Morgunblaðið - 27.04.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.04.2005, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g er nýkominn úr fimm daga ferð til Færeyja þar sem ég var m.a. við- staddur hina viða- miklu hljómsveitakeppni Prix Föroyar þar sem ég var einn dómara ásamt tæplega þrjátíu öðrum. Og hef ég fréttir að færa. Svo ég segi það beint út: Það er allt að verða vitlaust þarna úti! Ég fór til eyjanna í sama til- gangi fyrir tveimur árum en árið 2002 hafði riðið yfir Ísland fær- eyska bylgjan svonefnda. Hún hófst með lagi Týs „Ormurin Langi“ en stærsta útgáfufyr- irtæki eyjanna, Tutl, hrinti af stað um svipað leyti kynningar- átaki á tónlist frá Færeyjum. Ég hef fylgst nokkuð grannt með gangi mála þarna úti síðan og hef sannfærst um að það ætti að vera Íslendingum mun eðli- legra en raun er að vera í góðum tengslum við eyjaskeggja í tón- listinni því að líkindin eru svo mörg. Ekki að sjálf tónlistin sé keimlík heldur eiga smáþjóðirnar tvær margt sameiginlegt hvað innviði tónlistarlífsins varðar. áður en lengra er haldið vil ég því impra á því að íslenskar hljómsveitir og tónleikahaldarar ættu að gera sér far um að flytja út sveitir til eyjanna og sömuleið- is ætti að flytja færeyskar sveitir hingað í meiri mæli. Það væri beggja hagur. Það sem kveikti þennan áhuga minn á færeyskri tónlist var að fyrir þetta tveimur, þremur árum var mikil gróska í gangi í eyj- unum og framsæknar, nýskap- andi sveitir voru að brjótast fram á sjónarsviðið. Heimsókn mín í þetta skiptið sannfærði mig um að gróskan er sannarlega fyrir hendi, en 32 hljómsveitir tóku upprunalega þátt í Prix t.d. en keppnin hefur reynst færeysku tónlistarlífi mikill akkur. Plötuút- gáfa og tónleikahald er þá í reglu- legum farvegi. Það sem kom mér hins vegar í opna skjöldu er út var komið að allt frá því að Prix Föroyar- keppnin í ár hófst hafa verið í gangi miklar þrætur um keppn- ina, svo miklar að hægt er að tala um að hugmyndafræðileg gjá hafi skyndilega galopnast. Þannig hefur stríð staðið á milli þeirra sem hugnast vel spiluð tón- list, flutt af reynsluboltum og fim- um hljóðfæraleikurum og þeirra sem vilja spennandi, skapandi tónlist burtséð frá hvort menn séu góðir í að taka sóló eður ei. Umræðurnar hafa verið rætnar og hefur verið tekist harkalega á í vefspjallþráðum og í blöðum. Á sjálfu undanúrslitakvöldinu voru svo tvær virtar kempur valdar áfram, þeir Terji Rasmussen og Eyðun Nolsöe og blússveitin Gogo Blues. Um valið sá leynileg dómnefnd. Lá við uppþotum í kjölfarið, fólk sagði hreinlega hingað og ekki lengra og einn sagði víst á einhverjum spjall- þræðinum: „Í kvöld dó færeysk tónlist.“ Þegar betur er að gáð er þetta þó ekki svo undarleg þróun. Ég varð var við það í hittiðfyrra að eyjaskeggjar voru ekki sáttir við að Gestir, eina sveitin sem hafði eitthvað nýtt og spennandi fram að færa, skyldi sigra. Var það vegna útlendu dómarana sem Gestir mörðu sigur. Í samtölum við tónlistarmenn í eyjunum komst ég svo að því að það er nánast íhaldssöm áhersla á að góð tónlist þýði vel leikin tónlist. Þetta hafi oft valdið því að skap- andi og nýjungagjarnir tónlist- armenn þurfi að berjast í bökkum við það að halda sér gangandi. Einn tónlistarmaðurinn orðaði það vel: „Það er erfitt að vera öðruvísi í Færeyjum. Það tosa all- ir hver annan niður hérna.“ Uni L. Hansen og Jan Lamhauge eru tónlistarblaða- menn hjá Dimmalættingu, elsta og virtasta blaði eyjanna. Þeir hafa hamast gegn fyrirkomulag- inu á Prix í ræðu sem og riti og hafa mætt gríðarlegri mótstöðu vegna þessa. Uni sagði mér í spjalli að hann hefði nú skrifað um færeyska tón- list reglulega í eitt og hálft ár, eitthvað sem hefði ekki verið fyrir hendi áður. Hann segir það hreint út að í litlu samfélagi eins og í Færeyjum (ca 45.000 manns) sé afskaplega lítil hefð fyrir upp- byggilegum rökræðum. Allir séu það tengdir að öll mál verði á svipstundu mjög persónuleg. Jan Lamhauge talaði um í einni af greinum sínum að heilagar kýr stæðu í vegi fyrir framför í tón- listarlífi eyjanna og setti einnig spurningarmerki við líftíma keppninnar. Þessar línur eru ekki settar niður í þeim tilgangi að fussa og sveia yfir færeyskri tónlist og gefa í hana skít. Nei, þvert á móti er þetta skrifað af einlægum áhuga og einlægri trú í garð þess að það séu í raun að renna upp nýir tímar í eyjunum. En um leið furða ég mig á því að þessar tvær „stefnur“ geti ekki lifað saman í sátt og samlyndi því misjafn er jú mannanna smekkur. Þetta er ekki spurning um að það eigi að ganga frá annarri hvorri stefn- unni, báðar ættu að geta þrifist og í raun nauðsynlegt að svo sé. Það er bjánalegt að stefna þessu saman eins og kappliðum. Eins á ég erfitt með að skilja að Fær- eyska útvarpið sinnir færeyskri tónlist illa því að nóg er um að vera. Ég kom reynslunni ríkari úr þessari heimsókn og í samanburði við það sem er að gerast þarna úti er allt með kyrrum kjörum hérna. En værum við kannski í svipuðum málum ef Björk og Sigur Rós hefðu ekki slegið í gegn? Færeysk tónlist í kreppu? Lá við uppþotum í kjölfarið, fólk sagði hreinlega hingað og ekki lengra og einn sagði víst á einhverjum spjallþræð- inum: „Í kvöld dó færeysk tónlist.“ VIÐHORF Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ ER mikilvægt að efla starfs- og listnám í framhaldsskólum ásamt því að leggja áherslu á að efla sér- stöðu skólanna og fjölga styttri náms- brautum. Stærstu verkefnin innan fram- haldsskólanna eru að mínu mati að minnka brottfallið og efla verk- námið. Á það eigum við að leggja áherslu. Ekki að skerða innihald stúdentsprófsins með einhliða niðurskurði. Fyrst og fremst þarf að byggja undir starfs- menntunina með áherslu á annað tæki- færi til náms fyrir þá sem hafa stutta skóla- göngu eða vilja bæta við menntun sína í skólakerfi sem stendur öllum opið. Útgangspunkturinn til þess að efla starfs- námið almennt til framtíðar er að kynna kosti þess í grunnskól- unum og auka vægi þess innan hans. Það á að gefa grunn- skólabörnum valfrelsi til þess að læra mun meira starfs- nám en þau geta nú. Einnig er ég þess fullviss að það yrði mörgum börnum og menntun þeirra til góðs ef starfsnámið yrði aukið í grunn- skólunum og yrði öflugt vopn í bar- áttu gegn t.d. agavanda og vergangi þeirra barna sem finna sig ekki í skólakerfinu. Styttingin og starfsnámið Menntamálaráðherr- ann núverandi fékk það verkefni í fangið frá forverum sínum að stytta stúdentsprófið og mun það hafa mikil áhrif á framhaldsskól- ann gangi þau áform eftir. Því verður að vanda til verka og kanna hugsanleg áhrif á alla þætti framhalds- skólans. Líka verknám- ið. Markmiðið hlýtur að vera að stytta náms- tímann en ekki að skerða stúdentsnámið eða gengisfella. Ekki að spara, fækka störf- um og skera niður. Sér- staðan við íslenska framhaldsskólann er fjölbreytileiki á milli skólanna og hann eig- um við að varðveita og efla. Skólarnir eru hver með sínu sniði, mjög ólíkir bæði menning- arlega og menntalega. Það eru mikil verðmæti og því megum við alls ekki fórna með fljótfærnislegum og illa ígrund- uðum tillögum um styttingu á náms- tíma. Stytting námstíma á að byggjast á því að gæði námsins aukist, skól- arnir haldi stöðu sinni og fjölbreyti- leika og þeir batni við breytinguna. Það eiga að vera forsendurnar fyrir breytingunum. Styttingaráform- unum verður að fylgja öflugt átak til þess að efla starfsnámið með marg- víslegum hætti. Annars er hætta á að það beri skaða af breytingunum en mestu skiptir er að gera það að raunhæfum kosti fyrir miklu fleiri nemendur. Verknám er verðmæt og góð menntun sem auðvelt er að byggja ofan á. Án vafa yrði fjölgun nemenda í starfsnámsgreinum áhrifaríkasta leiðin til að vinna gegn brottfallinu. Auk öflugrar námsráðgjafar í grunnskólunum. Hvað styttingu á námstíma til stúdentsprófs varðar má einnig benda á að stytting á námstíma hafi nú þegar farið fram að hluta. Menntaskólinn Hraðbraut býður t.d. upp á tveggja ára nám, Mennta- skólinn við Sund upp á þriggja ára nám í gegnum bekkjarkerfið og fjöl- brautaskólarnir bjóða að sjálfsögðu upp á mjög breytilegan námshraða. Því vaknar spurning um hvort lengra þurfi að ganga? Er ekki allt í lagi að nokkrir bekkjarkerfisskólar bjóði upp á fjög- urra ára nám til stúdentsprófs kjósi nemendur þá leið? Sérstaklega í ljósi þeirrar fjölbreyttu flóru sem nú er í framhalsskólamenntun á Íslandi. Er ekki nær að efla verknámið af fullum þunga? Verknámið verður að efla Björgvin G. Sigurðsson fjallar um verknám ’Styttingar-áformunum verður að fylgja öflugt átak til þess að efla starfsnámið með marg- víslegum hætti.‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. GREIN sú sem hér fer á eftir er ekki skrifuð til þess að hampa öðr- um frambjóðanda til formanns Samfylkingarinnar eða lýsa yfir stuðningi við einn eða neinn. Þess- um orðum er fyrst og fremst ætlað að verja allt það ósérhlífna fólk sem unnið hefur af heilum hug í tæp tvö ár að því að draga saman hug- sjónir og hugmyndir jafnaðarmanna. Þar á ég við Framtíðarhóp Samfylkingarinnar. Mér finnst ég knúin að bera af okkur í Framtíðarhópnum að- dróttanir um að við séum verkfæri í hönd- um Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Ég hef tekið þátt í vinnunni með beinum hætti, bæði sem einn af átta fulltrúum í stýrihóp starfsins og sem fulltrúi í þeim málefnahópi sem er að ljúka við að móta hugmyndir að stefnu flokksins í lýðræðis- og kvenfrels- ismálum. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra sem hafa komið að starfi Framtíðarhópsins þegar ég segi að ég gekk hvorki í Samfylk- inguna né samþykkti að taka þátt í vinnu hópsins með það fyrir aug- um að reka erindi eins eða neins. Markmið okkar er að stefna flokksins verði eins skýr og vönd- uð og kostur er, ekki að stjórna því hver verði formaður eftir lands- fundinn. Sjálfboðin vinna Mér er vel ljóst að frambjóðend- urnir eiga eftir að segja margt um áherslumun í hinum ýmsu mála- flokkum. Undanfarna daga hefur verið reynt að gera Ingibjörgu Sól- rúnu tortryggilega vegna hug- mynda sem hafa verið settar fram í vinnuhópum á vegum Framtíð- arhópsins. Ingibjörg Sólrún hefur sannarlega unnið mikið og gott starf sem höfuð hópsins en það hafa líka gert allir hinir sem í Framtíðarhópnum starfa. Um það bil áttatíu stuðningsmenn Sam- fylkingarinnar hafa komið að starf- inu með beinum hætti með starfi í stýrihóp Framtíðarhópsins eða einum af þrettán málefnahópum. Auk þess hafa sérfræðingar lagt málefnahópunum lið með einum eða öðrum hætti. Flokksmenn geta líka stutt við starfið með því að gera athugasemdir við niðurstöður hópanna. Hlutverk stýrihópsins, sem Ingi- björg Sólrún veitir forystu, er fyrst og fremst að halda utan um þá vinnu sem stendur yfir, sam- ræma hana og ganga frá fyrir landsfund en ekki að stjórna nið- urstöðu hvers hóps fyrir sig. Málefnahóp- arnir hafa haft al- gjörlega frjálsar hendur, bæði um það hvernig vinnan færi fram innan hóps og hvernig tillögur hans yrðu efnislega. Fengu þeir einungis þau skilaboð að skila- greinin ætti að lýsa framtíðarsýn okkar í viðkomandi málaflokki og vísa veginn sem við viljum fara með markmið og hugsjónir jafn- aðarstefnunnar að leiðarljósi. Einnig voru gefnar leiðbeiningar um uppsetningu skjala, lengd o.þ.h. Tillögur hópanna eru settar fram í kjölfar opinnar og lýðræð- islegrar vinnu og með markmið og þess vegna er starf hópsins eins merkilegt og raun ber vitni. Hlustað jafnt á alla Það rann strax upp fyrir mér, þegar ég kom inn í vinnu Framtíð- arhópsins um síðustu áramót, að hér var eitthvað alveg sérstakt á ferð. Hlustað var jafnt á alla þá sem lögðu eitthvað fram, með hvaða hætti sem var, jafnt ungliða sem reynda stjórnmálamenn, áhugamenn sem færustu sérfræð- inga. Hér er ekki um að ræða að einn eða tveir flokksgæðingar semji stefnuna bak við tjöldin heldur er flokksmönnum gefinn kostur á að móta stefnu flokksins. Það hafa verið haldnir ríflega fimmtíu opnir fundir víða um land og stórar ráðstefnur í Reykjavík. Margir hafa haft samband við nefndarfólk í tölvupósti og komið með athugasemdir. Vinna Framtíðarhópsins verður á næstunni lögð fram til kynn- ingar. Flokksmenn hafa því tæki- færi til að koma að athugasemdum við tillögur hópanna þrettán. At- hugasemdirnar verða skoðaðar og eftir atvikum felldar inn í tillög- urnar fyrir landsfundinn. Það er því augljóslega enginn einn sem stjórnar vinnunni eða ræður nið- urstöðum. Hér er um að ræða af- rakstur sjálfboðavinnu mikils fjölda fólks sem á endanum verður lögð í dóm flokksmanna allra á landsfundinum í maí. Ef þetta eru ekki opin og lýðræðisleg vinnu- brögð þá veit ég ekki hvar þau fyr- irfinnast. Ummæli að undanförnu um hóp- inn og störf hans hljóta að vera sögð í hugsunarleysi. Þau lít- illækka vinnu allra þeirra sem komið hafa að henni. Þeir sem létu þau falla hafa sýnilega ekki gert sér grein fyrir hversu margir flokksmenn eiga hlut að máli og að þeir myndu að sjálfsögðu taka um- mælin persónulega. Ég hef tekið nærri mér hve lítið hefur verið gert úr því merkilega starfi sem unnið hefur verið. Ég hef fulla trú á því að flokksmenn skoði tillögur Framtíðarhópsins með opnum hug og sannfærist um hversu merki- legt starf hefur verið unnið. Ég er líka sannfærð um að þegar þessari vinnu lýkur muni Samfylkingin um langa hríð búa að glæsilegri stefnu, sem unnin er af jafn- aðarmönnum fyrir jafnaðarmenn. Starf í þágu jafnaðarmanna Heiða Björg Pálmadóttir fjallar um Framtíðarhóp Samfylkingarinnar ’Mér finnst ég knúin aðbera af okkur í Framtíð- arhópnum aðdróttanir um að við séum verk- færi í höndum Ingi- bjargar Sólrúnar Gísla- dóttur.‘ Heiða Björg Pálmadóttir Höfundur er lögfræðingur og fulltrúi í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.