Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 23. mars birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu varðandi nýbygg- ingu vega í A-Barðastrandarsýslu. 5. apríl birtist svargrein í sama blaði eftir fjóra aðila: sýslumann- inn á Patreksfirði, sveitarstjóra Reyk- hólahrepps og Tálkna- fjarðarhrepps og bæj- arstjóra Vestur- byggðar. Leiðréttingar Í grein fjórmenn- inganna eru nokkrar villur, m.a. ein í með- fylgjandi korti. Hún er sú að leið B nái alla leið frá Bjarkarlundi að Kraká og þveri Þorskafjörð. Stað- reyndin er sú að „Leið B liggur frá Þórisstöðum út með Þorskafirði út í Hallsteinsnes, yfir mynni Djúpa- fjarðar, um Grónes, yfir mynni Gufufjarðar og upp á Melanes og að Kraká“. Þetta stendur á bls. 12 í „Tillögu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum“ og hefur ekki breyst. Þverun Þorskafjarðar kall- ast hins vegar „áfangi 1“ og kemur leið B ekkert við. Allar leiðirnar (B, C og D) milli Þórisstaða og Krakár kallast „áfangi 2“. Svo má skilja á titli greinar þeirra að leið B stytti veginn um 103 km, en inni í greininni stendur 22,2 km. Hvort tveggja er auðvitað fjarri lagi. Sannleikurinn er sá að leið B styttir núverandi veg um 12,5 km og einungis um 6,25 km umfram leið D. Þetta kemur einnig fram í fyrri grein minni. Menn þurfa auðvitað að hafa skilgrein- ingar leiða og vegastyttingar á hreinu til að geta rætt um málin af einhverju viti. Umhverfismál Greinarhöfundar minnast lítið eða ekkert á umhverfismál, ekkert á kostnað mismunandi leiða í áfanga 2, þau arnarsetur sem eyði- leggjast á leiðum B og C og aðra þætti sem ég minntist á í fyrri grein minni. Þeir minnast ekkert á að leið B er mörg hundruð millj- ónum króna dýrari en leið D og dýrust valkostanna þriggja. Þetta finnst mér miður, því að einmitt um þessi mál snýst leiðavalið. Tengdaforeldrar mínir eiga jörð í Þorskafirði. Af þeirri ástæðu þekki ég Teigsskóg, Hallsteins- neshlíð og Grónes og allt svæðið sem fer undir leið B betur en ýms- ir aðrir. Ég hef verið fuglaáhugamaður í 30 ár og er því kunnugur erninum. Ég veit því hve miklum neikvæð- um umhverfisáhrifum leið B veldur. Ég hef merkt spörfugla á svæðinu í mörg ár, meðal annars einkenn- isfugla Teigsskógar, þresti, músarrindla og auðnutittlinga. Þar er geysimikið fuglalíf. Greinarhöfundar segja að enginn skort- ur sé á vernduðu birki á Vest- fjörðum og því sé algjör óþarfi að hlífa Teigsskógi. Ég vil hins vegar benda á að Teigsskógur er sjálf- stæður skógur, líklega sá stærsti á svæðinu (sbr. tillögu að matsáætl- un) og á náttúruminjaskrá að auki. Menn eru líka að vakna til vit- undar um mikilvægi skógarins, m.a. fyrir ferðaþjónustu í Reyk- hólahreppi. Um umhverfismat Greinarhöfundar telja að um- hverfismat leiðar B hljóti að fá já- kvæða umsögn, og ekki fæ ég bet- ur skilið að það sé vegna þess að leiðin sé nú þegar á svæðis- skipulagi A-Barð. Höfundarnir virðast því ekki átta sig á eðli um- hverfismats og þætti Skipulags- stofnunar í matsferlinu. Umhverf- ismat er til þess að leiða fram það sem fórnað yrði með leið B sem og öðrum leiðum. Þegar rýnt er í svæðisskipulagið, kemur líka í ljós að leiðin frá Bjarkalundi að Skála- nesi er punktadregin og merkt „fyrirhugaður vegur, lega óviss“. Leið D Leið D liggur um Hjallaháls. Í „Tillögu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum“ segir um hann (á bls. 11): „Vegurinn um Hjalla- háls er talinn vel nothæfur með smávægilegum breytingum Djúpa- fjarðarmegin. Vegurinn hefur reynst vel með tilliti til snjóa, nema undir Mýrlendisfjalli.“ Og Vegagerðin ætlar að laga veginn verulega, ekki síst undir Mýrlend- isfjalli Djúpafjarðarmegin, og leggja auk þess glænýjan veg yfir Ódrjúgsháls. Leið D hefur ekki umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif. Hún stytt- ir núverandi veg um 6,23 km. Hún fer ekki um náttúruverndarsvæði og friðlýstar eyjar og sker, skerðir hvorki né eyðileggur arnarsetur, fornminjar, Teigsskóg, ferðaþjón- ustu í Djúpadal, æðarvarp á Hall- steinsnesi og Grónesi, fallaskipti í fjörðum, þangnám og uppeld- isstöðvar skarkola í Djúpafirði, kemur ekki í veg fyrir nýtingu Hallsteinsneshlíðar sem útivist- arsvæðis og veldur ekki truflun við sumarbústaði í Djúpafirði. Leið D kemur heldur ekki í veg fyrir að gerð verði veggöng undir Hjalla- háls í framtíðinni. Leið D er a.m.k. 560 milljónum ódýrari en leið B, aðeins 6,25 km lengri, en kemur í veg fyrir þær miklu umhverfisskemmdir sem af leið B hljótast. Þegar á alla þætti málsins er litið hlýtur öllum að verða ljóst að með leið B er mun meiru fórnað en það sem vinnst. Veggöng Ef greinarhöfundum er umhugað um sem stystan veg milli Bjarka- lundar og Múla í Kollafirði, ættu þeir fremur að beita sér fyrir jarð- göngum undir Hjallaháls og milli Gufufjarðar og Kollafjarðar en leið B. Þannig fæst um 30 km stytting miðað við núverandi veg. Með því verður líka komið í veg fyrir þau miklu og óafturkræfu náttúruspjöll sem leið B veldur og ég lýsti í grein minni 23. mars síðastliðinn. Vestfjarðavegur 60: Enn um leið B Gunnlaugur Pétursson fjallar um vegagerð á Vestfjörðum ’Þegar á alla þættimálsins er litið, hlýtur öllum að verða ljóst að með leið B er mun meiru fórnað en það sem vinnst.‘ Gunnlaugur Pétursson Höfundur er verkfræðingur. ÞAÐ hefur verið kostulegt að reyna að átta sig á þeirri deilu sem hluti sóknarnefndar Garða- kirkju og djákni hafa kynt undir á undanförnum miss- erum. Í persónulegri heift sinni gegn sókn- arpresti sínum hefur verið beitt öllum brögðum og allt tínt til sem svert getur mannorð prestsins. Það merkilega er síð- an að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar telur sig ekki hafa betri lausn á vandanum en að reka löglega kos- inn prestinn. Að leggja til að hann sé fluttur til í stafi er ekkert annað en brottrekstur úr núverandi starfi. Vekur úrskurður nefndarinnar sérstaka athygli í ljósi þeirrar staðreyndar að 14. júlí sl. komst biskup að þeirri nið- urstöðu í sömu deilu að ekkert til- efni væri til neinna breytinga á ráðningu sóknarprestsins. Í ljósi skipulags og stjórnunar innan þjóðkirkjunnar virtist ekki koma til greina að krefjast þess að sóknarnefndin, í það minnsta, myndi sýna fram á að hún gengi í gjörðum sínum fram með vilja sóknarbarnanna. Hefur sókn- arnefndin umboð til þeirra norna- veiða sem hún hefur stundað? Hefur sókn- arnefndin umboð til að nýta sjóði sókn- arinnar til að fjár- magna þessa persónu- legu og hatrömmu baráttu gegn löglega kosnum presti Garða- sóknar? Hluti sóknar- nefndar Garðasóknar hefur með vægast sagt vafasömum hætti nýtt fé sóknarinnar til að kosta persónulega baráttu sína gegn sóknarprestinum Hans Markúsi. Í 4.gr. starfsreglna um sókn- arnefndir er fjallað um fjármál og þar segir m.a. „Sóknarnefnd skal í samráði við sóknarprest gera fjárhagsáætlun fyrir hvert almanaksár…“. Og síð- ar í sömu grein „Sóknarnefnd og sóknarpresti ber síðan að sinna verkefnum sínum og halda uppi starfsemi á grundvelli samþykktr- ar fjárhagsáætlunar“. Það þarf vart að taka fram að útgjöld til lögmanna og sálfræðings vegna nornaveiða eru tæpast í samræmi við fjárhagsáætlun sóknarinnar. Sóknarbörn í Garðasókn mót- mæla harðlega hvernig formaður, varaformaður og djákni hafa stað- ið að verki og er stórlega misboðið aðförin gegn sóknarprestinum og hvernig farið er með fjármuni sóknarinnar. Hvað er að gerast í Garðasókn? Haraldur Ö. Haraldsson fjallar um deilumálin í Garðasókn ’Hefur sóknarnefndinumboð til að nýta sjóði sóknarinnar til að fjár- magna þessa persónu- legu og hatrömmu bar- áttu gegn löglega kosnum presti Garða- sóknar?‘ Haraldur Ö. Haraldsson Höfundur er skipasmiður og sóknarbarn í Garðasókn. EINAR Karl skrifar litla grein í Morgunblaðið í gær til að svara grein þar sem ég benti Samfylkingarfólki á þá staðreynd að ímynd Ingibjargar Sólrúnar sem stjórnmálamanns er mun betri en Öss- urar og að hún nýtur álits og virðingar langt út fyrir raðir Samfylk- ingarinnar. Ég benti á þessa staðreynd því hún skiptir miklu máli þegar tekin er afstaða til þess hver er best til þess fallinn að leiða flokkinn. Einar Karl kemur sér vel og vandlega hjá að ræða þetta eina efn- isatriði greinar minn- ar, en bendir þess í stað á ýmsa aðra þætti, en hver er formaður, sem stuðla að því að stjórnmálaflokkar fái hljómgrunn. Um það getum við vel verið sammála að stefna stjórn- málaflokks, sú pólitík sem hann heldur fram, ræður mestu um það fylgi sem hann fær. Ýmsar aðstæður í umhverfinu geta líka haft mikil áhrif og leiðtogi stjórnmálaflokks er ekki einn á vell- inum heldur er hann fremstur meðal jafningja. Allt á þetta við um Sam- fylkinguna hvort sem Össur eða Ingibjörg Sólrún verður formaður flokksins. Samfylkingin hefur innann sinna vébanda mikið af mjög öflugu og hæfu fólki svo það er langur vegur frá því að formaður flokksins standi einn á hinu pólitíska leiksviði og raunar er það einn af helstu styrkleikum Samfylkingarinnar hvað hún hefur vel mannaðan þingflokk. En það skiptir líka miklu hver leiðir flokk- inn. Þó að það teljist tæp- ast meðmæli með Öss- uri er helst á Einari að skilja að formaður flokksins skipti litlu eða engu máli fyrir fram- gang flokksins. Tekur Einar í því samhengi dæmi af breska verka- mannaflokknum sem hann telur að muni sigra í þingkosning- unum í vor en „ekki Tony Blair“. Það er skrítin og skemmtileg lógík að flokkur geti unnið kosningar en for- maður flokksins ekki. En í alvöru talað eru það heldur vondar frétt- ir ef stuðningsmenn Össurar líta svo á að litlu skipti hver er for- maður flokksins. En góðu fréttirnar eru þær að stuðningsmenn Ingi- bjargar Sólrúnar eru því hjartanlega ósammála. Vont og gott Björn Br. Björnsson svarar grein Einars Karls Haraldssonar Björn Br. Björnsson ’En í alvöru tal-að eru það held- ur vondar frétt- ir ef stuðnings- menn Össurar líta svo á að litlu skipti hver er formaður flokksins.‘ Höfundur er félagi í Samfylkingunni. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SÍÐUSTU árin hefur verið mikill uppgangur í flugi vélknúinna fisa. Fis eru lítil flugför eins eða tveggja manna og mega þeir sem hafa skírteini fisflugmanna fljúga þeim. Fis skiptast í tvær gerðir eftir því hvernig þeim er stjórnað. Svokölluð þriggja ása stýring er stýring eins og á hefðbundnum flugvélum, og eru þau fis að jafnaði með lokaðan stjórn- klefa. Þyngdartilfærslustýring er stýring eins og á svifdreka, þar sem þyngd flugmanns og vélar er færð til undir vængnum til að stýra fisinu. Þau fis eru alltaf opin, þannig að flugmaður og farþegi eru vel klæddir þar sem vindurinn leikur um þá. Fisflug er stundað af félags- mönnum Fisfélags Reykjavíkur og félagsmönnum fisfélagsins Slétt- unnar. Fisfélag Reykjavíkur hefur aðsetur við hlíðar Úlfarsfells. Þar eru flugskýli fyrir fis félagsmanna. Einn- ig eru þar stuttar flugbrautir til að taka á loft og lenda á. Fisfélagið Sléttan hefur aðstöðu í nágrenni við Seltjörn við Grindavík- urveg á Reykjanesi. Síðastliðið sumar fór hópur fisa í hringflug um Ísland. Alls tóku 10 fis þátt í því ævintýri. Stefnt er að ann- arri hringferð í sumar og verður þá floginn hinn hringurinn. Það er þó ekki aðeins á sumrin sem flogið er á fisum, því flug að vetri er líka stund- að, þó að ekki sé jafnhlýtt og á sum- artímanum. Á veturna eru vötn og tjarnir not- aðar til lendinga. Helstu takmark- anir á vetrarflugi er stuttir dagar og snjór á lendingarstöðum. Það eru 25 fis skráð á Íslandi, en þeim fer mikið fjölgandi. Á dögunum komu til landsins fimm fis og fleiri hafa verið keypt. Það er reiknað með að fisum fjölgi um 10–15 á þessu ári, sem er um 50% aukning. Sum fisanna koma tilbúin, en önn- ur koma ósamsett og sér eigandinn um smíðavinnuna. Eitt nýju fisanna er Jabiru Calypso-fis sem Sigurður Guðmundsson er að smíða. Fylgjast má með smíðinni á vefsíðu hans www.siggi.is, en hann hefur vef- myndavélar í smíðaskúrnum svo fylgjast má með fis-smíðinni á net- inu. Ýmsar upplýsingar um fis og fis- flug eru hægt að nálgast á vefsíðu Fisfélags Reykjavíkur sem er www.fisflug.is. Í byrjun janúar komu fjögur þyngdartilfærslufis til landsins. Aldrei hafa komið jafnmörg fis í einu til landsins og sýnir þetta vel gróskuna í fisfluginu. Spenntir flug- menn voru því ekki lengi að stand- setja fisin og byrja að fljúga þrátt fyrir töluvert frost og kulda. ÁGÚST GUÐMUNDSSON, Austurbrún 24, Reykjavík. Frá Ágústi Guðmundssyni Morgunblaðið/ÞÖK Töluverður áhugi er nú á fisflugi. Mikill uppgangur í fisflugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.