Morgunblaðið - 06.04.2005, Page 13

Morgunblaðið - 06.04.2005, Page 13
FYRSTA lyf Actavis-samstæðunn- ar sem framleitt er á Íslandi var sent til Rússlands í upphafi vik- unnar en það er hjartalyfið Lis- inopril, sem fékkst skráð í Rúss- landi í byrjun árs. Send voru utan níu bretti eða um tvær milljónir taflna að því er kemur fram í til- kynningu Actavis. Þar segir að Rússland og nálæg lönd séu stór markaður fyrir Actavis eða um fimmtán prósent af heildarsölu samstæðunnar. Vörur Actavis á svæðinu hafi nær eingöngu verið framleiddar í Búlgaríu hingað til og því marki útflutningurinn nú viss tímamót fyrir Actavis í Rússlandi. Nýrri lyf sem væntanlega skila hærri framlegð Jónas Tryggvason, framkvæmda- stjóra Actavis í Moskvu, telur þenn- an útflutning mikilvægan fyrir fé- lagið þar sem það selji nú nýrri lyf á markaðnum sem búast megi við að skili meiri framlegð. Markaður- inn sé jafnframt að breytast, krafa sé um nýrri lyf og samsetning lyfja- úrvals sé önnur. „Þar nýtist vel styrkur samstæðunnar í formi öfl- ugrar þróunarvinnu og breiðs vöru- úrvals. Þá er Rússlandsmarkaður sá markaður sem spáð er næst- mestum vexti í heiminum á næstu árum fyrir utan Kína og því góð tækifæri þar fyrir Actavis,“ segir Jónas. Á þessu ári er búist við að framleidd verði fleiri lyf á Íslandi og markaðssett í Rússlandi, m.a. Cetrizin, Fosinopril, Risperidon og Citalopram en sendingin nú er sú fyrsta af þremur, sem ráðgerðar eru á þessu ári. Um 200 manns starfa hjá Actavis í Rússlandi og nálægum löndum. Starfseminni er stýrt frá Moskvu en fimm skrifstofur eru á svæðinu, í Moskvu, Minsk í Hvíta-Rússlandi, Kíev í Úkraínu, Almata í Kasakstan og Tbilisi í Georgíu. Á síðasta ári var heildarsala Actavis á þessum markaði um 68 milljónir evra, jafn- gildi um 5,3 milljarða íslenskra króna. Actavis framleiðir lyf fyrir Rússlandsmarkað Á leið til Rússlands Actavis á Íslandi sendir um tvær milljónir taflna af hjartalyfinu Lisinopril sem fékkst skráð í Rússlandi í janúar. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Flaga hækkaði um 4,6% ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 9.298 milljónum króna, mest með hlutabréf eða fyrir 7.348 milljónir en næstmest með íbúðabréf eða fyrir 1.597 milljónir. Mestu hlutabréfa- viðskipti voru með bréf Samherja eða fyrir um 4.573 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 0,4%. Mesta hækkun dagsins varð á bréf- um Flögu Group eða 4,6%. Bréf Mar- el og Og fjarskipta lækkuðu hins- vegar mest eða um 1,2%. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI David Baker ráðinn forstjóri Medcare FLAGA GROUP hefur ráðið Bret- ann David Baker sem forstjóra Medcare og mun hann bera ábyrgð á stefnu, rekstri og afkomu Medcare en félagið er leið- andi í sölu lausna til svefnmælinga um allan heim. Í tilkynningu í Kauphöllinni kem- ur fram að ráðning David Baker komi í framhaldi af nýlegri skipulags- breytingu þar sem nafni félagsins hafi verið breytt í Flaga Group, sem rekur tvær aðskildar rekstrarein- ingar, Medcare sem sérhæfir sig í tækjum og búnaði til svefnmælinga og SleepTech sem rekur svefnmæl- ingastofur í New York og nærliggj- andi ríkjum Bandaríkjanna. David Baker hefur yfir 20 ára reynslu af stjórnunarstörfum, þar af tíu ár á svefnmarkaðinum. Hann var einn af stofnendum Sandman árið 1992 og stýrði uppbyggingu fyrirtækisins sem nú er hluti af Tyco Healthcare samsteypunni. David var forstjóri Sandman þar til það var selt árið 1995 og fram- kvæmdastjóri félagsins til ársins 2003 þegar hann tók við starfi að- stoðarforstjóra hjá Phoenix Sleep, sem rekur svefnmælingastofur í tveimur fylkjum í Bandaríkjunum. Sparisjóður Norðlend- inga hagn- ast um 126 milljónir HAGNAÐUR af starfsemi Spari- sjóðs Norðlendinga nam rúmlega 126 milljónum króna á síðasta ári en var tæplega 58 milljónir króna árið á undan. Bókfært eigið fé Sparisjóðs Norðlendinga í lok árs 2004 nam 594 milljónum króna. Eiginfjár- hlutfall sparisjóðsins var 11,6% í árslok. Skuldir og eigið fé námu samtals rúmum 5,9 milljörðum króna í árslok 2004, samanborið við ríflega 4,6 milljarða árið áður, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Útlánin 4,2 milljarðar Útlán í árslok 2004 námu tæpum 4,2 milljörðum króna og hækkuðu um rúman milljarð króna á milli ára. Skuldabréfalán voru þar fyr- irferðarmest, eða tæplega 2,9 millj- arðar króna, en yfirdráttarlán námu rúmum 1,2 milljörðum króna. Um 77% af útlánum sparisjóðsins eru til einstaklinga. Innlán námu í árslok tæpum 4 milljörðum króna og hækkuðu um 496 milljónir króna milli ára. Vaxtatekjur námu tæpum 519 milljónum króna og vaxtagjöld tæpum 211 milljónum. Aðrar rekstrartekjur námu tæpum 445 milljónum og önnur rekstrar- gjöld tæpum 230 milljónum króna. Framlag í afskriftareikning útlána var 58 milljónir króna. Stofnfé sparisjóðsins nam í árs- lok fjórum milljónum króna og skiptist það í 100 hluti sem eru í eigu 87 aðila. Stjórn sjóðsins legg- ur til að greiddur verði 22,2% arð- ur til stofnfjáraðila á árinu 2005 vegna ársins 2004 og hann færður til hækkunar á stofnfé. Ávöxtun Frjálsa umfram væntingar ● ÁVÖXTUN Frjálsa lífeyrissjóðsins var umfram væntingar á síðasta ári. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum kemur fram að ávöxtun hinna þriggja fjár- festingarleiða sjóðsins var 13,8% (Frjálsi 1), 14,6% (Frjálsi 2) og 10,3% (Frjálsi 3). Eignir sjóðsins um- fram áfallnar skuldbindingar voru 19,4% og eignir umfram heild- arskuldbindingar voru 3,6% þrátt fyr- ir að nýjar töflur um auknar lífslíkur auki skuldbindingar sjóðsins. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam í lok árs 35,7 milljörðum og jókst um 9,8 milljarða á milli ára, eða um 38%. Þar af var ávöxtun ársins rúmir 4 milljarðar.                              !"#   !"#"$    % "&' (&  )* &# +&(&  )#&  ,&' (& % "&'  -$"  .# /    01$/  01 !/ $  &#(  2       ! 1 % "&'  3 &'  31 /&  4(&   ,56& /7 &&  89$/  0%!  0" :"# 0"&'  0"1   ;    <;## &#1   &  = && "  &  >17 11 ?06($#      !  (  ! $"' @;//  ,&' 51 % "&'  <6 6   " #$  AB@C 05    $                       ?    ?   ?  ? ? ? ? ? $; &#  ;   $ ? ? ? ? ? ? ? ?   ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? D ? EF D ? EF D ?EF D ? EF D EF D ? EF D  EF D EF ? D EF D ?EF D ?EF D EF D  EF D EF ? ? ? D ? EF ? ? D EF ? D EF ? ? ? ? ? ? ? ? 3$ "'    '# & < "( 5 " '# G ) 0"                              ?    ?  ?   ? ?  ? ?                 ?           ?                         ?     ?         =    5 *+   <3 H #&"  !/"'              ?  ?   ?  ? ?  ? ? <3? I  1 1 " "/  <3? 0;"'  "  "$##/ 1 ;  "( $ &  <3? = ;  1 / 1#&& :"#  Veltan á fast- eignamarkaði ekki að minnka ENGIN merki eru um að velta á fasteignamarkaði sé að dragast sam- an ef marka má veltutölur frá Fast- eignamati ríkisins að því er segir í Hálffimm fréttum Kaupþings banka. Þar kemur fram að veltan síðustu tvær vikur hafi verið með minna móti vegna páskafría en þvert á það sem haldið hafi verið fram hafi velt- an verið með ágætasta móti þegar leiðrétt sé fyrir fjölda virkra daga. „Veltan var um einn milljarður á dag þessar tvær vikur og var veltan því nær sú sama og vikurnar á undan. Í raun er um 18% veltuaukning miðað við 12 vikna meðaltal og er velta á fasteignamarkaði nú um 62% meiri en á sama tíma og í fyrra,“ segir í fréttinni. Þá er á það bent að fjöldi kaup- samninga hafi einnig verið svipaður, síðustu tvær vikur hafi milli 40 og 45 samningar verið samþykktir á dag sem sé það sama og 12 vikna með- altal. „Það er því vandséð út frá veltutölum að eitthvað sé að róast á fasteignamarkaði. Ætla mætti þó að heldur hefði hægt á verðhækkunum en hækkanir á fasteignaverði eru langt komnar með að vega upp lægri fjármagnskostnað,“ segir í Hálffimm fréttum Kaupþings banka. 8 'J 0KL   E E !<0@ M N   E E B B .-N  E E )!N 8 $    E E AB@N MO 4&$ E E

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.