Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 37 DAGBÓK Líta yfirmenn á meðalstórum vinnustöð-um á mæður sem annars flokks vinnu-afl? Er ennþá viðurkennt að vinnanhafi forgang í lífi karlmanna en börnin í lífi kvenna? Eftir hverju fer það hvort litið er með velþóknun eða vanþóknun á fæðingarorlofstöku karla innan mismunandi vinnustaða? Eru fjöl- skyldur að kikna undir öllum þeim kröfum sem beinast að þeim; frá vinnuveitendum, við- skiptavinum, sjálfum sér og umhverfinu? Þetta er meðal þeirra spurninga sem þrír fé- lagsvísindamenn, þau Gyða Margrét Péturs- dóttir, Gísli Hrafn Atlason og Hildur Friðriks- dóttir munu fjalla um á opnum morgunverðar- fundi Félagsfræðingafélags Íslands, sem fram fer á Grand hóteli á morgun, 28. apríl. Dagskráin stendur yfir frá 8.15–9.50. Yfirskrift fundarins er: Er foreldrahlutverkið hindrun í atvinnulífinu – jafnvel fyrir pabba? „Við höfum öll unnið að rannsóknum á sviði fjölskyldumálefna sem tengjast jafnframt vinnu- umhverfinu með einum eða öðrum hætti. Rann- sóknir Gyðu og Gísla eru út frá jafnréttis- og kynjasjónarmiðum en grunnurinn í mínum rann- sóknum hefur verið streita og vinnuvernd og nú síðast rannsakaði ég álag utan vinnu,“ segir Hild- ur. – Hverjar eru helstu niðurstöður? „Mín trú er sú að varla er lengur hægt að tala um vinnustreitu annars vegar og streitu utan vinnu hins vegar, því líf fólks er orðið svo samofið vinnunni að erfitt er að greina þarna á milli. Ég vil því tala um lífsstílsstreitu. Ennfremur styðja niðurstöðurnar við aðrar rannsóknir um mikilvægi þess fyrir vellíðan og heilsufar að upplifa að maður stjórni eða hafi stjórn á aðstæðum. Það ætti því að vera sameig- inlegur hagur stjórnenda og starfsfólks að finna þá leið sem hverjum hentar, hvort sem það er minna starfshlutfall, sveigjanlegur vinnutími, sjálfræði um hvar og hvenær verkefni eru unnin til að afrakstur dagsins sé eðlilegur en jafnframt að fólk geti notið lífsins utan vinnu og byggt upp ánægjulegt fjölskyldulíf. Gyða komst að því að mæðurnar í rannsókninni máta sig við eitthvert samfélagslegt norm sem segir að allir eigi að vinna „mikið“ utan heimilis. Konum eru ætluð afmörkuð hlutverk á vinnu- markaði sem samræmast hlutverki þeirra sem mæður. Á vinnumarkaði er því hið karllæga við- mið allsráðandi. Gísli er að vinna að samevrópskri rannsókn um fæðingarorlofstöku karla í samvinnu við Jafnrétt- isráð og mun hann skýra frá því sem þar birtist. Félagsfræðingafélagið | Morgunverðarfundur um fjölskylduna og atvinnulífið Eru mæður annars flokks vinnuafl?  Hildur Friðriksdóttir er verkefnastjóri starfsnámsbrautar fyrir fullorðna í Verzl- unarskóla Íslands. Hún lauk MA-gráðu í fé- lagsfræði frá HÍ árið 2004 og BA-prófi í fé- lags- og atvinnulífs- fræðum árið 2002 frá sama skóla. Hildur var blaðamaður á Morgun- blaðinu en hefur undanfarin ár unnið að ýmsum rannsóknum um líðan, heilsu og vinnuumhverfi, m.a. í samvinnu við Vinnu- eftirlitið og fleiri. Hún er gift Bjarna Halldórs- syni fjármálastjóra og eiga þau þrjá syni. Námsflokkarnir nauðsynlegir ÉG ER alfarið á móti því að Náms- flokkarnir verði lagðir niður. Ótal- margir hafa hlotið þar frábæra kennslu, til dæmis fullorðið fólk sem fór á mis við góða almenna menntun á yngri árum, ungir og gamlir, nýbúar og útlendingar, svo einhverjir séu nefndir. Þarna eru frábærir kenn- arar, Guðrún og hennar fólk á guðs- þakkir skildar fyrir sitt framlag. Sirrí. Gleraugu í Garðyrkjuskólanum BARNAGLERAUGU í ljósgrænu hulstri töpuðust í Garðyrkjuskólan- um í Hveragerði fimmtudaginn 21. apríl. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 690 4616. Fáheyrður dóna- skapur í Kastljósi Í SÍÐUSTU viku var Ólína Þorvarð- ardóttir, skólameistari Mennta- skólans á Ísafirði, gestur í Kastljósi Sjónvarpsins hjá Eyrúnu Magn- úsdóttur. Augljóst var strax í upphafi að þáttastjórnandinn ætlaði að sauma að skólameistaranum, sem reyndi með kurteislegum hætti að svara spurn- ingunum. Út yfir tók þó þegar Eyrún áminnti Ólínu um sannsögli, þegar hún í þriðja sinn vildi leiðrétta um- mæli Eyrúnar um auglýsingar á stöð- um/kennslugreinum. Þrátt fyrir þann fáheyrða dónaskap stjórnanda Kast- ljóssins svaraði Ólína af kurteisi og rökfestu sér og skóla sínum til sóma. Það er lágmarkskrafa að þátta- stjórnendur komi fram við gesti sína af kurteisi, en svo var ekki í þetta skipti. Burtséð frá dónaskapnum er það kjarni málsins eftir orðaskipti þeirra Eyrúnar og Ólínu um auglýsing- arnar, að aðeins önnur þeirra fór þar með rétt mál. Persónulega er ég ekki í vafa um hvor þeirra það var. En ég bíð enn eftir því að það verði upplýst opinberlega og að sú sem fór með rangt mál biðji hina og okkur Kast- ljóssáhorfendur afsökunar. Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir Laugarnesvegi 108. Bíllyklar og göngu- stafur fundust BÍLLYKLAR voru skildir eftir í söluturninum í Glæsibæ fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Eigandi má vitja þeirra í söluturninum. Á sama stað gleymdist einnig fyrir nokkru síðan göngustafur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Fimmtudaginn28. apríl verður sr. Gylfi Jóns- son, héraðsprestur Þingeyinga, sex- tugur. Á afmælisdaginn mun hann syngja á vortónleikum á Möðruvöllum í Hörg- árdal með kirkjukór Möðruvallaklaust- ursprestakalls og Samkór Svarfdæla. Laugardaginn 30. apríl taka þau hjónin á móti fjölskyldu, vinum og ná- grönnum á heimili sínu á Möðruvöllum í Hörgárdal frá kl. 16.00 og langt fram eftir kvöldi. 80 ÁRA afmæli. 30. apríl nk. verð-ur áttræður Ólafur M. Ólafs- son, útgerðarmaður, Brekkuvegi 7, Seyðisfirði. Hann og eiginkona hans, Hlín Axelsdóttir, taka á móti gestum í tilefni þess í félagsheimilinu Herðu- breið, Seyðisfirði milli kl. 17 og 19 á af- mælisdaginn. Allir velkomnir. 75 ÁRA afmæli. Í dag 27. apríl ersjötíu og fimm ára Elínborg (Ella) Jóhannesdóttir, Sielski, búsett í Kaliforníu. Er hún stödd hér á landi um þessar mundir. 50 ÁRA afmæli. Í dag, miðviku-daginn 27. apríl, er fimmtíu ára Jón Helgi Guðmundsson, stöðvarstjóri SHS. Hann og kona hans, Guðrún Ás- björnsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í félagsheimili Þróttar, föstu- daginn 29. apríl kl. 19–22. KARLAKÓRINN Þrestir í Hafn- arfirði heldur vortónleika í kvöld og annað kvöld í Hafnarborg í Hafnarfirði kl. 20.00 og á laug- ardaginn kl. 16.00 í Neskirkju. Jón Kristinn Cortez, stjórnandi kórsins, segir að þetta séu hefð- bundnir karlakórstónleikar, þeir byrji á alíslensku efnisvali sem stendur fram að hléi en eftir hlé er efnisval mun „léttara“ og eftir ýmsa höfunda innlenda sem er- lenda þar sem Örn Árnason leikari kemur fram sem einsöngvari. „Prógrammið á vortónleikum er að vissu leyti léttara nú þó ekkert sé slegið af í faglegum kröfum. M.a. syngur kórinn hið gullfallega lag Ísland eftir Sigfús Einarsson sem fyrst var flutt í júní 1929 á norrænu móti karlakóra í Kaupmannahöfn, en hefur lítið heyrst síðan. Einni má nefna þjóðhátíðarlögin Heima og Góða nótt eftir Oddgeir Krist- jánsson við ljóð Ása í Bæ, lög sem ekki heyrast oft í karlakórsútsetn- ingu,“ segir Jón. Karlakórinn Þrestir er fram- kvæmdaaðili að landsmóti Sam- bands íslenskra karlakóra sem fram fer í lok októbermánaðar í haust. Á landsmótinu mun Jón Kristinn Cortez stjórna um 1.000 manna karlakór og stórri hljóm- sveit, en hann er formaður söng- málaráðs SÍK og aðalsöngstjóri sambandsins. Auk þess munu Árni Harðarson, stjórnandi Fóstbræðra og Robert Faulkner, stjórnandi Hreims, stjórna þessum stóra kór og hljómsveit, sínu í hvoru lagi. Vortónleikar Þrasta Örn Árnason leikari verður gestur Karlakórsins Þrasta á vortónleikum kórsins. Fáðu úrslitin send í símann þinn Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 4. flokkur, 26. apríl 2005 22794 B kr. 4.080.000,- 22794 E kr. 816.000,- 22794 F kr. 816.000,- 22794 G kr. 816.000,- 22794 H kr. 816.000,- Ármúla 15 • sími 515 0500 - fax 515 0509 www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is Opið hús - Flúðasel 63, Reykjavík Falleg 4ra herbergja íbúð við Flúðasel. Lýsing íbúðar, sem er á fyrstu hæð, er eftirfarandi: Komið er inn í rúmgott hol sem er með flísum á gólfi, eldhús er með eldri snyrtilegri innréttingu og góðum borðkrók, á gólfi eru flísar. Stofan er mjög rúmgóð með útgengi á góðar suðursvalir, á gólfi er parket. Herbergi, sem eru þrjú, eru öll með dúk á gólfi, skápar eru í tveimur þeirra. Baðherbergi er með flísum í hólf og gólf. Sérgeymsla er í kjallara. Með íbúðinni fylgir stæði í sameiginlegu bílskýli. Fjölbýlið er allt hið snyrtilegasta og er í góðu viðhaldi. Nánari upplýsingar www.fasteignakaup.is Páll Höskuldsson sölufulltrúi Fasteignakaupa tekur á móti gestum milli kl.19 og 20 í dag • Heimilisfang: Flúðasel 63, Reykjavík • Stærð eignar: 96,3 fm • Staðsetning í húsi: 01 • Bílskúr: 32,8 fm • Byggingarár: 1976 • Brunabmat: 13.586.000 • Lóðamat: 1.581.000. • Afhending eignar: • Verð: 18,1 millj. Samkomulag Páll Höskuldsson gsm 864 0500, tölvupóstur: pall@fasteignakaup.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.