Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Heimsfrumsýnd 29. apríl Heimsfrumsýnd 29. apríl Miðasala opnar kl. 15.003 FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! f r i til r ! a a r r llv kj tryllir frá s rav ! WWW.BORGARBIO.IS Sýnd kl. 8 og 10. 30 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 5.50 Sýnd kl. 5.30 Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Sýnd kl. 10 B.I 16 ÁRA FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR!I Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! Sýnd kl. 6 og 8 B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 8 og 10.15. bi. 16 ára Nýjasta meistaraverk Woody Allen Gagnrýnendur eru sammála um að þetta sé hans besta mynd í mörg ár. Mynd sem engin sannur kvikmyndaáhugamaður má missa af! Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali Sýnd kl. 4 og 6. m. ensku tali Will Smith er Sýnd kl. 8 og 10.30.  ÓÖH DV Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15  HL MBL M.J. Kvikmyndir.com  B.B. Sjáðu Popptíví  VINSÆLASTA MYNDIN Í USA UM HELGINA EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Aðalhönnuðir línunnar In the mood for ice kváðust hvorki hafa farið í vettvangsferðir til Ís- lands né Grænlands þegar línan var undirbúin, þótt gripirnir beri nöfn eins og Igloo, Iceland og Inuit. „Við fórum ekki einu sinni upp í Alpana! Sköpunin á sér stað í höfðinu,“ sagði Rosmarie Le Gallais, listrænn stjórnandi tískulínunnar. „Og svo er alltaf hægt að fletta upp í bókum. Góður hönnuður fær innblástur víða í umhverf- inu, hæfileiki hans felst í því að tjá upplifanir sínar í þrívídd.“ Yfirhönnuður húsbúnaðarlín- unnar, Darko Mladonevic, sagði blaðamönnum að oft væru það smáatriðin sem opnuðu dyr inn í innri veruleika. „Kannski fullkomin sveigja í myndlistarverki eða hreyfing konu úti á götu – þetta geta orðið fyrirmyndir að útlínum vasa.“ In the mood for ice er fyrsta tilraun Swarovski til þess að samhæfa hönnunarvinnu ólíkra teyma, í þessu tilfelli tísku og húsbúnaðar. Ákveðið var að þemað skyldi vera ís – þess vegna var kynningin einmitt haldin á Íslandi – en næsta þema er enn hernaðarleyndarmál. Fjölbreytnin þarf samt að vera mikil þótt gripirnir sverji sig í ætt við ís. „Fólk vill mis- munandi hluti. Í Hollandi er til dæmis sterk hefð fyrir húsbúnaði, Asíubúar eru meira fyrir skart. Við lítum reyndar á alla okkar gripi sem skart- gripi,“ sagði Robert Buchbauer, meðlimur Swarovski-fjölskyldunnar og stjórnar fyrirtæk- isins. „Að koma hingað er liður í því að kynna sérkenni vörumerkisins. Við vildum halda hinu sterka yfirbragði,“ sagði hann til skýringar á því hvers vegna öll umgjörð og jafnvel vinnugögn voru sveipuð hvítu og glæru. „Við höfum reynslu af því að vera brautryðjendur. Einu sinni vorum við hræddir við að vera of glitrandi en þeir tímar eru liðnir, önnur skartgripafyrirtæki hafa fetað í fótspor okkar. Auk þess bætast sífellt við efni, aðferðir og litbrigði sem gera okkur kleift að hanna skart fyrir ólíkt fólk og tískusveiflur,“ sagði Buchbauer og kvað ekki útilokað að Swar- ovski myndi í framtíðinni feta sig lengra inn á braut tískufatnaðar, en þegar eru á markaði m.a. belti og kasmírtoppar frá Swarovski. Mikið var um dýrðir þegar austurrískakristalsfyrirtækið Swarovski kynntihaust- og vetrarlínu sína í skartgripum og fylgihlutum í Reykjavík á dögunum. Hingað til lands var flogið sextíu blaðamönnum frá meg- inlandi Evrópu og fylgdust þeir með frumsýn- ingu á gripum úr línunni In the mood for ice. Hafnarhúsinu, húsnæði Listasafns Reykjavíkur, var af þessu tilefni breytt í undraveröld klaka og kristals, með tilheyrandi þokuslæðingi og hús- gögnum sem virtust klædd ísbjarnarskinni. Vasar og skúlptúrar voru sýndir á klakastöpl- um, en skartgripir og veski birtust í tískusýn- ingu íslenskra fyrirsætna frá Eskimo models. Erlendu blaðamennirnir tóku sérstaklega til fagmennsku heimamanna sem útfærðu hug- myndir Swarovski-stílistanna, en það voru Eskimo models og fyrirtækið BaseCamp, að ógleymdum matreiðslumeistaranum Hákoni Má Örvarssyni á Vox, sem ásamt liði sínu bar á borð veitingar við hæfi. Þá fór hópurinn í jöklaferð á Langjökul, þar sem kristalsgripirnir voru mát- aðir og myndaðir í snjónum. Í landi íss og kristalla Í porti Hafnarhússins var kvöldverður framreiddur í mjallhvítum umbúnaði og nýja línan In the mood for ice var afhjúpuð með tískusýningu. Robert Buchbauer stjórnarmeðlimur og hönnuðirnir Rosmarie Le Gallais og Darko Mladenovic voru stoltir fulltrúar Swarovski á staðnum. Sýningarstúlkur Eskimo models báru skart og fylgihluti frá Swarovski. Heitt og kalt í Hafnarhúsinu.sith@mbl.is NÝJASTA stríðið á markaði leikja- véla snýst um lófavélar. Fyrir skömmu kom á markað ný bylting- arkennd lófavél frá Nintendo og næsta haust boðar Sony aðra eins byltingu þegar kemur á markað í Evrópu ný PlayStation lófavél, svo- kölluð PSP-vél. PSP er þegar komin út í Japan og Bandaríkjunum og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa þar enda hefur hún fengið afbragðs dóma. Grafíkin í leikjunum þykir framúrskarandi góð í samanburði við eldri lófavélaleiki og viðmótið þægilegra; viðbragðið betra og stjórnunarmöguleikar fleiri PSP inniheldur 4,3 tommu, 16:9 TFT LCD breiðskjá sem getur birt alla liti (16,77 milljón liti) á 480 x 272 punkta, háupplausnar skjá. PSP inni- heldur einnig innbyggða steríóhátal- ara, tengi fyrir heyrnartól og fjölda annarra tengja á borð við USB 2.0 og 802.11b þráðlaust LAN, þar sem not- endur geta tengt sig við Netið og spilað í gegnum þráðlausa tengingu. Allt að 16 PSP tölvur í sama nágrenni geta tengst hver annarri í gegnum svokallað Ad Hoc Mode, þar sem leikmenn geta keppt sín í milli þráð- laust. Þar að auki gerir þráðlausi möguleikinn notendum kleift að hlaða niður for- ritum og efni í gegnum Netið með Memory Stick Duo minniskorti. PSP notar nýjan geymslumiðil sem er diskur er nefnist Universal Media Disc™ (UMDÔ). Þessi diskur er næsta kynslóð diska sem sjá um geymslu á gögnum og þótt hann sé aðeins 60 mm í þvermál, þá getur UMD geymt allt að 1.8GB af gögnum – sem er þrefalt á við geymslugetu venjulegs CD-ROM disks. UMD geta geymt geysilega fjölbreytta af- þreyingu á borð við þrívíddarleiki, tónlist, kvikmyndir, myndbönd og aðrar gerðir afþreyingar. Þar með er PSP ekki einasta leikjavél heldur má einnig nota hana til að hlusta á tónlist og horfa á myndefni á borð við kvik- myndir. Samkvæmt yfirlýsingu frá for- stjóra afþreyingardeildar Sony í Evr- ópu eru nú yfir 100 PSP leikir í fram- leiðslu og því verður framboðið yfirdrifið þegar vélin kemur á mark- að í Evrópu í haust. PSP verður gefin út í svokölluðum Value Pack, sem mun innihalda fjölda aukahluta og afþreyingarefni, en þar á meðal er hulstur utan um vélina, 32MB minniskubbur, minn- iskort, rafhlöðupakki, heyrnartól með fjarstýringu, hleðslutæki, fest- ing fyrir úlnlið og diskur sem inni- heldur prufur af myndböndum, tón- list og leikjum. Eintak af Spider-Man 2 á UMD Video disk geta fyrstu eigendur PSP eignast frítt, með því að skrá sig í gegnum vefsvæðið www.yourpsp- .com, sem er vefsvæði Sony Comput- er í Evrópu fyrir PSP. Leikjavélar | Nýjung frá Sony PlayStation væntanleg Lófatölvan á Evrópu- markað 1. september Nýja PSP-leikjavélin frá Sony er fjölnota ferðavél sem býður upp á marga afþreyingarmöguleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.