Morgunblaðið - 08.04.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.04.2005, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Leikstjórinn Ólafur Jóhann-esson ætlar að leiða leik-arana Eggert Þorleifssonog Ladda saman í kvik- myndinni Minningar Hringfara. „Ég líki þessu við þegar Robert De Niro og Al Pacino léku saman í myndinni Heat en að færa saman Eggert Þorleifsson og Ladda er slíkur stórviðburður. Þessir tveir hafa aldrei verið saman í aðalrullum kvikmyndar, þannig að mér fannst það bara sjálfgefið að setja tvo bestu gamanleikara okkar í þessi skrýtnu hlutverk,“ segir Ólafur en hann og fyrirtæki hans Poppoli gerðu nú síð- ast heimildarmyndina Blindsker um Bubba Morthens og hrepptu Eddu- verðlaun fyrir. Myndina vinnur hann með „kvik- myndabróður sínum Ragnari Sant- os“, sem kvikmyndar ásamt því að framleiða. Úlfur Grönvold er síðan aðalframleiðandi verkefnisins. „Aðr- ar stöður erum við að manna, ég er að skapa kvikmyndateymi sem ég get búið að næstu árin og framleitt með myndir reglulega.“ Minningar Hringfara er gerð eftir bókinni Diary of a Circledrawer. „Vinur minn Stefan Schaefer sem býr í New York rakst á þessa bók sem reyndist vera eftir íslenskan mann, Jósep Guðmundsson. Ég fór að leita að þessum Jósep en það var eins og tilvist hans hefði ekki verið skráð svona almennt. Ég hætti því að leita en ákvað að byrja skrifa handrit eftir bókinni, sem er skrifuð í minningarformi,“ segir hann en leitin bar árangur að lokum. Ólafur komst í samband við Jósep í gegnum vin sinn og fékk leyfi til að gera mynd eftir bókinni. „Eina skil- yrðið sem hann setti var að fá að mæta á frumsýningu myndarinnar þegar hún verður tilbúin. Þessi Jós- ep þykir afar sérlundaður en hann býr í sveitsetri á meginlandi Evr- ópu. Hinsvegar er það reynsla mín að sérlundað fólk er yfirleitt mun heilbrigðara en við hin,“ segir Ólaf- ur. Samvinna vestur um haf „Það tók um þrjá mánuði að skrifa handritið, eða fyrsta uppkast en fyrrnefndur Stefan Schaefer skrifar það með mér, enda átti hann upptökin að þessu. Stefan þessi er kvikmyndagerðarmaður og var að klára sína fyrstu mynd í New York í fyrra og ætlum við að taka höndum saman við framleiðslu myndarinnar. Hann er að ljúka við handrit fyrir Shirley MacLaine, klárar það á næstu vikum og þá munum við hitt- ast og gera lokaútgáfu af Minning- um Hringfara.“ Framleiðslan teygir anga sína enn frekar til New York. „Það var í síð- asta mánuði að ég sendi grófklipp að næstu mynd minni Africa United, sem fjallar um afrískt knattspyrnu- lið hérna á fróni, til ýmissa framleið- enda hér og hvar í heiminum að ég komst í samband við framleiðslu- fyrirtæki í New York sem vildi fá eitthvað efni frá mér. Ég sendi þeim nokkrar hugmyndir en Minningar Hringfara virtist vera það sem þeir voru að leita að. Myndin gerist að einum þriðja í New York og restin hér á Íslandi og því þurfti ég að fjár- magna íslenska hlutann. Það hefur tekist, á mettíma með hjálp fólks sem hefur stutt mig með ráðum og dáð í gegnum tíðina,“ segir Ólafur ánægður. Hver er þessi Jósep? Sagan er áhugaverð og berst víða. „Myndin fjallar um Jósep Guð- mundsson (Eggert Þorleifsson) sem er hamingjusamur sjálfselskur hálf- viti. Hann nýtur mikillar velgengni í starfi og einkalífi. Hann starfar sem hugmyndasmiður á stórri íslenskri auglýsingastofu, spilar veggtennis með strákunum, á þrjú viðhöld, bestu græjurnar, fallegasta bílinn, lifir háu lífi sem ber við hrokafullan himin. Allt hverfur þetta á ljóð- rænan hátt þegar Jósep fær blóð- tappa og lamast á vinstri hluta lík- amans,“ segir Ólafur og er þráður- inn tekinn upp á ný tveimur árum síðar. „Jósep er einmana þunglyndis- sjúklingur með drykkju- og lottó- spilunaráráttu. Viðhöldin, pening- arnir og plastvinirnir hafa yfirgefið hann og starfið hangir á meðvork- unn yfirmanna. Miður árangurs- ríkar tilraunir til að taka upp fyrra líferni gera lítið annað en að auka sjálfsvorkunnina. Jósepi er sagt upp í vinnunni, sem verður til þess að hann ákveður að enda líf sitt. Það mistekst og þá kemur til sögunnar geðlæknirinn Ásgeir Hallgrímsson (Laddi), sá besti á landinu, sem á að lækna þetta viðrini sem Jósep er orðinn,“ segir Ólafur en þessi hluti myndarinnar gerist á Íslandi en leikar berast svo vestur um haf. Súrrealískur undirtónn „Það sem gerist svo í New York er að þegar Jósep reynir að fremja sjálfsmorðið vaknar hann í einhverri íbúð í Stóra eplinu. Þar er honum sagt að það eigi að þjálfa hann upp í starf Hringfara, sem er að hjálpa látnu fólki að loka opnum endum úr lífsgöngunni. Látnir einstaklingar geta fengið líkama hans lánaðan til að ljúka við allt frá erfðaskrám eða gefa síðasta kossinn til ástvina,“ segir Ólafur, þannig að Jósep er ekki allur þar sem hann er séður. „Þetta gerist á sama tíma og Jós- ep er staddur á geðsjúkrahúsi á Ís- landi, þannig að annars vegar er hann geðsjúklingur, og hins vegar er hann Hringfari í New York í sama tíma og veruleika. Hasarinn hefst svo þegar Ásgeir, geðlækn- irinn hans Jóseps, sér sjúklingi sín- um bregða fyrir í fréttapistli Sjón- varpsins frá New York.“ Má því segja að það sé súrrealísk- ur undirtónn í myndinni og segir Ólafur að það sé nokkuð sem hafi alltaf heillað hann. „Vitaskuld heillar það alltaf. Áhorfendur eru löngu orðnir meðvitaðir um hinar hefðbundnu Hollívúdd-formúlur. Ég hef alltaf verið áhugamaður um hluti sem eru öðruvísi í okkar hversdags- leika, þessir hlutir sem eru svo skrýtnir, en samt svo eðlilegir að við sjáum þá ekki,“ segir Ólafur og bæt- ir við að það standist ekki alltaf allt í lífinu sem okkur hefur verið kennt. „Þrátt fyrir það reynum við ávallt að troða okkur inn í venjulega veru- leikann og út kemur einhver afsköp- unarbrenglun. Það er því bráðnauð- synlegt að beina athyglinni að skekkjunni, fremur en beinni línu hins svokallaða veruleika.“ Óhátíðleikinn og Soderbergh Minningar Hringfara er því í ætt við mynd eins og Being John Malko- vich eftir Spike Jonze og berst talið að starfandi kvikmyndagerðar- mönnum heima og erlendis. „Mér finnst margir góðir en fleiri misgóðir. Af íslenskum eru það Dagur Kári, Baltasar og Óskar Jón- asson sem eru á fremsta bekk. Af erlendum þá tek ég mér Steven Soderbergh til fyrirmyndar, bæði vegna þess að hann er afkastamikill og þorir að leika sér með formið. Hann tekur formið ekki of hátíðlega, sem er stefna sem ég hef tileinkað mér, að taka ekki nokkurn hlut há- tíðlega.“ Tökur á Minningum Hringfara hefjast á þessu ári. „Tökur á mynd- inni verða í október og nóvember á þessu ári hér á Íslandi, svo förum við til New York í janúar á næsta ári til að ljúka við herlegheitin. Hins- vegar þarf fyrst að leggja lokahönd á handritið og það gerum við í maí þegar ég heimsæki Stefan. Það verður gaman því ég hef aldrei kom- ið til New York.“ Fótboltalið og búddamunkur Þangað til er nóg að gera hjá Ólafi við önnur verkefni. „Africa United er að verða tilbúin. Hún verður frumsýnd í Cannes, sem hljómar vissulega afar vel og digurmanns- lega, en hún er sýnd þar í ein- hverjum litlum sal fyrir áhugasama kaupendur,“ segir Ólafur en myndin verður frumsýnd hérlendis 1. sept- ember á þessu ári. Ólafur er jafnframt að vinna að klippingu á annarri mynd, sem ber nafnið Fare Lonely as Rhinoceros og er heimildarmynd um búdda- munkinn Dhammando, sem hét áður Robert T. Eddison. „Titillinn kemur úr fornu ljóði um líf munksins. Fílar ferðast í hjörð- um, en nashyrningarnir eru ánægðir einir. Þannig að titillinn gæti þýtt einmana eins og nashyrningur, sem lýsir munkalífinu ágætlega. Annars er þýðandinn minn með þann haus- verk á herðunum,“ segir hann en báðar þessar myndir eru á ensku. Til viðbótar er Ólafur að vinna að Spaceman, kvikmynd byggðri á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fót- skör meistarans. „Það átti að vera fyrsta myndin, hún hefur bara vaxið svo mikið að ég vil byrja á Hringfar- anum áður ég fer í það.“ Kvikmyndir | Ólafur Jóhannesson leiðir saman Eggert Þorleifsson og Ladda í væntanlegri mynd Athyglinni beint að skekkjunni Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður tekur hlutina ekki of hátíðlega. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um nýjasta verkefnið hans, mynd sem gerist bæði á Íslandi og í New York. www.poppoli.com ingarun@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson lætur fátt mannlegt sér óviðkomandi en hann er með myndir um búddamunk, afrískt fótboltalið á Íslandi og súrrealíska sögu af Jósep í gangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.