Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 25 mu í fram- að áfallnar nemi um ð við 3,5% lega 145 öfu. „Aug- þegar eru ða til auk- ni. Þannig á líftíma milljarða hækkunar á áföllnum skuldbinding- um,“ segir Tryggvi Þór. Heildarútgjöld hins opinbera til þessa málaflokks hafa vaxið stórlega á undanförnum árum eða úr ríflega 3,8 milljörðum kr. árið 1990 í ríflega 12,7 milljarða kr. árið 2003. „Stærsta hluta þessarar miklu og vaxandi út- gjaldaaukningar má rekja til fjölg- unar bótaþega (82%) en um 18% út- gjaldaaukningarinnar stafa af hækkun bótagreiðslna að raunvirði. Ef útgjöld almenna lífeyrissjóða- kerfisins eru talin með má ætla að heildarbætur til öryrkja hafi numið um 18 milljörðum kr. árið 2003. Að sama skapi nam áætlaður kostnaður samfélagsins vegna tapaðra vinnu- stunda vegna örorku tæpum 4% af landsframleiðslu árið 2003, sem var- lega áætlað jafngildir tæplega 34 milljörðum kr. á föstu verðlagi.“ Tryggvi Þór sagði á fréttamanna- fundi í gær, þar sem skýrslan var kynnt, að það væri til mikils að vinna að hamla gegn þessari þróun. „Ábat- inn er ekki einungis hagfræðilegur eða þjóðhagslegur heldur er mikil- vægt fyrir velferð hvers manns að hann geti fundið sér starf við hæfi. Stjórnmálamenn hafa hér verk að vinna,“ sagði hann. Núverandi kerfi er verulega vinnuletjandi Í skýrslunni er sjónum einnig beint að fjárhag öryrkja og samspili afsláttar, styrkja og bóta sem þeim standa til boða að viðbættum ör- orkubótum Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða. Tryggvi Þór kemst að þeirri nið- urstöðu að mikill fjárhagslegur hvati sé í núverandi kerfi fyrir láglauna- fólk að leita eftir örorkumati, „enda getur það hækkað laun sín umtals- vert með því móti“, segir í skýrsl- unni. „Að sama skapi er lítill hvati fyrir fólk að hverfa af örorkubótum nema þokkalega vel launuð vinna bíði þess. Núverandi kerfi er veru- lega vinnuletjandi og fullljóst að það borgar sig ekki fyrir öryrkja að fara út á vinnumarkað og hverfa af bót- um fyrir lægri mánaðarlaun en 127 þúsund kr., eða jafnvel 165 þúsund kr. ef afsláttur sem örorkuskírteini veitir er nýttur og nokkrar vægar forsendur eru uppfylltar. Þá ber á það að líta að allir þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð í þrjú ár áður en þeir eru metnir öryrkjar fá örorku- bætur úr lífeyrissjóði. Þannig getur þrítugur einstaklingur með undir 160 þúsund kr. á mánuði í atvinnu- tekjur fyrir örorku hækkað í ráðstöf- unartekjum við það að vera metinn öryrki. Hið sama gildir um 62 ára einstak- linga sem eru með undir 146 þúsund kr. í mánaðarlaun,“ segir þar enn- fremur. Einnig er bent á að svonefnd jað- aráhrif innan núverandi kerfis séu umtalsverð og geti ráðstöfunar- tekjur örorkulífeyrisþega í öfgatil- fellum lækkað um ríflega 20 þúsund kr. við það eitt að hækka í launum um eitt þúsund kr., en það er sagt gerast þegar mánaðartekjur hækka úr 240 þús. í 241 þús. þar sem aldurs- tengd örorkuuppbót fellur öll niður við þetta tekjumark. Fram kemur að útgjaldaaukningu til barnalífeyrisþega megi að mestu leyti rekja til fjölgunar bótaþega en aðeins að litlu leyti til hækkunar bótafjárhæða. Komist er að þeirri niðurstöðu að arðsemi þess að hverfa af bótum og fara aftur út á vinnumarkaðinn sé mjög lítil, jafnvel neikvæð, fyrir tekjulága einstak- linga og einstæða foreldra. „Kjör ör- orkulífeyrisþega eru mun betri en kjör atvinnulausra og þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði og þiggja félagslegar bætur og má einkum rekja þennan mun til þriggja ástæðna. Í fyrsta lagi eru örorku- bætur mun hærri en bæði atvinnu- leysisbætur og fjárhagsaðstoð sveit- arfélaga. Þar munar ekki síst um aldurstengdu örorkuuppbótina sem nýlega var komið á. Í annan stað kunna örorkulífeyrisþegar að eiga rétt á umtalsverðum greiðslum úr lífeyrissjóðum og í þriðja lagi leikur barnalífeyririnn stórt hlutverk. Eftir því sem börnin verða fleiri verður munurinn á kjörum öryrkja og at- vinnulausra meiri. Sem dæmi má taka að eftir skatta og að meðtöldum barna- og húsaleigubótum hefur heilbrigður, barnlaus einhleypingur sem er öryrki um 22% betri kjör en sá sem treystir á félagslega aðstoð. Ef við skoðum sömu einstaklinga en gerum ráð fyrir að þeir eigi tvö börn þá eru tekjur hins atvinnulausa 176.588 kr. á mánuði en örorkulíf- eyrisþegans 224.190 kr. Hér eru kjör örorkulífeyrisþegans um 27% betri. Ef börnin eru þrjú er svo munurinn 29%,“ segir í skýrslunni. Atvinnuleysisbætur 80% af örorkulífeyri Bent er á að atvinnuleysisbætur og örorkulífeyrir voru nær sama upphæð allt fram á miðjan tíunda áratuginn. Eftir það hækkaði upp- hæð örorkulífeyris og árið 2003 var svo komið að atvinnuleysisbætur voru um 80% af örorkulífeyri. Talið er augljóst að hvatarnir fyrir þá sem búið hafa við langtímaatvinnuleysi að fá örorkumat hafi styrkst jafnt og þétt frá því um miðjan síðasta ára- tug. Sérstaklega eigi þetta við um fólk sem metið er snemma á lífsleið- inni til örorku. Þá var grunnfjárhæð félagslegrar aðstoðar Reykjavíkur- borgar um 5% hærri en örorkulíf- eyrir TR um miðjan síðasta áratug en nú er svo komið að aðstoðin er komin niður í rétt rúmlega 65% fyrir einhleyping sem metinn var snemma til örorku en um 60% fyrir þann sem metinn var seint. „Hér er þróunin enn meira sláandi en í tilfelli at- vinnuleysisbóta og hefur vafalítið hvatt þá er njóta fjárhagslegrar að- stoðar til að leita eftir örorkumati. Með þeim hætti geta þeir bætt kjör sín og öðlast þannig rétt til örorkulíf- eyris. Þetta á eins og áður sérstak- lega við um yngra fólk,“ segir þar einnig. Tryggvi Þór segir í samtali við Morgunblaðið að aldurstenging bótanna sé einnig að einhverju leyti skýring á fjölgun öryrkja í yngri ald- urshópunum. Einnig skýri ríflegur barnalífeyrir fólks frá tvítugsaldri og fram undir fertugt að töluverðu leyti þá fjölgun sem átt hefur sér stað. í að öryrkjum hefur fjölgað verulega skv. nýrri skýrslu sem unnin var fyrir heilbrigðisráðherra Morgunblaðið/Eyþór kynnti öryrkjaskýrsluna á blaðamannafundi í gær. Við hlið hans eru Jón Kristjánsson íð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri og Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra.          5,    & &'  ( $ )**+ +     ,$   '( -'    . = 4 4 * 4 3,$,!-6@!-, 5, '       1 1 1 1 1 1 1 omfr@mbl.is SKIPTA má aðgerðum sem miða að því að halda fjölgun örorkubótaþega í skefjum í þrennt að mati höfundar skýrslunnar um fjölgun öryrkja. Lagðar eru fram eftirfarandi tillögur um aðgerðir í skýrslunni: 1. Aðgerðir sem miða að því að minnka ný- gengi örorku: „Þetta geta verið aðgerðir eins og aðstoð við þá sem hafa verið atvinnulausir í langan tíma, en þær gætu t.d. falist í endurþjálfun, aðstoð við atvinnuleit eða jafnvel niður- greiðslu launatekna. Þá þyrfti að herða regl- ur um hvernig örorka einstaklinga er metin, en nú er eingöngu um læknisfræðilega nálg- un að ræða og ekki er litið til starfsþreks viðkomandi eins og gert var fyrir innleið- ingu örorkumatsstaðals árið 1999. Banda- rískar rannsóknir sýna fram á að hægt er að koma fólki út á vinnumarkað á nýjan leik með hertu eftirliti. Hægt væri að herða regl- ur um endurmat og fylgja þannig betur eftir þeim einstaklingum sem mögulega geta snú- ið á nýjan leik út á vinnumarkað.“ 2. Aðgerðir sem miða að því að koma ör- yrkjum aftur út á vinnumarkað: „Þessar aðgerðir gætu falist í mun meiri eftirfylgni og endurmati en nú tíðkast, auk þess sem fjölga mætti möguleikum til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Í því sambandi mætti endurskoða reglur um vinnusamninga með niðurgreiddum launatekjum, auk þess sem nýta mætti einkaaðila í mun meiri mæli en nú er gert.“ 3. Aðgerðir sem miða að því að breyta fjárhagslegum hvötum: „Sennilega er áhrifamesta aðgerðin til að hvetja öryrkja til að fara út á vinnumark- aðinn, og letja fólk til að sækja um ör- orkumat, sú að draga úr fjárhagslegum ávinningi af því að vera á örorkubótum, nema þegar um algjört neyðarbrauð er að ræða. Fyrir fólk á lágum tekjum felst lítil arðsemi í því að fara af örorkubótum í vinnu og í mörgum tilfellum er hún jafnvel nei- kvæð. Arðsemina má auka með ýmsum ráð- um. Hægt væri að minnka jaðaráhrif þess að hverfa af örorkuskrá með því að leyfa við- komandi að halda eftir hluta bóta þrátt fyrir að hann hefji störf að nýju, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum og í Bretlandi og Norðmenn gera nú tilraunir með. Þá virðist fjárhags- stuðningur við barnafólk hvetja það mjög til að sækja um örorkumat. Skilvirkasta leiðin til úrbóta væri að sam- ræma fjárhagslegan stuðning við barnafólk þannig að hann færi allur fram í gegnum al- menna barnabótakerfið en ekki í gegnum TR [Tryggingastofnun ríkisins], sveit- arfélögin og verkalýðsfélögin eins og málum er nú háttað. Þó að þessi breyting sé ef til vill nokkuð róttæk hefði hún í för með sér mun gagnsærra og einfaldara kerfi — fjár- hagsstuðningi við hópa eins og öryrkja og atvinnulausa yrði ekki blandað saman við fjárhagsstuðning við barnafólk.“ Öryrkjar fari út á vinnumarkaðinn þarf örorkumatsferlið við,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigðis- skýrslunnar um fjölgun öryrkja í gær. Hann íkisstjórnarfundi í gærmorgun og var ákveðið ráðuneyta fari yfir skýrsluna og skili áliti fyrir gar aðgerðir. ggjur af þessu máli og það er klárlega í þágu rfa fyrst og fremst á aðstoð samfélagsins að staklega innstreymið í kerfið. Einnig hvernig em hafa verið greindir öryrkjar til að komast út ef aðstæður þeirra breytast. Þetta tvennt er að gði Jón. a þeirra upplýsinga sem fram koma um fjölgun oða þyrfti örorkumatsferlið. „Það er eitthvað jum skuli fjölga svona mikið á þeim tíma sem almennt að batna,“ sagði heilbrigðisráðherra.  Meira á mbl.is/itarefni öryrkja hér á að furðu sætir N öryrkja að undanförnu má rekja til sex þátta ryggva Þórs Herbertssonar: rar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Örorku- ast með lífaldri og íslenska þjóðin er að eldast eð fjölgar öryrkjum. krafna um arðsemi á vinnumarkaði. Ein- r sem skila minni framleiðni hafa misst störf atvinnulausir um lengri tíma og að lokum orð- ar. mis á milli lægstu launa og þeirra bóta og m örorkulífeyrisþegar eiga rétt á. Fyrir vikið mati Tryggva Þórs skapast fjárhagslegur hvati llra lægstlaunuðu að sækja um örorkumat, sér- á þetta við um einstæða foreldra og barnmargt mis á milli lægstu launa og bóta leiðir til þess að ess að hverfa af örorkuskrá og út á vinnu- r afar lítil og jafnvel neikvæð. Þetta leiðir til lk hættir sjaldan að þiggja örorkulífeyri til að til sín taka á vinnumarkaði. unar örorkulífeyris umfram atvinnuleysis- fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Með þessu ndast hvati fyrir fólk sem fær atvinnuleysis- a fjárhagsaðstoð til að sækja um örorkumat til árhagslega afkomu sína. s örorkumatsstaðals. Þegar læknisfræðilegi ör- staðallinn var tekinn upp árið 1999 var hætt að til starfsþreks og afkomumöguleika öryrkja gis litið til læknisfræðilegra þátta sem leiddi til un auðveldara er nú að fá örorkumat en áður. skýringar á un öryrkja Ýmsar forsendur þarfn- ast nánari skoðunar ÖRYRKJABANDALAG Íslands segist leggja áherslu á að ráðist verði að rótum þess vanda sem fjallað er um í skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings um ástæður fjölgunar öryrkja á Íslandi. Lýsir Öryrkjabanda- lagið sig reiðubúið til samstarfs við stjórnvöld og aðra þá sem að því starfi þurfi að koma. Þetta kemur fram í til- kynningu sem Öryrkjabandalagið sendi frá sér í gær. Í samtali við Morgunblaðið sagði Emil Thoroddsen, formaður Öryrkjabandalags Íslands, skýrsluna á margan hátt vera athyglisvert innlegg í þarfa umræðu um þessi málefni. „Skýrslan staðfestir þau tengsl sem Ör- yrkjabandalagið hefur haldið fram að séu á milli atvinnu- stigs og örorku. Að því leyti koma niðurstöður hennar ekki á óvart,“ segir Emil, en tók fram að hjá Ör- yrkjabandalaginu ættu menn þó eftir að kynna sér efni hennar mun betur, en bandalagið fékk skýrsluna fyrst í hendur í gærmorgun. Benti Emil þó á að augljóst væri að ýmsar forsendur, sem höfundur gefi sér, þarfnist nánari skoðunar, auk þess sem efnistök höfundar séu þröng og taki mið af ein- staklingnum. Sleppt sé að fjalla um þá samfélagsgerð sem einstaklingurinn búi við, þróun hennar og ábyrgð þeirra sem að málum koma. Þá sé ekki að finna í skýrslunni neinn kerfisbundinn samanburð á velferðarkerfi Íslendinga og annarra þjóða, sem Íslendingar beri sig saman við, hvorki varðandi fjölda öryrkja né upphæðir bóta. Þannig megi efast um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja þar sem ekki sé byggt á skattagögnum sem gæfu raunhæfari mynd af tekjum þessa hóps en þau gögn sem höfundur noti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.