Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 15 ERLENT www.yamaha.is Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 5 ára endurgjaldslaus verk- smiðjuábyrgð á öllum götu- hjólum seldum frá og með 19. mars 2005. Komdu, kynntu þér málið og njóttu þeirrar upplifunar að reynsluaka XT660R. XT660R YAMAHA 2005 ÁRGERÐ Verð frá 847.000 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 27 95 2 4 /2 00 5 Lífið er ævintýri - upplifðu það Stundum vill maður einfaldlega komast burt frá öllu saman – halda út í óvissuna og minna sig þannig á hvað lífið raunverulega snýst um. Þess vegna er XT660R til – svo þú getir láið drauminn um ævintýri rætast. Síðustu sýrlensku hermenn-irnir, um 250 manna lið, yf-irgáfu í gærmorgun Líb-anon og var tekið með kostum og kynjum við heimkomuna. Var dansað á götunum og veifað myndum af Bashar Assad Sýrlands- forseta eins og um mikinn sigur væri að ræða þótt öllum sé ljóst að brott- flutningurinn var sýrlenskum stjórn- völdum þvert um geð. Víða í Líbanon skilur hernámið eftir sig óvissu og ótta við framtíðina þótt ákaft sé fagn- að lokum 29 ára hernáms. Enn ríkir víða tortryggni í garð Sýrlendinga, jafnt í Líbanon sem í vestrænum löndum og vilja menn sannreyna að stjórnvöld í Damaskus hafi raunverulega dregið allt sitt lið, einnig öryggis- og leyniþjónustu- menn, á brott. „Hverfi sýrlenski her- inn á braut er það stórt skref en ekki er enn hægt að slá því föstu að af- skiptum Sýrlendinga af málefnum Líbana sé lokið,“ sagði bandarískur embættismaður í Washington í gær. Ekki er talið líklegt að nú hefjist nornaveiðar á stuðningsmönnum Sýrlendinga á þingi og annars staðar, þeir eru einfaldlega svo öflugir og munu áfram hafa mikil áhrif þótt þau verði mun minni en áður, segir í grein á vefsíðu BBC. Margir Líbanar bera auk þess ugg í brjósti og óttast að átök brjótist aftur út milli hinna ólíku samfélagshópa í landinu. Enn er borgarastríðið blóðuga 1975–1990 í fersku minni. Þess ber að geta að um- talsverður hluti þjóðarinnar lítur á Sýrlendinga sem bæði friðargæslu- menn og einnig bandamenn í barátt- unni gegn keppinautum um völdin en ekki síst vörn gegn Ísrael sem her- nam í eina tíð syðsta hluta Líbanons. Söguleg umskipti Hvað sem því líður er ljóst að sögu- leg umskipti hafa orðið í Miðaustur- löndum með brottför hersins. Menn vona nú að hægt verði að halda frjáls- ar og algerlega lýðræðislegar þing- kosningar um mánaðamótin maí-júní eins og núverandi forsætisráðherra Najib Mikati, vill enda kjörtímabilið þá runnið út. Hann er hlynntur Sýr- lendingum en andstæðingar þeirra á þingi ákváðu að styðja hann með því skilyrði að hann tryggði að kosning- arnar færu fram. Sýrlandsstjórn sendi her til Líb- anons árið 1976, að eigin sögn til að reyna að stöðva borgarastyrjöldina og voru um hríð 40.000 manns í her- liðinu. Undanfarna áratugi hafa sýr- lensk stjórnvöld í reynd ráðið mestu í stjórnmálum Líbanons og hiklaust beitt leyniþjónustumönnum sínum til að hræða fólk til hlýðni. Líbanar keppa nú að því að öðlast sinn fyrri sess sem kröftugasta hag- kerfið á svæðinu ef Ísrael er ekki talið með. Sýrlendingar hafa haft miklar tekjur af fjármálabrölti í grannland- inu og um 400.000 Sýrlendingar voru auk þess til skamms tíma við störf í Líbanon. Laun eru þar mun hærri en í stöðnuðu samfélagi Sýrlands og sýr- lensku verkamennirnir gegna oft störfum sem Líbanar hunsa. En að sögn breska tímaritsins The Econom- ist hefur víða andað svo köldu í garð erlendu verkamannanna síðustu vik- urnar að fjórðungur þeirra er þegar farinn heim. Krytur milli ólíkra hópa Sýrlendingar hafa ávallt borið því við að vera þeirra væri nauðsynleg til að tryggja frið í Líbanon. Líbanska þjóðin skiptist í margar fylkingar, þar eru sjía-múslímar, súnní-múslímar, drúsar, sem eru trúflokkur er sækir margt til íslams og loks kristnir sem flestir heyra til svonefndum marónít- um. Fáeinar ættir hafa skipt völdum á milli sín, ættlið eftir ættlið. Er Líb- anon losnaði undan frönskum yfirráð- um eftir lok seinni heimsstyrjaldar tókst að koma á kerfi þar sem helstu valdaembættum var skipt milli öflug- ustu fylkinga eftir föstum reglum þótt kosningar væru í reynd lýðræðisleg- ar. En oft ólgaði undir niðri, Sýrland og fleiri ríki reru undir átökum og upp úr sauð 1975. Sýrlendingar hafa einkum stuðst við Hezbollah-hreyfinguna sem er næstöflugasta fylking líbanskra sjía- múslíma, hin nefnist Amal-sjítar. Hezbollah (Flokkur Guðs) kom sér upp vel þjálfuðu herliði í borgara- styrjöldinni. Naut hreyfingin samúð- ar langt út fyrir raðir sínar vegna þess árangurs sem hún náði í barátt- unni gegn hernámsliði Ísraela í suð- urhlutanum og margir Líbanar hafa þakkað Hezbollah að Ísraelar hurfu þaðan árið 2000. Hún er nú með öflugan hóp fulltrúa á þingi Líbanons en hefur lengst af vísað á bug öllum hugmyndum um að leysa upp herlið sitt og bendir á að enn hersitja Ísraelar litla sneið af líb- önsku landi. Hins vegar hafa yfirlýs- ingar leiðtoga hennar mildast síðustu mánuði og hafa þeir gefið skyn að herflokkarnir gætu orðið hluti líb- anska hersins. Íranar styðja Hezbollah Hezbollah nýtur einnig öflugs stuðnings klerkastjórnar sjíta í Íran og er talið að þaðan fái hreyfingin allt að 200 milljónir dollara, um 12,5 millj- arða króna, á ári. Hreyfingin hefur staðið fyrir mörgum blóðugum hryðjuverkum gegnum tíðina og stutt við bakið á hermdarverkamönnum úr röðum Palestínumanna. Bandaríkjastjórn skilgreinir enn samtökin sem alþjóðleg hryðjuverka- samtök og hefur reynt að fá Evrópu- sambandið til að gera slíkt hið sama. En athygli vakti fyrir skömmu að George W. Bush forseti sagði á blaða- mannafundi að Hezbollah gæti átt framtíð fyrir sér sem stjórnmálaafl í Líbanon ef samtökin legðu herflokk- ana niður. Gæti þetta bent til þess að Bandaríkjamenn vilji forðast að þvinga stjórn Líbanons til að afvopna strax herflokka Hezbollah sem gæti hleypt af stað mannskæðum átökum. En sætti ný stjórn Líbanons sig við að í landinu sé ein fylkingin með einkaher er hætt við að hún glati með tímanum öllum myndugleika og aðrar fylkingar telji óhjákvæmilegt að koma sér einnig upp herstyrk. Vænt- anleg ríkisstjórn eftir kosningarnar á því erfitt val fyrir höndum. Frjálsir en óttast framtíðina Fréttaskýring | Sýrlendingar hafa látið undan al- þjóðlegum þrýstingi og dregið her sinn frá Líbanon eftir 29 ára hernám. Kristján Jónsson kynnti sér líklegar afleiðingar þessara vatnaskila. AP Sýrlenskir hermenn í landamærabænum Jdaidet Yabous halla sér út um glugga á lest sem flutti þá frá Líbanon. Fánar þjóðanna blakta hlið við hlið. ’Sýrlendingar hafaávallt borið því við að vera þeirra væri nauð- synleg til að tryggja frið í Líbanon.‘ kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.