Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                     () *  +,$-. /01 )$,! +,$-. /01 2 !! *3, +,$-. /01 2-,4 ,5 /01 6 7 +,$-. /01 8 +,$-. /01 96 ': '! /01  -.; '7 2 '! /01 37-' /01 8 ': '! 96 ' /01  ,"6 /01 7 0< ,! .) /01 =/",< /01 ), -=-, <5,0") '7 ,:1 /01 >-, /01     != ,! 4-, 96 ' /01 ?2 +, ' /01 ? =. 4< ' /01 & ,4:$, ' , /01 8@0)A!' <B4-, '' /01 C/",< /01 9 /01 65)-,0D6 7 -4-,6 ' *01 36-= 4)1 /, 40,E) /1 /01 ,E77 '7 = 4)34 ' /01 F ''6-)34 ' /01 G$,=B4-, , == H A:",7 /01    !" -)-,: !! /01  !"6 E< 0< ,4 , /01 8 '@= 96 ' /01  A! 0A, /01 !#  $%  #I @4 ) * 4!1*",4    H H     H     H H H  H H H  H H H H   2,"E) '7 0,5 0E,, * 4!1*",4 H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H J K J HK J K J HK H H J H K J  K J K J K H J K J  K J  K H H H H H H H J  K H H H H H H H H H H ?" 6 ,* 4! .)  7 '  6:$4 @ 6$!  7L  -. 6 1 1  1 1 H H 1 1 1  1 H  1  1 1 H H H 1 H H  H  H H  H H    1                   H      H H                    H              H  F 4! .) @ ;M1 !,1 ?1 N )/-7-' ,6 ) <36 * 4! .) H H  H  H H H  H H  H  H H  H H    ?1H O*  -= 50, =/ 6 ' 36- /6-) 0<5,1 ?1H !E6 ) 6 4 6"77< 0, = E0 ,)3!-) 6:$4 /"0-, )$0' )1 ?1H F"7' 0E, ,* , -= 0<5,=37'-' 0D6 71 ?1H 4 :" 4' M)7"0"' 1 ÞRÁTT fyrir að íslenska fjármála- kerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi í þjóðarbúskap næstu árin er það í meginatriðum traust. Það er traust í þeim skilningi að geta staðist áföll í efnahagslífi og á fjármálamörkuðum, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með við- hlítandi hætti. Þetta er niðurstaða Seðlabanka Íslands í fyrsta hefti Fjármálastöðugleika sem gefið var út í gær. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði þegar niðurstöð- urnar voru kynntar að á heildina litið virtust íslensku fjármálafyrirtækin vel í stakk búin til að mæta hugsan- legum andbyr. „Afkoman hefur aldr- ei verið betri og þótt gengishagnaður sé meginskýringin eru reglubundnar tekjur af vaxtamun og þjónustu að skila sínu. Eiginfjárstaða banka og stærstu sparisjóða er sterk og lausa- fjárstaðan rúm en það eru mikilvæg- ar forsendur fyrir stöðugleika fjár- málakerfisins.“ Hann hvatti þó til aðgætni vegna þess hversu hratt breytingar gangi yfir í íslensku fjármálakerfi. „Einka- væðing, samruni, útrás banka og við- skiptamanna þeirra, sókn í fasteigna- veðlán og stökkbreyting í umfangi og eðli fjármögnunar eru grundvallar- breytingar sem fjármálakerfið hefur tekist á við á allra síðustu árum. Slíkri umbyltingu fylgja ótal tækifæri en jafnframt hættur,“ sagði seðlabanka- stjóri. Reyna mun á fjármálakerfið „Vaxandi ójafnvægis hefur gætt í þjóðarbúskapnum undanfarið ár og birtist það í örum vexti eftirspurnar, aukinni verðbólgu, háu eignaverði og vaxandi viðskiptahalla sem nær há- marki í ár. Þessar aðstæður auka lík- ur á að reyni á fjármálakerfið þegar fram líða stundir,“ sagði Birgir Ísleif- ur. Sagði hann þá hættu sem kunni að steðja að fjármálakerfinu einkum fel- ast í möguleikanum á að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu fram- kvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. „Ekki eru horfur á slíkri fram- vindu en hún gæti haft í för með sér umtalsverða lækkun eignaverðs,“ sagði Birgir Ísleifur. Hann benti á að framboð til láns- fjár hefði verið með mesta móti á undanförnum misserum og fátt vísaði til mikilla breytinga á því til skamms tíma litið. „Fjármögnun [íslensku bankanna] erlendis er meiri en nokkru sinni og síðustu misserin hafa níu tíundu hlutar aukningarinnar verið langtímaskuldir. Það er mikil framför frá því sem áður var þegar bankarnir reiddu sig um of á skamm- tímafjármögnun. Einnig er jákvætt að bankarnir hafa fjármagnað útrás sína að langmestu leyti með öflun eig- in fjár og víkjandi lána.“ Veikasti þátturinn Birgir Ísleifur sagði erlendar skuldir stærsta áhyggjuefnið. „Er- lendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema þær nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Þær eru einna veikasti þátturinn í efnahags- legri stöðu þjóðarbúsins,“ sagði hann. „Þótt erlendar eignir hafi einnig vax- ið hratt og séu umtalsverðar er ójafn- vægið mikið sem og áhættan. Veruleg og langvinn lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja sem ekki eru varin gegn slíkri framþróun. Íslensk- ar lánastofnanir verða að halda óvar- inni gjaldeyrisstöðu sinni innan þröngra marka sem Seðlabankinn setur. Bönkunum er því helst hætta búin ef viðskiptamenn þeirra geta ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart þeim vegna gengisáhættu.“ Birgir Ísleifur gerði einnig fast- eignaveðlán bankanna að umtalsefni og sagði aukin fasteignaveðlán treysta rekstrargrunn innlánsstofn- ana svo fremi að gætt sé hófs við veð- setningu og fjármögnun sé í viðeig- andi samræmi við fjárbindingu. Enn sem komið er hafi innlánsstofnanir aðeins að hluta fjármagnað fasteigna- veðlán sín með samsvarandi hætti og því hafi vaxtaáhætta þeirra aukist. Áríðandi væri að taka á þessu ójafn- vægi sem fyrst. „Í lok mars 2005 höfðu útlán inn- lánsstofnana til innlendra aðila aukist um liðlega 40% á tólf mánuðum. Við- mið um gæði útlána eru með besta móti nú en vert er að hafa í huga að mikil og hröð útlánaaukning kann síðar að leiða til aukinna útlánatapa. Ef sígur á ógæfuhliðina í efnahagslíf- inu gætu útlánagæði rýrnað með til- heyrandi áhrifum á fjármálastöðug- leika,“ sagði Birgir Ísleifur. Eignir tvöfölduðust í fyrra Í Fjármálastöðugleika kemur fram að heildareignir samstæðna við- skiptabankanna hafi nær tvöfaldast á árinu 2004 vegna kaupa á erlendum dótturfélögum og útlánaaukningar. Rétt innan við helmingur þessara eigna, þ.e. 48%, er hjá erlendum dótt- urfélögum bankanna. „Kaup við- skiptabankanna á erlendum dóttur- félögum hafa breikkað tekjugrunn þeirra og dreift áhættu. Þeir eru því síður viðkvæmir fyrir innlendum áföllum en að sama skapi næmari fyr- ir áhættu á erlendri grund,“ sagði Birgir Ísleifur. Vel í stakk búin til að mæta andbyr Íslenskt fjármálakerfi er traust og á að geta staðið af sér áföll. Erlendar skuldir stærsta áhyggjuefnið Morgunblaðið/Golli Aðgát Hröð útlánaaukning kann síðar að leiða til aukinna útlánatapa, er meðal varnaðarorða Birgis Ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra.  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.