Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Keflavík | „Það er eins og þetta líffæri sé skap- að fyrir mig. Læknarnir þarna úti sögðu að ég væri viku á undan með allt,“ segir Laufey Dag- mar Jónsdóttir í Keflavík. Hún er á góðum batavegi eftir að hafa fengið grætt í sig nýja lif- ur á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn fyrir nákvæmlega mánuði. Laufey hefur átt við vanheilsu að stríða í nokkur ár. Í upphafi lýsti það sér aðallega í óskaplegum kláða um allan líkamann. Fór hún í meðferð af ýmsu tagi vegna ofnæmis án þess að það kæmi að nokkru gagni. Fyrir sjö árum greindist hún síðan með lifrarsjúkdóm, sjálfs- ofnæmi, sem væntanlega hefur verið að búa um sig í langan tíma og veldur því að lifrin sinnir ekki hlutverki sínu eðlilega. Það hafði mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Laufey segist alltaf hafa verið óskaplega þreytt og húð hennar og augu urðu gul. Sigurður Ólafsson, sérfræðingur í meltingar- og lifrarsjúkdómum, segir að sjálfsofnæmi sem leggist á lifur eyði gallgangi og geti það smám saman leitt til lifrarbilunar. Þetta sé einn af fjölmörgum sjúkdómum sem geti leitt til lifr- arbilunar og lifrarígræðslu. Nokkrir ein- staklingar greinast með þennan sjúkdóm hér á landi á ári. Kallið kom Laufey fékk lyf sem héldu aftur af einkenn- um sjúkdómsins, þar til í sumar að þau dugðu ekki lengur. Hún fór að léttast óeðlilega og seg- ir að þá hafi læknarnir hafið undirbúning að lifrarígræðslu.Eftir að hafa farið til Danmerkur í rannsókn beið hún eftir að réttur líffæragjafi fyndist. „Það var stressandi að búa í ferða- tösku, þótt það væri ekki nema í mánuð. Ég mátti ekki fara lengra en 100 kílómetra frá Keflavíkurflugvelli. Það var svo klukkan hálf tvö aðfaranótt páskadags að kallið kom, lifrin var fundin,“ segir Laufey. Þá þurfti að útvega flugfar með Kaupmannahafnarvélinni og það lá ekki fyrir fyrr en klukkan sex um morguninn að hægt yrði að komast með vélinni klukkan átta. Maður Laufeyjar, Kristinn Arnberg Sigurðs- son, fór með henni út sem og Kristgeir, elsti sonur hennar. Laufey var lögð inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og fór beint á skurðarborðið. Hún hefur það eftir læknunum að aðgerðin hafi gengið óvenjulega vel. Hún hafi tekið fjóra tíma en venjulega taki lifrarígræðsla sex til átta klukkustundir. Þá hafi þeir sagt að hún myndi sofa í tvo sólarhringa eftir aðgerðina. „Ég var vöknuð eftir tíu tíma og var svikin um eins og hálfs sólarhrings svefn,“ segir hún. Þá var hún sólarhring skemur í einangrun eftir aðgerðina en venjan er. Störf lækna og hjúkrunarfólks á Ríkissjúkra- húsinu fá hæstu einkunn hjá Laufeyju sem bætir því við að þetta hafi allt verið yndislegt fólk sem hafi sýnt henni mikinn kærleik. Þá segir hún að Þórir Jökull Þorsteinsson, prestur Íslendinga í Kaupmannahöfn, hafi verið stoð þeirra og stytta á meðan þau voru úti. Þá segir hún ómetanlegt hversu vel fjölskylda hennar og vinir hafi staðið vel með henni í veikindunum. Sigurður Ólafsson segir að tilkoma lifr- arígræðslu og bætt ofnæmisbælandi lyf hafi gjörbreytt möguleikum við meðferð fólks með langt gengna lifrarsjúkdóma. Hann áætlar að um það bil einn Íslendingur fari í slíka aðgerð á ári, að jafnaði, en fjöldinn sveiflist töluvert milli ára. Nýju lyfin valdi því að lítil hætta sé á því að líkaminn hafni nýja líffærinu og sé það miklu minna vandamál en við til dæmis hjarta- og lungnaígræðslu. Lyginni líkast Laufey og Kristinn komu heim aftur í síðustu viku, í íbúðina í Keflavík þar sem þau hafa verið að hreiðra um sig í en áður bjuggu þau í Grindavík í 24 ár. Bæði eru þó Snæfellingar, tekur Laufey fram og leggur áherslu á orð sín. Hún viðurkennir að hluti líkamans sé nú dansk- ur, að öllum líkindum. Það fæst þó ekki gefið upp hver líffæragjafinn er og segir Laufey að skurðlæknarnir hafi ekki einu sinni vitað það, þeir hafi aðeins upplýsingar frá rannsóknastof- unni um að fundin væri lifur sem ætti að henta henni. Sjálf leyfir hún sér þó að láta hugann reika. Segir að amma sín hafi sagt sér fyrir þrjátíu ár- um að hún myndi ættleiða tólf eða þrettán ára stúlku eða hún myndi allavega fylgja henni á einhvern hátt. Nóttina áður en hún var kölluð út til Kaupmannahafnar hafi hún vaknað við skellihlátur stúlku á þeim aldri sem staðið hafi við skápinn í herberginu. Segir Laufey að sér hafi virst herbergið vera fullt af svartklæddu fólki ásamt telpunni sem var ljóshærð. „Ég get vel ímyndað mér að ég hafi fengið lifrina henn- ar,“ segir Laufey. Henni líður mun betur nú en áður en hún fór í aðgerðina og eins og áður er stutt í brosið og gamansemina. Guli liturinn er horfinn og augun orðin hvít á ný. Þótt hún sé enn orkulítil og með þrautir vegna skurðaðgerðarinnar og sé á sterkum lyfjum segir hún ljóst að aðgerðin hafi þegar breytt lífinu til hins betra. „Þetta er lyg- inni líkast,“ segir Laufey. Laufey Dagmar Jónsdóttir gekkst undir lifrarígræðslu á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn Lífið hefur breyst til hins betra Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á batavegi Laufey Dagmar Jónsdóttir er á batavegi eftir lifrarígræðslu í Kaupmannahöfn. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hólar | Hrefna María Ómarsdóttir fékk afhenta Morgunblaðsskeifuna við athöfn á Skeifudaginn í reiðhöll- inni á Hólum í Hjaltadal. Í rúmlega fjóra áratugi hefur Morgunblaðið veitt Morgunblaðs- skeifuna þeim fyrstaársnema í reið- mennsku sem þykir hafa skarað fram úr í samanlögðum greinum við Hóla- skóla, en við afhendingu þessara verðlauna er að jafnaði efnt til sýn- ingar og keppni og nefnist þessi dag- ur Skeifudagurinn. Að þessu sinni var það samdóma álit dómara og áhorfenda að hópurinn sem tók þátt í fjórgangs-keppninni á útisvæðinu við reiðhöll skólans væri óvenju glæsilegur. Fyrst fór fram keppni í B úrslitum og vann sigurveg- arinn sig upp í A úrslit, og urðu þar keppendur því sex. Sigurvegarinn með fótinn í gifsi Sigurvegari í A úrslitum varð síðan Hrefna María Ómarsdóttir frá Reykjavík, á níu vetra dökkbrúnum glæsihesti sínum, Zorró frá Álfhólum. Var sigur Hrefnu einkar glæsilegur í ljósi þess að í byrjun apríl ökklabrotn- aði hún illa og þurfti að gangast undir aðgerð og var allt fram til keppninnar mjög tvísýnt um þátttöku hennar og Zorrós. Gerði keppnisstjórn undan- tekningu frá keppnisreglum, þar sem Hrefna er með annan fótinn í gifsi og gat ekki staðið í ístaði, meðan hún reið sýningarhringina á hinum ýmsu gangtegundum. Við verðlaunaafhendinguna í reið- höllinni að lokinni fjórgangskeppn- inni komu allir fyrstaársnemar með hesta sína og fengu viðurkenningu. Þar kom einnig fram að líklega hefði ekki áður verið svo stór hópur glæsi- hesta og ágætra knapa við lok fyrsta árs. Helgi Már Ólafsson frá Akranesi fékk verðlaun fyrir fimmgangsverk- efni á hestinum Hrönn frá Ósi, Eið- faxabikarinn sem veittur er fyrir um- hirðu hlaut Þorsteinn Björnsson frá Akureyri, verðlaun frá Félagi tamn- ingamanna fyrir lokapróf í ásetu og stjórnun hlaut Hafdís Ármannsdóttir frá Egilsstöðum. Í þriðja sæti í keppni um Morgun- blaðsskeifuna varð Jakob Víðir Krist- jánsson frá Stóradal í Húnavatns- sýslu á hestinum Þætti frá Hólum, í öðru sæti varð Barbara Wenzl frá Austurríki á hestinum Grásteini frá Æsustöðum, en sigurvegari varð Hrefna María Ómarsdóttir frá Reykjavík á Zorró með einkunnina 9,09. Stjórnandi mótsins og kynnir var Víkingur Gunnarsson kennari, en að lokinni verðlaunaafhendingu þágu gestir veitingar í boði Hólaskóla. Óvenju glæsilegur hópur á Skeifudeginum á Hólum Hrefna María vann Morgunblaðsskeifuna Morgunblaðið/jt Morgunblaðsskeifan afhent Jakob Víðir Kristjánsson er lengst til vinstri á Þætti, þá Barbara Wenzl á Grásteini og sigurvegarinn, Hrefna María Ómarsdóttir, er lengst til hægri á myndinni á Zorro. Eftir Björn Björnsson Vestmannaeyjar | „Ætli það sé ekki verið að þakka mér fyrir hvað ég er búinn að vera lengi að og að ég verð sjötugur á árinu,“ sagði Guðjón Ólafsson, Gaui í Gíslholti, en hann hefur verið út- nefndur bæjar- listamaður Vest- mannaeyja næsta árið. Lífskúnstnerinn Gaui í Gíslholti hefur í gegn um tíðina sett mark sitt á hvunn- dags- og menningarlíf Vestmannaeyinga. Hann er borinn og barnfæddur Vest- mannaeyingur og hef- ur starfað að myndlist í fimmtíu ár. Hann hef- ur komið víða við í list- sköpun sinni á þessum langa tíma og vinnur mest í tré um þessar mundir. Auk þess hef- ur hann teiknað, mál- að bæði með olíu og vatnslitum. „Þetta kallar á sýningu en ég hafði ákveðið að sýna í haust þannig að þetta með bæjarlistamann- inn verður alveg stresslaust.“ Guðjón gerir að öðru leyti ekki mikið með upphefðina. Kvaðst hann gjarnan vilja taka að sér að myndskreyta söguskilti þau sem menningar- og tóm- stundaráð bæjarins er með á áætl- un að gera og hafa umsjón með þeirri vinnu. Hann mun einnig halda sýningu á útskurðarlist sinni í október. Sonur Guðjóns, tónlist- armaðurinn Ósvaldur Freyr, var bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2003. Lífskúnstner Guðjón Ólafsson hefur verið út- nefndur bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2005. Guðjón Ólafsson er bæjarlistamaður Þetta kallar á nýja sýningu Morgunblaðið/Sigurgeir SUÐURNES LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.