Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „KJARNI málsins er sá, að á elleftu stundu ákvað ég að draga umsókn mína til baka, vegna þess að bæj- aryfirvöld á Akureyri gerðu mér til- boð sem ég tel mig ekki geta hafn- að,“ segir Hannes Sigurðsson listfræðingur, en í gær ákvað hann að draga til baka umsókn sína um starf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur. Á liðnum árum hefur Hannes gegnt stöðu forstöðumanns Listasafnsins á Akureyri, en þótti meðal sterkustu umsækjenda um stöðuna í Listasafni Reykjavíkur. Síðasta viðtalið við Hannes um starf- ið í Listasafni Reykjavíkur var í gær- morgun. „Ég leit svo á að tíma mínum á Ak- ureyri væri lokið. Ég hef alltaf haft áhuga á Listasafni Reykjavíkur, og sótti um forstöðumannsstarfið þar af miklum þunga. Ég eyddi mikilli vinnu í umsókn mína.“ Hannes segist hafa litið svo á að ekki væri annað í stöðunni fyrir hann, en að flytja aftur suður. „Þá kom þetta gagntilboð að norðan, eins og þruma úr heiðskíru lofti og í gær- kvöld [fyrrakvöld], komst ég að sam- komulagi við bæjarstjórnarmeiri- hlutann um að halda áfram fyrir norðan. Á sama tíma var ljóst að ég var kominn í úrslit í ráðningarferlinu hjá Reykjavíkurborg, og aðeins örfá- ir umsækjendur enn inni í mynd- inni.“ Útskýrði málið fyrir nefndinni Í gærmorgun gekk Hannes svo á fund nefndarinnar sem vinnur að ráðningu forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, en í nefndinni eru Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Gunnar Kvaran fráfarandi forstöðumaður safnsins, Helga Jónsdóttir borgarritari og Ólafur Gíslason listheimspekingur. „Ég vildi gera hreint fyrir mínum dyrum. Á síðasta snúningi gekk ég því fyrir nefndina og dró umsókn mína til baka og útskýrði fyrir henni hvernig í pottinn var búið. Ég er bú- inn að vera í þessu fagi lengi, og hef að sjálfsögðu ákveðnar skoðanir á Listasafni Reykjavíkur. Þær skipta engu máli nú þegar ég er ekki lengur inni í myndinni.“ Hannes segir sér þykja mjög vænt um það traust og þann hlýhug sem Akureyrarbær sýnir honum með til- boði sínu. „Þetta er eins og það ger- ist best í boltanum. Akureyrarbær kom brunandi eldsnöggt upp hægri kantinn og stal mér úr myndinni, ef svo mætti segja.“ Hannes segir að ef til vill hafi hvorki hann né Akureyrarbær hug- leitt það nægilega fyrr að hann héldi áfram að reka safnið nyrðra. „Ég leit svo á að þetta væri búið, en það renna greinilega ekki öll vötn til Dýrafjarðar. Starf mitt fyrir norðan var aldrei hugsað sem einhver stökk- pallur fyrir annað og ef til vill betra starf í Reykjavík. Ég hef einfaldlega áhuga á starfinu fyrir norðan, í því felst síst minni áskorun en fyrir sunnan. Þótti þetta gjöfult starf Ég fór á fund Þórgnýs Dýrfjörð menningarfulltrúa Akureyrarbæjar til að ræða við hann um hugsanleg starfslok mín þar. Í framhaldi af þeim fundi fór ég á fund bæjarstjóra, Kristjáns Þórs Júlíussonar og tjáði honum að svo gæti farið að ég myndi hætta og fara suður. Ég sagði honum að mér hefði þótt þetta gjöfult sam- starf og myndi fara þaðan með sökn- uði. En þá bauð Kristján allt í einu upp á hugsanlega kúvendingu. Þetta var gríðarlega erfið staða og ég tók mér dágóðan tíma til að tala við mitt fólk og velta málinu fyrir mér. Það var svo í gærkvöldi [fyrrakvöld], að lokahnykkurinn var rekinn leiftur- snöggt á þetta samkomulag á þann hátt að ég taldi mig ekki geta annað en að gengið á fund nefndarinnar í Reykjavík til að útskýra alla mála- vexti. Nefndin sýndi þessari nið- urstöðu mjög góðan skilning enda var þetta ekki auðveld ákvörðun fyr- ir mig og algjörlega ófyrirséð. Helst hefði ég kosið að geta haldið í hvort tveggja, en maður þjónar víst ekki tveimur herrum — a.m.k. ekki eins og sakir standa. Það eru plúsar og mínusar alls staðar og þá þarf að vega og meta. Fyrir norðan er um að ræða mjög nýstárlega tilraun um rekstur opinberrar menningarstofnunar, sem er mjög spennandi, en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta aðeins um eitt, þ.e. hvernig best megi þjóna listinni. Ég óska Lista- safni Reykjavíkur velfarnaðar og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi við næsta forstöðumann þess og það ágæta fólk sem á þeim bæ starfar. Nú er ekki annað fyrir mig að gera en að lygna aftur augum og láta mig falla afturábak í faðm Akureyrarbæjar,“ segir Hannes grínaktugur. Myndlist | Hannes Sigurðsson dró umsókn sína um forstöðumannsstarf Listasafns Reykjavíkur til baka – fékk tilboð frá Akureyrarbæ um áframhaldandi störf Þykir vænt um það traust og hlý- hug sem Akureyrarbær sýnir mér Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Biðröð við opnun sýningar á Kenjunum eftir Goya í Listasafni Akureyrar. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ segir Hannes Sigurðsson, forstöðu- maður Listasafns Akureyrar. SVANHILDUR Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkurborgar og formaður ráðgjafarnefndar vegna ráðningar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, segir að ráðningarferli fyrir starf forstöðumannsins sé í fullum gangi. „Þetta gengur mjög vel. Ég geri ráð fyrir því að gera tillögu til menningar- og ferðamálaráðs í næstu viku og það er samkvæmt þeirri áætlun sem við gerðum í upp- hafi. Við höfum tekið viðtöl við alla þá sem sendu inn umsókn og uppfylltu skilyrði, og höfum verið að hitta aftur tiltekinn hóp, bæði Íslendinga og erlenda um- sækjendur. Það eru mjög fínir og spennandi umsækjendur. Hannes var einn af þeim sem boðaðir voru í þau viðtöl. Nú erum við að nálgast ákvörðun, og ákveðnir umsækj- endur hafa verið settir í stjórnanda- próf og frekari viðtöl verða tekin á næstu dögum. Ég óska Akureyr- ingum til hamingju með Hannes og óska Hannesi velfarnaðar í starfi.“ Óska Akureyri til hamingju Svanhildur Konráðsdóttir ÞÓRGNÝR Dýrfjörð, menningar- fulltrúi Akureyrarbæjar, segir mál hafa þróast hratt í myndlistinni á Akureyri síðustu daga. „Við vorum að ræða hvernig við myndum ljúka samningnum við Hannes Sigurðs- son ef til þess kæmi að hann færi suður, þegar bæjarstjórinn, Kristján Þór Júl- íusson, velti upp þeim möguleika að við reyndum að halda sam- starfi við Hannes áfram. Þá kom í ljós að Hannes var að minnsta kosti jafn áhuga- samur um að vera áfram hér, þann- ig að við vildum láta reyna á þetta. Mat okkar var það að hagsmunir bæjarins færu saman við hagsmuni Hannesar og fyrirtækis hans art.is, sem hefur rekið listasafnið fyrir hönd bæjarins.“ Þórgnýr segir að reynslan sé góð í það eina og hálfa ár sem Hannes og fyrirtæki hans hafi rekið safnið og mikill vilji sé til að halda áfram þeirri tilraun. Hann segir að drög að endurnýjuðum samningi verði tekin fyrir á fundi menningarmála- nefndar á fimmtudag. Hagsmunirnir fara saman Þórgnýr Dýrfjörð JPV-útgáfa hefur tekið við íslenska útgáfu- réttinum á verkum Milans Kundera af Máli og menningu. Samningar þessa efnis tókust fyrr í þessum mánuði milli JPV- útgáfu og höfundarins. Í framhaldi af því mun ein vinsælasta skáldsaga hans á heimsvísu, Lífið er annars staðar, koma út hjá JPV í haust. Sagan fjallar um ungskáldið Jaromil og ein- læga en fremur grát- broslega leit hans að ást og fullkomnun. „Milan Kundera einn vin- sælasti skáldsagnahöfundur samtímans, en sennilega er hann þekktastur fyrir skáldsög- una Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Bækur hans hafa nú verið þýddar á um fimmtíu tungumál og margar þeirra hafa verið þaul- setnar á vinsældalistum víða um heim. Nýjasta bók hans, ritgerðasafnið Tjaldið, kom út í Par- ís nú í byrjun apríl og hefur hlotið afar lofsam- lega dóma í Frakklandi, en hún er líka nýkom- in út í Þýskalandi, á Ítalíu og víðar,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV. Friðrik Rafnsson þýðir þessa bók eins og aðrar bækur Kundera hérlendis. Kundera til JPV-útgáfu Milan Kundera AF NÓGU virðist enn vera að taka ef metnaðurinn hneigist að Íslandsfrumflutningi klassískra kórverka, og kannski varla við öðru að búast í kornungu tón- menntalandi þar sem helztu meg- indjásn tónsögunnar tóku fyrst að heyrast eftir miðja síðustu öld. Kammerkór Seltjarnarneskirkju hefur áður lagt í þann sarpinn, og bætti enn við s.l. sunnudag, því hversu ótrúlega sem það hljómar þá kvað ekki til þess vitað að Te Deum Charpentiers í D-dúr hafi áður verið flutt hérlendis. Samt ætti fagnandi upphafsstef þess að vera flestum kunnugt þegar frá fyrstu árum Sjónvarpsins sem einkennisfanfara evrópskra sjón- ast prýðilega, þó að við- kvæmustu staðir væru stundum frek- ar loðnir. Þakkar- hymninn Te Deum laud- amus er talinn ortur af Ambrósíusi Mílanóbiskupi á 4. öld. Latneski kirkjutextinn hefur oft tengzt hernaðarsigri, einkum þó á 17. og 18. öld, þegar einvöldum herkonungum þótti hlýða að þakka almættinu fyrir hvern meiriháttar vígvallargreiða á kostnað óvinarins. Aðalfrið- arspillir Norðurálfu á ofanverðri 17. öld, sólkonungurinn Loðvík XIV er iðkaði harðvítuga út- þenslustefnu (furðukeimlíka „líf- rýmis“-hyggju Hitlers 250 árum síðar), átti sér eldkláran mar- skálk, Luxembourg að nafni, er vann ágætan sigur á Vilhjálmi III í Hollandi 1692. Mun verk Marc- Antoine Charpentiers (1643–1704) rakið til fagnaðar af því tilefni. Stíllinn í Te Deum var hrífandi ferskur og slagaði víða upp í sam- tímasnillinginn handan Erm- arsunds, Henry Purcell. Verkið hófst á sérkennilegum en vel út- færðum ketilbumbueinleik, burt- séð frá smá stirðleika í trillum. Annars bar hvað mest á glæstum trompetblæstri er reyndist í beztu höndum, og annar hljóðfæraflutn- ingur var í góðu samræmi. Mátti sömuleiðis merkilegt heita að kammerkórinn skyldi hafa í fullu tré við oft vígreifa hljómsveitina, og söng hann sitt af glansmiklum þrótti. Frágangur tónleikaskrár hefði á hinn bóginn mátt vera betri, því ekki aðeins vantaði söngtexta, heldur líka allar upplýsingar um niðurskiptingu þátta meðal kórs og stakra einsöngvara. Fyrir vikið tjóir lítið að reifa túlkun mismun- andi einsöngvara, en í heild má þó óhikað fullyrða að betur hafi verið af stað farið en heima setið. varpsstöðva, löngu áður en Gleði- bankinn knúði dyra í Evróvisjón- keppninni. Fyrri helmingur dagskrár átti fátt skylt við miðbarokkverk Charpentiers frá 1692, enda virt- ust 100–200 árum yngri óperu- aríurnar eftir Mozart o.fl. aðallega hafðar til að gefa einsöngvurunum innan kórsins sólótækifæri. Af þeim framlögum stóðu helzt upp úr þroskuð túlkun Guðrúnar Helgu Stefánsdóttur í Je dis úr Carmen og hljómmikil mezzo- altrödd Jóhönnu Óskar Vals- dóttur í Parto, parto úr La Clem- enza di Tito. Átakamestar voru þó tvímælalaust aríurnar O zittre nicht og Der Hölle Rache úr Töfraflautunni, enda háflúrað hlutverk Næturdrottningar að- eins á örfárra færi. Viera Man- ásek fór í mörgu ágætlega með barkabrjóta Mozarts, en virtist samt ekki vera nógu vel fyr- irkölluð ef marka má undarlega lokaðan tón og framburð er gæti hafa stafað af einhverri hálskvillu. Sinfóníusveit áhugamanna lék oft- Vígreifar guðsþakkir TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Ýmsar einsöngsaríur eftir Mozart, Pucc- ini og Bizet. Charpentier: Te deum í D. Kammerkór Seltjarnarneskirkju og Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna. Stjórn- andi: Pavel Manásek. Sunnudaginn 24. apríl kl. 17. Kórtónleikar Pavel Manásek Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.