Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er spenntur yfir einhverju í dag og langar til þess að segja öllum frá því. Ekki síst langar hrútinn til þess að deila hugsunum sínum með maka eða vini. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu varlega í að ákveða skilamörk eða gera áætlanir í vinnunni í dag. Nú er auðvelt að lofa mun meiru en maður get- ur staðið við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver lofar þér öllu fögru í dag, taktu því sem sagt er með fyrirvara. Merkúr (hugsun) er beint á móti Júpíter (þensla) í dag og eykur bjartsýni og fullvissu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gættu þess að vera jarðbundinn og raunsær í spám þínum og áætlunum fyr- ir framtíðina. Þetta gildir bæði um at- vinnuhorfur og heimilislíf. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Áætlanir um ferðalög og menntun líta frábærlega vel út. Neyttu allra tiltækra ráða. Ekki færa út kvíarnar í dag, þó að það sé freistandi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki afsala þér öllum eigum þínum í dag. Þér hættir til þess að fara gáleys- islega með fé annarra í dag. Rausn- arskapur er af hinu góða, glópska er annað mál. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki væri vitlaust að gæta sín í samræð- um við aðra í dag. Þú eða einhver annar fer vandlega yfir strikið í einhverju til- liti. Ekki færast of mikið í fang. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er einstaklega bjartsýnn varðandi eitthvað tengt vinnunni í dag. Bjartsýni þín er kannski á rökum reist, en gættu þess að láta ekki glepjast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ónæði á heimavígstöðvum leiðir til þess að bogmaðurinn fer fram úr sér í fé- lagslífinu og í samneyti við smáfólkið. Hann fer stundum fram úr sjálfum sér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er skynsöm og því líklegt að bjartsýni hennar í málum sem tengjast fasteignum, fjölskyldu og heimilislífi sé á rökum reist. En, finnist henni eitthvað bogið við ástandið er það líklega rétt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki gefa loforð sem þú getur ekki stað- ið við, ekki síst í málum sem varða út- gáfu, menntun, ferðalög og lögfræði. Samræður við systkini eru vingjarnlegar og hressar núna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Passaðu upp á peningana þína í dag. Þig langar mikið til þess að spreða. Hafir þú ekki rambað fram á hið viðsjála pen- ingatré, er ráðlegast að hemja sig að- eins. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú ert trú þínum málstað og ert líka sjálfstæð manneskja og sjálfri þér nóg. Þú sækist eftir árangri, ekki vegsemd sem slíkri. Fjölskyldan og heimilið eru þér mikilvæg. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Digraneskirkja | Söngvinir – kór aldraðra í Kópavogi –halda sína árlegu tónleika í Digraneskirkju laugardaginn 30. apríl kl. 16. Stjórnandi Kjartan Sigurjónsson, Ekkókór- inn syngur nokkur lög. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Saurbæjarkirkja á Hvalfjarðarströnd | Freyjukórinn úr Borgarfirði heldur tónleika í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd fimmtudaginn 28. apríl kl. 21. Fjölbreytt tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum. Kórstjóri er Zsuzsanna Budai. Varmárskóli Mosfellssveit | Vortónleikar í samkomusal Varmárskóla í Mosfellsbæ miðvikudaginn 27. apríl kl. 20.30. Stjórn- andi Helgi R. Einarsson. Einsöngvari Viktor Guðlaugsson. Meðleikari á píanó Arnhildur Valgarðsdóttir. Myndlist 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson – Skáhalli tilverunnar (Theo van Doesburg, Goya og aðrir). Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Café Karólína | Myndlistarsýning Baldvins Ringsted. Eden, Hveragerði | Málverkasýning Davíðs Art Sigurðssonar – Milli mín og þín. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson, Af- gangar. Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni. Gallerí Terpentine | Odd Nerdrum og Stef- án Boulter. Gel Gallerí | Ólafur grafari sýnir verk sín. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Sýning Jóhannesar Dags- sonar „Endurheimt“. Einnig sýningin „List og náttúra með aug- um Norðurlandabúans“. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn- ingarsalnum 1. hæð. Kaffi Mílanó | Jón Arnar Sigurjónsson sýn- ir á Kaffi Mílanó olíumyndir á striga. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal eitt verk, ekk- ert upphaf eða endir. Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Friðjónsson. Olíumálverk og skúlptúrar unnir í leir og málaðir með olíulitum. Listasafnið á Akureyri | Erró. Listasafn Íslands | Lokað til 14. maí. Þá opnar sýning á verkum Dieters Roth í sam- vinnu við Listasafn Reykjavíkur á Listahá- tíð. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Lokað. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Lok- að. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Salurinn | Sýning Leifs Breiðfjörð. Stórir steindir gluggar, svífandi glerdrekar eru uppistaða sýningar Leifs. Sýningin stendur til 1. maí. Smáralind | Sýning Amnesty International „Dropar af regni stendur yfir í Smáralind. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione – ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Listasýning Smáralind | Sýndir eru einstaklingar sem félagar Íslandsdeildar Amnesty Int- ernational hafa átt þátt í að frelsa á 30 ár- um. Dans Árbæjarþrek | Ný dansnámskeið hefjast 27. apríl í Árbæjarþreki. Kennt verður: Hip- hop, Jamaican rhythm og Modern maga- dans. Leiðbeinandi: Brynja Pétursdóttir. Upplýsingar og skráning í síma: 821-4499 eða e-mail: hiphopdans@yahoo.com. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið. Sími 586-8066 netfang: gljufrateinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í Vesturheimi 1955 ljós- myndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Opið kl. 11–17. Mannfagnaður Heilunarsetrið | Bænahringur í Heil- unarsetrinu Dvergshöfða 27, Reykjavík. öll miðvikudagskvöld kl. 20. Allir velkomnir, Ólafía s.: 567-7888. Hádegishugleiðsla miðvikudaga kl. 12.15. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður s.: 868-3894/567- 7888. Maður lifandi | Hláturæfingin verður í heilsumiðstöðinni Maður lifandi, Borg- artúni 24, miðvikudaginn 27. apríl kl. 17.30. Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason stjórna æfingunni. Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir. Réttó 1953 | Þeir sem fæddir eru 1953 og voru í Breiðagerðis- eða Réttarholtsskóla ætla að hittast í tilefni þess að í vor eru 35 ár frá því að þeir hættu í skólanum. Skrán- ing fyrir 27. apríl. Nánari upplýsingar veita: Gústi 898-3950, Edda 848-3890, Einar 426-8137, Gunnar J. 551-4925, Jónas 894-6994 og á edda@simnet.is. Fréttir Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Skálann á Blönduósi miðvikudaginn 27 apríl frá 11–16 Allir velkomnir. ITC-samtökin á Íslandi | Landsþingið verður haldið dagana 29.–30. apríl, í Odd- fellowhúsinu Vonarstræti 10, í Reykjavík og er öllum opið. Uppl.fást:www.simnet.is/itc, eða s: 698-7204/897-4439. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun í dag kl. 14–17. Svarað í síma þri.–fim. kl. 11–16. Tekið við fatnaði og öðrum gjöfum þri. og mið. kl 11–16. Netf. mnefnd@mi.is. Fundir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur | Menntaráð Reykjavíkur og SAMFOK halda fund um styttingu náms til stúdentsprófs í kvöld kl. 20–22 í sal Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur á Fríkirkjuvegi 1. GSA á Íslandi | GSA-fundir eru haldnir öll fimmtudagskvöld kl. 20.30 í Tjarnargötu 20. Nánari upplýsingar á www.gsa.is. Héðinshús | Al-Anon fundur eru alla mið- vikudaga kl. 21. Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna, sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka, heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, í dag kl. 17. Snorri Ingimarsson, krabbameins- og geðlæknir, verður gestur. Samfylkingarmiðstöðin | SffR velur full- trúa á landsfund Samfylkingarinnar á fé- lagsfundi í kvöld á Hallveigarstíg 1 kl. 20. Samtökin FAS | Í kvöld kl. 20 verður norska myndin ,,BE–skitne, syndige meg“ sýnd í félagsmiðstöð Samtakanna ’78, Laugavegi 3, 4.h. Sr. Sigfinnur Þorleifsson leiðir umræður á eftir. Samtök psoriasis- og exemsjúklinga | Að- alfundur SPOEX verður haldinn kl. 20, á Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38. Auk venjulegra aðalfundastarfa fjallar Ragn- heiður Alfreðsdóttir hjúkrunardeildarstjóri um: Bláa lónið – nýja húðlækningastöð. Vináttufélag Íslands og Kanada | Baldur Hafstað prófessor fjallar um bréfabæk- urnar um Harald Bessason, er varða Kan- ada. Gísli Sigurðsson segir frá viðtölum við Vestur-Íslendinga úr segulbandssafni Árnastofnunar, í kvöld kl. 20 í Odda, húsi félagsvísindadeildar H.Í, stofu 106. Fyrirlestrar Askalind 4 | Listin að segja nei og setja mörk. Fyrirlestur miðvikudag 27. apríl, kl. 19.30 í Askalind 4. Grand hótel Reykjavík | Þrír fé- lagsvísindamenn, Gyða Pétursdóttir, Gísli Atlason og Hildur Friðriksdóttir, kynna nið- urstöður rannsókna um samþættingu fjöl- skyldulífs og atvinnu á opnum morg- unverðarfundi Félagsfræðingafélags Íslands 28. apríl, kl. 8.15–9.50. Verð 1.500 kr. með morgunverði. Tilkynnið þátttöku til harpan@hi.is. Námskeið Mímir – símenntun | Kristinn R. Ólafsson mun sjá um tveggja kvölda námskeið um höfuðborg Spánar dagana 26. og 28. apríl kl. 20–22. Skráning í s. 580-1800 eða á www.mimir.is. MS-félag Íslands | Helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk um MS-sjúkdóminn verð- ur haldið 29.–30. apríl, fyrir fólk með ný- lega greiningu MS. Námskeiðið verður í húsi MS-félags Íslands á Sléttuvegi 5, Reykjavík. Upplýsingar veitir Margrét, fé- lagsráðgjafi í síma 568-8620, 897-0923. kennsla.is | Guðni Gunnarsson útskýrir heimsspeki Rope Yoga í smáatriðum Und- irstöðunámskeið fyrir þá sem eru tilbúnir að hefja ferð sína til sannrar velmegunar. Staður: Skúlatún 4, 2. hæð í dag kl. 18.00 - 22.00. Verð: 10.000 Skráning: kennsla- @kennsla.is - 588 0411. Ráðstefnur Verkfræðideild HÍ | Ráðstefna um áhrif sjóflóða og hækkunar sjávarstöðu á skipu- lag, á morgun kl. 13.05–17.15, í VR–2, st. 157. www.hi.is/page/flod Frekari uppl.: Trausti Valss., s. 8631339, tv@hi.is. Börn Tónabær | Á morgun kl. 16–18 verður opið hús fríst.heimilum eftirtalinna skóla: Álfta- mýrarsk., Breiðagerðissk., Fossvogssk., Háteigssk., Hlíðask., Hvassaleitissk., Laug- arnessk., Langholtssk. og Vogask. Útivist Ferðafél. Útivist | Á fim. er farið kl. 18 frá bílastæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og geng- ið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð og sömu leið til baka.  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 þjóðhöfð- ingjaætt, 8 dökkt, 9 minn- ast á, 10 elska, 11 að baki, 13 dýrið, 15 lélegt hús, 18 viðlags, 21 vætla, 22 smán- uð, 23 kaka, 24 kið. Lóðrétt | 2 logið, 3 þraut- in, 4 hafa upp á, 5 hefja, 6 fjall, 7 fornafn, 12 kraftur, 14 fálm, 15 lof, 16 þátttak- andi, 17 smá, 18 kölski, 19 létu í friði, 20 hugur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 spors, 4 bókin, 7 önduð, 8 sukks, 9 ill, 11 gert, 13 saka, 14 íslam, 15 þjóð, 17 áttu, 20 rit, 22 ataði, 23 jatan, 24 totta, 25 nárar. Lóðrétt |1 svöng, 2 oddur, 3 sóði, 4 basl, 5 kokka, 6 níska, 10 lalli, 12 tíð, 13 smá, 15 þvalt, 16 ósatt, 18 tetur, 19 Unn- ur, 20 rita, 21 tjón. Íslandsmótið í tvímenningi. Norður ♠D5 ♥10764 N/Allir ♦ÁG6 ♣D1043 Vestur Austur ♠K1074 ♠G9863 ♥-- ♥Á852 ♦752 ♦1043 ♣ÁK9865 ♣7 Suður ♠Á2 ♥KDG93 ♦KD98 ♣G2 Íslandsmótið í tvímenningi hófst um nónbil á föstudag og lauk um náttmál á sunnudag. Keppendur höfðu þá setið að spilamennsku lengst af vökutíma og lagt að baki 182 spil, fyrst 90 spil í forkeppni, en síðan spiluðu 24 efstu pörin 92ja spila úrslitalotu. Sigur unnu Ásmundur Pálsson og Guðmundur Páll Arnarson með 59,3% skor. Í öðru sæti urðu bræð- urnir Anton og Sigurbjörn Haralds- synir (55,7%), en þriðju þeir Þröstur Ingimarsson og Hermann Lárusson (55,3%). Ásmundur er 77 ára gamall og þetta er tíundi titill hans í þessu móti, en fyrsta Íslandstvímenning- inn vann hann árið 1963. Ásmundur kann öll brögðin í bókinni, en verst þykir honum þegar hann „gleymir“ að nýta sér kunnáttuna. Spilið að of- an er Ásmundi eftirminnilegast frá mótinu. Ásmundur var í suður, sagn- hafi í fjórum hjörtum, en í andstöð- unni voru Frímann Stefánsson og Björn Þorláksson: Vestur Norður Austur Suður Frímann Guðm. Björn Ásmundur -- Pass Pass 1 hjarta 2 lauf 2 grönd * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * Sýnir fjórlitarstuðning við hjart- að og 7-9 punkta. Frímann kom út með laufás og skipti yfir í tígul í öðrum slag. Ás- mundur sá strax að þetta yrði einfalt verkefni ef trompið hagaði sér skikk- anlega, því hægt yrði að henda spaða í tígul og trompa spaða í borði. Hann spilaði trompi í þriðja slag. Björn drap strax á hjartaás og skipti yfir í spaða og nú var spilið tapað vegna 4-0 legunnar í trompi (sem er 10%). „Ég er svekktur út af þessu spili,“ sagði Ásmundur á heimleið á sunnu- dagskvöld. „Ég átti að spila laufi í þriðja slag.“ „Það er nefnilega það,“ sagði dálkahöfundur, sem hafði ekki tekið eftir „afspili“ makkers. En sem dálk- urinn er í fæðingu, fæðist sú hugsun að laufspilið dugi ekki heldur ef vest- ur DÚKKAR og lætur makker trompa laufið til að spila spaða. Það er því ástæðulaust að svekkja sig yfir þessu spili – það stóð aldrei! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.