Morgunblaðið - 27.04.2005, Page 44

Morgunblaðið - 27.04.2005, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við Indiana Jones og James Bond myndirnar.  Toppmyndin í USA Toppmyndin á Bretlandi - Toppmyndin á Íslandi Byggð á metsölubók Clive Cussler H.L. MBL  Ó.H.T Rás 2 Kvikmyndir.is The Motorcycle Diaries kl. 5.30 - 8 9 Songs kl. 10,30 b.i. 16 ára Garden State kl. 5.45 - 8 b.i. 16 ára Beautiful Boxer kl. 10,15 Beyond the Sea kl. 5,30 Vera Drake kl. 8 Hole in my Heart kl. 10,30 b.i. 16 ára Maria Full of Grace kl. 6 - 10 b.i. 14 ára Napoleon Dynamite kl. 8 Don´t Move kl. 10,20 b.i. 16 ára Million Dollar Baby kl. 5,30 b.i. 14 ára Life and Death of Peter Sellers kl. 8 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MBL Ó.H.T Rás 2 Sennilega ein hispurslausasta kvikmynd sem gerður hefur verið, eftir snillinginn Michael Winterbottom, um ást, kynlíf og tónlist. Stranglega bönnuð innan 16 ára og alls ekki fyrir viðkvæma. Aðsóknamesta óháða myndin í USA í fyrra. Ein vinsælasta kvikmyndin á Sundance kvikmyndahátíðinni.  S.V. MBL A Hole in my Heart ALLS EKKIFYRIRVIÐKVÆMA!  DV Söngkonan Hafdís Huld, sem söng hér íeina tíð með Gus Gus, kemur við sögu í bresku kvikmyndinni Layer Cake sem vænt- anleg er í hérlend kvik- myndahús í maí. Hafdís Huld syngur þar lag sem er áberandi í mikilvægu at- riði í myndinni, ásamt hljómsveitinni FC Kahuna. Lagið sem heitir „Hayl- ing“, hljómaði fyrst á plöt- unni FC Kahuna Machine Says Yes frá árinu 2002 en varð þokkalega stór smellur árið 2003 þegar það var margsinnis hljóðblandað og kom við sögu á ófáum Ibiza- safnplötunum.    Eins og fram kom í viðtali við Mugison íTímariti Morgunblaðsins á sunnudag stóð til að plata hans Mugimama Is This Monkeymusic? ætti að koma út í Evrópu nú í vikunni. Samkvæmt heimasíðu hans mugi- son.com hafa útgefendur plötunnar Accident- al hinsvegar neyðst til að fresta útgáfunni um viku. Það kemur sér svolítið illa fyrir Mugison sem hefur Evrópureisu sína sem fylgja á eftir plötunni nú í vikunni. En þrátt fyrir út- gáfutöfina eru dómar um plötuna þegar farnir að birtast í Bretlandi. Gagn- rýnandi Time Out hælir plötunni í hástert og segir hana „töfrandi“. Allt sé nákvæmlega eins og það eigi að vera. Því sé það engin furða að Mugison hafi sank- að að sér verðlaunum á Íslandi fyrir plötuna. Dagblaðið The Sun gefur plötunni líka fullt hús, 4 af 4 mögulegum, og segir hinn „hæfi- leikaríka“ Mugison vera „Beck á ísjaka“, „Björk með höfuðverk“.    Söngkona ársins 2004, skv. Eddu-verðlaunahátíðinni, Ragnheiður Gröndal syngur lagið „Ferrari á nýrri plötu höfund- arins Páls Torfa Önundarsonar sem heitir Jazzskotinn og er komin í verslanir. Þessi suðræni söngur hljómaði fyrst í undankeppni Evróvisjón árið 2003 en beið lægri hlut fyrir Segðu mér allt eftir Hallgrím Óskarsson, sem flutt var af Birgittu Haukdal í úr- slitakeppninni í Ríga. Ferrari mæltist þó vel fyr- ir og hljómaði alloft á út- varpsstöðvum eftir keppn- ina og hefur nú að sögn verið selt til Ítalíu. Á Jazzskotinn eru alls 11 lög eftir Pál Torfa, sem er yfirlæknir blóðmeina- fræðideildar Landspítala – háskólasjúkrahúss og dós- ent við læknadeild Háskóla Íslands. Auk Ragnheiðar syngja lögin landsþekktir söngv- arar á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson, Kristjönu Stefánsdóttur og Ellen Kristjáns- dóttur. Páll Torfi hefur komið víða við í tón- listinni og verið í sveitum á borð við JB blús- bandinu, Diabolus in Musica, Combó Jóhönnu Þórhalls og Six-Pack-Latino og samið lög á borð við „Pétur Jónatansson“ og „Timbúktú“. Fólk folk@mbl.is KVIKMYNDIN Hólfið í gólfinu (Door in the Floor) er byggð á hluta úr nýlegri skáldsögu bandaríska rithöfundarins Johns Irving, Ekkja í ár (Widow for One Year). Kvikmyndagerð- armenn hafa lengi rennt hýru auga til skáld- verka Irvings, og oftar en einu sinni reynt að laga þau að hvíta tjaldinu, en sjaldnast með góð- um árangri, eða allt þar til nú. Hólfið í gólfinu er afar vel heppnuð kvik- mynd, og án efa best heppnaða aðlögun hingað til á verkum Irvings (sem stafar kannski af því að hún forðast væmni og innantóm skringileg- heit, þau einkenni höfundarins sem kvikmynda- gerðarmenn hafa iðulega fest athyglina við). Þótt langt sé um liðið eru hjónin Ted og Mar- ion Cole (Jeff Bridges og Kim Basinger) enn á flótta undan minningum um slysið þar sem þau misstu syni sína tvo. Síðan hafa þau eignast dóttur en slysið og þau andlegu sár sem það skildi eftir hafa reynst hjónabandinu ofviða og eru þau því að skilja. Ted er frægur barnabóka- höfundur og stendur til að ungur mennta- skólanemi, Eddie (Jon Foster), verji sumrinu sem aðstoðarmaður hans. Eddie hyggst leggja fyrir sig ritstörf og vonast hann til að læra handtökin af samneytinu við Ted. Það er hins vegar Marion sem tekur á móti Eddie við bryggjuna og áhorfendum verður ljóst að það sem drengurinn mun læra verður ekki allt í tengslum við ritlistina. Marion og Eddie eru innan skamms komin í samband, og flækir það verulega samskipti piltsins og rithöfundarins þar sem Ted er vel ljóst hvernig málum er hátt- að. Ted virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama, enda á hann sjálfur í ástarsambandi við húsmóður í bænum. Að þessu leyti er hér um nokkuð hefðbundna þroska- og ástarsögu að ræða. Það eru þó ekki þessar sviptingar í söguþræðinum sem gefa myndinni gildi, heldur umgjörðin utan um sögu- þráðinn, hliðarsporin sem sagan tekur og tím- inn sem myndin gefur sér til að fylgjast með persónunum. Þá reynist samband Ted og Mar- ion leyna á sér, dýptin kemur hægt og rólega í ljós og sama á við um ákveðinn harmrænan undirtón. Þá standa leikarar sig vel, sérstaklega ber þó að nefna Jeff Bridges sem fangar hrokann og grimmdina sem leynist á bak við hæversku og viðkunnanleika Teds. Jeff Bridges og Kim Basinger standa sig vel í „best heppnuðu aðlögun hingað til á verkum Irvings“, eins og segir í umsögn. Ungur nemur KVIKMYNDIR Regnboginn – IIFF Leikstjórn: Tod Williams. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Kim Basinger, Jon Foster og Elle Fanning. Bandarík- in, 111 mín. Door in the Floor / Hólfið í gólfinu  Heiða Jóhannsdóttir Alltaf er fengur að því þegar fræðilegarlistbækur koma út á íslensku. Tískaaldanna eftir Ásdísi Jóelsdóttur er vegleg bók um fatnað og textíl þar sem bygg- ingum, húsgögnum og myndlist er einnig gef- inn gaumur en bókin var að koma út á vegum Máls og menningar. Í bókinni er velt upp spurningum á borð við hvað er tíska og hvernig verða tískustraumar til? Hvaðan koma þeir og hvað stjórnar þeim? Í henni er rakin saga fatatísku og textíls allt frá þeim fornþjóðum sem ýttu vestrænni menningu úr vör yfir í stjörnur samtímans. Bókin er 245 síður og er hún litrík því hana skreyta á þriðja hundrað mynda. Margar bækur hafa verið fáanlegar á ensku þar sem áherslan er eingöngu á tutt- ugustu öldina eða einhverja áratugi hennar og er þetta því góð tilbreyting. Gaman er að lesa bók sem þessa á íslensku og á hún áreið- anlega eftir að nýtast í kennslu. Það kæmi að minnsta kosti ekki á óvart í ljósi þess að höf- undurinn kennir fata- og textílgreinar á framhaldsskólastigi auk þess að hafa haldið ýmis námskeið. Tuttugasta öldin er þó alls ekki út undan hér því hún tekur upp um hundrað síður bók- arinnar. Margir hönnuðir sem starfa í nútím- anum leita einmitt aftur til fortíðar eftir inn- blæstri. Eitt dæmi um það er sjóræningjalína Vivienne Westwood og annað nýlegra er egypskar gyðjur John Galliano hjá Christian Dior. Síðarnefndi hönnuðurinn hefur verið einstaklega duglegur við að skapa eitthvað nýtt úr gömlum hefðum og ferðast gjarnan til framandi menningarsvæða í hugmyndaleit.    Tíska aldanna gefur gott tækifæri til aðskoða tískuna í menningarsögulegu ljósi. Tíska er líka góður samtímaspegill og gefur hugmyndir um svo margt annað í þjóðfélag- inu. Í bókinni er saga tískunnar sett í sam- hengi við tíðaranda og samfélagsþróun á hverju skeiði. Um leið er í stuttum yfirlits- köflum gerð grein fyrir tískustraumum í byggingarlist, húsbúnaði og myndlist. Loks er textinn brotinn upp með styttri greinum sem taka fyrir ýmislegt frá barnafatnaði yfir í baðföt. Myndlist hefur nefnilega haft áhrif á tísku eins og til dæmis má sjá á Mondrian-kjól Yves Saint-Laurent frá 1965 en munstrið á honum er tekið frá listamanninum. Form er minna á byggingar hafa líka sést í fatnaði eins og í spíss-brjóstahöldurunum sem Jean Paul Gaultier gerði fyrir Madonnu.    Í bókinni er ekki fjallað um Ísland sér-staklega og getur höfundur þess í for- mála, heldur er horft til hinnar almennu sögu. Þjóðin er hluti af þeirri sögu þó Ísland hafi löngum verið einangrað og búi ekki við eins ríka tískusögu og margar aðrar þjóðir. Það hamlar því ekki að hönnun blómstrar hérlendis um þessar mundir eins og til dæmis má sjá í sýningunni Ómur í Þjóðminjasafninu. Þetta er sérstaklega skemmtilega sýning og vonandi verða á safninu fleiri sýningar þar sem hönnun og tíska eru í fyrirrúmi. Í sýning- unni fá íslensk áhrif frá þjóðbúningum og náttúrunni að njóta sín. Ásdís bendir á að til séu góðar sögulegar heimildir um þjóðbún- inga, útsaum, vefnað og fleira og væri gaman að sjá aðra bók þar sem áherslan væri á hið íslenska. Segir höfundur sjálf að þessi bók ætti að vera góð hvatning til að afla sér frek- ari upplýsinga um þennan þátt í þjóðmenn- ingu okkar. Tíska í samhengi ’Tíska er líka góður sam-tímaspegill og gefur hug- myndir um svo margt annað í þjóðfélaginu.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir Ein af þeim myndum sem prýða bókina. Hér klæðir hönnuðurinn Paco Rabanne fyrirsætu í álkjól í geimstílnum. ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.