Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 57                                 !   "   # $"   !   % & & ! '   ()  *  % ' ! +   $  ! ,  -  %  % .    /0  1 %  2 2 2 2  2 /   3    3 4 3 53 " 6 3   3   3  *  "% 3  3  4 3   3  6 3  "  3   3  7 3 8% 3   3 " 3   3   3  3  3   3  83 8 %  83  8  3  3  3 8 3   43 9 3    3    3 6  3 %  3 "3   3 " 3   3   3    3   3  %  3  "% 3   3   3 %     3       ! "!  #" $%  &%  '# (#   )*!)"+! ,-# .*#"% *# /) ! " && 0 1#.  % $%233 *)!) .%4  5!) .%4      " 1 ) *"! #  ! "! Í var Helgason leikur Franz Jósef Austurríkiskeisara í söngleiknum Elisabeth, sem sýndur er í Apollo Theater í Stuttgart. Söng- leikurinn hefur notið mikilla vin- sælda í þýskumælandi löndum. Hann var frumsýndur fyrir tólf árum í Vín og gekk þar í sjö ár. „Þetta lítur bara mjög vel út eins og er,“ segir Ívar og hefur verið uppselt á allar sýningar en söngleikurinn var frumsýndur 6. mars. Húsið tekur 1.800 manns í sæti og sýningarnar eru sjö á viku. „Þetta er frekar strembin dagskrá,“ segir hann en sýningar eru tvær á dag um helgi, frí er á mánudögum og þriðjudögum og ein sýning hina dagana. Söngleikurinn fjallar um síð- ustu ár keisaradæmisins í Aust- urríki. Þá ríkti keisarinn Franz Jósef og Elisabeth kona hans en saga þeirra er í forgrunni í söng- leiknum. Hann spannar frá 1852 til dauðadags keisarans árið 1916. Dramatískur og nákvæmur „Hann átti að giftast systur hennar en honum fannst Elisa- beth miklu meira spennandi. Tragedían í þessu öllu er að þau áttu illa saman,“ segir Ívar og út- skýrir að Elisabeth hafi verið frjálslega upp alin og dreymt um að vera sirkusstjarna. „Franz Jósef var alinn upp við að verða hermaður, lítill tindáti.“ Ívar segir að mörgu leyti erfitt að leika keisarann því hann eigi að vera með tilfinningar en sé samt fastur í þessu formi. „Hann er með margar skyldur. Allt það sem mamma segir eru lög í hans eyrum.“ Til viðbótar eru Franz Josef og Elisabeth systkinabörn eins og var algengt í hjónaböndum kon- ungsfólks á þessum tíma. Hann segir þetta spennandi hlutverk og söngleikinn drama- tískan. Mikið er í hann lagt og eru búningarnir nákvæm eftirlík- ing af fötum þessa tíma. Söngleikjanám í Vín Ívar er menntaður í söng bæði á Íslandi og í Austurríki. Hann og kona hans, Margrét Árnadóttir, fluttu árið 2001 til Vínar eftir að hafa útskrifast úr Söngskólanum í Reykjavík. „Ég og konan mín kynntust í Söngskólanum og ákváðum að prófa hvort við kæm- umst í framhaldsnám og tókum inntökupróf í Tónlistarháskólann í Vín. Við komumst bæði inn. Hún fór í ljóða- og óratoríudeildina og ég fór í söngleikjadeildina. Seinna bætti hún við sig óperudeildinni og er að klára hana í júní.“ Námið hjá Ívari tók tvö ár. „Áður en ég tók lokaprófið var ég kominn með vinnu í Raimund Theater í Vín. Ég var dansari og söng í kórnum í söngleiknum Barbarella.“ Ívar var í fyrstu í vafa um hvort hann ætti að sækja um söngleikja- eða óperudeildina. „Það er þannig í Söngskólanum að maður er ekki að fara að gera neitt annað en klassík en mig langaði alltaf að fara í söngleik- ina. Sú prufa var fyrst og ég komst inn, ákvað að ég mundi gera þetta og sé engan veginn eftir því.“ Til viðbótar við Barbarellu lék Ívar í sýningunni Broadway Can Bounce. „Félagi minn úr Barba- rellu skrifaði þennan söngleik en hann var líka settur upp í Rai- mund Theater en ég var í aðal- hlutverki.“ Hann hafði þó ekki æft dans áður en hann hóf söngleikja- námið. „Ég var með mjög góðan danskennara í þessi tvö ár sem ég var í náminu. Þetta nám byggist mikið upp á því að allar þrjár hliðar söngleikjanna séu jafn sterkar, leikur, söngur og dans,“ segir Ívar sem hefur jafngaman af þessu öllu. Var ósáttur við þýskuna Honum leist ekki í fyrstu á að fara til þýskumælandi lands til náms en er nú sáttur við ákvörð- unina. Fjölskyldunni hefur líkað vel í Austurríki og Ívar er löngu búinn að ná tökum á þýskunni. Ívar flutti í janúarbyrjun til Stuttgart en kona hans og dóttir eru enn í Vín. „Dóttir mín er í öðrum bekk í Vínarborg og þarf að klára það. Konan mín þarf að klára óperudeildina. Þær koma til mín í enda júní. Við erum að fara núna að skoða íbúðir.“ Það leggst vel í hann að búa í Þýskalandi. „Stuttgart er eins og safn af litlum bæjum, dálítið eins og heima. Ég held að okkur eigi eftir að líða vel hérna. Ég vona bara að söngleikurinn gangi sem lengst,“ segir hann og bætir við að samningar séu gerðir til eins árs í einu. „Ef sýningarnar ganga ekki lengi getur þetta orðið dálít- ið sígaunalíf. Það getur verið erf- itt með fjölskyldu.“ Þrátt fyrir að honum líki vel að starfa á þessum slóðum býst hann ekki við að ílengjast erlendis. „Síðasta sumar keyptum við okk- ur hús á Íslandi. Við getum alltaf farið heim. En við ákváðum að svo framarlega sem þetta gengur hjá okkur og við erum með vinnu hérna úti, verðum við hér. En ég held að við ílengjumst ekki hér.“ Tónlist | Ívar Helgason leikur aðalhlutverkið í söngleiknum Elisabeth í Stuttgart Langaði alltaf í söngleikina Ívar í fullum skrúða á sviði en mikið er lagt í búningana. Ívar Helgason er menntaður í söng bæði á Íslandi og í Austurríki. Söngvarinn, leikarinn og dansarinn Ívar Helgason fer í vel pússaða skó Franz Jósefs Austurríkis- keisara sjö sinnum í viku. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann. ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.