Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hverjir eiga þau og hvað eiga þau? Fasteignafélög þenjast út líka á Netinu: mbl.is ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnvöld harðlega á Al- þingi í gær fyrir að synja umsókn Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) um frekara fjármagn til reksturs skrifstofunnar og verkefna hennar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, upplýsti, í upphafi þingfundar, að skrifstofunni hefði borist bréf frá utanríkisráðuneytinu í fyrradag þar sem ósk hennar um styrkveitingu fyrir þetta ár hefði verið synjað. Þar með hefði skrifstof- an einungis 2,2 milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári. Utanríkisráðuneytið og dóms- málaráðuneytið hafa undanfarin ár veitt fjórar milljónir hvort til MRSÍ. Voru þessar átta milljónir eyrna- merktar skrifstofunni sérstaklega. Breytingar voru hins vegar gerðar á því fyrirkomulagi við fjárlagagerð- ina síðasta haust og vetur. Þá voru fjárhæðirnar sérmerktar mannrétt- indum almennt. Í kjölfarið sótti skrifstofan um styrk til ráðuneytanna. Hún fékk svar frá dómsmálaráðuneytinu í febrúar, segir Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður MRSÍ. Þar var skrifstofunni úthlutað 2,2 milljónum fyrir þetta ár. Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fékk 1,2 milljónir frá ráðuneytinu og sameiginlega fengu MRSÍ og Mannréttindastofn- unin nokkur hundruð þúsund kr., segir Brynhildur, til að standa undir ráðstefnu þeirra um mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar. Grundvellinum kippt undan skrifstofunni Steingrímur sagði á Alþingi í gær að með þessum aðgerðum væri verið að kippa grundvellinum undan Mannréttindaskrifstofunni. „Af- greiðsla meirihlutans á Alþingi var auðvitað hneyksli; að setja Mann- réttindaskrifstofuna í þá stöðu að þurfa að knékrjúpa um fjárveitingar frá ráðuneytum sem hún á einmitt m.a. að veita aðhald,“ sagði hann. Fleiri þingmenn stjórnarandstöð- unnar tóku til máls. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að það liti út fyrir að verið væri að refsa MRSÍ fyrir að halda frammi málefnalegum sjónarmiðum í lýðræðislegri umræðu. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Össur Skarp- héðinsson, Samfylkingu, sögðu að í reynd væri verið að leggja skrifstof- una niður. Þá sagði Sigurjón Þórð- arson, þingmaður Frjálslynda flokksins, að það væri ekki eins og ráðherrarnir væru alltaf að spara. „Ísmoli er sendur úr landi með ærn- um tilkostnaði, sendiherrum fjölgar um 75% en ef það eru mannréttinda- mál þarf að spara um heil 75%. Það er kannski til að vega upp kostnaðar- aukninguna af sendiherrunum? Það skyldi þó aldrei vera.“ Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ekki kannast við að nein lof- orð hefðu verið svikin, eins og þing- menn hefðu haldið fram. Hann sagði einnig aðspurður að öllum þeim fjár- munum, sem utanríkisráðuneytið hefði til ráðstöfunar til mannrétt- indamála, yrði varið til þess mála- flokks. Loks sagði hann: „Í annan stað vil ég nefna að á vormánuðum […] við fjárlagavinnu var lagt til af hálfu ut- anríkisráðuneytisins á þeim tíma að sú skipan skyldi verða á, sem varð, að fjármunir til mannréttindamála yrðu ákveðnir með sérstökum hætti frá ráðuneytinu en yrði ekki sjálf- krafa fjárveiting til tiltekinnar stofn- unar.“ Gagnrýna stjórnvöld fyrir að draga úr framlögum til MRSÍ Skrifstofan er í reynd lögð niður Eftir Örnu Schram arna@mbl.is „ÉG ER nánast orðlaus. Mér finnst þetta vera árás á mannrétt- indastarf á Íslandi,“ segir Bryn- hildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, um þá niðurstöðu utanríkisráðu- neytisins að synja beiðni skrif- stofunnar um styrk til reksturs hennar og verkefna. Brynhildur segir að í bréfi ráðuneytisins, sem borist hafi skrifstofunni í fyrradag, hafi komið fram að fjármagn ráðu- neytisins til mannréttindamála ætti þess í stað að renna til mann- réttindamála á alþjóðavettvangi. Til stæði m.ö.o. að fjármagna hálfa stöðu starfsmanns við mannréttindamál hjá ÖSE (Ör- yggis- og samvinnustofnun Evr- ópu). Brynhildur segir að þetta þýði, að óbreyttu, að skrifstofan hafi einungis 2,2 milljónir til ráðstöf- unar á þessu ári. Til samanburðar hafi hún fengið átta milljónir á fjárlögum síðasta árs. „Við höfum fjármagn fram á sumar til að halda skrifstofunni gangandi. Ef okkur tekst ekki að afla meiri fjár blasir ekkert annað við en lokun skrifstofunnar. Ég held þó í þá von að einhverjir vilji styrkja þetta starf.“ „Árás á mannrétt- indastarf á Íslandi“ ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs hafa ákveðið að gera upplýsingar um tekjur sínar og eignir aðgengilegar á vefsíðu flokks- ins, vg.is, á næstu dögum. Ögmund- ur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, hefur þegar birt upplýsingar um sín mál á heimasíðu sinni, ogmundur.is. „Það er nú reyndar svo að upplýs- ingar um okkar tekjur og eignir hafa verið öllum aðgengilegar, sem eftir þeim hafa leitað. En við höfum auk þess ákveðið að gera þær aðgengi- legar á heimasíðu Vinstri grænna,“ sagði hann, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöld. Ögmundur sagði að þetta væri þó bara byrjunin. „Stóra málið er að sjálfsögðu að opna bókhald stjórn- málaflokkanna þannig að sýnilegt verði hvort einhverjir eru að gjalda vinargreiða úr pólitíkinni.“ Guðjón. A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, segir að- spurður að þingmenn flokksins muni vafalaust birta opinberlega upplýs- ingar um tekjur sínar og eignir. Fyrst vildi hann þó sjá samræmdar reglur um þá upplýsingagjöf. Guðjón segir að Frjálslyndi flokkurinn hafi verið með opið bókhald frá stofnun flokksins. „Við viljum gjarnan sjá aðra stjórnmálaflokka opna einnig sitt bókhald.“ Birta upplýs- ingar um tekjur sínar og eignir hefði m.ö.o. ekki vald til þess að skikka þingmenn til að opinbera þessi mál. Allir tólf þingmenn flokksins, sem og makar þeirra, samþykktu hins vegar að gefa upp umræddar upplýsingar. Skuldir ekki opinberaðar Reglurnar eru í sex töluliðum. Þær kveða m.a. á um birtingu upp- lýsinga um hlutabréfaeign í inn- lendum og erlendum félögum. Einnig kveða þær á um birtingu upplýsinga um stofnsjóðsinneignir hjá samvinnufélögum, stofnfjárbréf í sparisjóðum og stofnfjáreignir í sameignarfélögum. Þá kveða þær á um birtingu upplýsinga um fast- eignir, þ.e. aðrar fasteignir en fast- eignir, sem ætlaðar eru til eigin bú- setu. Að lokum kveða þær m.a. á um birtingu upplýsinga um auka- störf utan þings, boðsferðir og gjaf- ir. Miðað er við að upplýsingarnar verði uppfærðar jafnóðum og tilefni gefst til. Ekki er í reglunum kveðið á um að þingmenn og makar þeirra op- inberi skuldir sínar. Hjálmar sagði að sá möguleiki hefði verið ræddur innan þingflokksins. Niðurstaðan hefði verið sú að birta ekki slíkar ÞINGMENN Framsóknarflokksins birtu í gær upplýsingar um m.a. fjárhag sinn og eignir, sem og upp- lýsingar um fjárhag og eignir maka sinna, á vef flokksins, framsokn.is og á vef Alþingis, althingi.is. Þing- flokkurinn kynnti jafnframt þær reglur sem hann hefur samþykkt að byggja upplýsingagjöf sína á. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að rætt hefði verið, um nokkra hríð, innan flokksins, hvort rétt væri að þing- menn birtu upplýsingar sem þess- ar. „Það má kannski segja að það sem ýti við okkur núna séu ýmsar aðdróttanir og rangar fullyrðingar um ímynduð hagsmunatengsl ein- stakra þingmanna við einstök fyr- irtæki og þar fram eftir götunum. Það má kannski segja að það hafi hraðað ferlinu,“ sagði hann á blaða- mannafundi í þinghúsinu í gær, en þar kynnti stjórn þingflokksins reglurnar um upplýsingagjöfina. Hjálmar sagði að þingflokkurinn hefði tekið mið af þeim reglum sem gilda um svona mál í nágrannalönd- um okkar. Reglur framsóknar- manna ná til þingmanna flokksins og þeirra varaþingmanna sem taka sæti á Alþingi. „Hverjum og einum þingmanni er þó í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir gefa um sjálfan sig,“ útskýrði Jónína Bjart- marz, þingmaður flokksins, á fund- inum í gær. Stjórn þingflokksins upplýsingar. „Við ákváðum að stíga ekki það skref núna,“ sagði Jónína. Ekki væri þó hægt að útiloka að reglunum yrði breytt í framtíðinni. Jónína minnti á, í þessu sam- bandi, að hún hefði, fyrir hönd þingflokksins, ritað forsætisnefnd Alþingis bréf, þar sem þeim til- mælum er beint til nefndarinnar að nefndin undirbúi og komi í fram- kvæmd samhæfðum reglum um birtingu upplýsinga um fjárhag, eignir og aðra hagsmuni alþing- ismanna. Vel gæti hugsast, að regl- ur forsætisnefndar, yrðu þær sett- ar, yrðu þrengri en reglur framsóknarmanna. Þingmenn flokksins hefðu lýst því yfir að þeir myndu laga sínar reglur að reglum forsætisnefndar. Vilja stuðla að gagnsæi Hjálmar ítrekaði að þingflokk- urinn væri stoltur af því að vera fyrstur þingflokka á Íslandi til að birta umræddar upplýsingar. Markmiðið væri að stuðla að gagnsæi í íslenskum stjórnmálum. „Við viljum hafa þessar upplýsing- ar á borðinu,“ sagði hann en bætti því við að þingflokkurinn teldi það á engan hátt óeðlilegt að þingmenn, eins og hverjir aðrir, fjárfestu í fyr- irtækjum og tækju þátt í atvinnulíf- inu. Inntur eftir því hvort eignir þingmanna gætu á einhverjum tímapunkti orðið þess eðlis að þær sköpuðu hagsmunaárekstra sagði hann: „Það er alltaf matsatriði.“ Það væri þingmannanna sjálfra og annarra að meta það. Mikilvægast væri hins vegar að hafa þær upp- lýsingar, sem hér um ræðir, uppi á borðinu. Þingmenn Framsóknar birta upplýsingar um fjárhag sinn Aðdróttanir um meint hagsmuna- tengsl flýttu starfinu Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Birta ekki upplýsingar um skuldir  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.