Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 41 MENNING SVO BER til um þessar mundir að listamaðurinn Helgi Þorgils er með tvær einkasýningar á sama tíma, aðra í Listasafni ASÍ og hina í 101 gallery. Sú fyrrnefnda er öllu hátíð- legri þar sem hún inniheldur mál- verk í klassísku safnahúsnæði meðan hin í galleríinu ber merki vinnuferl- isins með fjölmörgum smærri teikn- ingum og grafíkverkum. Á báðum sýningunum má einnig sjá fígúratífa smáskúlptúra gerða úr steinsteypu. Verkin í arinstofu og gryfju ASÍ kallast á við þann hugmyndaheim sem birtist í teikningunum í 101 gall- ery, meðan verkin í Ásmundarsal virðast fjarlægari eða ótengdari þeim og ekki eins áhugaverð að mínu mati. Eins og áður vinnur Helgi með goðsögulegar táknmyndir jafnt og persónulegar, en í stað þess að byggja upp ímyndaðan heim handan hinnar raunverulegu tilveru eins og oft áður þá má nú sjá sterkari skír- skotun til goðsagna hins vestræna menningarheims eins og hann birtist í hugmyndasögunni jafnt og listasög- unni. Það er listamaðurinn sjálfur, ímynd hans og goðsagnir sem er í forgrunni og um leið og listamað- urinn beinir gagnrýnu og kaldhæðn- islegu kastljósi sínu á hugmyndasög- una um „snillinginn“ endurkastast sú mynd á hann sjálfan og gerir hann að tákngervingi sögulegrar afurðar. Táknmyndin um geníusinn eins og hún birtist á rómantíska tímanum er áberandi þráður í báðum sýning- unum, enda lifir sú táknmynd enn í undirmeðvitund vestræns samfélags og hefur náð í gegnum orðræðu sög- unnar að skapa sér einhvers konar goðsögulegt sannleiksgildi. Í hinni kaldhæðnu upphafningu á eig- inleikum geníusins sem hér birtist má finna greinilegan feminískan undirtón sem staðfestist í teikn- ingum eins og Nú fengu þær sæti þar sem teikningin er af konu með stólinn á hausnum. Í myndinni Málarinn og málverkið kristallast orðræðan um geníusinn. Genius er latneskt orð og vísar í orð- ið geni sem þýðir erfðavísir. Andinn Genius var karlkyns og einn af mörgum heimilisöndum á forsögu- legum rómverskum tíma, hann var fyrst sýndur sem lítill kerúbi með korn og öx, sem verndarengill akr- anna, forðabúrsins og eignarréttar- ins. Í stóískri heimsmyndafræði er alheimurinn gerður úr logos spermatica sem var einhvers konar genius á alheimsskala sem var seinna púslað saman við kristna guðsmynd. Hugtakið ingenium kem- ur úr allt annarri átt og var notað yf- ir snilli handverksins á endurreisn- artímanum. Á 17.–18. öld renna þessi þrjú hugtök saman í eitt, hugtakið genius og innsiglar þar með yfir- burði annars kynsins yfir hinu, sem eignar sér einum heiðurinn af bæði sköpun og tímgun. Í mynd Helga Málarinn og málverkið má sjá hinn þríeina snilling skapa sjálfan sig; in- genium, genius og logos spermatica. Kynfæri karlmanns í þríriti, speglun þeirra í mynd þumals listamannsins gegnum gat á pallíettunni og tákn- mynd fallusins í hinum risastóra pensli er engin tilviljun í myndinni, heldur algert skilyrði sköpunar, samanber Renoir sem fullyrti að hann málaði með skaufanum og er tengt dýrkun karlmannsins og sjálfi hans og kynfærum sem uppsprettu sköpunar. Genius fæðist, hann er ekki búinn til, hann getur verið hvers konar maður, en hann er ávallt hetja og getur því ekki verið kona. Hann vinnur að sköpun sinni eins og Guð, byggir lítinn heim og innleiðir mein- ingu og tákngildi í annars formlaust efni, og eins og guð þá hefur hann yf- irvald í sínum heimi. Eðlishvöt, til- finningar, innsæi og næmi hans og jafnvel geðveiki er talin öðruvísi en annarra dauðlegra. Það var talið að um tvær tegundir genius anda væri að ræða, annan guðlegan, en hinn djöfullegan og var sá síðari ekki óæðri hvað varðar sköpunargáfu. Þannig verður til hugmyndafræði um dýrling sem er drifinn áfram af djöflinum. Vegna einlægninnar hjá genius dregur hann fram þetta svið sálarinnar og leyfir viðtakandanum að upplifa með sér hörmungar sínar og kvöl. Hugmyndin um utangarðs- manninn og andhetjuna er dýrkuð þar sem listamaðurinn fórnar sér á altari þjáninga ófullkomleika síns. Öll þessi kunnuglega orðræða endurspeglast beint og óbeint í teikningum Helga og að hluta til í öðrum verkum hans. Það má sjá sterka gagnrýni á boðskap upplýs- ingaraldarinnar og vísindahyggju, á sama tíma og afturhvarf til náttúr- unnar er upphafið, oft í myndrænni líkingu þar sem svanurinn með sinn langa háls verður reðurtáknið í klofi listamannsins, reðurtákn með eigin haus og heila. Í málverkunum Gláp í ASÍ er svanshausinn orðinn að afar stórum púngi í stigvaxandi þríriti milli fóta listamannsins, fuglshaus- inn sem horfir aftur fyrir sig virðist afar íþyngjandi og minnir á ofrækt- uð júgur á kúm. Sjálfsmyndir listamanna tengjast eðlilega sýn þeirra á sjálfa sig og er einnig oft tengd ákveðinni upphafn- ingu og verða ekki til í félagslegu eða sögulegu tómarúmi. Mannfígúrum Helga þykir svipa til hans sjálfs og er oft talað um sjálfsmyndir í því sambandi. Það á sérlega vel við í þessari sýningu þar sem það end- urspeglar hugmyndina um manninn sem sjálfsmynd guðs. Skúlptúr í 101 gallery af tveimur hausum að spegla sig hvor í öðrum er hægt að lesa sem svo að þar nuddi snillingarnir saman nefjum, þefi upp geníusana í sjálfs- myndinni. Þetta minnir á fræg um- mæli Sigurðar Guðmundssonar lista- manns um að karlmenn séu haldnir andlegri samkynhneigð. Sýning- arnar eru lausar við snilldartakta í teikningu og málun eins og vera ber samkvæmt hugmyndafræðinni. Hún er gagnrýnin og afhjúpandi á rót- grónar mýtur sem lifa enn, ekki síst í pólitískri umræðu samtímans þar sem orðið „hæfileiki“ virðist vera loðið og vísa til einhvers meðfædds hæfileika handan þess skilnings sem flestir leggja í orðið. Sýningin er írónísk sjálfsmynd í sögulegu rými á sama tíma og hún varpar fram spurningum um eðli listarinnar jafnt sem mennskunnar. Séní, snillingur og skapandi andi Morgunblaðið/RAX Málarinn og málverkið, eitt verka Helga Þorgils í Listasafni ASÍ. MYNDLIST Listasafn ASÍ Freyjugötu 41 Helgi Þorgils Friðjónsson Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 13–17. Sýningin stendur til 30. apríl. 101 gallery Hverfisgötu Opið fimmtudaga til laugardaga kl. 14– 17, sýningin stendur til 8. maí. Þóra Þórisdóttir ÚT ER komið hjá Routledge bókaútgáfunni þriggja binda al- fræðirit um norðurslóðir, Encyclopedia of the Arctic, í rit- stjórn Mark Nuttall. Ritið inni- heldur fjölmargar greinar um norðurslóðir, svo sem umhverfi, dýralíf, veðurfar, sögu, land- könnun, auðlindir, efnahagsmál, stjórnmál, menningu og tungu frumbyggja og fleira. Þetta al- fræðirit er hið eina sinnar teg- undar sem á svo yfirgripsmikinn hátt lýsir þessum víðáttumikla, flókna og breytilega hluta jarð- arinnar. Ritið mun koma sér vel fyrir þá sem stunda kennslu og rannsóknir sem tengjast norð- urslóðum, íbúa svæðisins og alla þá sem áhuga hafa á umhverf- ismálum, sjálfbærri þróun, vís- indum og sambandi mannsins við umhverfi sitt. Allmargir íslenskir fræðimenn hafa lagt sitt af mörk- um til ritsins. Nánari upplýsingar um ritið er að finna á vefslóðinni www.routledge-ny.com/ref/ arctic/. Nýtt alfræðirit um norðurslóðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.