Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 33 FRÉTTIR MIKIÐ var um dýrðir í Viðskiptahá- skólanum á Bifröst fyrir skömmu þegar útskrifuðust 42 konur úr „Mætti kvenna“, sem er 11 vikna rekstrarnám fyrir konur í atvinnu- rekstri. Af þátttökunni má merkja að mikil þörf er fyrir slíkt nám. Hópurinn sem útskrifaðist er ann- ar hópur máttugra kvenna sem ljúka þessu rekstrarnámi, en alls hafa rúmlega 100 konur útskrifast í Mætti kvenna. Á útskriftinni hélt Guðrún G. Bergmann hátíðarræðu dagsins og hvatti þær konur sem voru að útskrifast til að láta til sín taka í viðskiptum því þeirra tími væri kominn. Námið byggist fyrst og fremst upp á fjarnámi en við upphaf þess og endi koma konurnar saman á vinnu- helgum á Bifröst. Námið skiptist upp í fimm fög: bókhald, upplýs- ingatækni, markaðs- og sölumál, fjármál og áætlanagerð. Útskriftarnemarnir stilltu sér upp til myndatöku á útskriftardaginn. Til hægri má sjá A. Agnesi Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra símenntunar, Runólf Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Herdísi Sæmundardóttur, stjórnarformann Byggðastofnunar, og Guðrúnu G. Bergmann. Mikil þátttaka í verkefninu „Máttur kvenna“ á Bifröst „ÉG GRÍNAST stundum með það að hlutverk mitt sé að ferðast um heiminn með ímyndaða garðkönnu og vökva þau fræ sem fyrirrennarar mínir hafa sáð og mögulega sjálfur ná að sá nokkrum fræjum í leiðinni sem vonandi ná að blómstra einhvern tímann í náinni í framtíðinni,“ segir Kevin Cullinane, heimsforseti JCI (Junior Chamber International), sem nýverið var staddur hér á landi. Var markmið heimsóknar hans að kynna sér starf JCI hérlendis og miðla heima- mönnum af eigin reynslu, auk þess sem hann tók þátt í málþingi á vegum JCI um gildi félagsstarfs á vinnumarkaði. Aðspurður segist hann afar ánægður með hið þróttmikla starf JCI hérlendis sem hafi það að markmiði að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Að sögn Cullinane er Ísland 26 landið sem hann heimsækir síðan hann tók við forsetaembættinu í ársbyrjun, en á árinu sem hann gegnir embættinu mun hann alls heimsækja 55 af 105 aðildarlöndum JCI. Sjálfur gekk Cullinane til liðs við JCI fyrir sautján árum. „Raunar má segja að ég hafi geng- ið til liðs við JCI af nokkuð eigingjörnum hvötum. Ég var nýfluttur frá Cork til Dublin og sá starfið með JCI sem tilvalda leið til þess að kynnast nýju fólki og koma mér upp tengslaneti. Auk þess hafði ég þörf fyrir að þjálfa mig í því að koma fram og tala opinberlega, en á þessum tíma leið ég hreinlega fyrir það hversu erfitt mér þótti að koma fram opinberlega,“ segir Cullinane og nefn- ir sem dæmi að eitt sinn hafi liðið yfir hann af hræðslu við tilhugsunina um að halda stuttan fyr- irlestur fyrir samstúdenta sína í háskólanum. Segist hann JCI-samtökunum afar þakklátur því innan vébanda þeirra hafi hann fengið ómet- anlega þjálfun og nefnir sem dæmi að í byrjun árs hafi hann ávarpað tíu þúsund manna sam- komu JCI í Japan, án þess að blikna. Færninni mun ég búa að um ókomin ár Að mati Cullinane stuðlar þátttaka í alþjóð- legum samtökum á borð við JCI að víðsýni og því að litið sé á heiminn sem eina heild. „Allt of margt ungt fólk lætur sig stjórnmálaumræðuna og alheimsmálin allt of litlu varða og veit ekki einu sinni hvað kjörnir þingmenn og ráðherrar heita. Þessir sömu krakkar skila sér ekki heldur á kjörstað til að kjósa í þingkosningum. Viljir þú leyfa öðrum að móta framtíð þína er það auðvitað allt í lagi en vilji menn hafa eitthvað um það að segja í hvernig samfélagi þeir vilja lifa þurfa þeir að taka virkan þátt í lýðræðisferlinu og tala sínu máli á opinberum vettvangi enda eru orð til alls fyrst.“ Talið berst að framtíðinni. JCI eru skilgreind sem samtök ungra leiðtoga og frumkvöðla á aldr- inum 18–40 ára. Sjálfur er Cullinane að nálgast fertugt og þarf því að hætta starfi sínu innan samtakanna strax á næsta ári. Aðspurður segir Cullinane það að sjálfsögðu sárt að þurfa að segja skilið við samtökin sem gefið hafi honum svo mik- ið. „Hins vegar er alveg ljóst að þau sambönd sem ég hef komið mér upp hverfa ekkert. Sú kunnátta og færni sem ég hef tileinkað mér í starfi samtakanna er eitthvað sem ég mun búa að um ókomin ár,“ segir Cullinane, sem mun í árslok þegar kjörtímabili hans sem heimsforseta JCI lýkur aftur snúa sér að aðalstarfi sínu en hann er markaðsstjóri hjá Heineken í Cork á Írlandi. Heimsforseti á faraldsfæti Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aðspurður segist Kevin Cullinane, heimsforseti JCI, afar ánægður með hið þróttmikla starf JCI hérlendis sem hafi það að markmiði að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. TALSVERT hefur borið á því að far- símanotendur Og Vodafone hafi kvartað yfir truflunum þegar þeir taka á móti símtölum úr kerfi Lands- síma Íslands. Í tilkynningu frá Og Vodafone segir að ástæðan sé sú að Landsíminn hafi undanfarna mánuði sent hluta af símaumferð frá eigin notendum til farsímanotenda Og Vodafone um útlandasamband sitt. „Og Vodafone hvetur Landsíminn að láta af þessari aðgerð. Hún bitnar á viðskiptavinum beggja fjarskipta- fyrirtækja enda eru gæði útlanda- sambanda mun verri heldur en bein- ar leiðir innanlands,“ segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu. Notendur hjá Og Vodafone verða helst varir við slíka truflun á þann hátt að símanúmer þess sem hringir úr kerfi Landssímans birtist sem óþekkt eða brenglað númer. Og Vodafone vakti athygli Póst- og fjar- skiptastofnunar á flutningi símtala um útlandasambönd þegar fyrirtæk- ið lokaði fyrir slíka umferð vegna lé- legra gæða á sínum tíma. „Hins veg- ar hefur Landssíminn ekki látið af háttsemi sinni. Því hefur Og Voda- fone beint því formlega til stofnunar- innar að tryggja samtengingu neta með fullnægjandi hætti,“ segir í til- kynningunni. Truflanir í farsíma Og Vodafone FÉLAG íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) segir í ályktun að brýnt sé að brúa þá gjá sem myndast hafi milli safnaráðs og margra safnmanna í landinu. Þá gjá sé aðeins hægt að brúa með auknu upplýsinga- flæði um starfsemi safnasjóðs og safnaráðs. Einnig sé mik- ilvægt að allar vinnureglur séu skýrar, sérstaklega úthlutunar- reglur ráðsins. Úthlutun safna- ráðs fyrir árið 2005 hefur vakið hörð viðbrögð meðal safn- manna, en 15 forstöðumenn safna mótmæltu úthlutuninni í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Í ályktun FÍSOS segir að ljóst sé að gjá hafi myndast milli safna- ráðs og margra safnmanna í landinu. „Safnalög voru samþykkt frá Alþingi árið 2001, lögin voru ný- mæli og náðu til alls safnastarfs í landinu (þ.e. söfn sem flokkast sem „museum“). Með samþykkt laganna varð til safnaráð sem hefur m.a. það hlutverk að úthluta árlega úr safnasjóði til safna sem uppfylla lagaleg skilyrði um styrkhæfi. Nýju lögin leiddu hins vegar til þess að fjölgun varð á styrkhæf- um söfnum en framlag ríkisins hækkaði ekki að sama skapi. Styrkir lækkuðu milli áranna 2004 og 2005 og kemur niður- staðan sér afar illa fyrir ís- lenska safnastarfsemi. Eru al- þingismenn hvattir til að huga nánar að styrkveitingum til safna sem sinna lögbundinni starfsemi samkvæmt safnalög- um og efla safnasjóð með hærri fjárveitingum, þannig að sjóð- urinn geti staðið undir nafni og stuðlað að faglegu og fram- sæknu safnastarfi í landinu. Að mati stjórnar FÍSOS er brýnt að brugðist verði við framkominni gagnrýni með því að flýtt verði endurskoðun safnalaga með það að markmiði að skerpa á þeim kröfum sem gerðar eru til safna sem rétt eiga á úthlutun úr sjóðnum. Það á til dæmis ekki að vera hlut- verk sjóðsins að styrkja sér- staklega menningartengda ferðaþjónustu og ýmiss konar sýningar með safnlegri fram- setningu. Stjórn félagsins beinir því til menntamálaráðherra að hafist verði handa sem fyrst. Einnig þarf að semja hið fyrsta reglugerð með núgildandi safnalögum er bæði skilgreinir stöðu safna og styrkir núgild- andi lög sem í raun eru einföld rammalöggjöf. Á það skal enn fremur bent að mikilvægt er að vel sé greint á milli reksturs safnaráðs annars vegar og reksturs safnasjóðs hins vegar. Hvetur stjórn félagsins til að í þessum efnum verði skýr stefna mörkuð af ráðuneytinu. Brýnt er að brúa þá gjá sem myndast hefur milli safnaráðs og margra safnmanna í landinu. Þá gjá er aðeins hægt að brúa með auknu upplýsingaflæði um starfsemi safnasjóðs og safnar- áðs. Einnig er mikilvægt að all- ar vinnureglur séu skýrar, sér- staklega úthlutunarreglur ráðsins. Að mati stjórnar FÍS- OS er brýnt að safnaráð og framkvæmdastjóri þess hefjist þegar handa við þá vinnu.“ Gjá hefur myndast milli safnaráðs og safnmanna STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands fagnar í ályktun skýrslu Ríkisend- urskoðunar um úttekt hennar á Háskóla Íslands. Í skýrslunni kem- ur fram að Háskóli Íslands hafi staðið sig vel miðað við það fjár- magn sem hann hefur haft úr að spila en að skólann skorti aukið fjármagn. Auk þess kemur fram að hann fái ekki greitt fyrir kennslu mörg hundruð virkra nemenda. Stúdentaráð segir að á þetta hafi forysta stúdenta og háskólayfir- völd bent ítrekað á undanfarin ár en mætt litlum skilningi yfirvalda. Þrjár leiðir til fjármögnunar eru nefndar í skýrslunni, en það eru fjöldatakmarkanir, skólagjöld og aukið framlag ríkisins. „Stúdenta- ráð Háskóla Íslands hafnar alfarið hugmyndum um fjöldatakmarkanir og skólagjöld. Slík meðöl bæta ekki úr vanda Háskólans og koma illa niður á hagsmunum stúdenta og jafnrétti allra landsmanna til náms. Metur núverandi ríkisstjórn há- skólanám svo lítils að framlag hennar til háskólamenntunar er skammarlega langt undir meðal- framlagi ríkja innan OECD til há- skólastigsins þegar miðað er við hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Þar að auki stöndum við Íslend- ingar hinum Norðurlöndunum langt að baki í þessum efnum. Úr þessu þarf að bæta og er það verk- efni sem menntamálaráðherra þarf að takast á við á næstu misserum. Háskóli Íslands og þær rann- sóknir sem fara fram á hans vegum eru ein forsendna framþróunar í ís- lensku athafna- og þjóðlífi. Stúd- entaráð skorar á ríkisstjórn Ís- lands að bregðast við þessari staðreynd og sýna skólanum þá virðingu sem hann hefur unnið fyr- ir í gegnum árin. Ekki þýðir lengur að fela sig bak við þau rök að auknu fjármagni hafi verið veitt til háskólastigsins í heild. Háskóli Ís- lands hefur verið látinn sitja of lengi á hakanum og er nú kominn tími til breytinga,“ segir í ályktun Stúdentaráðs. Stúdentaráð vill að HÍ fái meira fjármagn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.