Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 16
Neskaupstaður | Kvennalið Þróttar í Reykjavík í blaki varð bikarmeistari um helgina er lið- ið lagði Þrótt frá Neskaupstað að velli í úrslitaleik á Akureyri. Áður hafði liðið unnið sigur á Ís- landsmótinu. Petrún Jónsdóttir þjálfar og leikur með Þrótti Reykjavík og einnig dóttir hennar Hulda Elma Eysteins- dóttir. Þær mægður hafa lengst af leikið með Þrótti frá Nes- kaupstað og unnið glæsta sigra með liðinu. Það var móðir Pet- rúnar og amma Huldu, Elma Guðmundsdóttir, blakfrömuður í Neskaupstað, sem afhenti liði Þróttar bikarinn um helgina. Með þeim á myndinni er Amelía Ýr, dóttir Huldu, en sú stutta fagnar eins árs afmæli í dag. Morgunblaðið/Kristján Sigursælar í blakinu Blak- mæðgur Höfuðborgin | Suðurnes | Landið | Akureyri Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Starfsmenntunarmál | Samþykkt var á aðalfundi Verkalýðsfélags Húsavíkur að stórhækka framlög til starfsmennt- unarmála og auka rétt félagsmanna til styrkja vegna starfstengdra námskeiða, tómstundanámskeiða og meiraprófs um 100% frá og með næstu áramótum. Samkvæmt þessari samþykkt eiga fé- lagsmenn rétt á allt að 70.000 króna end- urgreiðslu vegna starfstengdra nám- skeiða, 20.000 króna endurgreiðslu vegna tómstundanámskeiða og 85.000 króna endurgreiðslu vegna meiraprófsnám- skeiða. Hér er átt við sameiginlegan rétt úr Fræðslusjóðnum Landsmennt og fræðslusjóði Verkalýðsfélags Húsavíkur. Á síðasta ári fengu félagsmenn greidd- ar um 2,3 milljónir króna í einstaklings- styrki vegna námskeiða sem þeir fóru á. Samtals fengu 151 einstaklingar greidda styrki, það er 114 konur og 37 karlar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hákarlar | Fjölmenni var á bryggjunni á Drangsnesi í fyrrakvöld í þeim tilgangi að taka á móti Bjarna Elíassyni á Haf- rúnu ST-44 með góðan afla, þrjá væna hákarla er fengust djúpt út af Kaldbaks- vík. Bjarni hefur stundað þessar veiðar undanfarin vor með góðum árangri og beitti í þetta skiptið hnísu og sel. Há- karlinn hans þykir með þeim betri á landinu, segir á vefnum strandir.is. Sinueldur | Töluverður sinueldur varð rétt norðan við Kópasker síðdegis á mánu- dag. Slökkviliðið mætti á staðinn og réð nið- urlögum eldsins á skömmum tíma. Eld- urinn kviknaði út frá sígarettustubb sem hent var í ógáti segir á vefnum dettifoss.is og þess jafnframt getið að nú sé alls staðar mjög þurrt. Ferðamálasetur Ís-lands og Við-skiptadeild Háskól- ans á Akureyri halda ráðstefnu um þjónustugæði í stofu L 201 í Háskólanum á Akureyri á morgun, 28. apríl kl. 13.30. Dr. Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands og stjórn- arformaður Ferðamálaset- urs Íslands, setur ráðstefn- una. Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, lektor við Viðskiptadeild HA, fjallar um mikilvægi þjónustu- gæða í rekstri fyrirtækja en síðan fjalla fyrirlesarar um stjórnun þjónustugæða hjá Garðabæ, SPRON spari- sjóði, Bílaleigu Akureyrar og Bláa lóninu. Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður SAF, flytur lokerindi ráð- stefnunnar. Þjónustugæði Náttúra Flóans er heiti sýningar á ljósmyndumJóhanns Óla Hilmarssonar í Menningar-verstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Sýningin er opin um helgar, kl. 14 til 18, og lýkur 8. maí. Eins og heiti sýningarinnar gefur til kynna eru myndirnar úr náttúru svæðisins. Um helmingur er fuglamyndir, enda er fuglalíf Flóans fjölskrúðugt og fuglaljósmyndun aðalviðfangsefni ljósmyndarans. Jóhann Óli er þekktur fyrir náttúruljósmyndir sínar, sérstaklega fuglamyndir. Myndir hans hafa birst í bók- um, blöðum, tímaritum og á sýningum um allan heim. Þekktasta verk hans er metsölubókin Íslenskur fugla- vísir, sem þýdd hefur verið á ensku og þýsku. Ljósmyndir úr Flóanum Á hagyrðingakvöldiá Blönduósi sagðiséra Hjálmar Jónsson að göngulag Fischers við komuna til Íslands hefði verið áþekkt því sem sést þegar Borg- firðingar smala heiða- löndin: Heim til Íslands fékk hann far á fyrsta klassa þotunnar. Bobby Fisher býsna var borgfirðingslegur tilsýndar. En kominn í Húnaþing áttaði Hjálmar sig á hvað- an göngulagið var: Þrjóskari en þorri manna og þverskallast við sættinni. Minnir helst á gamla granna af Guðlaugsstaðaættinni. Friðrik Steingrímsson bætti við: Ekkert þjóðar vænkast von né vitkast almenningur, þó að Fisher Sæmundsson sé nú Íslendingur. Fischer og Blönduós pebl@mbl.is Stykkishólmur | Óli Jón Gunnarsson hef- ur óskað eftir lausn frá starfi bæjarstjóra í Stykkishólmi. Meirihlutinn stefnir að því að ráða Erlu Friðriks- dóttur í embætti bæjar- stjóra. Óli Jón mun láta af störfum 1. ágúst næst- komandi. Að sögn Rún- ars Gíslasonar, forseta bæjarstjórnar, hefur Óla Jóni verið boðið starf annars staðar sem hann hefur áhuga á að þiggja. Óli Jón Gunnarsson hefur starfað sem bæjarstjóri í Stykkishólmi í sex ár, en áður var hann bæjarstjóri í Borgarnesi. Erla Friðriksdóttir verður fyrsta konan til að gegna bæjarstjórastarfi í Stykkis- hólmi. Hún ólst upp í Stykkishólmi og starfar nú sem markaðsstjóri Smáralindar. Óli Jón Gunnarsson hættir sem bæjarstjóri Óli Jón Gunnarsson Flúðir | Þórhallur Bjarnason, garðyrkju- bóndi á Laugalandi í Borgarfirði, var kos- inn formaður Sambands garðyrkjubænda í stað Helga Jó- hannessonar á aðalfundi sam- bandsins sem haldinn var á Flúðum. Auk hans var Berg- vin Jóhannsson, kartöflubóndi á Áshóli í Eyja- firði, kosinn nýr í stjórnina. Fyr- ir eru í stjórn- inni Gísli Jó- hannsson blómaframleið- andi, Friðrik Rúnar Friðriks- son grænmetis- framleiðandi og Vernharður Gunnarsson garðplöntuframleiðandi. Fram kemur í Bændablaðinu að stjórnin er að ganga frá samningum við Helgu Hauksdóttur garðyrkjufræðing sem fram- kvæmdastjóra sambandsins og hefur hún störf á skrifstofu SG á Reykjum í þessari viku. Nýr formaður garðyrkju- bænda ♦♦♦          Á Bifröst | Dr. Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður RHA og Byggðarannsókna- stofnunar hefur sagt starfi sínu lausu og tekur við stöðu forstöðumanns Rann- sóknamiðstöðvar Viðskiptaháskólans á Bif- röst þann 1. ágúst næstkomandi, auk þess sem hann verður fastráðinn kennari við Félagsvísinda- og hagfræðideild við skól- ann. Grétar hefur starfað sem forstöðumaður síðan árið 2001 og var áður rannsóknastjóri við RHA frá 1999. Hann lauk doktorsprófi í stjórnmála- og stjórnsýslufræðum frá Há- skólanum í Gautaborg í Svíþjóð árið 1999 og fjallaði doktorsritgerð hans um samein- ingu sveitarfélaga á Íslandi. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 70 fm falleg íbúð í kjallara með sérinngangi. Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu, hol, eldhús, flísalagt baðherbergi, parket- lagða stofu og tvö parketlögð herbergi. Sérgeymsla undir tröppum. Sameiginlegt þvotta- hús á hæð. V. 14,9 m. Nökkvavogur Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is Sérverslun með fatnað Vegna sérstakra aðstæðna er ein allra þekktasta sérvöruverslun landsins með fatnað til sölu. Sterk verslun með langa sögu og mjög mikla viðskiptavild. Góð velta og af- koma, þekkt vörumerki. Miklir möguleikar. Uppl. aðeins gefnar á skrifst. Miðborgar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.