Morgunblaðið - 06.04.2005, Síða 17

Morgunblaðið - 06.04.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005 17 MINNSTAÐUR STJÓRNARKJÖR Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um menn í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2005-2006 að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu. Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, varaformanni og ritara ásamt 65 manns í trúnaðarráð, tveimur skoðunarmönnum reikninga og einum til vara eða tillögum um menn í eitthvert, einhver eða öll stjórnarsætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðslista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félagsmanna. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 13. apríl 2005. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞRIGGJA ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykja- víkurborgar 2006–2008 var lögð fram til fyrstu umræðu í borg- arstjórn í gær. Þá átti sér stað umræða um gjaldfrjálsa leikskóla í Reykjavík. Sætti áætlunin mikilli gagnrýni sjálfstæðismanna en var vísað til ann- arrar umræðu með átta greidd- um atkvæðum. Í ræðu sinni sagði Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir meðal annars að nú stæðu yfir ein- hverjar um- fangsmestu skipulagsbreyt- ingar á stjórn- kerfi og þjón- ustu Reykja- víkurborgar sem gerðar hefðu verið. Sagði hún markmiðin að efla og bæta þjónustu við borgarbúa, m.a. með nær- þjónustu og auk- inni skipulagningu. Borgin mun fjárfesta fyrir um 7,3 milljarða króna á tímabilinu, en umfangsmestar verða bygg- ingaframkvæmdir vegna mennta- mála, um 3,9 milljarðar. Þá segir Steinunn gert ráð fyrir því að skuldir borgarsjóðs minnki um 1,3 milljarða á tímabilinu, eða um tæpan fimmtung. Þá gerir áætlunin ráð fyrir um 35,8 milljarða fjárfestingum sam- stæðu Reykjavíkurborgar á tíma- bilinu og vegi þar þyngst fram- kvæmdir Orkuveitunnar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Þannig komi 24,8 milljarðar króna úr rekstri borgarinnar en 11 millj- arðar verði teknir að láni. Hækki skuldir samstæðunnar sem því nemi á tímabilinu. „En rétt er að árétta að lánsfjárþörf borgarsjóðs þessi ár er vitaskuld neikvæð, þar sem ráðgert er að greiða niður skuldir borgarsjóðs á tímabilinu,“ sagði Steinunn. Vék borgarstjóri í ræðu sinni að samantekt á fjölskylduútgjöldum til þjónustuþátta nokkurra sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru könnuð útgjöld fimm manna fjölskyldu vegna leikskólagjalda, frístundaheimilis, tónlistarskóla og sundiðkunar auk fasteignagjalda. Sagði Steinunn niðurstöður sam- antektarinnar í stuttu máli þær að Reykjavíkurborg hefði komið lang- best út úr samanburðinum. Út- gjöld fjölskyldunnar til þjón- ustuþátta væru um 133 þúsund krónum undir meðaltalinu, sem var 668 þúsund krónur á ári. Ekkert að marka fjár- málaáætlanir R-listans Vilhjálmur Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gerði ýmsar athugasemdir við ræðu borgarstjóra og þriggja ára áætl- unina. Vísaði hann í þriggja ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2002–2004 þar sem gert var ráð fyrir að skuldir borgarsjóðs yrðu áætlaðar 8,5 milljarðar króna og peningaleg staða myndi batna um 3,3 milljarða króna á tímabilinu. Sagði hann heildarskuldir borg- arsjóðs í árslok 2004 nema 21 milljarði króna og allar þriggja ára áætlanir R-listans markleysu hvað varðaði spár um skuldastöðu borg- arsjóðs. „Fjármálastjórn eða réttara sagt óstjórn R-listans hefur ein- kennst af skattahækkunum, en á þessu ári hækkaði borgin útsvarið í hámark og langmest allra sveit- arfélaga á landinu, hækkunum á gjöldum, auknum arðgreiðslum í borgarsjóð frá Orkuveitunni og nýjum gjöldum eins og holræsa- gjaldinu,“ sagði Vilhjálmur. Bætti hann við að loforðum um lækkun leikskólagjalda væri algjörlega vís- að til framtíðarinnar, næsta og þarnæsta kjörtímabils borg- arstjórnar. „Flest bendir til að stærsti hluti lækkunar leikskóla- gjalda muni eiga sér stað sam- kvæmt yfirlýsingu borgarstjóra eftir fimm–tíu ár, eða á kjör- tímabilinu 2010–2014.“ Að lokum sagði Vilhjálmur lang- varandi lóðaskort og gríðarhátt fasteignaverð í kjölfar lóðabrasks R-listans hafa valdið minnkandi fjölgun borgarbúa. Fjölskyldufólk leitaði í sívaxandi mæli út úr borg- inni og til nágrannasveitarfélag- anna í sérbýli. Lögðu sjálfstæðismenn fram bókun þar sem m.a. sagði: „Þriggja ára fjárhagsáætlanir R-listans hafa ávallt reynst vera marklaus plögg og allar spár um lækkun skulda borgarinnar hafa aldrei staðist.“ Þá segir ennfremur í bókun sjálfstæðismanna: „Þrátt fyrir stöðugar skattahækkanir, verulega auknar útsvarstekjur, ný gjöld, auknar arðgreiðslur frá Orkuveitunni og verulega auknar tekjur vegna fasteignagjalda, held- ur skuldasöfnunin áfram og út- gjaldaþensla á sér stað á nær öll- um sviðum.“ Þá lagði Ólafur F. Magnússon fram bókun þar sem F-listinn fagnaði sérstaklega þeim þætti þriggja ára áætlunar Reykjavík- urborgar sem lýtur að upptöku gjaldfrjálsrar leikskólagöngu barna í borginni í áföngum. Sagði þar m.a.: „Þessi stefnumörkun samræmist vel sérstakri áherslu F-listans á lægri þjónustugjöld fyrir barnafjölskyldur í Reykjavík ásamt öldruðum og öryrkjum.“ Eðlilegt skref í skólapólitík Í umræðum um gjaldfrjálsa leik- skóla kom m.a. fram í máli borg- arstjóra að sparnaður fólks sem á börn á leikskólum yrði verulegur, en peningarnir mundu koma úr sameiginlegum sjóðum borg- arinnar, en borgin greiddi nú þeg- ar tvo þriðju kostnaðar við vistun barna á leikskóla. Gagnrýndu sjálfstæðismenn m.a. fyrirkomulagið út frá því hversu langt er í að það taki gildi. Sögðu þeir R-listann lofa upp í ermina á næsta borgarstjórnarmeirihluta og spurðu hvers vegna ekki væri hægt að fara strax í þessar breyt- ingar. Svaraði Björk Vilhelms- dóttir því til að það tæki tíma að undirbúa slíkar breytingar og vinna yrði slíkt starf í skrefum. Spurði Sigrún Elsa Smáradóttir, varaborgarfulltrúi R-listans, þá hvort Sjálfstæðisflokkurinn hygð- ist hverfa frá þeirri stefnu sem sett hefði verið fram um gjald- frjálsa leikskóla, kæmist hann í meirihluta á næsta kjörtímabili. Í framhaldi af því sagði Katrín Jakobsdóttir m.a. að hér væri um að ræða eðlilegt skref í skóla- pólitík á Íslandi. „Með þessu er verið að viðurkenna leikskólann sem fyrsta skólastigið,“ sagði Katrín og bætti seinna við: „Með því að fella niður leikskólagjöld er aðgangur allra barna að leikskóla tryggður.“ Umræður um þriggja ára áætlun og gjaldfrjálsa leikskóla Viðurkenning leikskólanna sem fyrsta skólastigs Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Steinunn Valdís Óskarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson LÍFLEGAR umræður spunnust um nýja samþykkt um kattahald í Reykjavík, sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar í gær. Sýndist sitt hverjum og var ljóst að ófáir borgarfulltrúar bera ríkar tilfinn- ingar í brjósti til þessara loðnu og sjálfstæðu förunauta mannanna. Helstu bitbein borgarfulltrúa fól- ust í þriðju og fjórðu grein sam- þykktarinnar. Í þriðju grein sam- þykktarinnar segir að allir kettir eldri en fjögurra mánaða skuli ör- merktir af dýralækni auk þess sem eigendur katta skuli strax að lok- inni örmerkingu koma upplýs- ingum um númer örmerkis og nafn og kennitölu eiganda til Umhverfis- og heilbrigðisstofu, sem heldur skrá um örmerkta ketti í Reykja- vík. Í fjórðu greininni segir að gelda skuli alla fressa sex mánaða og eldri sem ganga lausir utandyra. Of langt gengið Marta Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna, taldi samþykktina ganga of langt og væri upplýsingasöfnunin um katta- eigendur vísir að gjaldtöku í fram- tíðinni. Óþarfi væri að örmerkja ketti þegar vel dygði að eyrna- merkja þá. Undir þetta tóku Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Magnússon, sem bættu enn fremur við að þeim þætti mikið misrétti í því að gelda einungis fressketti og væri þetta skerðing á náttúru og eðli þessara ljúfu dýra sem setja svo mikinn svip á borgarlífið. Sögðu þeir það hindra eðlilegan framgang náttúr- unnar og eðlilegt líf katta, sem í eðli sínu væru mjög frjáls dýr. Kattholt hefur unnið gott starf Í andsvari sínu sagði Katrín Jak- obsdóttir geldingu fresskatta að- allega eiga rætur að rekja til lykt- arsterks þvags fresskattanna þegar þeir merkja sér svæði. Tóku borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks þá dæmi um væl breimandi læða og sögðu það í það minnsta jafn hvim- leitt og lyktina. Í máli sínu fagnaði Stefán Jón Hafstein nýtilkomnum nátt- úruverndarsjónarmiðum sjálfstæð- ismanna. Minntist hann einnig á gott starf Kattholts, en þangað hefði köttur hans ratað er hann týndist um páskana. Sagði Stefán vel geta hugsað sér að gjald yrði tekið af kattaeigendum og það látið renna til Kattholts, þar sem það starf sem þar er unnið sé afar mik- ilvægt fyrir kattaeigendur. Undir lokin sagði Katrín Jak- obsdóttir að aðalrökin fyrir geld- ingu fresskatta væri að minnka óþarfa þjáningu, því stór hluti katta sem koma í Kattholt eru svæfðir. Morgunblaðið/Eggert Alllöng umræða fór fram um kattahald í Reykjavík í borgarstjórn í gær. Góður stuðningur við ketti í borgarstjórn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.