Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 35 Atvinnuauglýsingar Starfskraftur óskast í kventískuvöruverslun Lífleg og sjálfstæð, snyrtileg og stundvís, 30 ára og eldri. Vinnutími 14-18 og annar hver laugardagur. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „T — 17040“. Næturvörður Starfsmaður óskast í næturvörslu á hóteli í Reykjavík. Ráðningin er a.m.k. til 15/09 '05. Umsækjendur fæddir 1982 eða fyrr koma ein- ungis til greina. Krafa um tölvu- og enskukunn- áttu. Hentar háskólafólki mjög vel. Verður að geta hafið störf sem fyrst. Einungis reyklausir koma til greina. Starfið er ca 15 kvöld og nætur í mánuði. Ferilskrár með mynd óskast sendar á lobby@hotelvik.is Hótelstörf Hótel Park og Hótel Garður auglýsa eftir starfs- fólki í sumarstörf. Eftirfarandi störf eru í boði: Gestamóttaka/Næturverðir: Reynsla af slíkum störfum er æskileg.  Tölvukunnátta og góð enskukunnátta.  Sjálfstæð vinnubrögð og stundvísi.  Þjónustulipurð og vingjarnleiki. Starfsfólk í ræstingu:  Reynsla af slíkum störfum er æskileg.  Stundvísi. Getur unnið vel undir álagi. Áhugasamir sendi umsóknir á ensku fyrir 7. maí 2005 á: sumarhotel@hotmail.com Raðauglýsingar 569 1111 Atvinnuhúsnæði Smáheildsala/leiguhúsnæði Til leigu nýinnréttuð jarðhæð við Dugguvog. Fyrsta flokks skrifstofuaðstaða, vörulager/vöru- móttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Svalanna verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða miðvikudaginn 4. maí 2005 og hefst kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Veislumatur og skemmtiatriði. Fjölmennum! Stjórnin. Fyrirtæki Eignaraðild/samruni Sérvöruverslun með einstaka, viðskiptahug- mynd (concept) hér á landi, á einum besta stað á Laugaveginum óskar eftir meðeiganda/ samruna. Áhugasamir sendi fyrirspurnir á auglýsinga- deild Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „Viðskipti/Laugavegi — 17041“ fyrir lok 2. maí. Til sölu Pony Express hestvagn 6 hesta árg. '00. Er með svefnaðstöðu. Tilboð óskast. www.solutorg.is eða í síma 440 4434. Tilkynningar Auglýsing Deiliskipulag í Hamarslandi, reiðhöll og lokahús, Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Um er að ræða reiðskemmu á svæði hesta- manna og lokhús vatnsveitu í tengslum við vatnsveituframkvæmd. Tillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 27.04. 2005 til 25.05. 2005. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 9.06. 2005 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi, 19.04. 2005. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Auglýsing Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Vallarás 5-18, Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Um er að ræða lóðir nr. 5,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16, og 18 við Vallarás. Tillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 27.04. 2005 til 25.05. 2005. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 9.06. 2005 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi, 19.04. 2005. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Auglýsing Breyting á deiliskipulagi við Arnarklett í Borgarnesi, Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi við Arnarklett samkvæmt tillögu dagsettri 22.04. 1999. Breytingar felast í eftirfarandi atriðum:  Bætt er við einni fjölbýlishúsalóð. Við þetta minnka lóðir nr. 28 og 30-32 samkv.eldra skipulagi. Fjölbýlishús er leyfilegt á 2-4. hæðum.  Fjölbýlishúsalóðir sem voru nr. 28 og 30-32 við Arnarklett breytast í lóðir nr. 28, 30 og 32-34.  Fjölbýlishúsalóð nr. 26 er stækkuð ásamt því sem byggingareitur er rýmkaður. Enn- fremur er leyfilegt að vera með kjallara. Breytingartillagan mun liggja frammi á Bæjar- skrifstofu Borgarbyggðar frá 27.04. 2005 til 25.05. 2005. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 9.06. 2005 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi, 19.04. 2005. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Félagslíf Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Skúli Lórenzson miðill verður með skyggnilýsingarfund mið- vikudaginn 27. apríl kl. 20.30 í húsi félagsins á Víkurbraut 13, Keflavík. Húsið verður opnað kl. 20. Aðgangseyrir við inngang- inn. Allir velkomnir. Stjórnin.  HELGAFELL 6005042719 IV/V Lf.  GLITNIR 6005042719 I Lf. I.O.O.F. 9  1864278½  FI. I.O.O.F. 7  18642771/2  0 I.O.O.F.181864278Bk. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn STOFNFUNDUR Báknbrjóta, félags frelsissinnaðra nemenda í MR, var nýlega haldinn. Félagið berst fyrir því að dregið verði verulega úr afskiptum ríkisins af lífi fólks. Á fyrsta fundi var stjórn fé- lagsins kjörin. Hana skipa Hlyn- ur Jónsson, formaður, Ari Guð- jónsson, varaformaður, Marta Guðrún Blöndal, ritari, Guð- mundur Egill Árnason og Gunn- ar Dofri Ólafsson. „Einstaklingurinn ræður yfir sjálfum sér, líkama sínum og huga. Ráðstöfunarréttur hans yf- ir eignum sínum er helgur. Á þessu frelsi má ekki brjóta nema ef einstaklingurinn brýtur á öðr- um. Draga ætti verulega úr af- skiptum ríkisins af lífi fólks. Ein- staklingurinn ætti að fá að ráða því sjálfur hvers hann neytir og hvað hann gerir í tómstundum sínum svo lengi sem hann skaðar ekki aðra,“ segir í ályktun félags- ins. Félagið vill einkavæða stofn- anir og fyrirtæki sem eru í eigu ríkisins. Dæmi um slíka stofnun er Ríkisútvarpið. „Þau rök eru notuð fyrir því að það sé í hönd- um ríkisins að viðhalda verði menningu þjóðarinnar. Fólkið sjálft ætti að fá að ákveða sína eigin menningu. Menningu má ekki neyða upp upp á annað fólk.“ Stofnuðu félagið Báknbrjóta í MR FRÉTTIR BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar lýsir í ályktun yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga að tilboði pólskrar skipasmíðastöðvar í viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý. „Með þessu verklagi er vegið að rót- um íslensks iðnaðar, sem hlýtur að vekja furðu, ekki síst í ljósi þess að ís- lenskum stjórnvöldum er fullljóst að skipasmíðar hér á landi keppa á þessu sviði við ríkisstyrktan erlendan at- vinnurekstur. Sömu mistök og stjórn- völd stuðluðu að með verklagi sínu árið 2001 virðast hér vera í uppsiglingu. Á þetta hafa bæjarstjórn Akureyrar, Samtök iðnaðarins og Samiðn bent. Skipasmíðaiðnaður í Hafnarfirði hef- ur á umliðnum árum þurft að þola mjög erfiðar aðstæður á mörkuðum í sam- keppni við erlendan iðnað, sem í skjóli styrkja hefur getað beitt sér á annan hátt í verðum og tilboðum. Hafnfirskur skipasmíðaiðnaður á fullt erindi í þá flóru íslensks iðnaðar sem er mjög mik- ilvæg í ljósi framtíðarverkefna hér á landi. Mikilvægt er að fullt tillit sé tekið til þess beina og óbeina hagnaðar sem íslenskt samfélag hefur af því að verk- efni í iðnaði séu unnin hér á landi.“ Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa um að taka hinu pólska tilboði verði endurskoðuð, verk- efnið verði boðið út að nýju, og tryggja að viðgerðir á varðskipunum fari fram í íslenskum skipasmíðastöðvum. Gagnrýnir harðlega ákvörðun Ríkiskaupa Bæjarstjórn Hafnarfjarðar Smyslov heimsmeistari í skák 1957 Varðandi grein mína um HM-einvígið í skák varð sá ruglingur hjá mér að Botwinnik og Tal hefðu teflt um HM-tit- ilinn 1957. Það voru Botwinnik og Smyslov og varð Smyslov heimsmeistarinn. Bobby Fisch- er benti mér á þennan mis- skilning og þakka ég honum fyrir það. Eiginmaður minn, Freysteinn Þorbergsson, átti mynd frá þessari keppni af Botwinnik og Tal en það var ekki frá úrslitakeppninni. Ann- að fyrirkomulag mun hafa verið á keppninni þá en síðar varð. Bið ég velvirðingar á þessum mistökum. Annað í greininni taldi Fischer rétt með farið. Edda Þráinsdóttir LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.