Morgunblaðið - 06.04.2005, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FORYSTUMENN stærstu stjórn-
málaflokkanna í Bretlandi hófu í gær
fjögurra vikna kosningabaráttu eftir
að Tony Blair forsætisráðherra til-
kynnti að þingkosningar ættu að fara
fram fimmtudaginn 5. maí. Blair von-
ast til þess að verða fyrsti leiðtogi
Verkamannaflokksins til að gegna
embætti forsætisráðherra þrjú kjör-
tímabil í röð. Nýlegar skoðanakann-
anir benda þó til þess að þingkosning-
arnar verði hinar tvísýnustu í
Bretlandi frá 1992.
Verkamannaflokkurinn er talinn
sigurstranglegur í kosningunum
þrátt fyrir mikla andstöðu meðal
Breta við þá ákvörðun Blairs að senda
breska hermenn til Íraks.
Forystumenn Verkamannaflokks-
ins ætla að leggja áherslu á innanrík-
ismál í kosningabaráttunni, einkum
efnahags-, heilbrigðis- og menntamál.
Þeir hafa lofað að styrkja frekar efna-
haginn og bæta opinbera þjónustu.
„Við ætlum að fylgja eftir þeim ár-
angri sem við höfum þegar náð, flýta
breytingunum og auka frekar tæki-
færi bresku þjóðarinnar,“ sagði Blair.
Lofa bættri þjónustu
Michael Howard, leiðtogi Íhalds-
flokksins, varaði hins vegar breska
kjósendur við því að verðlauna Blair
fyrir „svikin loforð“ og sagði að hon-
um væri ekki treystandi. „Varist enn
einar kosningarnar þar sem Blair
segir eitt til að fá atkvæðin ykkar á
kjördegi en gerir eitthvað allt annað
seinna,“ sagði Howard. „Blair glottir
nú þegar í laumi yfir líkunum á þriðja
sigrinum. Þið þurfið ekki að gera ykk-
ur það að góðu.“
Forystumenn Íhaldsflokksins hafa
lofað að lækka skatta og bæta opin-
bera þjónustu, segjast ætla að efla
lögregluna og stemma stigu við
straumi ólöglegra innflytjenda. How-
ard sakar Blair um að hafa sólundað
fjármunum í skriffinnsku og segir að
hægt sé að lækka skatta með því að
stöðva sóunina.
Frjálslyndir demókratar hafa lagt
áherslu á þá tillögu sína að hækka
skatta á þá sem hafa hæstar tekjur til
að bæta opinberu þjónustuna, auk
þess sem þeir vilja breyta lögum um
tekjustofna sveitarfélaga. Flokkurinn
var andvígur innrásinni í Írak og
hyggst kalla breska herliðið þar heim
komist hann til valda.
Charles Kennedy, leiðtogi flokks-
ins, kvaðst í gær ætla að svara
„hræðsluáróðri“ hinna flokkanna með
því að beina athyglinni að „vonum
bresku þjóðarinnar, í stað þess að
kynda undir ótta fólks“.
Nokkrar skoðanakannanir, sem
birtar voru í gær, benda til þess að
Íhaldsflokkurinn hafi saxað á forskot
Verkamannaflokksins og að það sé nú
aðeins um tvö til fimm prósentustig.
Munurinn á fylgi flokkanna tveggja
er innan skekkjumarka í sumum
þessara kannana, þannig að segja má
að þeir standi nú jafnir að vígi. Sér-
fræðingar í breskum stjórnmálum
segja þó að Íhaldsflokkurinn þurfi að
fá talsvert meira kjörfylgi en Verka-
mannaflokkurinn til að komast til
valda þar sem kjördæmaskiptingin sé
síðarnefnda flokknum hagstæð.
Óttast litla kjörsókn
Verkamannaflokkurinn er nú með
410 þingsæti af 659 og 161 fleiri en all-
ir hinir flokkarnir samtals. Stjórnar-
flokkurinn fengi um 80–100 sæta
meirihluta ef úrslitin yrðu í samræmi
við síðustu kannanir.
Kjörsóknin var aðeins 59,4% í síð-
ustu þingkosningum í Bretlandi árið
2001 og hafði aldrei verið jafnlítil.
Forystumenn Verkamannaflokksins
óttast að kjörsóknin verði enn minni í
kosningunum í maí og að margir
stuðningsmenn flokksins mæti ekki á
kjörstað, annaðhvort vegna þess að
þeir telji ekki þingmeirihlutann í
hættu eða vegna óánægju með stjórn-
ina og innrásina í Írak.
Skoðanakönnun, sem Financial
Times birti í gær, bendir til að þessar
áhyggjur séu ekki ástæðulausar.
Könnunin náði aðeins til þeirra sem
sögðust „alveg örugglega“ mæta á
kjörstað og 39% þeirra sögðust ætla
að kjósa Íhaldsflokkinn. Aðeins 34%
hugðust kjósa Verkamannaflokkinn.
Forystumenn Verkamannaflokks-
ins sögðust í gær ekki hafa miklar
áhyggjur af niðurstöðum þessara
kannana og sögðu að auðveldara yrði
að fá óánægða stuðningsmenn flokks-
ins til að mæta á kjörstað ef kosning-
arnar yrðu tvísýnar og ljóst væri að
kjörsóknin gæti ráðið úrslitum. Þeir
vöruðu andstæðinga Íraksstríðins í
Verkamannaflokknum við því að
Michael Howard gæti komist „inn um
bakdyrnar“ á Downing-stræti 10 ef
þeir mættu ekki á kjörstað eða kysu
Frjálslynda demókrata.
Vantrúaðir á loforð
Íhaldsflokksins
Samkvæmt könnun, sem The In-
dependent birti í gær, eru breskir
kjósendur enn tortryggnir á að
Íhaldsflokkurinn geti staðið við það
loforð að lækka skattana án þess að
skerða þjónustu sjúkrahúsa og skóla.
Aðeins 41% taldi að hægt væri að
gera hvort tveggja og 52% sögðu að
það væri ekki hægt.
Þó hefur dregið úr þessari tor-
tryggni því að í samskonar könnun í
nóvember töldu 58% að ekki væri
hægt að lækka skatta án þess að
skerða þjónustuna en 37% sögðu það
gerlegt.
Verkamannaflokkurinn getur ekki
einblínt á Íhaldsflokkinn í kosninga-
baráttunni þar sem Frjálslyndir
demókratar hafa einnig sótt í sig
veðrið að undanförnu. Kannanir
benda til þess að fylgisaukning
Frjálslyndra demókrata hafi að
mestu verið á kostnað Verkamanna-
flokksins. Það gæti því verið helsta
verkefni Blairs í kosningabaráttunni
að koma í veg fyrir að óánægðir
stuðningsmenn Verkamannaflokks-
ins snúist á sveif með Frjálslyndum
demókrötum sem sjá mörg sóknar-
færi, einkum í borgunum.
Blair stendur frammi
fyrir tvísýnni baráttu
Stjórnarand-
staðan sækir í sig
veðrið fyrir kosn-
ingarnar 5. maí
Charles Kennedy, leiðtogi Frjáls-
lyndra demókrata, hóf kosninga-
baráttuna í Newcastle.
Michael Howard, leiðtogi Íhalds-
flokksins, flytur ræðu á kosninga-
fundi í Birmingham í gær.
AP
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tekur mynd af sér með farsíma
fyrir framan börn í siglingaskóla nálægt Weymouth á Englandi í gær.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Róm. AFP, AP. | Stjórnarflokkarnir á
Ítalíu guldu afhroð í héraðskosning-
um sem fram fóru í landinu á sunnu-
dag og mánudag en niðurstaða kosn-
inganna varð ljós í gær. Leiðtogar
samstarfsflokka Forza Italia, flokks
Silvios Berlusconis forsætisráðherra,
voru fljótir að kenna honum um nið-
urstöðuna en kosningarnar eru mik-
ilvægar sökum þess að þær gefa vís-
bendingu um afstöðu kjósenda í
aðdraganda þingkosninga sem eiga
að fara fram á Ítalíu á næsta ári.
Kosið var um héraðsstjórnir í
þrettán af tuttugu héruðum. Stjórn-
arflokkarnir unnu aðeins sigur í
tveimur héruðum, misstu völdin í sex
af þeim átta héruðum sem þeir áður
réðu ríkjum í. Ráða stjórnarflokkar
nú aðeins í tveimur héruðum af þeim
þrettán, sem kosið var í.
Þegar á heildina er litið fengu
stjórnarflokkarnir aðeins 45,1% at-
kvæða, mið- og vinstriflokkarnir
fengu hins vegar 52,9%. „Með þess-
um kosningum eru Ítalir að fara fram
á það við okkur að við búum okkur
undir að stýra landinu,“ sagði Rom-
ano Prodi, fyrrverandi forsætisráð-
herra Ítalíu, sigurreifur. Hann er nú
leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar
eftir að hafa um skeið gegnt embætti
forseta framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins.
Skýr skilaboð kjósenda
Forza Italia, flokkur Berlusconis,
fékk aðeins 18,4% atkvæða í kosning-
unum. „Niðurstaða héraðskosning-
anna er viðvörunarmerki, skýr og
eindregin skilaboð frá kjósendum,“
sagði Gianfranco Fini, utanríkisráð-
herra Ítalíu og leiðtogi Þjóðfylking-
arinnar, arftaka gamla fasistaflokks-
ins, sem er næststærsti flokkurinn í
fjögurra flokka stjórn Berlusconis.
„Ríkisstjórnin hefur veikst,“ sagði
Fini. „Það þýðir ekki að hún þurfi að
víkja en stjórnarmeirihlutinn þarf
hins vegar að setjast niður og ræða
málin, leita skýringa á þessum
ósigri.“
Gagnrýndi Fini Berlusconi fyrir að
hafa í kosningabaráttu Forza Italia
reynt að útmála vinstriflokkana sem
kommúnista sem ógnuðu landi og
þjóð. Hræðsluáróður væri ekki væn-
legur til að stuðla að sigri yfir mið- og
vinstriflokkunum í þingkosningunum
á næsta ári.
Mun Berlusconi hafa vísað til fyrri
kommúnistastjórna á Ítalíu og sagt
að ef mið- og vinstriflokkarnir kæm-
ust til valda þá myndi það færa Ítöl-
um „eymd, hryðjuverk og dauða“.
Neyddist Berlusconi til að draga
þessi ummæli sín til baka.
Flokkur Finis missti völdin í Róm-
ar-héraði, sem ekki tekur til höfuð-
borgarinnar sjálfrar en telst samt
mjög mikilvægt, og Francesco Stor-
ace, leiðtogi flokksins þar, lýsti úrslit-
unum sem „stórslátrun“. Og Marco
Follini, leiðtogi Kristilega lýðræðis-
bandalagsins, þriðja stjórnarflokks-
ins, tók undir gagnrýni Finis, sagði
úrslitin algert afhroð og að stjórnar-
flokkarnir þyrftu að leggjast undir
feld eftir þessar kosningar.
„Stórslátrun“ á Ítalíu
Stjórnarflokk-
arnir guldu al-
gert afhroð í hér-
aðskosningum
AP
Romano Prodi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar (til hægri), fagnar
sigri í kosningunum ásamt Piero Marazzo, frambjóðanda í Lazio-héraði.
Santa Maria. AFP. | Hagur Mich-
aels Jacksons í réttarhöldum
sem nú fara fram í Kaliforníu í
Bandaríkjunum þykir hafa
versnað eftir vitnisburð 24 ára
gamals manns sem heldur því
fram að tónlistarmaðurinn hafi
snert á honum kynfærin með
ósæmilegum hætti þegar hann
var barn.
Jackson er
sakaður um að
hafa misnotað
þrettán ára
gamlan dreng
kynferðislega.
Fréttaskýr-
endur segja að
það hafi verið
mikið áfall fyr-
ir vörnina er dómarinn í málinu
úrskurðaði að saksóknarar
mættu kalla til vitnis aðila að
fyrri málum á hendur Jackson.
Verjendur hafa byggt mála-
tilbúnað sinn á því að ákærandi
Jacksons í réttarhöldunum væri
lygari, peð í refskák móður sem
hefði það að markmiði að kúga
fé út úr frægum tónlistarmanni.
Takist saksóknurum hins
vegar að sýna fram á, með því
að kalla til vitnis aðra unga
drengi sem bera fram svipaðar
ásakanir á hendur söngv-
aranum, að Jackson hafi „til-
hneigingu“ til ósæmilegrar
framkomu gagnvart ungum
börnum er talið líklegt að kvið-
dómur sakfelli hann.
Maðurinn sem bar vitni í
fyrrakvöld heitir Jason Francia
og er sonur fyrrverandi þjón-
ustustúlku á heimili Jacksons.
Fullyrti hann að Jackson hefði í
þrígang snert á honum kynfær-
in. Fyrst hefði þetta gerst þegar
Francia var sjö eða átta ára
gamall en síðast er hann var
orðinn tíu ára.
Verjendur Jacksons bentu á
að Francia hefði neitað því 1993,
þegar lögregla spurði hann
spurninga, að Jackson hefði leit-
að á hann. En hann svaraði því
til að hann hefði verið hræddur
við að viðurkenna sannleikann
og að hann skammaðist sín enn
fyrir það sem gerst hefði; þrátt
fyrir að hafa í fimm ár gengið til
sálfræðings. Mál Francia fór
aldrei fyrir dómara því að fjöl-
skylda hans samdi um málið við
lögmenn Jacksons sem greiddi
henni tvær milljónir dollara.
Skaðlegur
vitnisburð-
ur í máli
Jacksons
Michael Jackson