Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 27.04.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 29 UMRÆÐAN Þegar keypt eru ný Sólgler* með styrkleika er kaupauki með öllum nýjum gleraugum. Við pöntun fylgir frítt par af sólglerjum í þínum fjærstyrkleika í eigin umgjörð eða við bjóðum þér nýja á hagstæðu verði. * Styrkleiki 0 til – 6.00 / 0 til + 4.00, sjónskekkja til 1.00. FRÍ VORTILBOÐ SÓLGLER! GLERAUGU www.opticalstudio.is ÞAÐ vita allir að hjarta- sjúkdómar eru með algengustu og alvarlegustu sjúkdómum sem hrjá landsmenn. Því er brýnt að grein- ing sé nákvæm en meðferð byggist á nákvæmri greiningu. Greining fæst með sjúkrasögu og skoðun sem síðan er studd rannsóknum. Rannsóknir sem styðja greiningu hjartasjúkdóma eru fjölmargar og má nefna hjartalínurit, áreynslu- hjartalínurit, rannsóknir á hjarta- vöðva með geislavirkum efnum, hjartaómskoðun, sneiðmyndatöku af kransæðum og síðast en ekki síst hjartaþræðingu með krans- æðamyndatöku. Hjartadeild LSH er eina sér- hæfða hjartadeild landsins og ein- ungis þar fara fram hjartaþræð- ingar. Hjartaþræðing með kransæðamyndatöku er sú rann- sókn sem best metur ástand kransæða og er lykilrannsókn við ákvörðun um meðferð. Biðlisti eft- ir þessari rannsókn er orðinn hættulega langur en 1. apríl 2005 voru 225 á biðlista eftir hjarta- þræðingu og er biðlisti eftir öðrum aðgerðum sem fara fram á hjarta- rannsóknarstofu líka allt of langur. 37 bíða eftir gangráðsísetningu eða skiptum á gangráðsrafhlöðum. 53 bíða eftir raflífeðlisfræðilegum rannsóknum á hjarta. Einungis 2 hjartarannsókn- arstofur sinna þessum rann- sóknum. Reikna má með að biðlistinn eft- ir hjartaþræðingu sé um 5 mán- uðir og í hönd fara árvissar sum- arlokanir og er þá einungis sinnt bráðatilvikum. Má því búast við að með haustinu verði biðlistinn orð- inn enn lengri. Spyrja má af hverju biðlisti sé eftir rannsókn á sjúklingum sem eru hugsanlega með lífshættulegan sjúkdóm? Enda kemur það iðulega fyrir að þegar sjúklingar loks koma til hjartaþræðingar þurfa þeir á bráðameðferð að halda ann- aðhvort með kransæðavíkkun eða kransæðaskurðaðgerð. Skýringar eru margar. Það vantar eina hjartarannsóknarstofu í viðbót. Það vantar fleiri sjúkra- rúm. Það vantar lækna, meina- tækna og hjúkrunarfræðinga til að sinna þessum sjúklingum. Lítum til baka: Við sameiningu spítalanna fækkaði rúmum á hjartadeild verulega og rannsókn- arstofa til hjartaþræðinga á LSH Fossvogi var lögð niður. Tveir læknar hættu störfum á síðast- liðnu hausti fyrir aldurs sakir og var enginn ráðinn í þeirra stað. Einn læknir er búinn að vera í hálfsárs rannsóknarleyfi frá ára- mótum og var enginn staðgengill ráðinn í hans stað. Einn hjarta- læknir er að hætta nú um mitt sumar. Einungis ein staða hjarta- læknis hefur verið auglýst, reynd- ar von að önnur verði auglýst síð- ar. Það skortir sjúkrarúm en eins og að ofan greinir fækkaði sjúkra- rúmum við sameiningu spítalanna og nú er svo komið að daglega liggja sjúklingar á göngum hjarta- deildar. Hvað er til ráða: Jú, lausnin er einföld, það þarf að fjölga rúmum á hjartadeild en sjúkrarúm á gangi deildarinnar eru niðurlægjandi fyrir sjúklinga og leggja mikið álag á starfsfólk og eru klárlega brot á heilbrigðislögum svo maður tali ekki um lög um brunavarnir. Reyndar er það svo að stjórn spít- alans hefur gefið munnlegt loforð um að hafist verði handa um úr- bætur á næsta ári. Þar sem ég þekki framkvæmdahraða á LSH hefði ég heldur óskað eftir loforði um verklok. Það þarf að fjölga hjartaþræð- ingum. Það þarf að bæta við rann- sóknarstofu til hjartaþræðinga. Það þarf að auka afköst á þeim tveimur rannsóknarstofum sem fyrir eru. Það er hægt með því að vinna eftirvinnu en hingað til hef- ur eftirvinna lækna ekki verið leyfð nema þeirra sem sinna bráðavöktum. Aðeins er þó að rofa til því heilbrigðisráðuneytið veitti aukalega 21 millj. til að stytta bið- lista. Þetta þýðir að unnin verður eft- irvinna 1 dag í viku frá kl.16.00–19.00. Hver hjartaþræðing kostar 300.000 kr. að meðaltali. Þetta átak styttir því biðlistann um 63 sjúk- linga. Ljóst er að betur má ef duga skal. Það er ljóst að ráða þarf fleiri hjartasérfræð- inga en ekki hefur verið ráðið í störf þeirra sem hætt hafa. Það þarf að draga verulega úr eða hætta þessum hefðbundnu sumarlokunum. Af hverju birti ég þessa grein í Morg- unblaðinu í staðinn fyrir að senda hana yfirmönnum hjarta- deildar. Þá er spurning hvaða yfir- mönnum? Forstöðumanni hjarta- rannsóknarstofu, yfirlækni hjartadeildar, sviðsstjóra lyflækn- issviðs I, lækningarforstjóra, fram- kvæmdastjórn, forstjóra, stjórn- arnefnd, formanni stjórnar, heilbrigðismálaráðherra? Þetta er stjórnunarpíramídi LSH. Það er löng leið á topp píramídans úr mínu kallfæri og óvíst hvort pósti sem þangað er sendur sé svarað. Allt þetta fólk veit þó að ástandið er svona slæmt vegna þess að nægt fé hefur ekki verið veitt til deildarinnar. Það er rót vandans. Fjárhagshalli deildarinnar hleypur á tugum ef ekki hundruðum millj- óna og það þrátt fyrir að afköst á hvern starfsmann séu með því besta sem gerist og kostnaður á hverja aðgerð með því minnsta sem þekkist. Ásgeir Jónsson fjallar um hjartadeild LSH ’Það þarf að fjölgahjartaþræðingum. Það þarf að bæta við rann- sóknarstofu til hjarta- þræðinga. Það þarf að auka afköst á þeim tveimur rannsóknar- stofum sem fyrir eru.‘ Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum á LSH Hringbraut. Ásgeir Jónsson Vandamál hjartadeildar LSH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.