Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 112. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Samhentar systur Birna og Guðfinna semja dansinn fyrir Selmu systur Menning Úr verinu og Íþróttir Úr verinu | Stakkaskipti hjá Stakkavík  SÍF selur Saltkaup Íþróttir | Haukar komnir í 2–0 gegn ÍBV  Eindhoven sótti en Mílanó sigraði MIKIL fjölgun hefur orðið á umsókn- um um örorkumat á síðustu árum. Þannig fjölgaði umsóknum úr 944 ár- ið 2002 í 1.317 ári síðar og á síðasta ári bárust 1.622 umsóknir. Hefur þeim því fjölgað um rúm 70% milli áranna 2002 og 2004. Á sama tíma hefur synj- unum um örorkumat fækkað mjög. 1998 var 20% umsókna um örorkumat synjað en eftir að nýr læknisfræðileg- ur örorkumatsstuðull var tekinn upp 1999 snarfækkaði synjunum og 2004 var einungis um 7% umsókna synjað eða vísað frá. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um mál öryrkja, sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands, vann fyrir heilbrigðis- og trygginga- ráðherra. Haldi hluta bóta þótt hefji störf Hert krafa um arðsemi á vinnu- markaði hefur leitt til aukins atvinnu- leysis einstaklinga en sterkt samband virðist vera á milli nýgengis örorku og atvinnuleysis. Tryggvi Þór setur fram tillögur um aðgerðir til að halda fjölgun örorku- bótaþega í skefjum. Leggur hann til að reglur verði hertar um hvernig örorka er metin, en í dag er nálgunin eingöngu læknisfræðileg. Einnig að möguleikar á endurmenntun og starfsþjálfun verði auknir til að hjálpa öryrkjum aftur út á vinnumarkað. ,,Sennilega er áhrifamesta aðgerðin til að hvetja öryrkja til að fara út á vinnumarkaðinn, og letja fólk til að sækja um örorkumat, sú að draga úr fjárhagslegum ávinningi af því að vera á örorkubótum, nema þegar um algjört neyðarbrauð er að ræða,“ seg- ir í skýrslunni. Stingur Tryggvi Þór upp á að þeir sem hverfa af örorku- skrá fái að halda eftir hluta bóta þó þeir hefji störf að nýju, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum og Bretlandi. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði í gær ljóst að aðgerða væri þörf. Hann kynnti skýrsluna á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun og var ákveðið að fulltrúar þriggja ráðuneyta legðu fram álitsgerð um aðgerðir fyrir miðjan júní. Mun fleiri sækja um ör- orkumat og færri synjað Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  Fjölgun/miðopna „VIÐ bjuggumst alls ekki við þessu. Við höfðum einsett okkur að vera jákvæð og ætl- uðum bara að hafa gaman af þessu, en það var náttúrlega stór bónus að vinna keppn- ina,“ sagði Sunna Þorsteins- dóttir í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, en hún keppti ásamt Auðuni Skútu Snæbjarnarsyni, Eyþóri Gylfasyni og Kamillu Sól Baldursdóttur til sigurs í Norrænu KappAbel- keppninni sem haldin var í þriðja sinn í húsakynnum Kennaraháskóla Íslands í gær og fyrradag. Voru þau fjórmenningar fulltrúar 9. bekkjar B í Lundaskóla á Akureyri, en bekkur þeirra bar, undir handleiðslu Sigurveigar Mar- íu Kjartansdóttur kennara, naumlega sigur úr býtum í ís- lensku undankeppninni fyrr í mánuðinum. Fékk íslenska liðið 24 stig af 25 mögulegum. Í öðru sæti urðu Norðmenn með 21 stig, en Danir, Svíar og Finnar fengu 17 og 16 stig. Aðspurð segir Sunna keppnina alls ekki hafa verið erfiða. „Þetta var aðallega bara mjög gaman. Auðvitað voru sumar þrautirnar nokk- uð snúnar, en við einbeittum okkur og kláruðum þetta,“ segir Sunna og tekur fram að miklu hafi skipt að fá góðan stuðning bekkjarins sem gerði sér ferð suður til að maður vildi auðvitað vinna þetta fyrir þau, fyrst þau voru komin alla leið frá Ak- ureyri til þess að styðja okk- ur,“ segir Sunna og þakkar sigurinn einnig góðri liðs- heild. Að sögn Önnu Kristjáns- dóttur, prófessors við Kenn- araháskóla Íslands og stjórn- anda KappAbel-keppninnar á Íslandi, á keppnin upptök sín í Noregi og varð landskeppni þar á stærðfræðiárinu 2000. Segir hún tilganginn með keppninni að efla áhuga ung- linga á stærðfræði. Hérlendis var keppnin fyrst haldin skólaárið 2001–2002 og hefur fjöldi þátttakenda aukist mik- ið ár frá ári, og nú tekur um þriðjungur allra 9. bekkja þátt í keppninni. styðja sína fulltrúa. „Það var rosalega gaman hvað bekk- urinn studdi okkur vel. Og Íslendingar fögnuðu sigri í Norrænu KappAbel-stærðfræðikeppninni sem fram fór í gær „Vildum vinna þetta fyrir bekkinn“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kamilla Sól Baldursdóttir, Auðunn Skúta Snæbjarnarson, Eyþór Gylfason og Sunna Þorsteinsdóttir, úr 9.B í Lunda- skóla, unnu glæsilegan sigur í Norrænu KappAbel-keppninni. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Nanjing. AFP. | Lien Chan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Taívan, kom í sögulega heimsókn til Kína í gær. Er hann fyrsti leiðtogi Kuomin- tangs-flokksins, sem kemur til meg- inlandsins síðan kommúnistar kom- ust til valda í Kína 1949. Efnt var til mótmæla er Lien lagði upp í ferðina en þeir, sem krefjast fulls sjálfstæðis Taívans, saka hann um að svíkja land og þjóð með Kínaferðinni. Tekið var á móti Lien með mikilli viðhöfn við komuna til Nanjing en Kínastjórn lítur á Taívan sem hluta af Kína. Lien sagði, að hann vonaðist til að geta bætt samskipti Kínverja beggja vegna Taívan-sunds en hann ætlar að ræða við Hu Jintao, forseta Kína, í Peking á föstudag. Verður það jafn- framt fyrsti fundur leiðtoga Kuom- intangs og kommúnista síðan þeir Mao Zedong og Chiang Kai-Shek reyndu að semja um lok borgara- styrjaldarinnar í Kína árið 1945. Lien varaður við Chen Shui-bian, forseti Taívans, sem er hallur undir sjálfstæði eyj- arinnar, hefur dregið úr fyrri gagn- rýni sinni á ferð Liens og að sögn vegna þrýstings frá Bandaríkjunum. Taívönsk stofnun, sem fer með mál- efni meginlandsins, hefur hins vegar varað Lien við að brjóta lög með því að taka þátt í einhverjum samning- um við Kínastjórn. Reuters Lien Chan, leiðtogi Kuomintangs á Taívan, flytur ræðu við móttöku- athöfn í Nanjing í Kína í gær. Í sögu- legri Kínaferð Masnaa, SÞ. AFP. | Sýrlenskar hersveitir fóru frá Líbanon í gær eftir 29 ára hernám og var fagnað ákaft við heimkomuna. Einnig ríkir víða gleði í Líbanon þótt sumir beri ugg í brjósti um að átök verði milli þeirra mörgu samfélagshópa sem í landinu búa. Sameinuðu þjóðirnar ætla að láta fulltrúa sinn sannreyna hvort um algeran brottflutning sé að ræða. „Sum aðildarríki og talsmenn líbanskra stjórnarandstæðinga hafa fullyrt við mig að liðs- menn leyniþjónustu sýrlenska hersins hafi sett upp nýjar bækistöðvar sunnan við Beirút og víð- ar,“ sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, í gær. Sagði hann stjórnir Sýr- lands og Líbanons hafa vísað þeim fullyrðingum á bug. Efnt var til hátíðlegrar kveðjuathafnar með lúðrasveitum við landamæraborgina Masnaa í Bekaa-dalnum í Líbanon og var liðsafli úr líb- anska hernum á staðnum./15 Reuters Sýrlendingar fagna heimkomu sýrlenskra hermanna við landamærin að Líbanon. Einn þeirra heldur á mynd af Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Stjórnarandstaðan efast um brottflutning herja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.