Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 20
STEFANÍA Valdís Stefáns- dóttir aðjúnkt í heimilisfræðum við Kennaraháskóla Íslands, tók saman upplýsingar um hollt og gott nasl fyrir nem- endur í próflestri.  Pokar með blöndu af möndl- um og þurrkuðum ávöxtum (fást í stórmörkuðum).  Þurrkaðar mjúkar apríkósur og ýmsar tegundir af þurrk- uðum ávöxtum í litlum pok- um og er ætlað sem nasl (og fæst í stórmörkuðum).  Pokar með litlum harð- fiskbitum sem eru mótaðir eins og litlar töflur eða bitar og fást með t.d. chili. Þetta er nýkomið á markað og fæst í stórmörkuðum.  Nýir íslenskir tómatar og agúrkur og/eða vínber, gott með ostabitum, ósætu kexi og ídýfu úr 10% sýrðum rjóma bragðbætt með púrru- lauksúpudufti.  Litlu gulræturnar sem fást í plastpokum og eru flysjaðar, gott með ídýfunni.  Ferskir ávextir skornir í bita (blanda saman mörgum teg- undum – gott að eiga í ís- skáp).  Íste gott til drykkjar og fæst mismunandi bragðbætt.  Gott að eiga kalt vatn í könnu í ísskápnum og brytja út í vatnið lime, sítrónu, appelsinu, jarðarber og agúrku (eitthvað tvennt af þessu saman). Það gefur vatninu ferskt bragð.  PRÓFLESTUR Hollt og gott nasl SÓFADAGAR Seljum nokkra sýningasófa með allt að 25% afslætti. 15% afsláttur af öllum sérpöntuðum sófum. Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 því hvar maður stendur í raun og veru gagnvart þessu prófi. „Hvernig hefur mér gengið að læra í vetur?“ „Hvaða einkunnir hef ég fengið?“ „Hversu vel skil ég?“ „Hvað kann ég best núna?“ og reyna að meta mögu- legan árangur sinn út frá því. Ekki að vera upptekinn af einkunnum sem slíkum. Viðhorf til prófa skiptir einn- ig máli. Próf er ekki mælikvarði á gáfur nemandans eða hann sem per- sónu heldur er fyrst og fremst verið að mæla eitthvert tiltekið efni sem hann er að læra og hæfni hans í því. Með öðrum orðum að aðgreina sjálf- an sig og það viðfangsefni, sem verið er að fást við og að hafa trú á því að ráða við það. Svo er það námstækni og próf- tækni. Að geta greint aðalatriði frá aukaatriðum og koma sér upp skyn- samlegri minnistækni. Það er ekki hægt að muna allt utan að. Betra er að flokka upplýsingar í minnislista eða búa til beinagrind að efni og muna út frá því.“ Upprifjun Auður segir að upprifjun á efni sem verið er að lesa skipti gríðarlega miklu máli. „Oft leggja nemendur litla áherslu á upprifjun en mikla áherslu á lest- ur,“ segir hún. „Lesa kannski 100 sinnum yfir námsefnið en gleyma að rifja það upp í huganum að lestri loknum. Ekki er sama hvernig upp- rifjunin fer fram. Prófið sjálft er eins- konar upprifjun og það kann ekki góðri lukku að stýra að láta reyna á hvað maður raunverulega kann á prófinu sjálfu. Upprifjun og umorðun eru nátengd, nemandinn þarf að segja hlutina með sínum eigin orðum  VORPRÓF | Mikilvægt að hafa rétt viðhorf Gleyma umhverfinu og sökkva sér í prófið Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Morgunblaðið/Ásdís árangri á þessu prófi,“ … „Ég kemst aldrei yfir að lesa allt þetta efni,“ og … „Ég næ ekki prófinu.“ Óörygg- ið og vanmetakenndin sem fylgir oft prófkvíða endurspeglast einnig í vinnubrögðum, „Nú verð ég að læra allt þetta efni 100%. Ég get ekki farið í prófið öðruvísi.“ Nemandinn festist í smáatriðum, hættir að greina aðalatriði frá auka- atriðum, fer að gera óraunhæfar kröfur til sín. Eða hann bregst þannig við að honum er ómögulegt að festa hugann við próflestur og reynir að komast undan honum. Prófstreita er ekki óeðlileg í prófum, próf eru áskor- un sem kosta ákveðna orku og vinnu og jafnvel þó að margir þekki kvíða tekst flestum að finna leið til að bregðast við á uppbyggilegan hátt í prófum.“ Óraunhæfar kröfur Hvað er til ráða? „Sá þáttur sem viðheldur prófkvíða einna mest eru óraunhæfar kröfur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir P rófkvíði er ótti við að mistakast í aðstæðum þar sem próf eða mat fer fram og birtist í sterkum tilfinninga- legum, líkamlegum við- brögðum, stöðugum áhyggjum af frammistöðu og hegðun sem einkennist af því að komast undan þessu óþægilega ástandi,“ segir Auður R. Gunn- arsdóttir, sérfræðingur í klín- ískri sálarfræði og fagstjóri við Námsráðgjöf Háskóla Íslands. „Oft myndast prófkvíði undir pressu, álagi eða kröfum um árangur, sem nem- andanum finnst hann ekki standa undir.“ Auður segir að prófkvíði eigi ekki eingöngu við um eldri nemendur. „Jafnvel yngri nemendur í grunn- skólum eru farnir að finna fyrir próf- kvíða,“ segir hún. „Árangursmat sem byggist fyrst og fremst á frammi- stöðu á prófi oft undir mikilli pressu eins og gjarnan þekkist t.d. á sam- ræmdum prófum, mikilvægum próf- um og lokaprófum getur ýtt undir kvíðaviðbrögð hjá nemendum, sem festast í sessi. Samhliða því að nota próf við árangursmat er mikilvægt að hafa áhrif á viðhorf nemenda til prófa. Það er allt of algengt að nem- endur líti á próf sem algildan mæli- kvarða á námshæfni þeirra og getu í námi. Ég tel því mikilvægt að ræða um hver sé tilgangur prófa og hvað þau í raun og veru mæli.“ Svitaköst, ógleði og spenna Auður segir að prófkvíði geti birst í líkamlegum einkennum svo sem spennu, ógleði, svitaköstum, van- máttarkennd og áhyggjum af frammistöðu í prófunum. Nemandinn óttast að hann muni ekki standa sig nógu vel og hugsi sem svo, „Ég ræð ekki við þetta,“ … „Ég mun ekki ná Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is eða setja þá niður fyrir sig á blað. Upprifjun þarf því að vera munnleg ef nemandinn ætlar að vera öruggur um að hann kunni efnið. Svo er gott að vera búinn að skipuleggja hvernig maður ætlar að svara hugsanlegum spurningum á prófinu. Helst áður en sest er að prófborðinu.“ Halda daglegum venjum Auður leggur áherslu á að nemendur gæti þess að raska ekki um of dag- legum venjum. Gæti þess að lesa ekki um of, hætta að borða eða missa svefn. „Það myndast streita um fram venjulega streitu þegar maður hættir að borða eða ef maður fer að vaka á nóttunni og þar með er kominn upp viðbótarþáttur, sem eykur á streitu og kvíða,“ segir hún. „Ég mæli til dæmis ekki með mikilli kaffidrykkju eða notkun á einhverjum öðrum efn- um til að halda sér vakandi eða at- hyglinni gangandi. Oft hefur það þveröfug áhrif þegar upp er staðið. Best er að halda sínum daglegu venj- um eins og hægt er.“ Auður segir að hreyfing skipti Vorprófin eru að nálgast og margir nemendur fyllast prófkvíða, sem getur birst í andlegum og líkamlegum einkennum, svo sem vanmætti og óöryggi og/eða svefn- og lystarleysi. 20 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.