Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Árni Sæberg Örnólfur Þórsson er bæði liðtækur á raf- magns- og kassagítar, að eigin sögn. ÖRNÓLFI Þórssyni, 12 ára, tókst það sem engu mannsbarni hefur tekist sl. 15 ár eða svo, að fá Robert Plant til að syngja hinn ódauðlega slagara, Stairway to Heaven, með hljómsveitinni Led Zeppelin. Örnólfur var á tónleikunum með Robert Plant í Laugardalshöll um síðustu helgi og fékk að fara baksviðs ásamt vini sínum, Hrafnkatli Flóka Einarssyni, að loknum tón- leikunum. Þar rak hann augun í gítar og ákvað að spila upphafsstef lagsins Stairway to Heaven. Plant hlustaði á drenginn og tók svo undir: „There’s a lady who’s sure all that glitters is gold, and she’s buying a stairway to heav- en …“ Plant söng fyrstu línurnar úr laginu, heilsaði Örnólfi og þakkaði fyrir sig. Sagðist ekki þola lagið Örnólfur kvaðst vera ánægður með við- tökur rokkgoðsins en hann er aðdáandi Led Zeppelin og á fjölmargar plötur með hljóm- sveitinni. Hann segist hafa spilað á gítar í þrjá mánuði. En hvað fannst Plant um lagið? „Hann sagði að hann hefði ekki sungið þetta lag í heil fimmtán ár og að hann þoldi ekki lagið af því að það fóru allir að gráta þeg- ar hann spilaði það á tónleikum,“ segir Örn- ólfur, sem segir uppáhaldslagið sitt með Led Zeppelin vera Immigrant Song. Lék undir Stairway to Heaven Örnólfur Þórsson, 12 ára, hitti Robert Plant baksviðs eftir tónleikana MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Í dag er mi›vikudagur Á HEILDINA litið virðast íslensku fjármálafyrir- tækin vel í stakk búin til að mæta hugsanlegum and- byr. Þetta kom fram í máli Birgis Ísleifs Gunnars- sonar seðlabankastjóra, þegar kynntar voru niðurstöður úr fyrsta hefti Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Hann hvatti þó til aðgætni vegna þess hversu hratt breytingar gangi yfir í íslensku fjár- málakerfi. „Vaxandi ójafnvægis hefur gætt í þjóðarbúskapn- um undanfarið ár og birtist það í örum vexti eftir- spurnar, aukinni verðbólgu, háu eignaverði og vax- andi viðskiptahalla sem nær hámarki í ár. Þessar aðstæður auka líkur á að reyni á fjármálakerfið þegar fram líða stundir,“ sagði Birgir Ísleifur. Sagði hann þá hættu sem kunni að steðja að fjármálakerfinu einkum felast í möguleikanum á að fjármálaleg skilyrði þjóð- arbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaár- anna 2005 og 2006 á sér stað. „Ekki eru horfur á slíkri framvindu en hún gæti haft í för með sér umtalsverða lækkun eignaverðs,“ sagði Birgir Ísleifur. Stærsta áhyggjuefnið sagði hann vera erlendar skuldir sem hafi farið ört hækkandi á síðustu árum. Þær nemi nú tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. /13 Bankarnir geta vel stað- ist ytri áföll Erlendar skuldir stærsta áhyggjuefnið „KJARNI málsins er sá að á elleftu stundu ákvað ég að draga umsókn mína til baka, vegna þess að bæjaryfirvöld á Akureyri gerðu mér tilboð sem ég tel mig ekki geta hafnað,“ segir Hannes Sigurðsson list- fræðingur, en í gær ákvað hann að draga til baka umsókn sína um starf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur. Á liðnum árum hefur Hannes gegnt stöðu for- stöðumanns Listasafnsins á Akureyri, en þótti meðal sterkustu umsækjenda um stöðuna í Lista- safni Reykjavíkur. Hannes segir sér þykja mjög vænt um það traust og þann hlýhug sem Ak- ureyrarbær sýni honum með tilboði sínu. Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyr- ar, segir að bæjarstjórinn, Kristján Þór Júl- íusson, hafi átt frumkvæði að því að gera Hannesi tilboð um að vera um kyrrt fyrir norðan, þótt allt hefði bent til þess að hann væri að flytja suður. Að sögn Þórgnýs er mikill vilji fyrir því á Ak- ureyri að halda áfram þeirri tilraun að listasafnið verði enn um hríð rekið á þann hátt sem verið hefur í tíð Hannesar. Reynslan sé góð í það eina og hálfa ár sem Hannes og fyrirtæki hans, art.is, hafi rekið safnið fyrir hönd bæjarins. Að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavík- urborgar, gengur ráðningarferli í starf safn- stjóra Listasafns Reykjavíkur vel, og búist sé við að því ljúki í næstu viku. /22 Hannes áfram á Akureyri Hannes Sigurðsson ÓVENJUGÓÐ mæting var á kynn- ingarfundi borgarinnar í gærkvöldi um nýtt deiliskipulag á Bíla- naustsreitnum. Var fundarsalur svo þétt setinn að sumir sáu ekki það sem fram fór við kynninguna sjálfa þannig að brugðið var á það ráð að fresta fundi um viku. „Það var boðað til fundarins í fundarsalnum á skipulags- og bygg- ingarsviði, sem er nú oft notaður fyr- ir þetta,“ segir Dagur B. Eggerts- son, formaður skipulagsnefndar, og tekur fram að það hafi komið skipu- leggjendum í nokkuð opna skjöldu hversu vel var mætt. Segir hann að farið hafi verið í atkvæðagreiðslu um hvort halda ætti fundinn við þessar erfiðu aðstæður eða fresta honum um viku og gefa þá jafnframt lengri athugasemdafrest. Flestir vildu fresta fundi. Aðspurður hvernig skýra megi þessa góða mætingu segir Dagur ljóst að bæði húsfélögin á svæðinu sem og hverfisráðið hafi staðið sig vel í að kynna málið fyrir íbúum. „Það er greinilega mikill áhugi á málinu, en þetta er reitur sem er ná- lægt nýju blokkunum við túnin.“ Fresta varð fundi vegna góðrar mætingar ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra átti í gær fund með Joe Borg, nýjum sjávarútvegs- stjóra Evrópusambandsins, í Brussel í gær. Rædd voru ýmis sameiginleg hagsmunamál, m.a. stjórnun fiskveiða, þar sem þeir reyndust vera hlynntir þeirri stefnu að stunda áfram svæðis- bundna fiskveiðistjórnun. Hún væri líklegri til árangurs. Þar með lýstu þeir sig andvíga hugmynd- um Sameinuðu þjóðanna um al- þjóðlega stjórnun hafsvæða. Árni segir fundinn hafa verið ánægjulegan og fróðlegan á marg- an hátt. Umræða um sameiginleg áhugamál og vandamál hafi verið jákvæð. Á fundinum voru einnig rædd málefni og framtíð NEAFC, Norðaustur-Atlantshafsráðsins, og mikilvægi þess að ná samning- um um alla fiskistofna á svæðinu. Það væri forsenda þess að hægt væri að taka á ólöglegum veiðum og refsa þeim sem þær stunduðu. Þá ræddu þeir Árni og Borg mik- ilvægi þess að ná saman um veiðar á síld og kolmunna á sameiginleg- um hafsvæðum. Reyndust þeir sammála um hvert ætti að stefna í svæðisbundinni fiskveiðistjórnun og vildu frekara samráð íslenskra stjórnvalda og framkvæmda- stjórnar ESB. Joe Borg lýsti sömuleiðis yfir vilja til þess að Ís- lendingar tækju þátt í vinnu með ESB um málefni hafsins og um- hverfisstjórnun þess. Taldi sjávar- útvegsráðherra mikilvægt að Ís- land fengi að taka þátt í þeirri vinnu og hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar yrðu. Með Árna á fundinum í gær voru fyrir Íslands hönd þeir Vil- hjálmur Egilsson ráðuneytis- stjóri, Ármann Kr. Ólafsson, að- stoðarmaður ráðherra, Grétar Már Sigurðsson frá viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins og Kjartan Jóhannsson, sendi- herra í Brussel. Árni M. Mathiesen á fundi með sjávarútvegsstjóra ESB Vilja svæðisbundna fiskveiði- stjórn frekar en alþjóðlega Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Joe Borg, sjávarútvegs- stjóri ESB, ræddu saman í um tvo klukkutíma í gær. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is  Verið/B1 EINDÆMA veðurblíða ríkti sunnanlands í gær og notuðu margir borgarbúar tækifærið og brugðu sér í sund í blíðviðrinu. Þessir strákar virtust skemmta sér hið besta við að keppa í vatnskörfubolta í Laugardalslauginni þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti leið um laugarnar í gær. Greinilegt var að keppnisskapið var ekki langt undan. Morgunblaðið/Eyþór Keppt í veðurblíðunni GUÐRÚN Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameins- félagsins, segir að skattalegt umhverfi frjálsra fé- lagasamtaka sé mun erfiðara á Íslandi en í ná- grannalöndum okkar. Núgildandi fyrirkomulag sé íþyngjandi fyrir félögin. Þau séu að reka þjónustu sem í mörgum löndum sé í höndum ríkis eða sveit- arfélaga. Einnig hafi sjálfboðaliðahugsjónin farið dvínandi, ekki bara á Íslandi heldur í hinum vest- ræna heimi. „Stjórnvöld þurfa að endurskoða stefnu sína í þessum efnum. Við erum að sigla þessum félögum í strand og þá er spurningin hvort þjónustan á að hverfa eða minnka; eða ætla stjórnvöld að taka hana að sér? Þetta er þjóðþrifamál og skiptir mjög miklu, sérstaklega fyrir þá sem standa höllum fæti,“ sagði Guðrún. /6 Félögin að sigla í strand ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.