hafi þurft að
ávíta starfsfólk sitt, öll vinna hans
gekk eins og vel smurð vél. Eyvind-
ur var mikill félagi okkar vörubíl-
stjóranna og er mér minnisstætt er
hann kom með bát upp í Hvítanes í
Hvalfirði. Þar unnum við við lagn-
ingu þjóðvegarins um Hvalfjörð sem
nú er og tók hann þá okkur nokkra
með í siglingu eitt kvöldið um Hval-
fjörðinn og út í Geirshólma. Einnig
veiddum við nokkur kvöld í soðið í
firðinum og var ráðskonunni færður
aflinn sem tilreiddur var fyrir okkur
næstu daga. Þá stóð Eyvindur fyrir
þriggja daga hópferð með okkar
vinnuflokk og starfsfélögum úr Ár-
nessýslu upp í Landmannalaugar,
Fjallabaksleið og víðar. Í þessari
ferð heimsóttum við vegagerðar-
menn sem voru við lagningu veg-
arins um Skeiðarársand, eftirminni-
leg ferð sem gleymist ekki. Í öllum
þessum frístundaferðum var hann
hafsjór fróðleiks. Þá eru mér einnig
minnisstæðar kvöldheimsóknir til
Eyvindar niður á Laugateig fyrir
mörgum árum en þar bjó hann með
foreldrum sínum eftir að þau fluttu
frá Stardal, en þá var verið að borga
út, þetta var fyrir tíma nútíma-
bankaþjónustunnar. Skemmtileg
kvöld, spurt og spjallað, gömlu hjón-
in fengu nýjustu fréttir af Kjalar-
nesinu og Kristrún bar veitingar á
borð.
Árin líða, samskiptin við Eyvind
minnka, bundið slitlag sett á vegi, þá
minnkar viðhald þeirra, útboð nýrra
vega er orðið og Eyvindur er meira
inni á skrifstofu Vegagerðarinnar.
Kunningsskapur okkar er orðinn á
öðrum forsendum, þ.e áhugamálin,
Eyvindur átti mikið safn mynda og
margar þeirra voru frá Vegagerð
fyrri tíma og frá föður hans, sumar
óþekktar og ómerktar og vann hann
við að skilgreina þær og fá menn hér
í sveit til að reyna að þekkja þær.
Ég man hann kom til mín með
bók frá leiðangri Paul Gaimard hér
um landið um 1836 og spurði mig um
eina mynd sem mér fannst ég gæti
sagt honum hvar væri teiknuð, og
það var hér norðvestan í Mosfelli af
leiðangri Gaimards á leið til Þing-
valla. Mikið var hann ánægður þann
daginn.
Eyvindur var flugáhugamaður og
talaði mikið um flug, lærði að fljúga
á yngri árum en aðstæður ollu að
ekki varð framhald á. En sem far-
þegi var hann fullur áhuga og þekkti
öll örnefni hér í Kjósar- og Árnes-
sýslu.
Eyvindur söng í Karlakór
Reykjavíkur fyrsta tenór um ára-
raðir og hafði mikla ánægju af. Þá
sýndi hann mér mikið af myndum úr
Kínaferð sem kórinn fór í fyrir
nokkrum árum. Það var mér því
mikil ánægja þegar við félagar í
Karlakór Kjalnesinga héldum vor-
tónleika í Árbæjarkirkju síðastliðið
vor að bjóða þeim hjónum, Auði og
Eyvindi, að koma og hlýða á söng
kórsins í sinni sóknarkirkju. Að
þökkum var okkur hjónum boðið
kvöldkaffi eftir tónleikana heima í
Glæsibæ 3 og sátum við þar fram yf-
ir miðnætti og höfðum um nóg að
spjalla og sjá þeirra fallega heimili
og þann besta ráðahag sem gat orð-
ið við stofnun hjúskapar og ávöxt
hans.
Síðan fer að halla undan fæti. Ey-
vindur fær illvígan sjúkdóm sem
hann berst við þar til yfir lýkur.
Lífstími Eyvindar er allur en góður
orðstír deyr aldrei.
Fjölskyldu Eyvindar votta ég
samúð okkar hjóna í Varmadal.
Jón Sverrir Jónsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
systir,
SVANA R. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Túngötu 23,
Suðureyri,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 5. apríl kl. 11.00.
Aldís Elfa Gísladóttir, Tom Richardson,
Gunnar Hrafn Birgisson, Hildur Halldóra Karlsdóttir,
Guðni Páll Birgisson, Jenný Níelsdóttir,
Sonja Elín Thompson, Sigþór Valdimar Elíasson,
Richard Erik Thompson,
Elsa María Thompson, Jón Skúlason,
Íris Edda Thompson, Ómar Ingi Eggertsson,
barnabörn og bræður.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VIGFÚS PÉTURSSON
frá Hellissandi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
29. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
HJALTA BJÖRNSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítala
Landakoti og á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir vel-
vild og góða umönnun.
Sigurlín Helgadóttir,
Birgir Hjaltason, Bjarndís Sumarliðadóttir,
Helgi Hjaltason, Guðrún Stefánsdóttir,
Björn Hjaltason,
Kolbrún Hjaltadóttir Lowell, John Lowell,
barnabörn og barnabarnabörn.