Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 21
miklu máli gagnvart minni, úrvinnslu og geymd upplýsinga. „Það verður að vera hvíldarstund á milli lestrarlotna,“ segir hún. „Og ekki er gott að lesa út í eitt. Hreyfing og slökun geta haft góð áhrif og hjálpað til við að hvíla sig frá lestr- inum og melta það sem verið er að lesa.“ Slökun getur hjálpað Sumir verða fyrir því að frjósa þegar komið er í próf og hvað er þá til ráða? „Æskilegast er að kunna einhverja aðferð til að róa sig niður,“ segir Auð- ur. „Slökun getur hjálpað til og eins að nemandinn tali við sjálfan sig á uppbyggilegan hátt og segi: „Hér er ég komin(n) í þetta próf og auðvitað kann ég eitthvað í þessu fagi og þó að mér finnist í fyrstu að þetta séu spurningar sem ég kann ekki svör við þá get ég ýmislegt. Ég er búin(n) að læra töluvert af þessu efni.“ Reyna svo að róa sig niður. Gott er fyrir nemendur með prófkvíða að kunna slökunaraðferðir. Hægt er að læra slökunaraðferðir á tiltölulega einfald- an hátt. Það skiptir líka máli að rífa sig ekki niður; „Nú er þetta búið spil, ég get ekkert“. „Ég man ekki neitt.“ Heldur reyna þess í stað að hugsa; „Jæja, nú fæ ég smákvíða og ég leyfi honum að ganga yfir.“ Og hann gerir það. Hann líður alltaf hjá. Kvíðinn getur komið af og til í prófinu. Oft í upphafi þegar litið er á spurning- arnar og þegar nemandinn sér spurn- ingu sem honum finnst erfitt eða er ókunnug. Mikilvægt er að festa sig ekki í spurningunum heldur reyna að róa sig niður og leysa þær spurningar sem maður kann. Einnig er mik- ilvægt að eyða ekki tíma í hugsanir um hvað aðrir eru að gera í prófinu. Kúnstin er að gleyma sjálfum sér og umhverfinu og sökkva sér í prófverk- efnin.“ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 21 DAGLEGT LÍF Frábær tilboð fyrir 10 manns eða fl eiri www.esja. is Dugguvogi 8 Sími 567 6640 Sláttutraktor Poulan Pro 17,5 Hö Vökvaskiptur Grassafnari www.slattuvel.com Síðumúli 34,Inngangur frá Fellsmúla Sími 5172010 Tilboð 299.000.- SUMARIÐ & GARÐURINN Í GÆR birtist í blaðinu frétt um verð- könnun á lausasölulyfjum. Í töflu sem fylgdi fréttinni kom fram að sum apó- tek veita sérstakan afslátt til ellilíf- eyrisþega og öryrkja. Þau voru stjörnumerkt og í töflu blaðsins var sagt að þau veittu 5% afslátt. Í gögn- um frá Verðlagseftirliti ASÍ kom hinsvegar fram að apótekið Nóatúni og Lyf og heilsa Háteigsvegi veita ör- yrkjum og ellilífeyrisþegum 5% af- slátt, Ábæjarapótek veitir 15% afslátt og Garðsapótek og Laugarnesapótek veita 10% afslátt. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.  VERÐKÖNNUN | Lausasölulyf Mismunandi afsláttur til öryrkja og ellilífeyrisþega Hér á landi hafa agúrkuraðallega verið notaðar of-an á brauð eða með mat, íhefðbundin salöt og svo súrsaðar. Í útlöndum eru agúrkur oft maukaðar og þeim blandað saman við jógúrt ásamt kryddjurtum og gerðar úr þeim súpur, sósur og ídýf- ur. Einnig má nota þær í heita rétti. Íslenskir garðyrkjubændur eiga uppskriftir að réttum þar sem ís- lenskar agúrkur koma við sögu. Hér koma nokkrar . Gúrkusósa með hvítlauk og dilli Köld sósa sem fer vel með fiski, grænmeti og ýmsum grillmat. 1 agúrka 1 tsk salt 200 g hreint skyr eða sýrður rjómi 1 hvítlauksgeiri safi úr 1⁄2 sítrónu nýmalaður pipar ferskt dill, saxað Gúrkan rifin á grófu rifjárni og sett í sigti. Salti stráð yfir og látið standa í sigtinu í hálftíma en síðan er safinn pressaður frá. Gúrku er svo hrært saman við skyrið. Hvítlauks- geirinn pressaður og settur út í ásamt sítrónusafa. Smakkað til með pipar og salti og að síðustu er söxuðu dilli hrært saman við. Gúrkur með beikoni Ekki má elda gúrkurnar of lengi en þær eiga þó að mýkjast og hitna í gegn. 2 agúrkur salt 150–200 g beikon, fremur magurt 1 laukur 2 msk olía 300 g forsoðnar kartöflur 2 msk sojasósa 1 msk worchestersósa nýmalaður pipar e.t.v. salt söxuð steinselja Gúrkurnar afhýddar og skornar í tvennt eftir endilöngu og fræin skaf- in úr með teskeið. Síðan eru þær skornar í um 1 cm breiðar, hálf- mánalaga sneiðar. Settar í sigti, salti stráð yfir og látnar standa í a.m.k. hálftíma. Þá eru þær skolaðar undir köldu vatni og þerraðar á eldhús- pappír. Beikonið skorið í bita og laukur saxaður. Olía hituð á stórri pönnu og beikon og laukur steikt þar til beikonið er byrjað að verða stökkt. Þá er gúrkum bætt á pönn- una og þær steiktar í nokkrar mín- útur. Hrært oft á meðan. Kartöflur skornar í bita og settar á pönnuna, ásamt soja- og worchestersósu. Lát- ið malla þar til kartöflurnar eru heit- ar í gegn. Smakkað til með pipar og e.t.v. salti og steinselju stráð yfir. Borið fram með brauði eða hrís- grjónum. Rækjusalat með gúrkum og rauðlauk Frísklegt og hollt rækjusalat sem getur jafnvel verið aðalréttur með grænu salati og góðu brauði. 1 agúrka 1 rauðlaukur nokkrar svartar eða grænar ólífur 250 g rækjur 1 dós (200 g) kotasæla 1 dós (180 g) hrein jógúrt 1⁄2 tsk paprikuduft nýmalaður pipar og salt söxuð steinselja (má sleppa) Gúrkan skorin í mjóa stauta eða í teninga. Rauðlaukur saxaður og ólíf- ur einnig. Rækjur settar í skál og gúrku, rauðlauk og ólífum blandað saman við. Síðan er kotasælu og jóg- úrt hrært saman við, ásamt papr- ikudufti, pipar, salti og steinselju. Borið fram með brauði (t.d. rúg- brauði) og smjöri, eða með kexi. Það er gúrkutíð Rækjusalat með agúrkum og rauðlauk.  MATUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.