Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 14
Róm. AFP. | Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, bar til baka þær fréttir í gær að rannsókn Bandaríkjahers á dauða ítalsks leyniþjónustu- manns í Írak 4. mars sl. væri lokið. Lekið hafði út að niðurstaða rannsóknarinnar væri sú að bandarískir hermenn er voru valdir að dauða Ítalans, Nicola Calipari, hefðu ekkert rangt að- hafst og vöktu þær fréttir þegar mikla reiði á Ítalíu. Berlusconi sagði í ræðu á ítalska þinginu, eft- ir að hann hafði kallað sendiherra Bandaríkj- anna á sinn fund, að hann harmaði lekann í þessu máli. Ótímabært væri að kveða upp úr um niðurstöðu rannsóknar Bandaríkjahers, hún lægi ekki fyrir. Sagðist hann myndu ávarpa ítalska þingið á ný um þetta mál þegar nið- urstaðan lægi fyrir. Hafði AFP-fréttastofan eftir bandarískum embættismanni að ítölsk og bandarísk stjórn- völd gætu enn komist að sameiginlegri niður- stöðu í rannsókn sinni á málinu. Virðist ljóst að allt er nú gert til að afstýra frekari erfiðleikum í samskiptum Ítalíu og Bandaríkjanna, en Berlusconi hefur sem kunn- ugt er verið einn af dyggustu stuðningsmönn- um George W. Bush Bandaríkjaforseta og inn- rásar Bandaríkjamanna í Írak. Calipari hafði rétt nýlokið við að bjarga ítölsku blaðakonunni Giuliana Sgrena úr haldi mannræningja í Írak þegar bandarískir her- menn hófu skothríð á bifreið þeirra á þjóðveg- inum út á Bagdad-flugvöll. Bárust þær fréttir á mánudagskvöld að niðurstaða Bandaríkjahers væri sú að hermennirnir hefðu ekki brugðist skyldum sínum eða gerst brotlegir við þær vinnureglur [e. rules of engagement] sem þeim er gert að fylgja í Írak. Löðrungur Bandaríkjamanna Sgrena, sem særðist í skothríð Bandaríkja- mannanna, brást hart við þessum fréttum í grein í blaði sínu, Il Manifesto, í gær. „Eftir all- ar afsökunarbeiðnirnar kemur þessi löðrung- ur,“ skrifaði hún. „Mestu vonbrigðin yrðu ef ríkisstjórn Ítalíu samþykkti þessa móðgun at- hugasemdalaust,“ bætti hún við. „Þeir segja að mennirnir hafi aðeins fylgt vinnureglunum. En ef þú byrjar að skjóta á bif- reið á ferð sem búið var að segja þér að væri væntanleg, og þetta er skilgreint sem eðlilegar vinnureglur, þá hlýtur maður að spyrja hvers konar vinnureglur þetta séu eiginlega.“ Sagði Sgrena að bandarísk yfirvöld hefðu greinilega ekkert mark tekið á framburði henn- ar eða annars ítalsks leyniþjónustumanns, sem einnig var í bifreiðinni en þau fullyrða að bifreið þeirra hafi verið ekið hægt að varðstöð Banda- ríkjamannanna. Bandaríkjamenn segja hins vegar að bílnum hafi verið ekið mjög hratt og ógn því staðið af honum. Mikil reiði á Ítalíu vegna frétta um að banda- rískir hermenn hafi verið hreinsaðir af áburði vegna dauða ítalsks leyniþjónustumanns í Írak Berlusconi ber til baka að niðurstaða liggi fyrir Giuliana Sgrena hitti fréttamenn í Róm í gær. 14 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞAÐ leikur lítill vafi á því að alger vatnaskil munu eiga sér stað í norð- ur-írskum stjórnmálum þegar kjós- endur þar, eins og annars staðar á Bretlandi, ganga að kjörborðinu 5. maí nk. Hófsömu flokkarnir sem léku lykilhlutverk í gerð frið- arsamkomulagsins 1998 eiga á hættu að þurrkast nánast út í þess- um kosningum og verulegar líkur eru taldar á því m.a. að David Trimble, handhafi friðarverðlauna Nóbels og leiðtogi Sambandsflokks Ulsters (UUP), falli út af þingi. Stóru flokkarnir í Bretlandi – Íhaldsflokkurinn, Verkamanna- flokkurinn og Frjálslyndir demó- kratar – bjóða vart fram á Norður- Írlandi, þar markast öll stjórnmál af deilum kaþólikka og mótmælenda og því sérstaka flokkakerfi sem hef- ur verið við lýði í héraðinu. Norður- írskt samfélag er hins vegar ekki bara klofið í tvennt; í samfélög kaþ- ólikka og mótmælenda. Þegar betur er að gáð eru þessi samfélög jafn- framt klofin innbyrðis. Hjá mótmælendum berjast tveir flokkar um hituna, UUP-flokkur Trimbles og Lýðræðislegi sam- bandsflokkurinn (DUP) hans Ians Paisley. Hjá kaþólikkum eru það hins vegar Sinn Féin, stjórn- málaarmur Írska lýðveldishersins (IRA), og SDLP, hófsamur flokkur kaþólikka (og systurflokkur breska Verkamannaflokksins), sem keppa um atkvæðin. SDLP og UUP hafa alltaf verið stærstu flokkarnir á Norður-Írlandi og Trimble deildi einmitt Nób- elsverðlaununum 1998 með John Hume, þáverandi leiðtoga SDLP. Síðustu misserin hefur hins vegar verið að eiga sér stað þróun sem lík- leg er til að ná hámarki í bresku þingkosningunum nú; þ.e. að Sinn Féin tryggi stöðu sína sem stærsti flokkur kaþólikka og DUP sem stærsti flokkur mótmælenda. „Það leikur enginn vafi á því að það verða algjör endaskipti á styrk stjórnmálaflokkanna í þessum kosn- ingum,“ segir Paul Bew, prófessor í stjórnmálafræði við Queen’s- háskóla í Belfast, í samtali við Morgunblaðið. Er nú rætt um það í fullri alvöru að UUP, gamli valdaflokkurinn á Norður-Írlandi, þurrkist út, fái hugsanlega ekki nema einn mann kjörinn. „Og þá er spurning hvort UUP heyrir ekki einfaldlega sög- unni til,“ segir hann. Segir Bew að veðbankar telji m.a. líklegra en ekki að David Trimble, leiðtogi UUP, tapi þingsæti sínu í Upper Bann til frambjóðanda DUP. Semja Sinn Féin og DUP? Í bresku þingkosningunum 2001 fékk UUP sex þingmenn kjörna, DUP fimm, Sinn Féin fjóra og SDLP þrjá. En sem fyrr segir er því jafnvel spáð að Sinn Féin og DUP muni einfaldlega skipta þing- sætum héraðsins á milli sín að þessu sinni. Paul Bew segir spurninguna þá hvort UUP og SDLP takist að halda tveimur til þremur þingsæt- um hvor flokkur um sig. Rétt eins og hjá UUP séu veru- legar líkur á því að leiðtogi SDLP, Mark Durkan, falli út af þingi. Bew tekur fram að líkleg úrslit í þessum kosningum þýði ekki endi- lega að róttæku flokkarnir tveir, Sinn Féin og DUP, geti ekki samið um endurreisn heimastjórnar á Norður-Írlandi. Það sé alveg hugs- anlegt, menn bendi til að mynda á í því sambandi að lítið hafi vantað upp á að slíkt samkomulag næðist í nóvember á síðasta ári. „En stóra spursmálið er hvort samkomulag milli þessara flokka sé einhvers virði,“ segir Bew. Með hóf- samari flokkana við völd hafi verið um að ræða tilraun til að brúa bilið milli stríðandi fylkinga, eyða því hatri og ósætti sem hefur einkennt sambúð mótmælenda og kaþólikka á Norður-Írlandi. Samstjórn Sinn Féin og DUP væri einfaldlega ólík- leg til að ráðast að rótum vandamál- anna sem þjaki Norður-Írland, fjar- lægja forsendur og efnislegar ástæður illdeilnanna í héraðinu, það ginnungagap sem skilur mótmæl- endur og kaþólikka. Hófsömu flokkarnir gætu þurrkast út Mark Durkan Gerry Adams David Trimble Ian Paisley Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Talið líklegt að David Trimble missi þingsæti sitt í bresku kosningunum Amagasaki. AP, AFP. | Að minnsta kosti 89 menn létu lífið í lestarslysinu í Japan í fyrra- dag. Rúmlega 440 manns slösuðust, sumir mjög alvarlega. Tveimur mönnum var bjarg- að úr flakinu í fyrrinótt og voru þá ekki taldar miklar líkur á, að fleiri fyndust á lífi. Rannsókn á slysinu er hafin og í gær fór lögreglan inn á skrifstofur fyrirtækisins, sem á og rekur lestina, sem fór út af teinunum í fyrradag. Er búist við, að æðstu stjórnendur þess segi af sér en hugsanlegt er, að þeir verði sakaðir um vanrækslu og um að bera ábyrgð á því, að lítt reyndum, 23 ára gömlum manni var treyst fyrir lestinni. Hafði hann áður verið áminntur fyrir mistök í starfi. Talið er nú, að lestin hafi verið á 100 km hraða þar sem hámarkshraðinn var 70 km. Lestarstjórinn ungi, Ryujiro Takami, var ekki fundinn um miðjan dag í gær og voru einhverjar getgátur um, að hann hefði kom- ist lífs af og farið í felur. Líklegra var þó talið, að hann væri undir brakinu og þá sennilega látinn. Minnst 89 létust í lestarslysi KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti íbúa Afríkuríkisins Tógó til að sýna still- ingu í gær en þar var barist á götum úti í höfuðborginni Lome eftir að úr- skurður var kveðinn upp um að Faure Gnassingbe, sonur Gnass- ingbe Eyadema, fyrrverandi forseta landsins, hefði hlotið 60% atkvæða í forsetakjöri sl. sunnudag. Má á myndinni sjá hvar liðsmaður stjórnarhersins í Tógó lemur á ein- um óeirðaseggja en ungmenni í Lome köstuðu grjóti og komu upp vegtálmum eftir að úrslitin voru til- kynnt. Fullyrtu útlægir stjórnarand- stæðingar að „svakalegt svindl“ hefði einkennt kosninguna. Gnass- ingbe eldri lést í febrúar en hann hafði ráðið ríkjum í Tógó í 37 ár. Reuters Ófriður í Tógó Chicago. AP. | Ellefu kunnir menn í undir- heimum Chicago-borgar voru ákærðir í fyrradag fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða eða myrt 18 menn að minnsta kosti, þar á meðal á mafíuforingjanum Tony Spilotro í Las Vegas 1986. Saksóknarar segja ákærurnar einhverja mestu atlögu, sem gerð hefur verið að glæpa- samtökum í Chicago, en meðal hinna ákærðu eru James Marcello, æðsti mafíuforinginn í borginni, og Joey Lombardo, sem kallaður er „Trúðurinn“. Hefur Marcello verið hand- tekinn en mikil leit stendur yfir að Lomb- ardo. Tony Spilotro, sem kallaður var „Maur- inn“, var glæpaforingi í Chicago en var síðan hæstráðandi í glæpaheimi Las Vegas á átt- unda áratugnum og fram á þann níunda. Fór leikarinn Joe Pesci með hlutverk hans í „Casino“, mynd Martins Scorseses frá 1995. Lík Spilotros og Michaels, bróður hans, fundust grafin á kornakri í Indiana 1986. Var lengi talið, að þeir hefðu verið grafnir lifandi en Patrick J. Fitzgerald, saksóknari í Chicago, segir, að þeir hafi verið myrtir áður. Flestir hinna ákærðu voru handteknir í fyrradag en tveir fara huldu höfði, þeir Lombardo og Frank Schweihs. Þá var komið að einum, Frank Saladino, tæplega sextug- um, látnum í rúmi sínu á hóteli í Illinois. Lá dánarorsök ekki fyrir en svo virtist sem um eðlilegan dauðdaga hefði verið að ræða. Atlaga að mafíunni í Chicago ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.