Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR VARAFORMAÐUR þingflokks Samfylkingarinnar, Kristján L. Möller, sendi forsætisnefnd Alþing- is í gær samþykkt þingflokks Sam- fylkingarinnar þar sem óskað er eftir að settar verði almennar regl- ur um upplýsingagjöf þingmanna um eignir og hagsmunatengsl. Vísar þingflokkurinn í því efni til fyrirliggjandi þingsályktunartil- lögu Jóhönnu Sigurðardóttur o.fl. um siðareglur fyrir alþingismenn. „Þá hefur þingflokkurinn sam- þykkt eftirfarandi hugmynd að reglum sem forsætisnefnd gæti haft til hliðsjónar í þessum störfum. Þingflokkurinn beinir því til for- sætisnefndar að haft verði samráð við Persónuvernd um þetta mál, einkum vegna þeirra upplýsinga sem varða maka. Beint verði til þingmanna að birta á vef alþingis upplýsingar um: 1. Störf utan þings, t.d. setu í stjórn fyrirtækis eða stofnunar, eða nefndarstörf, hvort heldur er á op- inberum vegum eða á almennum markaði, og önnur föst launuð störf, hjá hverjum og hvers eðlis. 2. Sjálfstæða atvinnustarfsemi, teg- und starfseminnar, eðli og umfang. 3. Trúnaðarstörf fyrir félagasam- tök, launuð og ólaunuð. 4. Gjafir sem tengjast þingmennsk- unni og fara yfir 50.000 kr. að verð- gildi, tegund gjafar, hver gefur og hvenær. 5. Fjárhagslegan stuðning og styrki að verðmæti yfir 100.000 kr. sem tengjast þingmennskunni og þingmaður tekur við frá stjórnvöld- um (umfram venjuleg starfskjör), samtökum, fyrirtækjum eða ein- staklingum, heima eða erlendis; í hverju stuðningurinn er fólginn og frá hverjum hann er. 6. Ferðir og heimsóknir til útlanda sem tengjast þingmennskunni og íslensk stjórnvöld, alþingi, flokkur þingmannsins, þingflokkur hans eða hann sjálfur kosta ekki að fullu; hvert farið er og hver greiðir. 7. Eign í félögum sem fer yfir 500.000 kr. að markaðsverðmæti eða ætluðu verðmæti. 8. Aðrar upplýsingar sem þingmað- urinn telur að skipt geti máli í þess- um efnum og rétt sé að fram komi. Varaþingmenn eru undanþegnir þessum tilmælum nema þingseta vari samfellt meira en þrjá mánuði. Forsætisnefnd eða maður sem hún tilnefnir er til ráðgjafar um vafaatriði í þessu sambandi, meðal annars hversu skuli farið með upp- lýsingar sem einkum eiga við um maka þingmanns.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar Vilja almennar reglur um upplýsingagjöf Morgunblaðið/ÞÖK Þingmenn Framsóknarflokksins, Jónína Bjartmarz, Hjálmar Árnason, Magnús Stefánsson og Dagný Jónsdóttir, kynntu upplýsingar um eignir og tengsl þingmanna flokksins á blaðamannafundi í gær. HJÁLMAR Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, segist hafa efasemdir um að rétt sé að þingmenn og sveitarstjórn- armenn safni fé til eigin próf- kjörsbaráttu. Hann segir að það hafi verið rætt innan Framsókn- arflokksins hvort setja ætti ein- hvers konar siðareglur í þeim efn- um. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar. „Ég hef alltaf talið mjög vafa- samt að þingmenn og sveitarstjórn- armenn safni sjálfir fé í eigin prófkjörsbaráttu eða fyrir flokka sína. Aðrir eiga að annast það en ekki þingmenn. Það er mín skoðun. En ég skal viðurkenna að ég hef, eins og flestir aðrir, neyðst til að taka einhvern þátt í slíku í gegnum tíðina.“ Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylking- arinnar, segir í pistli á heimasíðu sinni að hann hafi látið í ljósi þá skoðun sína að ekki nægi að upp- lýsa eignatengsl eða hags- munavensl þingmanna. „Ég tel að kjörnir fulltrúar á þingi og sveit- arstjórnum eigi ekki að safna fé til eigin prófkjörsbaráttu eða flokka sinna,“ segir Stefán Jón í pistl- inum. „Sú þakkarskuld sem þannig getur skapast kann að valda miklu alvarlegri ,,hagsmunatogstreitu en hlutabréfaeign sem stofnað er til af eigin tekjum á almennum mark- aði,“ segir enn fremur á síðunni. Bendir Stefán Jón í pistlinum á að fyrir ári síðan hafi Samfylkingin sent áskorun til annarra stjórn- málaflokka um að hefja viðræður um reglur er varða fjárreiður stjórnmálaflokka. Vinstri grænir og Frjálslyndir hafi tekið boðinu og Framsóknarflokkurinn hafi tek- ið því með því skilyrði að allir flokkar yrðu með. Hafi þetta legið fyrir um miðjan maí. „Seint og um síðir hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn, það er Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, þessum tilmælum,“ segir á vefsíðu Stefáns Jóns. Kjörnir fulltrúar safni ekki fé til eigin prófkjörsbaráttu ANNAÐ kvöld verður haldinn safnaðarfundur í Garðasókn vegna þeirra deilumála sem hafa verið uppi í sókninni. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst klukkan 20. Á fund- inum muni Matthías Guð- mundur Pétursson, formaður sóknarnefndar Garðasóknar, kynna niðurstöðu úrskurð- arnefndar þjóðkirkjunnar í deilumáli innan Garðasóknar. Að því loknu verða heimilar fyrirspurnir og umræður um úrskurðinn. Fulltrúar biskupsstofu og dr. Gunnar Kristjánsson pró- fastur, munu sitja fundinn. Fundarstjóri á fundinum verð- ur Gestur Jónsson, hæstarétt- arlögmaður. Engar ályktanir verða bornar undir fundinn, segir í tilkynningu frá sókn- arnefnd. Safnaðar- fundur vegna deilumála Í UMSÖGN Persónuverndar um nýtt frumvarp samgönguráðherra um breytingu á lögum um fjarskipti segir að stofnunin hafi fullan skiln- ing á því að endurskoða þurfi úrræði lögreglu í ljósi nýrrar tækni en á hinn bóginn sé mikilvægt, „þegar um er að ræða svo almenna og um- fangsmikla skráningu á persónu- upplýsingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir“ að ekki verði gengið lengra en brýna nauðsyn beri til. Í þessu sambandi verði að hafa í huga grundvallarréttindi einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Athugasemdir Persónuverndar við frumvarpið beinast sérstaklega að þremur greinum þess. Í 7. grein frumvarpsins er mælt fyrir um að farskiptafyrirtækjum verði skylt að varðveita upplýsingar um hver af viðskiptavinum þess hafi notað tiltekin símanúmer, ip-tölur og notendanafn og að þau geti upplýst lögreglu um allar tengingar notand- ans, tímasetningar þeirra, lengd, hverjum var tengst og hversu mikið af gögnum var flutt á milli. „Per- sónuvernd leggur mikla áherslu á hér verði farið varlega í sakirnar og þess gætt að skrá ekki meiri upplýs- ingar en brýna nauðsyn ber til. Áður en slík regla er sett er nauðsynlegt að fram fari þarfagreining, þannig að fyrir liggi hvaða tegundir upplýs- inga sé nauðsynlegt að varðveita með tilliti til einstakra brotaflokka. Þannig getur t.d. verið misrík þörf fyrir varðveislu gagna eftir því hvort um er að ræða upplýsingar um hefð- bundna símnotkun, smáskilaboð, tölvupóst, netvafur o.s.frv.,“ segir í umsögninni. Í sömu grein frumvarpsins er kveðið á um að fjarskiptafyrirtækj- um verði gert skylt að varðveita gögn um fjarskiptaumferð notenda í eitt ár. Persónuvernd telur þennan tíma of langan og að hann samrým- ist ekki meðalhófssjónarmiðum sem virða ber við meðferð persónuupp- lýsinga. Bent er á að fyrir liggi út- tekt evrópskra fjarskiptafyrirtæka sem hafi leitt í ljós að þær fjarskipta- uupplýsingar sem lögregla þarf eru sjaldnast eldri en sex mánaða. Þá kemur fram í umsögninni að frum- varpið virðist byggt á tillögu fjög- urra ríkja Evrópusambandsins sem lögð var fram í ráðherraráði sam- bandsins en hlaut þar slæmar við- tökur og var m.a. dregið í efa að svo langur varðveislutími samrýmdist Mannréttindasáttmála Evrópu. Nafnleynd getur verið eðlileg Í 8. grein frumvarpsins er m.a. lagt til að þeir sem kaupa símakort verði framvegis að framvísa skilríkj- um við kaupin. Persónuvernd segir að með slíkri breytingu sé í raun ver- ið að koma í veg fyrir síðustu mögu- leika almennings á því að geta hringt með leynd, þar sem aðgangur að al- menningssímum sé hverfandi lítill hér á landi. Þetta sé veigamikil breyting. „Horfa verður til þess að nafnleynd við notkun síma getur í mörgum tilvikum verið eðlileg, jafn- vel nauðsynleg. Í hugum margra er t.d. nauðsynlegt að geta með leynd komið ábendingum á framfæri s.s. til fjölmiðla, þingmanna, lögreglu eða barnaverndaryfirvalda og jafnvel við að leita liðsinnis s.s. hjá vinalínu Rauða krossins. Mikilvægt er að virða þessi sjónarmið. Eins er aug- ljóst að verði tekin upp skráning á kaupendum símakorta munu þeir sem stunda refsiverða hegðun í skjóli nafnleyndar finna sér aðrar leiðir, en eftir stendur að hér á landi verða ekki lengur fyrir hendi mögu- leikar á því að menn geti átt sam- skipti símleiðis með leynd,“ segir í umsögn Persónuverndar. Að lokum gerir Persónuvernd at- hugasemdir við 9. grein frumvarps- ins þar sem lagt er til að fjarskipta- fyrirtækjum verði gert skylt að veita lögreglu upplýsingar um hver sé skráður eigandi ákveðins símanúm- ers og/eða eigandi eða notandi ip- tölu. Þó að ekki sé það tekið fram berum orðum í ákvæðinu er gert ráð fyrir að um sé að ræða skyldu til að afhenda upplýsingarnar án dómsúr- skurðar. Verði ákvæðið að lögum getur lögregla því m.a. fengið upp- lýsingar um eigendur leyninúmera án dómsúrskurðar. Í athugasemdum segir að heim- ildin nái þó ekki til innihalds fjar- skiptanna, til þess þurfi áfram heim- ild dómstóla. Persónuvernd telur að þetta ákvæði samrýmist ekki sjón- armiðum um meðalhóf í vinnslu per- sónuupplýsinga og stríði gegn þeim meginreglum sem gilda um rann- sókn opinberra mála. Einkum sé mikilvægt að kveða á um að eftirlit lögreglu með síma- og fjarskipta- tækjanotkun einstaklinga verði áfram háð dómsúrskurði. Persónuvernd gagnrýnir frumvarp samgönguráðherra um fjarskipti Lögbrjótar munu finna sér aðrar leiðir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK  Meira á mbl.is/ítarefni GUÐMUNDUR Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar, tekur ekki undir gagn- rýni Persónuverndar á frumvarp sam- gönguráðherra til fjarskiptalaga en segir þó að kanna verði betur ákvæði um að lög- regla geti fengið upplýsingar um not- endur ip-talna án dómsúrskurðar. Hann segir að þó að tíminn sé knappur verði frumvarpið væntanlega samþykkt sem lög frá Alþingi í vor. Varðandi varðveislutímann segir Guð- mundur að allur gangur hafi verið á því hvað fjarskiptafyrirtækin hafa varðveitt gögn um fjarskipti lengi. Í Evrópu sé allur gangur á þessu, í Þýskalandi séu gögnin varðveitt í sex mánuði en þrjú ár í Frakk- landi. Honum finnst ekki óeðlilegt að miða við eitt ár, líkt og lagt er til í frumvarpinu. Þá finnst Guðmundi þeir hagsmunir lög- reglu að geta nálgast upplýsingar um eig- endur leyninúmera vega þyngra en hags- munir tengdir því að áfram verði hægt að hafa órekjanleg leyninúmer. Lögregla þurfi að geta rakið símanúmer til öfug- ugga sem áreiti fólk í skjóli leyninúmers og þá hafi komið í ljós að fíkniefnasalar leiki gjarnan þann leik að skipta ótt og títt um símakort til að erfiðara sé að hafa hendur í hári þeirra. Frumvarpið var rætt á fundi samgöngu- nefndar í fyrradag og gerðu fulltrúar samgönguráðuneytisins þá grein fyrir sín- um sjónarmiðum og á mánudag munu sér- fræðingar frá OgVodafone og Símanum koma á fund nefndarinnar. Umsagn- arfrestur um frumvarpið rennur út þann dag. Kanna þarf betur ákvæði um ip-tölur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.